Fréttablaðið - 26.04.2001, Qupperneq 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
26. apríl 2001 FIMMTUPACUR
Of fáar konur í atvinnurekstri
Lánatryggingasjóður kvenna starfræktur áfram. Hefur lánað til 28 verkefna.
INNLENT
Sigrún Helgadóttir náttúrufræð-
ingur hlýtur viðurkenningu frjál-
sra félagasamtaka á sviði náttúru-
og umhverfisverndarsamtaka á ár-
inu 2001 fyrir uppeldis- og mann-
ræktarstarf.
—4—
Háskólinn á Akureyri og Lands-
virkjun undirrituðu í gær sam-
starfssamning til fimm ára. Markmið
samningsins er að efla grunnrann-
sóknir á þeim fagsviðum er tengjast
rannsóknum og nýtingu á orkulindum
landsins og áhrifum hennar á samfé-
lag og umhverfi. Það verður gert
með því að efla kennslu og rannsókn-
ir við Háskólann á Akureyri. Háskól-
inn mun vinna að þessu markmiði
með því að setja á fót stöðu prófess-
ors í jarðhitafræðum.
ÁTÖK í HAFNARFiRÐI
Lúðvík Geirsson, oddviti minnihlutans í
Hafnarfirði og félagar hans, kærðu meiri-
hlutann til félagsmálaráðuneytisins.
Félagsmálaráðuneyti
Bókhald
sveitarfélaga
óljóst
hafnarfjörður Lúðvík Geirsson bæj-
arfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafn-
arfirði segir að í svari félagsmála-
ráðuneytisins við því hvernig færa
skuli kostnað vegna einkafram-
kvæmda í árseikninga Hafnarfjarð-
arbæjar sé tekið óbeint undir þá
skoðun þeirra að bókhaldsleg færsla
á því sé í lausu lofti. Á fundi bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðarbæjar í fyrra-
dag skrifuðu bæjarfulltrúar Sam-
fylkingar undir ársreikninga bæjar-
sjóðs fyrir árið 2000 með fyrirvara
með hliðsjón af svarbréfi ráðuneytis-
ins.
í bréfinu tekur félagsmálaráðu-
neytið undir það sjónarmið bæjar-
fulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnar-
firði að það sé mikilvægt að skýrar
reglur gildi um bókhald sveitarfé-
laga og að ársreikningar sveitarfé-
laga gefi sem gleggsta mynd af fjár-
hagsstöðu þeirra. Ráðuneytið telur
hinsvegar að það sé umgangsmikið
verkefni að vinna álit um það hvern-
ig færa skuli kostnað vegna einka-
framkvæmda í ársreikningum Hafn-
arfjarðarbæjar eins og Samfylkingin
hafði beðið ráðuneytið um. Af þeim
sökum telur ráðuneytið sig ekki geta
fullyrt um hvernær niðurstaða þess
muni liggja fyrir. ■
atvinnurekstur Ákveðið hefur verið
að Lánatryggingasjóður kvenna, sem
hóf starfsemi 1998, starfi í þrjú ár til
viðbótar. Sjóðurinn hefur að mark-
miði að lána til kvenna um helming
þess fjár sem þarf til að stofna sjálf-
stæðan atvinnurekstur og hafa nú
þegar verið samþykktar tryggingar
fyrir 28 verkefnum. Sjóðurinn er
samstarf félagsmálaráðuneytis, iðn-
aðarráðuneytis og Reykjavíkurborg-
ar. Landsbankinn annast lánveitingar.
Á fundi, sem haldinn var til undir-
ritunar samningsins, lýsti Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, yfir
áiiægju sinni með verkefnið. Hún
sagði það óviðunandi hversu fáar
crunnskóu Mikil reiði og gremja ríkir
meðal kennara og skólastjóra í Hafn-
arfirði i garð bæjaryfirvalda vegna
málflutnings þeirra í tengslum við Ás-
landsskóla. Þeim finnst sem bæjaryf-
irvöld hafi gert lítið úr faglegum
metnaði þeirra og sneitt að starfs-
heiðri þeirra með þvi að upphefja
þann skóla á þeirra kostnað. Ef eitt-
hvað er sé þessi framkoma yfirvalda
sem blaut tuska framan í þá. Þeir telja
það einnig rangt af hálfu bæjarins að
kostnaður vegna hvers nemenda í Ás-
landsskóla sé ekki meiri en gerist og
gengur í öðrum skólum.
Á fundi bæjarstjórnar í fyrradag
var samþykkt að ganga til samninga
við íslensku menntasamtökin vegna
kennsluþáttar Áslandsskóla til þrig-
gja ára gegn atkvæðum minnihlut-
ans. I samningnum kemur fram að
árlegur kostnaður við nemenda skól-
ans verður 368 þúsund krónur.
Kristrún Lind Birgisdóttir hefur ver-
ið ráðinn skólastjóri Áslandsskóla.
Hún var áður aðstoðarskólastjóri á
Flateyri.
Hjördís Guðbjörnsdóttir skóla-
stjóri Engidalsskóla og fyrrverandi
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði segist vera mjög sár yfir
því að ekki skuli hafa verið farið rétt
með fullyrðingar um kostnað bæjar-
félagsins vegna kennslu nemenda í
öðrum grunnskólum bæjarins í sam-
anburði við það sem bærinn hefur
samið við íslensku menntasamtökin.
Sýnu verst hefði verið sú fullyrðing
að þessi kostnaður væri einna mestur
við Engidalsskóla, eða allt að 410 þús-
und krónur á hvern'nemenda, Hjör-
dís segir að það sé rangt. Hið rétta sé
að kostnaður á hvern nemenda hjá
sér sé um 302 þúsund krónur þrátt
fyrir það að í Engidalskóla er starf-
rækt sérdeild fyrir fatlaða nemendur
konur væri í atvinnurekstri og
stjórnunarstörfum en það væri mun
lægri tala en í nágrannalöndunum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, sagði aðspurð um áfram-
haldandi tilurð sjóðsins vonast til að
hann yrði ekki nauðsynlegur. „Sjóð-
sem þjónar öllum grunnskólum bæj-
arins. Álíka kostnaður sé á hvern
nemenda í hinum sex grunnskólum
bæjarins. Það sé því ekki rétt sem
haldið hefur verið fram að kostnaður
urinn var upprunalega stofnaður því
konum fannst viss tregða innan lána-
stofnana að lána út á hugmyndir þeir-
ra en þetta hefur verið að breytast
jafnt og þétt.“ Hún sagði marga þætti
koma við sögu um framtíð sjóðsins
og væri atvinnuástand einn þeirra. ■
á hvern nemenda í Áslandskóla sé
ekki meiri en gengur og gerist í öðr-
um skólum bæjarins. Hún segir að
skólastjórar muni því óska eftir því
að fá sambærilegar fjárhæðir frá
Bubbi Morthens
Messar yfir
krökkunum
próflok Bubbi Morthens ætlar í dag að
messa yfir nemendum Fellaskóla þeg-
ar þau ljúka sam-
ræmdu prófunum.
Nokkuð hefur
verið um að grunn-
skólanemar fagni
próflokum með
áfengisdrykkju og
margir bragða gegn ungl-
áfengi í fyrsta skip- ingadrykkju
ti við þessi próflok. Hann ætar að vera
leitni að fá krakkana til að sleppa
áfengisdrykkju á þessum tímamótum.
bænum til kennsluþáttar sinna skóla
til jafns við það sem samið hefur ver-
ið um við íslensku menntasamtökin.
Annað væri mismunun á milli skóla.
-grh@frettabladid
SÉRSTÖK LÁNSKJÖR
5000 fyrirtæki eru starfrækt í landinu f eigu eða undir stjórn kvenna.
■ Upphafsfjármagn 1 ■ Sambvkktar trveeinear
Heildarfjármagn sjóðsins I upphafi Samþykktar en óveittar tryggingar
30 milljónir króna 6 talsins 6.250 þús. kr.
■ Lánatryggingar 1 ■ Skilvísi
Veittar lánatryggingar 18 talsins 12 af 18 lánum eru í skilum
Hafnfirskir kennarar
reiðir bæjaryfirvöldum
Saka bæjaryfirvöld um að upphefja íslensku menntasamtökin og Áslandsskóla á þeirra kostnað.
Segja ekki rétt farið með fullyrðingar um kostnað bæjarfélagsins vegna annarra grunnskóla.
HJÖRDÍS GUÐBJÖRNSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI ENGIDALSSKÓLA:
Telui að bæjaryfirvöld hafi sneitt að starfsheiðri kennara og skólastjóra í bænum.
Reyndu að hindra bíla
með geislavirkan úrgang
Mótmæli við flutningi kjarnorkuúrgangs frá Þýskalandi til Bretlands.
Mörg þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu.
WALHEIM. NECKARWESTHEIM (API ÞÚSUnd-
ir lögreglumanna voru í viðbragðs-
stöðu í gær til að hindra að mótmæl-
endum tækist að stöðva annan áfanga
flutnings kjarnorkuúrgangs frá
Neckarwestheim-kjarnorkustöðinni í
Þýskalandi. Fyrsta áfanga fararinnar
til Sellafield-endurvinnslustöðvarinn-
ar í Bretlandi lauk í fyrradag. 2.000
lögreglumenn voru í gær á vakt í Rín-
arhéraði og 2.500 í Baden Wúrten-
berg til að ekki takist að tefja flutn-
inginn líkt og gerðist í síðasta mánuði
þegar úrgangur var fluttur frá Frakk-
landi til Þýskalands.
Fimm mótmælendur eru enn í
haldi lögreglu en hún handtók 70
mótmælendur í fyrradag við fyrsta
áfanga flutningsins. Þá tókst mót-
mælendum að tefja flutningavagn-
ana um eina klukkustund með því að
sitja sem fastast á veginum, veifa
skiltum og hrópa slagorð.
„Endurvinnsla kjarnorkuúr-
gangs er glæpur," sagði Dirk Hof-
meister, talsmaður mótmælenda.
Mótmælendur halda fram að vatn
frá Sellafield-endurvinnslustöðinni
eitri írlandshaf og íbúar í nágrenn-
inu óttist að vatnið sé krabbameins-
valdandi.
Áætlað er að flutningavagnarnir
verði fluttir með lest til hafnarborg-
arinnar Dunkirk í Frakklandi en það-
an verða þeir flutti með skipi til Eng-
lands.
Þjóðverjar bönnuðu flutning
kjarnorkuúrgangs árið 1998 þegar í
Ijós kom að geislavirkni frá flutn-
MÓTMÆLENDUR BORNIR Á BROTT
2.500 lögreglumenn voru í viðbragðsstöðu fyrir flutninginn
ingsgámum fyrir kjarnorkuúrgang
hafði verið langt yfir leyfilegum
mörkum í mörg ár. Þeir afléttu þessu
banni síðastliðið ár eftir að reglur
voru hertar.
Þýskir umhverfisverndarsinnar
eru þó langt frá því að vera sann-
færðir og mótmæla hástöfum.
Samningar voru gerðir á síðasta
ári milli þýskra stjórnvalda og eig-
enda kjarnorkustöðva að leggja niður
öll 19 kjarnorkuverin í Þýskalandi,
en 20 ár gætu liðið þar til því síðasta
verður lokað. ■
AP/ THOMAS KIENZLE