Fréttablaðið - 26.04.2001, Page 1

Fréttablaðið - 26.04.2001, Page 1
NÝBÚAR Menntunin nýtist ekki Vestur- Islendingi bls 13 ► HAFNARFIÖRÐUR Kennarar reiðir bœjaryfir- völdum bls 13 ► MENNiNG Astarsaga Ragnheiðar og Daða bls 19 >> - einfaldlega hollt! FRÉTTABLAÐIÐ • . 4. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 26. apríl 2001 PvnffiMiirvjaiMiaii KVÖLPIÐ í KVÖTdT Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 Jagland til landsins í dag heimsókn Torbjörn Jagland, for- sætiráðherra Nor- egs, kemur til ís- lands í dag til fund ar við Halldór Ás- grímsson, utanrík- isráðherra. Haukar mæta KA í kvöld hanpbolti Úrslitaviðureignin um ís- landsmeistaratitilinn í handknatt- leik hefst í kvöld á Akureyri. bls. 14 Hópslysaæfing æfing Flugvél með 50 manns hefur hlekkst á. Þannig hljóðar útkall á um 300 manna hópslysaæfingu, sem hefst á Sauðárkróki í dag og stendur til sunnudags. bls. 11 Síðasta prófið próf Samræmdu prófunum lýkur í dag með prófi í stærðfræði. [ vepriðTpag j REYKIAVI'K Suðaustan 5-8 m/sek. og skúrir. Breytist í suðaustan 10-15 m/sek. og fer að rigna i kvöld. Hiti 5-10. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 5-8 skýjað ©6 Akureyri © 5-8 léttskýjað ^10 Egilstaðir © 1-3 skúrir O7 Vestmannaeyjar O 5-8 skúrir O'0 „Við erum eins og gíslar skæruliða“ Dapurlegt að fresta útskrift eftir sex ára háskólanám. Læknanemar óánægðir með aðgerðir háskólakennara Brynja Ragnarsdóttir, útskriftar- nemi í læknadeild háskólans, gagn- rýnir háskólakennara harðlega fyrir tímasetningu á boðuðu verkfalli og segir forystu stúdentaráðs hafa verið lina bráttu sinni fyrir hagsmunum stúdenta. Verkfall háskólakennara hefst 2. maí næstkomandi og segir Brynja það dapurlegan endi á sex ára háskólanámi að fresta þurfi útskrift. „Við erum öll búin að ráða okkur í vinnu 1. júní og hefjum þá kandi- datsár en forsenda fyrir því er lækn- ingarleyfi, sem við fáum með því að ljúka prófunum,“ segir Brynja. Læknanemar hafa fundað tvisvar um hvernig minnka megi það rask sem verkfallið veldur en allar beiðnir um færslu á próftöku hefur verið hafna. Deildarstjóri læknadeildar og pró- fessor í skurðlækningum studdu til- lögu læknanema um breyttan próftökutíma en kennarar og próf- stjóri komu í veg fyrir að hún yrði samþykkt. Brynja segir aðferðir kennara gamaldags og beiting verkfalls- vopnsins með þessum hætti komi eingöngu niður á stúdentum. „Ég hef orðið vör við það meðal stúdenta að mikil óánægja er í garð háskólakenn- ara fyrir að hafa valið próftímabilið fyrir þessar aðgerðir. Við erum eins og gíslar skæruliða." Mikil vonbrigði eru meðal lækna- nema með baráttuaðferðir Stúdenta- ráðs í málinu. Þeir segja litla um- ræðu vera meðal stúdenta og barátt þeirra hafi helst falist í því að álykta með launakröfu kennara. Brynja segir skoðun læknanema að leggja eigi áherslu á hve illa verkfallið get- ur komið niður á nemendum; út- skriftir frestast, námslán berast ekki og vinnutap verður ef próf færast fram á sumar. Sjálf segir Brynja taka fjögur próf í vor. Hún segir læknanema vera á fullu í lestri þessa dagana því fyrsta prófið er 30. apríl og lendir ekki á verkfallstímanum. Eitt munn- legt próf er 2. maí, sem færist eitt- hvað til, en mesta óvissan ríkir um prófin 14. og 15. maí. Líklegt er að vinna kandidata á spítölunum raskist eitthvað ef ekki næst að útskrifa læknanemana. ■ Elsta kona í heimi: 115 ára Tours, APHin franska Marie Bremont hélt upp á 115 ára afmæli sitt i gær, en hún er talin elsta núlif- andi kona heims af Heimsmetabók Guinnes. Bremont var að sögn hjúkr- unarfræðinga á elliheimilinu sem hún dvelur á hin hressasta á deginum stóra og bauð gestum upp á súkkulaðiköku. Fyrri eiginmaður hennar lést í fyrri heimsstyrjöldinni og sá síðari árið 1967. „Ég hef átt tvo góða eigin- menn. Ég hef alltaf verið hamingju- söm ... Ég er stolt af því að vera elsta kona í heimi,“ sagði afmælisbarnið. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum, en þegar hún var 103 ára keyrði á hana bíll og hún hand- leggsbrotnaði. ■ BREMONT A AFMÆUSDAGINN Bauð gestum upp á súkkulaðiköku og vín. Afkoma ríkissjóðs Hægir á veltu í hagkerfinu efnahagsmál í greinagerð fjármála- ráðuneytisins um greiðsluafkomu rík- issjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins kemur fram að tekjur ríkissjóðs af vöru og þjónustu hafa vaxið mun minna miðað við sömu mánuði í fyrra. Hækkunin í ár nam einungis 0,5% og ef tekið er tillit til 4% verðbólgu vegna hækkandi verðlags endurspeglar þessi þróun samdrátt að raunvirði. Virðisaukaskatt- ur hefur vaxið um 2,3% miðað við fyrstu þrjá mánuði í fyrra en til saman- burðar óx hann um 30,5% sömu mánuði 1999 miðað við árið 1998. í greinagerðinni segir að þessi þróun geti gefið skýra mynd af þróun eftir- spurnar í hagkerfinu. Greinilegt er samkvæmt þessum tölum að það sé að hægjast á veitu innan hagkerfisins og landsmenn haldi fastar í budduna sína en áður. Rekja má þessa lækkun að nokkru leyti til verulegs samdráttar á vöru- gjöldum af bifreiðum og bensíni, en innflutningur ökutækja hefur dregist saman um 30% á milli ára. ■ 30% FÆRRI BÍLAR FLUTTIR INN Landsmenn halda fastar í budduna en áður og eftirpurn minnkar ÞETTA HELST Davíð Oddsson veitti í gær viður- kenningu úr hendi Mikhails S. Gorbatsjovs, fyrurm forseta Sovét- ríkjanna. Verðlaunin voru veitt þrem- ur aðilum í New York fyrir hönd sam- takanna Global Green USA fyrir stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. í fréttatilkynningu segir að verðlaunahafarnir hafi stuðl- að á mikilvægan hátt að sjálfbærri og öruggri framtíð fyrir komandi kyn- slóðir. Evrópubankinn ákveður í dag hvort stýrivöxtum verður breytt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Evrópu- bandalaginu í gær fer hagvöxtur í Evrópu undir 3% á þessu ári og því næsta. Gætu þær upplýsingar haft áhrif á ákvörðun bankans. Reiknað hafði verið með meiri hagvexti en sú spá hefur nú verið lagfærð. Telja hag- fræðingar Evrópubandalagsins að bágu efnahagsástandi í Bandaríkjum sé helst um að kenna. ~ | FÓLK | Þjónn Díönu ákœrður fyrir þjófnað SÍÐA 16 ►

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.