Fréttablaðið - 23.04.2001, Side 6

Fréttablaðið - 23.04.2001, Side 6
FRETTABLAÐIÐ 23. apríl MÁNUOACUR VIÐ SPYRJUM Matthildi Hólmbergsdóttur Ertu sátt við þá ráðstöfun stjórnvalda að setja magntolla á innflutt grænmeti? Nei, ég er ekki sátt við það að verið sé að setja tolla á innflutning á erlendu grænmeti til þess að vernda innlenda framleiðendur fyrir samkeppni. Það verður til þess að hækka vöruverðið til okkar neytenda og það vil ég alls ekki. Matthildur Hólmbergsdóttir er að vestan. Hún er uppalin á Suðureyri við Súgandafjörð en flutti suð- ur fyrir 17 árum og býr í Vogunum i Reykjavík. Hafnarfj arð arb ær Verkfall boðað hafnawfjörðuw Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur boðað til vinnu- stöðvunar 30. apríl n.k. hafi ekki samningar tekist vegna félagsmanna sem vinna hjá Hafnarfjaðarbæ. Sig- urður T. Sigurðsson formaður Hlífar segir að krafist sé keimlíkra launa- hækkana og Starfsgreinasambandið samdi um við Launanefnd sveitarfé- laga fyrir skömmu. Fundað hefur verið í þessari deilu hjá ríkisátta- semjara að undanförnu og um helg- ina var ekki útilokað að samningar mundu takast áður en boðað verkfall kæmi til framkvæmda. ■ Dönsk rannsókn: Læknar eru lélegir sjúklingar danmörk Læknar eru menntaðir til að hjálpa veiku fólki en ráða ekki vel við að veikjast sjálfir. Læknar leyna sjúkdómum til að halda ímyndinni gagnvart sjúklingum sínum og öðr- um læknum. Þetta er meðal niður- staðna rannsóknar sem danskur læknir, Bodil Nielsen, hefur fengið út úr sex ára rannsókn sem nefnist „Læknirinn sem sjúklingur“. „Að læknirinn geti sjálfur veikst og þurft á læknisaðstoð að halda er nokkuð sem við tölum sjaldan um og tökum ekki alvarlega," segir Bodil, í samtali við fréttaritara CNN í Dan- mörku. ■ Eldur á veitingastað Kviknaði í feiti bruni Engan sakaði þegar eldur kom upp í veitingahúsi við Laugalæk um tólfleytið í gær þegar kviknaði í potti með feiti og læsti eldurinn sig í viftu sem var þar fyrir ofan. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu réði niðurlögum eldsins en reykræs- ta þurfti síðan húsnæðið og urðu tölu- verðar skemmdir. Veitingahúsið var opið þegar eldurinn kom upp. ■ 6 Foreldrar varaðir við notkun blautservíetta: Eiturefni valda skaða danmörk Dönsk umhverfissamtök vara foreldra ungbarna við notkun blautservíetta. Að minnsta kosti tvær algengar tegundir innihalda eiturefn- ið iodopropynyl butylcarbamate sem valdið getur ofnæmi og hugsanlega lifrarskaða. Efnið má ekki komast í snertingu við varir og er m.a. notað í plöntueitur. Mælt er með að foreldrar noti vatn, þvottapoka og hugsanlega sápu í stað blautservíetta, að blautserví- ettur séu aldrei notaðar í andlit barna og þær séu eingöngu notaðar þegar vatn og þvottapoki er ekki tiltækt. ■ Sj álfseignarstofnanir munu ráða sparisjóðunum Eignarhlutur stofnfjáreigenda lítill. Þorri hlutaQár án eigenda. Markmiðið að gera hlutabréf eftirsóknarverð. Sjálfseignarstofnarirnar verða að minnka eignarhlut sinn með tímanum' Árni Þór vill samstarf í borgarstjórn Aðild VG að R-lista mun skýrast í maí BORCARMÁL Það má jafnvel bú- ast við því að Vinstri grænir muni taka afstöðu til þess í næsta mánuði hvort þeir verða með R-listanum í næstu borgarstjórnarkosn- ingum að ári eða ekki. f það minnsta telur Árni Þór Sig- urðsson varaborgarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarnefndar að það fari að styttast í ákvörðun þeirra. Sjálfur telur hann eðlilegt að Vinstri grænir reyni að ná STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Framtíð R-listans er mál á lands- vísu fyrir VG samkomulagi við R-listann og segist ekki sjá neitt sem eigi að geta komið í veg fyrir það. Skiptar skoðanir eru innan félags Vinstri grænna í borg- inni til framboösmála með R- listanum. Sterk staða þeirra í skoðanakönnunum hefur ýtt undir skoðun margra félags- manna að þeir eigi að bjóða fram undir eigin nafni í kosn- ingunum næsta vor. Árni Þór segir að þótt ákvörðun um þetta sé málefni Reykjavíkur- Arni þór sigurðsson Sér ekkert sem komi í veg fyrir aðild að R-lista félagsins þá skiptir það einnig máli á landsvísu. Af þeim sökum sé þetta ekki einvörðungu mál félagsins í borginni. Hann segist því reikna með að ákvörðun um framhaldið muni þvi koma inn á borð Steingríms J. Sigfús- sonar formanns Vinstri grænna og forystu þeirra á landsvísu. ■ frettaskyring Ef frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi verður að lögum er stjórn- endum sparisjóða heimilt að breyta rekstri þeirra í hlutafélag. Mikill meirihluti hlutafjársins mun renna í sjálfseignastofnanir, sem stjórnend- ur sparisjóðanna ráða yfir þrátt fyr- ir að vera með lítið fé bundið í rekstrinum. Nauðsynlegt er fyrir sparisjóðina að finna þessu fé eig- endur ef þeir ætla að nýta sér hluta- félagaformið til fulls. Nokkrir hafa orðið til þess að gagnrýna þá leið sem felst í frum- varpinu. í dag fara stofnfjáreigend- ur með æðsta vald í málefnum sparisjóðanna og koma fram sem eigendur þeirra í krafti stofnfjár sem þeir hafa lagt inn í rekstuiúnn. Ef sparisjóðir hlutafélagavæðast fá stofnfjáreigendur hlutabréf sem samsvarar núverandi verðmæti eignar þeirra í sparisjóðunum. Það hlutafé, sem ekki rennur til þeirra, fer í sjálfseignarstofnun en stofn- fjáreigendur munu stjórna henni í krafti stofnfjár síns. í samtali við Fréttablaðið sagði Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- ráðherra, að efasemdir hefðu verið uppi í sambandi við sjálfseignar- stofnanirnar, sem munu ráða yfir miklum meirihluta hlutafjársins VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR „[ einhverjum tilfellum gætu það verið fáir aðilar sem ráða þarna yfir miklu fjármagni" verði rekstrarformi sparisjóðanna breytt. „f einhverjum tilfellum gætu það verið fáir aðilar sem ráða þarna yfir miklu fjármagni,“ sagði Valgerður. Pétur Blöndal sagði við fyrstu umræðu á Alþingi að hann hefði miklar efasemdir um þá leið sem valin er í frumvarpinu. Gagnrýni hans beinist fyrst og fremst að eign- arhaldi sjálfseignarstofnana, sem hann segir að muni ráða yfir miklu fjármagni sem engin eignaraðild væri að. í gegnum þessar stofnanir yrðu völd stofnfjáreigenda mikil í krafti lítils eignarhlutar. „Þetta þýð- ir að fólk sem ekki hefur beina hags- muni, ekki prívathagsmuni, er að ráðskast með 90% af 15-20 milljörð- um,“ segir Pétur. Ef frumvarpið vei’ður að lögum munu stofnfjáreigendur fara áfram með tögl og haldir í stjórnun spari- sjóðanna. Menn velta því fyrir sér hver þróunin verður með hlut sjálfs- eignarstofnananna og hvort skýr eignarréttur myndist með tímanum. Ljóst er að með aukningu hlutafjár mun hlutur sjálfseignarstofnananna minnka. Einnig er stofnununum heimilt að selja eignarhlut sinn og draga sig úr rekstrinum. Guðmundur Hauksson, spari- GUÐMUNDUR HAUKSSON SPRON mun klárlega skoða möguleika hlutafélagaformsins. sjóðsstjóri í SPRON, átti sæti í nefnd viðskiptai’áðherra sem samdi frumvarpsdrögin. Hann telur nauð- synlegt að ef breyta á fyrirtæki í hlutafélag og skrá það á verðbréfa- þingi verði að gera það af fullri al- vöru. „Ef sparisjóðir ákveða að breyta sér í hlutafélag, skrá það á verðbréfaþing og skapa gi’undvöll fyrir mikil viðskipti með hlutabréf- in þá þarf þessi sjálfseignarstofnun að selja frá sér hlutabréf," segir Guðmundur. Að hans sögn er líklegt að stofnanirnar selji, taki peningana og leggi í viðkomandi sparisjóð. Að- spurður segir hann Sparisjóð Reykjavíkur klárlega einn þeirra sparisjóða sem munu skoða mjög vandlega þann möguleika sem hlutafélagaformið getur gefið þeim. Ekki er talið líklegt að virkur markaður myndist með bréf í spari- sjóðunum ef vægi sjálfseignar- stofnana í stjórnun þeirra er mikið. Guðmundur bendir á að það sé ekk- Eigendur sex stærstu sparisjóðanna ef þeir hlutafélagavæðast Áætlað markaðsvirði* Eignarhlutur stofnfjáreigenda Eignarhlutur sjálfseignarstofnunar Stofnfjáreigendur fjöldi meðaleign Sp. Reykjavíkur og nágrennis 3.295.800 589.948 (17,9%) 2.705.852 (82,1%) 908 650 Sp. Hafnarfjarðar 3.207.600 9.623 (0,3%) 3.197.977 (99,7%) 45 214 Sp. vélstjóra 2.507.400 45.133 (1,8%) 2.462.267 (98,2%) 533 85 Sp. f Keflavík 1.726.200 624.884 (36,2%) 1.101.316 (63,8%) 510 1.226 Sp. Kópavogs 1.179.000 753.381 (63,9%) 425.619 (36,1%) 610 1.235 Sp. Mýrasýslu** 1.234.800 4.939 (0,4%) 1.229.861 (99,6%) 2 2.470 Allar upphæðir f þús. króna. * Miðað er við hlutfall markaðsvirðis og eigin fjár viðskiptabankanna (V/E hlutfall) en það þó haft lægra eða 1,8 ** Sveitafélög erua einu stofnfjáreigendur Sparisjóðs Mýrasýslu Skráning stendur nú yfir í Sumarbúðirnar Ævintýraland Av%. ’’ UM Bæklingur sumarbúðanna með ítarlegum upplýsingum var gefin út og dreift í gegnum flesta skóla á landinu. 0 Sumarbúðirnar eru algjörlega óháðar og leggja mikla áherslu á að ýta undir sjálfstraustið hjá börnunum og efla sjálfstæða og skapandi hugsun. 5 Fagfólk ser um námskeið í kvikmyndagerð, leiklist, myndlist, grímugerð, tónlist og íþróttum. Afþreyingarefnin eru óteljandi, börnin hafa alltaf val og fjölbreytni er mikil. Sundlaug er á staðnum ásamt íþróttahúsi - og er aðstaða öll mjög góð jafnt úti sem inni. Ævintyrwlnnd Listamenn í ölgerðarhús Egils við Njálsgötu Unnið er að málinu hjá Borgarskipulagi. Borgin hefur einnig eignast hús á baklóð, Grettisgötumegin, sem verið er að skipuleggja í tengslum við hugmyndina miðborgin Svo getur fai’ið að gamla Egils ölverksmiðjan við Njálsgötu vei’ði breytt í aðstöðu fyrir lista- menn. Engin starfsemi er í þessu húsnæði sem borgin keypti á sínum tíma. Þá eru einnig uppi hugmyndir að breyta hluta húsnæðisins í íbúðir. Þetta er meðal þess sem verið er að huga að í lengslum við vinnu við gerð deiliskipulags fyrir miðborgina hjá borgarskipulagi í samræmi við sam- þykkta þróunaráætlun um verndun og uppbyggingu miðbæjarins. í þeim þreifingum sem fram hafa farið um aðkomu listamanna að framtíðarnýtingu á aðalhluta verk- smiðjuhúsnæðisns hefur verið geng- ið út frá því að þeir kaupi þessa að- stöðu af borginni fremur en að boi’g- in fari út í einhvern rekstur á hús- næðinu. Engar ákvarðanir hafa þó enn vei’ið teknar í þessum efnum enda er fi’amtíðarnýting húsnæðisins enn á hugmyndastigi. Þá liggur ekki fyrir hvað þetta muni kosta né heldur hvaða hópar listamanna muni hafa þar vinnuaðstöðu. Innan borgai’kerf- isins er hinsvegar mikill á hugi á þessu máli, enda talið að þaö mundi hleypa nýju og fersku lít'i í þeita

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.