Fréttablaðið - 23.04.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 25. apríl MÁNUPACUR 8 FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjóm@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið með því að greiða 1.100 kr. í sendingarkostnað. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. | BREF TIL BLAÐSINS | Með hugann við „ skít og skarn “ Björn Guðbrandur fónsson, framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk i Landnámi Ingólfs, skrifar: Samtökin Gróður fyrir fólk kenna sig við landnám Ingólfs Arnarsonar sem í dag er jafnan kallað suðvestur- hornið. Ovíða er land jafn grátt leikið í kjölfar ofbeitar og eldvirkni ald- anna. Samtökin kenna sig líka við tengsl gróðurs og fólks. Það samband er margslungið. Ekki er eingöngu spurt hvað gerir gróður fyrir fólk heldur hvað getur fólk gert fyrir gróður? Það er ástæða þess að sam- tökin eru alla jafna með hugann við skít og skarn. Er þar komið að þætti og fordæmi bóndans á Bergþórshvoli. Njála greinir frá því að Njáll lét „aka skarni á hóla“ því „að þar yrði taða betri en annars staðar". Þetta er leiðarljós í starfi GFF. Verkfræðistofan Línuhönnun vann skýrslu fyrir GFF árið 1997 þar sem fram kemur að um 70 þúsund tonn falla til árlega í Landnámi Ingólfs af húsdýraáburði. Sum þessara efna, t.d. svínamykja, eru „non grata“ og mega helst hvergi finnast. GFF beitir sér fyrir að efnin rati rétta leið, á útmörk- ina, á örfoka land þar sem þessi efn- um er best fyrirkomið sem undir- stöðu nýs gróðurlendis. GRÓÐURBYLTING Húsdýráburð ber að nota við uppgræðslu á örfoka landi, það er útfærsla nútímans á aðferð Njáls á Bergþórshvoli. í raun hefði slík notkun átt að vera komin á fyrir löngu þar sem stór svæði í Landnámi Ingólfs vantar átakanlega lífrænt efni. Sumt er ein- faldlega klassík og verður ekki betrumbætt þótt upp sé runnin öld nr. 21. Þetta á við um aðferð Njáls enda smellpassar hún inn í sjálfbæra þró- un við aðstæður eins og þær sem ríkja hér á suðvesturhorninu. Við lít- um svo á að húsdýraáburður sem fer til annarra nota en uppgræðslu á ör- foka landi fari meira og minna til spillis. ■ Sótti blöðin á hverjum degifyrir skáldið Fréttablaðið kemur út í fyrsta sinn á fæðingardegi Halldórs Lax- ness. Það er vel við hæfi því Halldór las íslensk blöð í þaula, gagnrýndi þau oft óvægilega og tók framan af ævi virkan þátt í umræðu á síðum þeirra. Hann nýtti sér betur en aðrir orð og efni úr blöðunum í verk sín. _______ Auður Laxness segir að það hafi verið morgunverk hennar þegar Hall- dór var heima á Gljúfrasteini að sækja öll blöðin 15 mínútna gang, eða snögga bílferð, að næsta bæ, á Hraða- stöðum. „Þá voru blöðin fjögur, Al- þýðublaðið, Morg- „Halldór segist eyða meirihluta dagsins í að því er virðist óarð- bært sýsl: lestur dagblaða, skemmtigöngur, samtöl við vini og þessháttar." unblaðið, Tíminn og Þjóðviljinn, og Halldór las þau öll áður en hann byrj- aði að vinna um níuleytið. Svo ef eitt- hvað var sem hann vildi skoða nánar eða svara, þá gaf hann sér tíma sein- na um daginn til þess að huga betur að því.“ Auður gengur sér til heilsubótar dag hvern að sækja blaðið - þeas Morgunblaðið - að Hraðastöðum en finnst blaðaflóran orðin einhæf. íslenskir blaðstjórar áttu það til að ausa Ilalldór fúkyrðum, og hann var ekki seinn til svars. Arið 1939 svarar hann fyrirspurn frá félags- manni 1 Tímariti Máls og menningar: Hann varast að fullyrða nokkuð um réttmæti þeirrar skoðunar að blöð hljóti að standa á því menningarstigi sem fólk það sem þau eru ætluð. „En ég vil leyfa mér að gera þá persónu- ......M..á.l.m..a.Q.na EINAR KARL HARALDSSON tekur Auði Laxness til vitnls um að óhætt sé að lesa blöðin. legu yfirlýsingu að ég þekki ekki fólk, hvorki til sjávar og sveita á ís- landi, sem stendur á jafn lágu menn- ingarstigi og íslensk dagblöð." Þau urðu honum samt sem áður drjúg uppspretta í skáldverk eins og t.d. Sölku Völku, þar sem fjallað er um mál sem höfðu verið þvæld og þæfð í blöðunum, og persónurnar draga dám af þeim sem mest voru í fjölmiðlaatinu. Frá ritunartíma Sölku Völku er til bréf þar sem hann segist eyða „meirihluta dagsins í að því er virðist óarðbært sýsl: lestur dag- blaða, skemmtigöngur, samtöl við vini og þessháttar." Þarna vil ég setja aðaláhersluna á að því er virðist. Óarðbæra sýslið og allt þessháttar hversdags verður eldsneytið í arðbæru vinnuloturnar. Þess vegna er óhætt að fara að dæmi skáldsins og gefa sér tíma til þess að lesa blöðin á morgnana. Hitt er svo annað mál eins og hann sagði: Að skrifa er ævinlega óleyst vandamál listamannsins. Og það er einnig dag- legur vandi að gefa út blað sem er samboðið lesendum. ■ |HVE MIKINN MARKAÐ ÞOLIR IVIANNLÍFIÐ?| Hagfræðingurinn Assa Lindback spurði í kunnri bók: Hve mikla póli- tík þolir efnahagslifið? Þeir Finnbjörn og Jón Baldvin spyrja hvorir með sínum hætti: Hve mikinn markað þolir mannlífið? Jón Baldvin gengur þó skrefinu lengra og viðurkennir að krafan sem reist er vegna þeirra niðurstöðu sem markaðurinn skilar, sé ósk um aukin opinber afskipti. Hægt er að túlka kröfuna um aukið lýð- ræði sem mótvægi við markaðsöflin einnig á þann hátt að um sé að ræða fróma ósk um meiri þátttöku almennings I ákvörðunum sem varða hag fólks I bráð og lengd. En summan verður hin sama: Það er verið að biðja um meiri pólitík en ekki minni. Meiri en lítinn kjark þarf til þess að biðja um slíkt þegar höfð er I huga neikvæð umræða um stýringu stjórnmálamanna á undanförnum árum. Úr orðabók stjórnmálanna: Handstýring, geðþóttaákvarðanir, of- stjórn, niðurgreiðslur, innflutningshöft, búverndarstefna, byggða- stefna, hagsmunahópapot, misvægi atkvæða, markaðshamlandi aðgerðir, reglugerðarfargan, eftirlitsiðnaður Finnbjöm Hermannsson vill tefla lýðræði gegn markaði: Hagvaxtarflóðið lyftir ekki öllum bátnum og þess vegna mun kröfunni um aukin ríkisafskipti vaxa fiskur um hrygg, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Aðlögun eða skipbrot Formaður Samiðn- ar, Finnbjörn A. Her- mannson, hefur gagn- rýnt í viðtölum við fjömiðla að innlent og alþjóðlegt markaðs- hagkerfi ráðskist með búsetu og hagi alþýðu manna án þess að hún fái rönd við reist. Á móti þessari þróun vill hann efla umræðu um lýðræðið og pólitíska ákvörðunatöku um það hvað verði um fólk. í þessu skyni efndi Samiðn, sem er samband iðnfé- laga, til umræðu um lýðræði og vinn- andi fólk í upphafi ársþings síns, sem stóð nú um helgina. Hér kveður við nýjan tón því nokkuð almenn sátt hefur verið um það síðasta kastið að hlutverk stjórn- málamanna og opinberra aðila sé að setja ramma um efnahagssstarfsem- FINNBJORN HERMANNSSON Vill meiri opin- ber afskipti sem mótvægi við markaðinn. ina, en að innan þeirra marka sé af- fararsælast að markaðsöflin leikist á í frjálsri samkeppni og að réttarríkið gæti hagsmuna einstaklinganna. Erfitt er að túlka innlegg Finn- björns öðruvísi en sem kröfu um meiri opinber afskipti af því hvernig fyrirtækin haga starfsemi sinni, hvar þau setja starfsemi sina niður og hvaða hagsmunir eru settir í fyrir- rúm.Stjórnmálamenn, sem hafa mátt þola gengisfall í samanburði við markaðsjöfrana á verðbréfamarkað- inum, hljóta að hlusta á þetta sem ljúfa framtíðarmúsík. Hagfræðingar munu hins vegar halda fast við að frjáls samkeppni, með reglum gegn fákeppni og einokun, leiði til bestu niðurstöðu fyrir alla, enda þótt hún geti oft kostað erfiða aðlögun, byggðaröskun og tilflutning vinnu- afls: Þeir sem ekki laga sig að breyt- ingum og þróun eru dæmdir til að tapa. ■ Pendúllinn sveiflast Margt er umdeil- anlegt í tölfræði um þróun tekju-og eigna- skiptingar. í ritgerða- bók sem Háskólaút- gáfan gaf út á sl. ári þar sem birt er fram- tíðarsýn 22 íslend- inga, segir Jón Bald- vin Hannibalsson sendiherra m.a. „En af umræðunni verður ekki ráðið annað en að menn rengi ekki meginniðurstöðunar: Að hagvaxtarflóðið hafi ekki lyft öllum bátnum. Að þeir sem vegna menntun- arskorts þykja ekki gjaldgengir í hin tölvuvæddu störf hagvaxgtageir- anna, hafi beinlínis lækkað í tekjum að raungildi. Og að hinir ofurríku hafi hagnast mest á eigna- og fjár- magnstekjum, sem hafa vaxið jafnt og þétt, langt umfram hagvöxt og framleiðni þjóðfélagsins, sl. áratug." JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Það stenst ekki til frambúðar að auðurinn færist á færri hendur. Flest bendir til þess að þi'óunin að þessu leyti sé svipuð, bæði í háþróuð- um ríkjum og þróunarríkjum, ef þau eru á annað borð þátttakendur í hinu alþjóðavædda hagkerfi. Ályktunin sem Jón Baldvin dreg- ur af þessum upplýsingum er m.a. svohljóðandi: „Ef aukin samkeppni í alþjóða- væddu markaðshagkerfi með minni ríkisafskiptum eykur hagvöxt og verðmætasköpun, en arðurinn af framleiðslustarfinu færist stöðugt á færri hendur og bilið á milli ríkra og fátækra fer vaxandi, þá mun það ekki standast til frambúðar. Þá mun hinn pólitíski pendúll aftur sveiflast til baka með vaxandi þunga að baki kröfunni um aukin ríkisafskipti til að jafna eigna- og tekjuskiptinguna, í nafni sanngirni og réttlætis, eins og reyndin varð eftir hrun markaðskerf- isins í kreppunni miklu forðum daga.“ ■ IorðréttJ Ætli lóan mundi þekkja aftur íslenskan dreing um, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag. Alþýðubókin.Bækur.1928. ----*---- Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna, hún er tak- mark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Ætli lóan mundi þekk- ja aftur íslenskan dreing eða íslenska stúlku ef þau færu útí heim að leita hennar og fyndu hana í staðnum þar sem hún á heima þegar hún er ekki hjá okkur? Við vitum það ekki. kannski. Það hefur ekki, verið reynt. En ég held það nú samt. Gjömingabók.Lóan. 1956. Vaka Helgafell gefur í dag út bókina Gullkorn í greinum Laxness, en þar er að finna um þúsund tilvitnanir í greinasöfn Nóbelskáldsins og er þeim deilt í á tíunda tug efnisflokka. Símon Jón Jóhannsson tók saman. Hér eru nokkur gullkorn: Vandi kristindómsins yfir hjört- um manna getur aldrei stafað hætta af sannri þekkingu. Lýgin og van- þekkíngin eru hinsvegar svarnir óvinir hans, og vissulega hinir skæð- ustu. Og árin líða. Kaþólsk viðhorf. 1925 ---♦---- Menn skyldu varast að halda að þeir viti nú alla skapaða hluti þó þeir hafi lesið eitthvert slángur af bók- um, því sannleikurinn er ekki í bók- Dagleið fjöllum. Fagra veröld. 1933 —........ Hafi maður einu sinni skilið harm þjóðar er sem maður sé bundinn henni órjúfandi böndum alla stund uppfrá því. Vettvángur dagsins. (sland og Frakkland. 1942 —*------ Sá maður sem hvorki hefur mál- úngi matar né pjötlu uppá kroppinn er hvort sem er ekki meðtækilegur fyrir skoðanir list stjórnmál eða menningu. Skáldatími. Sonur Guðmundar heitins í apótekinu og aðrir menn. 1963.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.