Fréttablaðið - 23.04.2001, Page 14
FRÉTTABLAÐIÐ
23. april MÁNUDACUR
HVERNIC FER?
Hvaða lið vinnur NBA?
TEITUR ÖRLYGS-
SON, FYRIRLIÐI
NJARÐVÍKUR:
„Ég held með
Sacramento Kings
og vona að þeir
vinni. Liðið státar
þrentur Evrópubú-
um og eru tveir af þeim i býrjunarliðinu.
Ég er stoltur af þeim. Þar að auki er mjög
gaman að horfa á kóngana spila."
LÁRUS DAGUR
PÁLSSON,
FYRIRLIÐl
TINDASTÓLS:
„Indiana Pacers er
mitt Lð og þeir
hefðu átt að vinna
í fyrra. Ég efa þó
að þeir taki þetta í
ár. Sigurvegararnir verða án efa Los Angel-
es Lakers og er það fyrst og fremst þjálfar-
anum, Phil Jackson, að þakka."
1 FÓTBOm~|
ex ástralskir áhugaleikmenn í
fótbolta voru fluttir á sjúkrahús á
laugardaginn eftir að eldingu laust
niður á völlinn þar sem þeir voru að
spila i úthverfi Melbourne. Sjúkra-
liðar sögðu að mennirnir þjáðust
mest af kitlandi tilfinningu um allan
líkamann. Þeir fengu engin brunasár
og jöfnuðu sig fljótlega eftir rafstuð-
ið en héldiLþó leiknum ekki áfram.
’ V
AhangenSúr Real Madrid og
spænska lögreglan hafa sætt
mikilli gagnrýni eftir leikinn við
Galatasary á
miðvikudaginn
sem Real sigraði
3-0. Á föstudag-
inn hringdi utan-
ríkisráðherra
'IVrklands,
Ismail Cem, í
spænska starfsbróðir sinn og lýsti
yfir áhyggjum sínum af sögunum
sem fylgdu í kjölfarið á leiknum.
Spænska lögreglan gekk svo langt
að lumbra á sex tyrkneskum áhorf-
endum fyrir að hvetja sína menn
áfram og nefbrjóta einn. Þá var
Tyrkjunum einnig meinað að fara á
klósettið á leikvanginum á meðan
spænsku áhorfendurnir hentu mynt
inn á völlinn.
Eyjólfur Sverrisson lék með liði
sínu, Hertha Berlin, á móti
Schalke í þýsku úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Schalke sigraði 2-1 og
fór á topp deildarinnar. Bayern situr
eftir í öðru sæti en Hertha er í
fimmta sæti.
að var margt að gerast í fót-
boltanum á Englandi um helgina.
Guðjón Þórðarson og lærlingar hans
í Stoke City eru í
fimmta sæti í 2.
deild með 71 stig
eftir sigur á
Wrexham. Stoke
komust snemma
yfir þegar leik-
maður Wrex-
ham, Phil Hardy, skallaði boltann í
eigið net. Brynjar Gunnarsson tók
þá málin í sínar hendur og skoraði
tvö mörk. Ríkharður Daðason var
einnig í byrjunarliðinu og Bjarni
Guðjónsson kom inn á sem varamað-
ur í síðari hálfleik.
Lið Guðna Bergssonar, Bolton
Wanderers, vann Norwich City
með einu marki
gegn engu. Þetta
var kærkominn
sigur þar sem
Bolton hafði gert
jafntefli í sjö af
síðustu átta
leikjum. Dean
Holdsworth
skoraði fyrir Bolton á 66. mínútu.
Guðni Bergsson bjargaði naumlega
á 16. mínútu þegar skalli frá leik-
manni Norwich City stefndi beint í
netið hjá Bolton sem er í þriðja sæti
1. deildar.
Hermann Hreiðarsson og félagar
hans í Ipswich sigruðu Coventry
2-0. Martijn Réuser og Jermaine
Wright skoruðu. Á meðan Ipswich
styrkti sig í þriðja sæti úrvalsdeild-
arinnar er útlitið svart fyrir
Coventry sem er í harðri fallbaráttu.
14
NBA í kvöld:
Scottie Pippen
í hefndarhug
körfubolti Úrslitakeppnin í NBA fór á
fullt nú um helgina þar sem 16 lið
keppa um titilinn í útsláttakeppni. í
kvöld beinast augu flestra til Los Ang-
eles þar sem Lakers taka á móti
Portland Ti’ail Blazers. Lakers unnu
Blazers í úrslitum vesturstrandarinn-
ar í fyrra. Því eiga Scottie Pippen og
félagar harma að hefna. Auk þeirra
mætast í kvöld Minnesota Tim-
berwolves og San Antonio Spurs,
Phoenix Suns og Sacramento Kings en
Orlando Magic og Milwaukee Bucks
og Toronto Raptors og New York
Knickerboxers á austurströndinni. ■
FÆRÐU ÞIG, FÉLAGI
Pacers unnu 76'ers á laugardag.
Fótbolti um víða veröld:
Allir vilja til
Japan og Kóreu
hm 2002 Allur heimurinn fylgist þessa
dagana með undankeppni HM 2002
sem fer fram í öllum álfum. Alls stað-
ar reyna landsliðin að tryggja sér ör-
uggt sæti. íslendingar flugu til Möltu
í gær þar sem þeir spila á móti
heimamönnum á miðvikudaginn. í
Asíu eru rúmlega fjörutíu lið um hit-
una. írakar unnu Macau með fimm
mörkum gegn engu á laugardaginn
og eru í efsta sæti í riðli sex í Asíu
með tíu stig. írakar mæta Nepölum í
dag í Almaty í Kasakstan. ■
SADDAM Á VELLINUM
íraskur fótboltaáhugamaður horfði á sina
menn vinna Macau 5-0 á laugardag.
hans hér til hliðar á sér engin for
dæmi enda fer gífurleg vinna í
skipulagningu á hverju stökki.
„Það þarf að reikna allt
út og engu má gleyma í
undirbúningnum. Fyrir
utan stökkið sjálft þarf að
rannsaka öryggiskerfi og
gæslu á hverjum stað
vandlega. Það tók mig t.d.
tvö ár að klára skakka turninn
í Pisa. Gæslan var svo mikil,
Loks kom tímabil með
færri öryggisvörðum.
Það þýðir heldur ekki að
gera þetta einn, maður
þarf hóp aðstoðar-
manna.“
Menn sem stunda
þessa íþrótt deyja oft
og allir slasast ein-
hvern tímann. Hún
er áhættusöm.
Það má ekki
gleyma neinu í
HÁLFUR ÍSLENDINGUR
OG HÁLFUR NORÐMAÐUR
Ame er að Ijúka við nám
í sjávarútvegsfræðum við
Háskólann í Tromsö.
Frægir staðir sem
Arne hefur stokkið
fram af
Hann þarf jafnan að
lauma sér framhjá öryg-
gisvörðum og myn-
davélum. í London beið
hann t.d. þar til fjara var í
Thames-ánni til að geta
gengið meðfram henni
og aö Millenium-hjólinu.
nn
1 vo
°g
ár upp á skakka turninn
fj ór ar sekúndur niður
undirbúningi stökks. Arne segir tíu
prósent stökkvara deyja og að oftast
sé það vanhæfni eða kæruleysi að
kenna.
„Reynslan skiptir öllu máli. Stökk-
in snúast um að gera hættulega hluti
á öruggan máta. Iðkendurnir eru
jafnan hámenntað fólk í góðum störf-
um. Þetta kostar mikinn pening. Al-
menningur virðir íþróttina ekki nóg,
sér bara brjálæðislegt stökkið en
ekki vinnuna sem er að baki því.“ ■
Arne Árhus er einn af fremstu
Base-stökkvurum heims. Undanfarna
mánuði hefur verið hægt að fylgjast
með heimsreisu hans í sjónvarps-
þættinum Adrenalín á Skjá Einum.
Þar flakkar hann á milli landa og þef-
ar uppi staði til að stökkva fram af.
Arne er búinn að stunda fallhlífa-
stökk í níu ár. Fljótlega eftir að hann
byrjaði renndi hann hýrum augum til
Base-stökkvanna en þurfti að safna
sér stökkreynslu í þrjú ár.
„Ég hef ferðast f jóra mánuði á ári
í 10 ár og er búinn að stökkva út um
allan heim. Það eru 15 stökkvarar í
heiminum sem flakka svona á milli
stökkstaða árlega. Oft rekst ég á
kunningja mína á ólíklegustu stöð-
um.“
Arne hefur kennt fallhlífastökk í 6
ár, mest í Noregi en hann var einnig í
norska hernum á tímabili. Hann get-
ur fengið vinnu við að kenna fallhlífa-
stökk hvar sem hann er í heiminum
og kemur það sér oft vel þegar hann
er orðinn auralítill á ferðalögum.
Þegar kemur að stökkvum fram af
frægum stöðum ber Arne höfuð yfir
herðar allra aðra í íþróttinni. Listinn
ARNE ÁRHUS
Aldur: 26 ára
Fjöldi fallhlifarstökkva: u.þ.b. 500
Fjöldi Base-stökkva: 284
HEIMSMET
■ 9 sinnum fram af hóteli
Arne stökk níu sinnum fram af
hóteli í Durban í Suður-Afríku
á sama degi áður en starfs-
fólkið áttaði sig á því og rak
hann burt.
■ Fiöldastökk
Arne tók þátt I fjöldastökki
fram af KL-turninum í Kuala
Lumpur ásamt 53 af færustu
stökkvurum heims.
BASE þýðir Building - Antenna - Span -
Earth (Bygging - Loftnet - Brú - Jörð) og er
samnefnari yfir það sem stökkvararnir
fleygja sér fram af.
Dramb er
falli næst
Bretinn Lennox Lewis tap-
aði fyrir Bandaríkjamannin-
um Hasim Rahman.
hnefaleikar Að morgni sunnudags,
klukkan fimm að staðartíma, mætt-
ust heimsmeistarinn í þungavigt,
Lennox Lewis, og áskorandinn Hasim
Rahman. Bardaginn fór fram Carni-
val City spilavítinu í Jóhannesarborg
í S-Afríku. í stuttu máli sagt var Lew-
is ekki í'nógu góðu formi og féll í
fimmtu lotu fyrir eitruðu höggi frá
Rahman. Þetta eru óvæntustu hnefa-
leikaúrslit ársins.
Mikið hafði verið talað um hversu
seint Lewis kom til S-Afríku fyrir bar-
dagann, sem fór fram 1600m yfir
sjávarmáli. Rahman var byrjaður að
æfa fyrir mánuði til að venjast lofts-
laginu og er vel liðinn af heimamönn-
um. Á meðan var Lewis í í Las Vegas
að leika í kvikmyndinni Ocean’s El-
| INNLENT
Guðmundur Kr. Gíslason, Skotfé-
lagi Reykjavíkui’, sigraði í flokki
loftskammbyssu á íslandsmóti Skot-
íþróttafélags íslands i loftbyssu-
greinum sem fór fram í Laugardais-
höll á laugardaginn. Guðmundur
tryggði sér þáttökurétt á Smáþjóða-
leikunum sem fi-am fara í San
Marínó í sumar.
even með Juliu Roberts, George Cloo-
ney og Brad Pitt. Stjörnuleikurinn
kom aftan að honum í gær en hann
hafði vanmetið Rahman og sagðist
ætla að taka hann í fjórðu lotu.
í samningi sem þeir gerðu sín á
milli er viðauki sem tryggir Lewis
annan bardaga við Rahman, sem má
berjast einu sinni áður. Þessi úrslit
gerðu vonir Lewis um að berjast
FYRST FÉLL PRINSINN
OG NÚ LENNOX LEWIS.
Tvær skærustu hnefaleikastjörnur Bret-
lands hafa beðið ósigur á tveimur vikum.
næst við Mike Týson að engu. Ra-
hman er hæstánægður með það og
öskraði: „No Lewis-Tyson! No Lewis-
Tyson!,“ eftir að hafa tryggt sér
heimsmeistaratitilinn. ■
Olafur Jón Ormsson, leikmaður
KR, var tilnefndur besti leik-
maðurinn í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik í lokahófi körfuknatt-
leiksmanna á föstudaginn og Kristín
Jónsdóttir, einnig leikmaður KR,
var valin besti leikmaðurinn í
l.deild kvenna.
HSK sigraði Víkverja með
yfirburðum í
Sveitaglímu íslands í karla-
flokki í Hagaskóla á laug-
ardaginn. HSK hlaut
18,5 vinning gegn 6,5
vinningi Víkverja og
er íslandsmeistari
2001 í karlaflokki.