Fréttablaðið - 23.04.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.04.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 23. apríl WIÁNUDACUR | ERLENT Ný bandarísk rannsókn Kommúnistaflokkur Víetnam til- kynnti í gær um valið á nýjum aðalritara. Fyrir valinu varð Nong Duc Manh sem þykir í hófsamari armi flokksins. Manh, sem er sagður óskilgetinn sonur uppreisnarhetj- unnar Ho Chi Minh, er fyrsti leiðtogi 'flokksins sem tilheyrir minnihluta- hópi. Indversk stjórnvöld sögðu í gær að átta indverskir hermenn sem féllu fyrir hendi hermanna Bangladesh í síðustu viku hafi verið pyntaðir áður en þeir voru skotnir. Landamæra- deilur hafa oft leitt til minniháttar átaka en óvenjulegt er að jafn marg- ir falli og í síðustu viku en þá létust 16 indverskir hermenn. Síþreyta tengd hreyfingarleysi PAÐ GETUR GREINILGA VERIÐ ERFITT AÐ VERA RÁÐHERRA Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson við skyldustörf. iæknisfræði Síþreyta tengist hreyfing- arleysi samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Vísbendingar um það hverjum er hættara við að fá þennan umdeilda sjúkdóm má finna með því að rannsaka hjörtu og ónæmiskerfi fólks segja vísindamennirnir við Ge- orgetown háskóla. Rannsóknin leiðir líkum að því að ákveðinn hluti fólks sé fyrirfram í áhættuhópi um að fá þau einkenni sem tengd hafa verið sí- þreytu, svo sem almenna þreytu, ann- ars óútskýrðan vöðvasársauka, höf- uðverk og snert af þunglyndi. Sí- þreytulæknirinn Dr. James Grisola segir niðurstöðurnar geti hraðað fyr- irbyggjandi meðferð sjúklinga sem hafa einkennin á byrjunarstigi. Ekki ætti fólk þó að reyna að sigrast á sí- þreytunni á einum degi með þrotlaus- um æfingum, en fara varlega í sak- irnar til dæmis með daglegu sundi, sagði læknirinn. ■ ÁSLANDSHVERFI f HAFNARFIRÐI Þar er bæði bannað að hafa hunda og ketti. Nokkur brögð eru á að þessar reglur séu brotnar. Fuglalíf í hættu: Lífi flórgoðans við Ástjörn ógnað nAttúra Fuglalíf við Ástjörn í Hafn- arfirði virðist í hættu. Flórgoði hefur lengi verpt við Ástjörn og hafa 4 til 5 pör verið þar um árabil. Svæðið er friðlýst samkvæmt nátt- úruverndarlögum. Flórgoðavarpið hefur verið í skjóli hettumáfs en í fyrra hrundi hettumáfsvarpið og óttast nú margir um flórgoðann. Minki hef- ur verið kennt um en uppbygging hefur verið mikil í Áslandinu og kann hún að hafa haft áhrif á fuglíf. Hunda- og kattahald er bannað í hverfinu en nokkuð mun vera um að farið sé í kringum það bann. Minkaleit við Ástjörn hefur ver- ið á vegum Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og hefur að sögn Ólafs Torfasonar fulltrúa í umhverfisnefnd gengið vel undanfarin tíu ár eða þar til nýir aðilar voru ráðnir til verksins í fyrra. Málið var til umræðu í um- hverfisnefnd Hafnarfjarðar á dög- unum og var samþykkt að finna nýja aðila til að taka að sér eyðingu minks umhverfis Ástjörn. Jafn- framt skoraði umhverfisnefnd á heilbrigðisfulltrúa að koma minka- leit í viðunandi horf nú þegar. ■ j kjk keiMw*/tmmwm%fí/**if* | ERLENT 1 Fjármálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hvöttu til þess á fundi sínum í Málmey í Sví- þjóð á laugardag að alþjóðasamfé- lagið veitti tyrkneskum stjórnvöld- um stuðning í viðleitni sinni til að takast á við efnahagsvanda landsins. Tyrkir hafa kynnt hugmyndir sem fela í sér lækkun ríkisútgjalda og endurskipulagningu bankakerfisins og hafa óskað eftir tólf milljarða dollara styrk til að takast á við erfið- leikana. borgarinnar Itiger Steinson, Ölafur Ö. Póttirsson úljaiarUjón útlaumtjóri s. 691 0919 s. 896 659-1 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. s. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.