Fréttablaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 11
FIIVHVITUDAGUR 26. apríl 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
n
ERLENT
Að sögn talsmanns Hvíta hússins í
Washington vöruðu flugmenn
bandarískrar eftirlitsvélar flugmenn
perúsku þotunnar sem skaut niður
bandaríska trúboðavél við að skjóta
hana niður. Þeir óttuðust að ekki
væri öruggt að hún væri í eiturlyfja-
flutningum.
—♦—
Norðmaðurinn Bprge Ousland
komst á Norðurpólinn en hann
er á ferð þvert yfir pólinn frá Rúss-
landi til Kanada. Hann hefur áður
gengið þvert yfir Suðurskautslandið.
Hann lagði af stað þann 3. mars sl.
frá Kapp Arcticesky á eynni
Severnaya Semyla norður af Síberíu
og vonast til að ná til Ward Hunt í
Kanada eftir um það bil 40 daga.
Hann hefur gengið um 800 kílómetra
en á um 950 eftir.
FLUGLEIÐAVÉL
Farþegum fjölgaði fyrstu þrjá mánuði til og
frá Islandi nokkuð en mest munar um
14% fjölgun farþega á leiðunum yfir
Norður-Atlantshafið.
Flugleiðir
Aukin sala en
minna framboð
samgöngur Fjölgun varð á farþegum í
millilandaflugi með Flugleiðum í
mars á þessu ári miðað við árið í
fyrra. Munurinn er um 11,4% eða
tæplega 115 þúsund farþegar nú á
móti 103 þúsundum í fyrra. Farþeg-
um til og frá íslandi fjölgaði um 1,5%
en farþegum á leiðum félagsins yfir
Norður-Atlantshafið með viðkomu á
íslandi, fjölgaði um 21,1%. Farþeg-
um fækkaði hinsvegar um 4% í inn-
anlandsflugi Flugfélags íslands, dótt-
urfélags Flugleiða, frá því á sama
tíma í fyrra.
Aukin sala og minna framboð ein-
kenndu starfsemi Flugleiða í milli-
landaflugi á fyrsta ársfjórðungi 2001.
Flugleiðir fluttu 7,5% fleiri farþega í
millilandaflugi í janúar, febrúar og
mars á þessu ári en í sömu mánuðum
í fyrra. Á þessum fyrsta ársfjórðungi
flutti félagið tæplega 270 þúsund far-
þega í samanburði við tæplega 250
þúsund í fyrra. Þessi árangur náðist
þrátt fyrir að sætaframboð hafi á
sama tíma verið minnkað um 6,1%
milli ára, enda var sætanýting 64,9%.
Þar munar 8,7% milli ára því sæta-
nýting árið 2000 var 56,3%.
| innlentH
Giedrius Cekuolis, varautanríkis-
ráðherra Litháen, kom til lands-
ins og átti í gær fund með Halldóri
Ásgrímssyni, utanríkisráðherra,
embættismönnum utanríkisráðuneyt-
is og forsætisráðuneytis, auk þess að
hitta fulltrúa utanríkismálanefndar
Alþingis. Megintilgangur heimsókn-
ar Cekuolis er að leita eftir stuðningi
við aðild Litháen að Atlantshafs-
bandalaginu og kynna með hvaða
hætti unnið sé að undirbúningi aðild-
ar landsins að því. Litháen tekur þátt
í aðgerðaráætlun umsóknarríkja Atl-
antshafsbandalagsins, sem samþykkt
var á leiðtogafundi bandalagsins í
Washington 1999. Níu ríki hafa sótt
um aðild að bandalaginu, þar á meðal
Eystrasaltsríkin þrjú.
...♦... :
Stjórn Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja hefur svarað tilboði
Sjómannafélagsins Jötuns urn kjara-
viðræður milli þessara félaga. í
svari Útvegsbændafélagsins kemur
fram að eftir fund stjórnar Útvegs-
bændafélagsins, Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna og Samtaka
Atvinnulífsins, sé ekki grundvöllur
til samningaviðræðna milli Sjó-
mannafélagsins Jötuns og Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja þar
sem samningsumboð þessara félaga
séu hjá heildarsamtökunum.
*• I
Stórslys á Sauðárkróki
Um 300 manns taka
þátt í hópslysaæfingu
björgunaræfing Hátt á þriðja hundrað
manns munu taka þátt í hópslysaæf-
ingu sem fram fer á Sauðárkróki dag-
ana 26.-29. apríl. Æfð verða viðbrögð
við því þegar flugvél með 50 manns
innanborðs hlekkist á við enda flug-
brautar flugvallarins á Sauðárkróki.
Æfingin er samstarfsverkefni
björgunarsveita, lögregluembættis-
ins, Landhelgisgæslunnar, Almanna-
BJÖRGUNARSVEITARMENN
Mikið mun mæða á björgunarsveitar-
mönnum við æfingu á Sauðárkróki
nú um helgina.
varna, Flugmálastjórn heilbrigðis-
stofnana, slökkviliðsins, Rannsókna-
nefnd flugslysa, Rauða krossins,
sóknarpresta og fleiri.
Almenningi gefst kostur á að
hlýða á fræðsluerindi sem haldin
verða í Fjölbrautaskóla Norðurlands
fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27.
apríl. Á laugardeginum verða æfðar
aðgerðir við tilkynningu um að ATR
42 flugvél með 47 farþega innan-
borðs og þi'iggja manna áhöfn hafi
skollið niður sunnan við Víkina og
brotnað í nokkra hluta. ■
Nokkrir tugir handteknir
Stuðningsmenn Falun Gong mótmæla víða í Asíu. Lögregla í Peking elti fólkið og barði.
peking. ap Mótmæli brutust út í gær á
vegum Falun Gong-hreyfingarinnar í
Peking, Hong Kong og Tokyo. Lög-
reglan í Peking brást við með því að
berja og handtaka nokkra tugi mót-
mælenda á Torgi hins himneska frið-
ar í gær. Minnst var þess að nú eru
tvö ár liðin frá því rúmlega 10.000
manns tóku þátt í þöglum mótmælum
hreyfingarinnar í Peking.
Fréttamenn á Torgi hins himneska
friðar sögðu lögreglu hafa brugðist
við með því að elta fólkið, berja það
og draga það inn í lögregluvagna.
„Falun Gong er gott!“ hrópaði einn
kínverskur mótmælandi áður en lög-
regla yfirbugaði hann. Kona með
kröfuspjald hrópaði skilaboðin, „lög-
reglan er að berja fólkið!" út um
glugga á lögregluvagni. Tveir óein-
kennisklæddir lögregluþjónar hlupu
að henni og kýldu hana í andlitið, að
sögn fréttamanna.
Eftir að lögreglu hafði tekist að
yfirbuga mótmælendurna var gæsla
á torginu aukin, leitað var í töskum
fólks og skilrikja krafist. Þá voru
filmur í myndavélum evrópskra og
amerískra ferðamanna sem voru á
svæðinu eyðilagðar og þeim sem
voru með myndbandsupptökuvélar
gert að taka upp yfir atburði dagsins.
Yfirvöld í Kína telja að ógn stafi
frá Falun Gong og hafa barist hart
gegn henni. Meðal annars hafa ríkis-
fjölmiðlar verið óspart notaðir til að
snúa almenningsáliti gegn hreyfing-
unni. Mannréttindasamtök segja að
yfir 100 meðlimir hafi látist í kín-
verskum fangelsum.
Lögregla hafði ekki afskipti af g
friðsamlegum mótmælum í Hong g
Kong sem fóru þannig fram að fólkið 5
sat við hugleiðslu fyrir utan skrif- *
stofu Kínastjórnar. í Tokyo hafði lög-
regla heldur ekki afskipti af
nokkrum tugum manna sem söfnuð-
ust saman fyrir utan kínverska
sendiráðið og hrópuðu skilaboðin
„virðið mannréttindi!"
A LEIÐ ÚR VINNU
Bátur ferjar starfsfólk spilavitis heim.
Milljónatjón af völdum flóða í Mississipi-á
„Móðir náttúra ræður öllu“
davenport Flóðið í Mississippi-á i
Bandaríkjunum hefur valdið millj-
ónatjóni. í gær náði það hámarki við
Davenport í Iowa-ríki en það er
stærsti bærinn á þessum slóðum þar
sem ekki eru varanlegar flóðavarnir.
„Móðir náttúra ræður öllu,“ segir
íbúi í grennd bæjarins, Chet Simpson
sem eins og margir þarf stöðugt að
dæla vatni úr kjallara húss síns.
„Flóðið er við það að ná hámarki
núna,“ sagði Andy Ervin veðurfræð-
ingur sem býst við því að áin verði
breytileg áfram næstu daga.
Fjöldi fólks í Iowa og Wisconsin
hefur þurft að yfirgefa heimili sín af
völdum flóðanna. Sjálfboðaliðar og
hermenn hafa unnið hörðum höndum
við að reisa flóðavarnir úr sandpok-
um í Davétiport til að reyna að vern-
da miðbæinn. Flóðgarðarnir eru í 3,6
m hæð sem er nægilegt til að girða
ána meðan hún er í hámarki. Að sögn
Clayton Lloyd, starfsmanns þróunar-
sviðs' Davenport er þó talið að innan
við 100 heimili muni verða fyrir tjóni
af völdum flóðsins. Ekki er séð fyrir
endann á vatnavöxtum í Mississippi
því spáð hefur verið stormi um helg-
ina í Minnesota og Wisconsin. ■
Nokkuð hefur dregið úr regluleg-
um mótmælum hreyfingarinnar síð-
an fimm meðlimir kveiktu í sér í mót-
mælaskyni á torgi hins himneska
friðar þann 23. janúar sl. Tvær konur
létust. ■
MÓTMÆLI í KÍNA
Lögregla brást hart við mótmælum á Torgi
hins himneska friðar
Yfirmaður hjá Gisco handtekinn
Fyrirtækið lét
lögreglu vita
san jose. ap Robert S. Gordon yfir-
maður viðskiptaþróunar hjá banda-
ríska risafyrirtækinu Cisco Systems
hefur verið handtekinn fyrir fjár-
drátt. Er hann ákærður fyrir að kom-
ast með óheiðarlegum hætti yfir
30.000 hluti í ákveðnu internetfyrir-
tæki sem voru í eigu Cisco. Gordon
seldi bréfin og notaði þær fimm
milljónir dollara sem hann fékk fyrir
til að kaupa hluti í samskiptafyrir-
tækinu Spanlink sem er í samvinnu
við Cisco. Þar margfaldaði hann fjár-
festingu sína.
Gordon má búast við háum sekt-
um og allt að fimm ára fangelsi verði
hann fundinn sekur. „Við höfðum
samband við lögregluyfirvöld og
styðjum þau af fremsta rnegni,"
sagði í yfirýsingu frá Cisco fyrr í vik-
unni. Cisco Systems framleiðir meðal
annars tæknibúnað fyrir netkerfi og
hafa hlutabréf þess mestu veltu allra
fyi'irtækja sem skráð eru á Nasdaq.B
Tyrkland
Rey nt að bj arga
efnahaginum
ankara. ap Ný lög í Tyrklandi veita
seðlabanka landsins leyfi til að taka
sjálfstæðar ákvarðanir varðandi hag-
stjórn. Er það liður í að rétta við
efnahag landsins en tyrkneska líran
hefur fallið um 40% á stuttum tíma
gagnvart bandaríkjadollar. Auk þess
hefur um hálf milljón manna misst
vinnu sína að undanförnu.
Kermal Dervis, utanríkisráðherra
Tyi'klands, sagði að lögin væru til
þess fallin að tryggja efnahag þess
gegn duttlungum stjórnmálamanna.
Sjálfstæði seðlabankans kæmi í veg
fyrir að ríkisstjórnir prentuðu pen-
inga til að auka vinsældir sínar fyrir
kosningar. Dervis er nú í Bandaríkj-
unum þar sem hann sækist eftir lán- ,.
um til að vinna að umbótunum. ■ Leltar eft,r stuðnm8' vlð efnahagsumbætur
FJÁRMÁLARÁÐHERRA TYRKLANDS