Fréttablaðið - 25.04.2001, Síða 22

Fréttablaðið - 25.04.2001, Síða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 25. apríl 2001 MIÐVIKUDAGUR Deildar meiningar innan Samfylkingarinnar um framboð minnihlutans í Kópavogi: Vinstri-grænir bara til í skoðanakönnunum GUÐMUNDUR ODDSSON Hann vill að samfylkingin bjóði fram ( eigin nafni. HRAÐSOÐIÐ GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON formaður fulltrúaráðs Framsóknarfé- Guðjón Ólafur Jónsson er fæddur 17. febrúar 1968. Hann er lögmaður og formaður fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Fram- sóknarmenn í Reykjavlk hafa talið sig bera skarðan hlut frá borði þegar embættum hefur verið úthlutað til þingmanna flokksins. Nú hefur Ólafur örn Haraldsson, þingmaður flokksins í Reykjavík, verið skipaður formaður fjárlaga- nefndar Alþingis. „Er VG til annars staðar en í skoðana- könnunum, ég veit ekki til þess? Veit einhver til dæmis símanúmerið þeirra hér í Kópavogi?" sagði Guðmundur Oddsson, varabæjarfulltrúi og fyrr- verandi leiðtogi Alþýðuflokksins í bæjarmálunum í Kópavogi, í samtali við Fréttablaðið. Skoðanir eru skiptar meðal Sam- fylkingarfólks í Kópavogi um fram- hald Kópavogslistans, en hann mynd- uðu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti í síðustu kosningum. Bi Nú skiptast menn í ■ fylkingar - þeir I sem vilja bjóða I fram í nafni Sam- I fylkingarinnar og I aðrir sem vilja leita 1 samstarfs við ■ Vinstrihreyfinguna - Grænt framboð og eiríksson bjóða þeim aðild að Villl sameiginlegt Kópavogslistanum. framboði vinstri „Þrátt fyrir að manna nafnið sé óbermi verður að bjóða fram í nafni Samfylk- ingarinnar," sagði Guðmundur og telur framboð svo- kallaðra staðarlista um allt land ekki eiga neina framtíð. Vilji Samfylkingin vaxa verði hún að bjóða fram í sínu nafni. Hvað þá með framboð Reykjavík- urlistans? „Þar er málið annað vegna þátttöku Framsóknarflokksins." „Ég hef verið áfram um að vinstri menn bjóði fram einn lista í Kópa- vogi,“ sagði Flosi Eiríksson, oddviti Kópavogslistans og segir að sér sé í sjálfu sér sama hvað framboðið kall- ast. Nefnd sem var falið að vinna að framboðsmálum skilar af sér í vik- unni. ■ HVERNIG eflir það ykkar starf að Ólafur Örn Haraldsson er nú formaður fjárlaganefndar Alþingis? „Það þjappar okkur saman og gefur okkur aukið sjálfstraust þegar þing- mönnum okkar er treyst til aukinna og stærri verkefna á vegum flokks- ins.“ HVAÐ telur þú að muni breytast við þetta? „Það hlýtur að vera betra fyrir Reyk- víkinga, bæði framsóknarmenn og aðra, að rödd okkar heyrist oftar í fjárlaganefnd. Áður en Ólafur Örn var kjörinn í nefndina var þar bara einn þingmaður í nefndinni frá Reykjavík, Össur Skarphéðinsson, þannig að þetta kemur okkur öllum til góða. Þetta segi ég þó svo að eðli málsins samkvæmt vinni fjárlaganefnd fyrir alla landsmenn - eins og allir þing- menn eiga að gera.“ HVERSU nai ðsynlegt er fyrir ykkur, framsóknarmenn f Reykjavík að Halldór As- grímsson bjóði sig fram í ööfuðborginni við næstu kosningar? „Hann hefur ekkert sagt til um það. Það yrði styrkur fyrir Framsóknar- flokkinn að hann gerði það. Mestu skiptir að hann er í framboði og það gerir flokknum gott að hann mun leiða korningabaráttuna á landsvísu. Ég veit að margir Reykvíkingar munu fagna að fá að kjósa Halldór Ásgríms- son.“ HVER er staða Framsóknarflokksins í Reykjavik, þá ég við bæði í landsstjórninni og borgarstjórn? „Ef við tökum borgarmálin fvr ;t, þá er Framsóknarflokkurinn burðarás Reykjavíkurlistans og er í raun eini flokkurinn sem er eftir af þeim flokk- um sem stofnuðu það kosning tbanda- lag á sínum tíma. Það hefur rr ikið mætt á okkar fóiki og okkar borgar- fulltrúar eru að stýra stærstu mála- flokkunum og hafa gert það með mikl- um myndarbrag - eins og komið hefur í ljós. Staða okkar innan Re /kjavíkur- listans er sterk og við erun: kjölfestan í því starfi. Hvað varðar landsmálin dreg ég ekki dul á að þa<' arð okkur áfall þegar Finnur Ingó'fsson hætti fyrirvaralaust í stjórnmálum - en það er okkar lán að við eigr.m mikið af frambærilegu fólki hér í Reykjavík," sagði Guðjón Ólafur .'ónsson formað- ur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. FRÉTTIR AF FÓLKI Næst þegar kosið verður til Al- þingis verða kjördæmin allt önn- ur og stærri en nú er. Þegar er hafin barátta milli flokksbræðra hér og þar. Eitt nýrra kjördæma er suð- vesturkjördæmi. Þar koma saman gamla Suðurlands- kjördæmi og Reykjaneshluti gamla Reykjanes- kjördæmisins. Sjálfstæðisfólk, í þessu nýja kjördæmi, gerir sér vonir um að fá kjörna fjóra þingmenn í þessu nýja kjör- dæmi. Eðlilegt er að ætla að þing- mennimir Árni Johnsen, Kristján Pálsson og Drífa Hjartardóttir muni öll berjast þar. Þeir Árni og Kristján eru báðir sagðir ætla sér fyrsta sætið - það er leið- togahlutverkið í kjrödæminu nýja. ar sem mennirnir eru misjafnir, og þá líka þingmennirnir, fara þeir ekki eins að Kristján Pálsson og Árni Johnsen. Kristján er sagður herða á sér á þing- inu og gerir sig gildan í umræðum sem snerta nvja kjördæmið. Árni er hins vegar sagður beita allt öðrum brögðum. „Hann er í eilífri prófkjörsbaráttu, sést ekki á Alþingi nema tilneyddur og eyðir nánast öllum stundum í kjördæminu þar sem hann hittir mann og annan.“ Þetta sagði einn sem Fréttablaðið þekkir og treystir. Eitt sérstakt til- felli til að renna stoðum undir þessar hugrenningar er nefnt. Það er þegar Kristján Pálsson flutti þingsályktun- artillögu um vegabætur á Hellis- heiði. Kristján hafði varla stigið úr pontu fyrr en Árni tilkynnti að hann væri að landa ótrúlegu samkomulagi - þar sem hin og þessi stórfyrirtækin myndu kosta lýsingu á heiðinni og jafnvel vegabætur. Nú bíða menn eftir hverjar verða efndirnar - það er hvort Árna tekst að standa við það sem hann hefur sagt. | ÞRÚÐA | Ég kom áðan til að fá iánaðan sykur og heyrði ykkur Tedda rífast. Hver vann? 4 /X t-A+ Ráðherra sniðgekk Sjálfstæðisflokkinn „Það var ekkert samráð haft við stjórn Byggðastofnunar. Ég heyrði ekki af þessu fyrr en þetta var ákveðið og allt var ákveðið", sagði Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnar- maður í Byggðastofnun, þegar hann var spurður hvort hann hafi verið með í ráðum, þegar skipað var í starfshóp vegna gerðar byggðaáætlunar til fjögurra ára. Valgerður Sverrisdóttir skipaði hópinn. Hún hafði ekki samband við Byggðastofnun og ekki við Sjálfstæðisflokkinn þegar hún ákvað þetta fyrirkomulag og gaf Sjálfstæðisflokki ekki kost á velja fólk í hópinn. „Þetta er á valdi ráðherrans og hef hún kýs að sniðganga stofnun- ina eins og hún er klárlega að gera með þessu þá er það hennar mál. Það er augljóst að þetta eru skila- boð til Byggðastofnunar. Það er ekki spurning að verið er að gengis- fella stofnunina.“ Er þá hægt að segja að þetta sé dómur um ykkar störf? „Það er ekki fráleitt að leita upp- lýsinga og láta vinna verk utan stofnunarinnar. Ég hefði hins vegar talið lágmark að samráð hefði verið haft við stofnunina, en ég ítreka að þetta er alfarið mál ráðherrans." Er rétt að ekki hafi verið haft samráð við Sjálfstæðisflokkinn, hvorki þingflokk né neina aðra, um þessa starfshætti og þá líka um val á fólki til að vinna þetta verk? „Ég get ekki svarað fyrir alla, en það er ljóst að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekki tilnefnt neinn í þessa nefnd og fékk aldrei tækifæri til þess.“ Aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokk, sem Fréttablaðið ræddi við, segjast undrandi á vinnubrögðum ráðherrans. ■ EINAR KR. GUÐFINN5SON Þingmaður og stjórnarmaður í Byggaðstofnun. Hann segir Valgerði Sverrisdóttur hafa með starfsháttum sfnum gengisfellt Byggðastofnun. Framsóknarmenn munu einnig sjá fram á að barist verði í þeirra röðum í norðvesturkjör- dæminu. Þar verða fremstir Kristinn H. Gunn- arsson og Magnús Stefánsson, það er að segja ef Páll Pétursson verður ekki í framboði. Þó segja heima- menn í gamla Norðurlandi-ves- tra að þeir fram- sóknarmenn sem þar búa muni seint sætta sig við að þeirra menn verði ekki í forystu - og þá breytir engu þó kjördæmið stækki. Afram með sjálfstæðismenn. Ekki er gert ráð fyrir að álökin verði minni í norövesturkjördæmi - en þar á flokkurinn núna nokkra þingmenn - en þeim mun fækka. Sturla Böðvarsson og Einar Kr. Guð- finnsson eru sagðir nokkuð öryggir með að fá trygg sæti - en það sama er ekki sagt um þingmenn eins og Einar Odd Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, Vilhjálm Egilsson svo ekki sé talað um Sigríði Ingv- arsdóttur, sem bíður reyndar enn eftir að séra Hjálmar Jónsson hætli á þingi - og láti sér Dómkirkj- una duga, Einhverjir þessara þing- manna verður ekki endurkjörin - ekki í norðvesturkjördæmi. Vil- hjálmur er sagður ætla að flytja sig til Reykjavíkur. Meira af framsóknarmönnum. Innan flokksins heyrist að ekki sé þorandi að Halldór Ás- grímsson flytji framboð sitt til Reykjavíkur. Bent er á að hann hafa langa reynslu af Austurlandskjör- dæmi - og þó svo að Hornafjörður verði nú skilin frá - veröi Halldór lík- legastur til að stöðva hugsanlega sigurför Steingríms J. Sigfússonar. ingmenn eru ekki fyrr komnir saman eftir páskafríið en þeir fara að velta því fyrir sér hvenær þeir komist í sumarfrí. Nú já, þetta er ef til vill ósann- gjarnt. Það sem þeir velta fyrir sér er hversu mörg og hvernig ríkis- stjórnin muni leggja mál fyrir og hvort verði langdregið þóf á Alþingi fram eftir vori eða nánast sjálfhætt 18. maí eða svo. Heldur hallast menn á að þingtíminn verði stuttur vegna þess að stjórnin sé að heykj- ast á að leggja fram frumvarp til nýrra raforkulaga, þar sem orku- markaður og orkuöflunin verða gef- in frjáis að verulegu leyti. Fram- farasinnar á Alþingi eins og Vinstri Grænir segja um sjálfa sig, leggjast einir alfarið gegn markaðsvæðingu raforkufyrirtækjanna, en andsstaða mun vera hjá Reykjavíkurborg og fieirum til niðurgreiðslna fyrir raf- orkunotendur á landsbyggðinni sem bakaðar eru inn í frumvarpið að sögn. Ogmundur Jónassson berst nán- ast einn á Alþingi fyrir því að upptökur á símtölum verði leyfðar almennt. Honum finnst það næsta fáránlegt að það dugi blaðamanni að tilkynna að á rit- stjórn fari fram upptökur og það sé löglegt en hann megi ekki sjálfur taka upp samtöl sem hann fær. Um leið er hann hissa á því að í nefndaráliti í sam- bandi við breytingar á fjarskipta- iögum segir að það dugi þeim sem ofsóttir eru með dóna- eða hótunar- símtöium að tilkynna ofsækjendum einu sinni að símtalið sé tekið upp til þess að hljóðupptaka sé lögleg. Ögmundur vill hætta þessum skrípaleik og leyfa hljóðupptöku, en stendur einn á Álþingi um þessa skoðun að því er virðist. Málið átti að vera til umræðu á Al- þingi í gær. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.