Fréttablaðið - 23.04.2001, Síða 23
MÁNUPAGUR 23. apríl
FRÉTTABLAÐIÐ
23
Pirringur ágerist í stjórnarsamstarfinu
Vissulega gengur Davíð of langt
„Það fer ekkert á milli mála að
ýmislegt hefur gerst síðustu vikur
sem okkur framsóknarmönnum líkar
misvel. Ég get nefnt Búnaðarbanka-
málið, efirköstin eftir öryrkjamálið,
Þjóðhagsstofnun og nú síðast það
sem hann hefur sagt um Evrópumál,"
RÍKISSTJÓRNIN
Farið er að bera á óánægju
innan Framsóknarflokksins í samstarfinu
við Sjálfstæðisflokkinn. Þingmenn
Framsóknar benda á nokkrar athafnir
forsætisráðherra og segja hann hafa gert
meira en þeir geti sætt sig við.
sagði þingmaður Framsóknarflokks-
ins, þegar hann var spurður hvort
tvær grímur séu að renna á fram-
sóknarmenn um ágæti samstarfsins
við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.
„En því fer fjarri að komið sé að
stjórnarslitum," bætti hann við.
Fréttablaðið ræddi við fleiri innan
Framsóknarflokksins um þetta sama.
Allir voru þeir á einu máli um að þau
tilfelli sem fyrsti viðmælandinn
nefndi væru rétt og þó svo menn hafi
ekki rætt opinskátt um þessi mál, eru
mehn sammála um að framsóknar-
mönnum, flestum að minnstakosti,
mislíkar margar athafnir Davíðs.
„Það sem vekur mína athygli,"
sagði þingmaður Framsóknarflokks-
ins, „er að þetta á ekki bara við um
okkur. Ég get ekki merkt annað en að
sjálfstæðismenn séu ekki allir á eitt
sáttir heldur."
Allir viðmælendur Fréttablaðsins
voru spurðir hvort brotthvarf Ingi-
bjargar Pálmadóttur skýrðist með
viðbrögðum forsætisráðherra eftir
öryrkjadóminn. Allir töldu líklegt að
það hafi haft áhrif á hana.
En hvað.segir Ingibörg um þetta?
„Þetta hafði engin áhrif á mína
ákvörðun. Fyrir um einu ári ákvað ég
að verða ekki aftur í framboði og
fannst réttast að hætta á miðju kjör-
tímabili," sagði Ingibjörg. ■
frekar nefna hana Jafnaðarflokk-
inn eða Jafnaðar(manna)flokk ís-
lands. Þessi nöfn eru enn á ferð-
inni en þó er talið frekar ólíklegt
að nafnbreyting nái fram að
ganga. Ýmsir áhrifamenn telja að
Samfylkingarnafnið hafi náð fót-
festu um leið og flokkurinn hafi
komið frafn af meira öryggi. Össur
Skarphéðinsson flokksformaður er
sagður bíða átekta með það að
kynna afstöðu sína þar til hann
hefur heyrt hljóðið í 'flokksfólkinu.
30 starfsmnenn hafa verið ráðnir
á ritstjórn og á sölu og auglýs-
ingadeild Fréttablaðsins.
Blaðamenn eru Kolbrún Ingibergs-
dóttir, Sigríður B. Tómasdóttir og
Trausti Hafliðason (hefur störf
bráðlega), en þau koma af Morg-
unblaðinu; Steinunn Stefánsdóttir
og Halldór V. Sveinsson, sem áður
störfuðu á DV; Guðmundur Rúnar
Heiðarsson og Guðsteinn Bjarna-
son, sem voru blaðamenn á Degi;
Auður Aðalsteinsdóttir, Karin
Hilmarsdóttir og Brynjólfur Þór
Guðmundsson.sem voru starfandi
á Visi.is; Garðar Örn Úlfarsson og
Sigurjón Magnús Egilsson sem
hafa starfað á ýmsum fjölmiðlum
m.a. DV, RÚV og víðar, Hafliði
Heigason sem um tíma starfaði á
Degi og hefur störf innan
skamms; nýliðarnir B jörgvin Guð-
mundsson, Kristján Hjálmarsson,
Hrafnhildur Smáradóttir (hefur
störf innan skamms) og Marteinn
Breki Helgason. Edda Jóhanns-
dóttir sem lengi starfaði á Morg-
unblaðinu, og Sæmundur Guðvins-
son hafa verið ráðin í blaða-
mennsku og prófarkalestur og
umbrotmsnenn eru Janus Sigur-
jónsson og Pétur Yngvi Gunn-
laugsson. Eins og áður hefur kpm-
ið fram er Gunnar Smári Egilsson
fulltrúi útgefenda, Pétur Gunnars-
son fréttastjóri og Einar Karl
Haraldsson ritstjóri.
Páll Pétursson lagði fram sam-
bærilegt frumvarp á undan
mér en hann taldi að ráðherra
hefði gefið rangar
upplýsingar. Síðar
gerði hann það
sjálfur þegar hann
gaf rangar upplýs-
ingar um húsnæð-
ismál. Ég fór með
það mál til Ríkis-
endurskoðunar,
sem ég tel að hafi staðfest að Páll
hafi gefið rangar upplýsingar, en
það er kveikjan að því að ég lagði
þetta frumvarp fram,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir alþingismað-
ur, en hún hefur lagt fram frum-
varp um ráðherraábyrgð. Jóhanna
nefnir fleiri dæmi um rangar upp-
lýsingar ráðherra, til að mynda
hafi Finnur Ingólfsson gefið þing-
inu rangar upplýsingar um kostn-
að ríkisbankanna vegna laxveiði.
Jóhanna vill að gerist ráðherra
sekur um að gefa rangar upplýs-
ingar verði máli hans vísað til
Landsdóms, sem geti vikið ráð-
herra frá störfum sé brot hans
það alvarlegt. Hún vill í raun gera
stjórnarskrárákvæðið um Lands-
dóm virkt en hann hefur aldrei
verið kvaddur saman.
„Ráðherrar eiga til með að skýla
sér bakvið upplýsingalög, en við
teljum þau ekki eiga við um þingið ■
- þar sem við eigum stjórnarskrár-
bundinn rétt á að fá upplýsingar.“
Slök staða Samfylkingárinnar i
skoðanakönnunum er flokks-
mönnum hennar mikið áhyggju-
efni. Ekki eru allir á einu máli
hverju er um að kenrip.-Meðal
þess sem nefnt hefur verið, í sam-
tölum Fréttablaðsins við flokks-
menn Samfylkingarinnar, er að
þingflokkurinn sé ekki nógri virk-
ur - ekki nógu áberandi - ekki
nógu samstilltur. Einn flokks-
manna orðaði það svo að í fáum
málum komi flokkurinn fram sem
órofa heild. Þá hafa viðmælend-
urnir nefnt nokkra þingmenn sem
hafa lítið sem ekkert haft sig
frammi. Spennandi tímar eru
sagðir framundan, þar sem fram-
boð til sveitar-
stjórna eru að
komast á dagskrá
um allt land. Þar
sem Samfylkingin
var ekki til við
síðustu sveitar-
stjórnarkosningar
býður hún framm
í fyrsta sinn við næstu kosningar
og því er nánast öll vinna varðandi
framboðsmál óunnin og óviss. Þau
sjónarmið sem finna má innan
flokksins endurspeglast nokkuð í
því að nú er enn uppi vangaveltur
um nýtt nafn á flokkinn og hér í
blaðinu segir Guðmundur Odds-
son, varabæjarfulltrúi flokksins í
Kópavogi, nafn Samfylkingarinnar
vera óbermi. Hvað sem verður er
ljóst að Samfylkingarfólk á ærið
starf fyrir höndum. Það verður
spennandi að fylgjast með hvernig
þeim mun ganga.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Lausar
kennarastöður
2001-2002
Frá og með næsta skólaári eru
lausar kennarastöður við eftir-
talda grunnskóla í Hafnarfirði:
Lækjarskóli (s. 555 0585)
Almenn kennsla, tónmennt,
handmennt
Öldutúnsskóli (s. 555 1546)
Almenn kennsla á yngra
stigi, smíðar, stærðfræði á
unglingastigi
Víðistaðaskóli (s. 555 2912)
Almenn kennsla, sérkennsla, tónmennt, enska, nátt-
úrufræði
Setbergsskóli (s. 565 1011)
Almenn kennsla á yngsta stigi, danska, samfélags-
fræði á unglingastigi, íþróttir Ath. Staða námsráð-
gjafa, 100 % staða
Hvaleyrarskóli (s. 565 0200)
Almenn kennsla, sérkennsla
Allar upplýsingar um störfin gefa skólastjórar viðkomandi
skóla. Umsóknarfrestur ertil 6. maí. Umsóknareyðublöð
fást á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 en ein-
nig er hægt að sækja um rafrænt undir hafnarfjordur.is
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Gleðilegt sumar
vm
BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300
e-mail: mira@mira.is www.mira.is