Fréttablaðið - 26.04.2001, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ
26. apríl 2001 FIIVIIVITUDACUR
_______________14
HVERNIC FER? ”
Fyrsti úrsiitaleikurinn miili
KA og Hauka?
JÚLÍUS JÓNAS-
SON, NÝRÁÐINN
PJÁLFARI ÍR.
„KA vinnur leikinn.
Þeir eru á heimavelli
og það skiptir miklu
máli. Það verður
ekki auðvelt að
stoppa Guðjðn Val
ef hann fer í gang."
HÉÐINN GILSSON,
LEIKMAÐUR FH.
„KA. Þeir eru spræk-
ari. Atli þjálfari er að
gera góða hluti fyrir
norðar. með ungt
og skemmtilegt lið.
Þeir vinna keppnina
með þremur vinn-
ingum gegn einum."
1 FÓTBOLTI
Godo tennismótið á Spáni:
Allir vilja milljón
Þjóðverjar munu að öllum líkind-
um sækja um að fá að halda sum-
arólympíuleikana árið 2012. Gerhard
Schröeder, kansl-
ari Þýskalands,
hefur heitið
þýsku ólympíu-
nefndinni póli-
tískum sluðn-
ingi. Þýska
ólympíunefndin
mun taka
ákvörðun um það í nóvejnber nk.
hvort þeir sækja um sumarleikana
árið 2012 eða vetrárleikaná 2010 eða-
2016. Ólympíuleikar voru síðast
haldnir í Þýskalandi'árið 1972 þegar
hryðjuverkasamtökin Svartur sept-
ember réðust á ísraelsku íþr.ótta-:
mennina í Munchen.
Flestir eru sammála uní það. að
XFL deildin, grófari útgáfán af
NFL deildinni í amerískum fótbolta,
hafi verið misheppnuð. Deildin,
sem var skipulögð af WWF (glímu-
sambandinu) og fjölmiðlafyrirtæk-
inu NBC, er að klára sitt fyrsta
keppnistímabil. Jafnvel áður en
leiktíðin klárast eru leikmenn í
hrönnum að leita sér að útgöngu-
leiðum og eru átta nú þegar búnir
að tryggja sér samning aftur í NFL
deildinni. Líklegt er að fjölmargir
fylgi í kjölfarið.
tennis Það er til mikils að keppa fyr-
ir tennisleikarana sem keppa á
Opna Gogo mótinu á Spáni. Sigur-
verðlaunin eru 100 milljópir doll-
ara. ’
Mótið tók óvænta stefnu í gær
þegar Svíinn Magnus Noi-man, sem
var sterkasti leikmaðurinn á mót-
inu, þurfti að segja sig úr keppni í
gær vegna magapínu.
Norrrian hóf mótið sem næst
sterkasti tennisleikai'inn en færðist
. upp um éitt sæti á þi'iðjudaginn
' þegár Brásilíumaðurinn Gustavo
'Kuerten. þurfti að hætta keppni
þegar hann tognáði á hægri lær-
vöðva. „Mig'lángaði til að ganga vél
á mótinu. Því lék ég þó ég. væri
ve.ikur. Ég vonaðist til að inaginn
myndi íagast en vissi fljötlega að ég
yrði að hætta keppni,‘-‘ sagði Norm-
an í gær. Þetta þýðir að Júan Carlos
Ferrero, sem er tíundi á heimslist-
anum, er sterkasti leikmaður móts-
ins.
Næsta umferð mótsins fer fram
í dag. Þeir tennisleikarar sem enn
keppa um milljónina eru Arnaud
Clement frá Frakklandi, Thomas
Enqvist frá Svíþjóð, Andrei Med-
vedev frá Úkraínu, Federico Luzzi
EKKI SÁTTUR
ítalinn Davide Sanguinetti gengur út af
tennisvellinum eftir að hafa tapað leik á
móti Svlanum Thomas Enqvist i gær.
frá Ítalíu, Michael Kratochvil frá
Sviss og Spánverjarnir Albert
Portras, Alex Calatrava, Carlos
Moya, Albert Costa og Tommy
Robredo. ■
Úrslitaviðureignin í handbolta hefst í kvold:
Hverjirverða
Islandsmeistarar?
hanpbolti í kvöld kl.20.15 á Akureyri
hefst fyrsti leikurinn í úrslitabarátt-
unni um íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik. Þar mætast Haukar
og KA, en bæði liðin unnu undanúr-
slitaviðureignir sínar í æsispenn-
andi leikjum um síðustu helgi.
BARÁTTA
Haukar þurfa að
berjast í kvöld á heimavelli KA.
KA vann Aftureldingu í bráða-
bana á föstudagskvöld og Haukar
unnu Valsmenn í seinni framleng-
ingu á suhnudagskvöld. Báðir leik-
irnir voru oddaleikir. Fyrra Iiðið til
að vinna þrjá leiki stendur uppi
sem Íslandsmeistari, Næsti leikur
á eftir þeim á Akureyri í kvöld
verður að Ásvöllum á laugardag-
inn. Seinni hálfleikur leiksins verð-
ur sýndur á RÚV kl. 21. ■
HVAÐ SEGIR SAGAN?
Leíkir Hauka og KA ■
Níssandeildinní síðastliðin ár.
2000-2001
21. mars síðastliðinn mættust
liðin að Ásvöllum (21. umferð.
KA var yfir í hálfleik, 15-1 log
vann leikinn með 33 mörkum
gegn 32.
23. nóvember ‘OO mættust liðin
á Akureyri í 10. umferð.
KA var yfir i hálfleik, 13-10, og
vann leikinn með 26 mörkum
gegn 22.
1999-2000
12. mars '00 mættust liðin á Ak-
ureyri. KA var yfir í hálfleik, 17-10,
og vann leikinn með 30 mörkum
gegn 24.
21. nóvember '99 mættust liðin
við Strandgötuna í Háfnarfirði. KA
var yfir í hálfleik, 13-11, og vánn
leikinn með 25 mörkum gegn 24.
1998-1999
10. mars '99 mættust liðin við
Strandgötuna í Hafnarfirði. Hauk-
ar voru yfir í hálfleik, 16-13, og
unnu leikinn með 28 mörkum
gegn 27.
2. desember '98 mættust liðin á
Akureyri. Haukar voru yfir í hálf-
leik með tólf mörk gegn 10. KA
vann hinsvegar leikinn með 23
mörkum gegn 22.
1997-1998
2. mars '98 mættust liðin á Akur-
eyri. KA voru yfir í hálfleik, 14-11,
og unnu leikinn með 28 mörkum
gegn 27.
12. nóvember '97 mættust liðin
við Strandgötuna í Hafnarfirði. KA
voru yfir í hálfleik með 12 mörk
gegn ellefu. Leikurinn endaði
hinsvegar í jafntefli, 24-24.
Hvenær eru leikirnir?
Úrslitakeppnin hefst í KA-heimiI-
.inu í kvöld kl.20.15, annar leikur
verður að Ásvöllum á laugardag
kl. 16 og sá þriðji á Akureyri á
þriðjudag kl.20.15. í lokaúrslitum
þarf að sigra í þrem leikjum. Ef
:I fjórði leikurinn verður að veru-
leika verður hann að Ásvöllum
fimmtudaginn 3. maí. Það er ekki
alls ólíklegt að viðureignin endi í
fimmta og síðasta leiknum, odda-
leiknum, báðar undanúrslitaviður-
eignirnar gerðu það. Oddaleikur-
inn myndi þá fara fram í KA-
heimilinu laugardaginn 5.maí.
íslandsmeistaratitlar
Haukar hafa tvisvar verið fslands-
meistarar, árin 1943 og 2000.
KA hefur einu sinni unnið titilinn,
árið 1999.
VINNUEFTIRLITIÐ
Ársfundur
verður haldinn á morgun, föstudaginn 27. apríl,
í funda- og ráðstefnusölum ríkisstofnana að
Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst kl. 14:00.
DAGSKRÁ:
• Fundarsetning
Hilmar Kristjánsson, formaður stjórnar
Vinnueftirlitsins
• Ávarp:
Páll Pétursson, félagsmálaráðherra
• Starf Vinnueftirlitsins á árinu 2000
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins
• Breyttir tímar - breyttar aðferðir í eftirliti
Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og
eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins
• Mismunandi heilsufar starfs- og þjóðfélagshópa
Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur
í rannsókna- og heilbrigðisdéild Vinnueftirlitsins
• Afhending viðurkenningar til fyrirtækis fyrir
vinnuverndarstarf
Páll Pétursson,, félagsmálaráðherra
• Opnun nýrrar heimasíðu
Páll Pétursscm, félagspiálaráðherra, ræsir heimasíðuna.
Inghildur Einarsdóttir, fræðslufulltrúi, kynnir síðuna.
• Veitingar
Fundarmenn eru hvattir til að koma með
fyrirspurnir til fyrirlesara.
Islendingum gengur ágætlega á heimsmeistaramótinu í borðtennis:
Frammistaðan framar vonum
borðtennis Heimsmeistaramótið í
borðtennis fer fram þessa dagana í
Osaka í Japan. Aldrei hafa jafn
margir keppt á heimsmeistaramót-
inu, sem hófst á mánudag og stendur
í tvær vikur. 380 karlar og 260 konur
frá 126 löndum taka þátt í liöa- og
einstaklingskeppni.
íslenska borðtennislandsliðið
flaug út í vikunni til að taka þátt í
mótinu. Liðió er skipað þeim Guð-
mundi Stephensen, Ádam Hai’ðars-
syni og Markúsi Árnasyni. Þeir eru
undir styrkri leiðsögn landsliðsþjálf-
arans Hu Dao Ben. Liðinu hefur
gengið vel og byrjaði það mótið á því
að sigra Azerbaijan 3-0 en það lið
sem fyrr sigrar þrjá einstaklings-
SNÚNINGUR LÍFSINS
Suður-Kóreubúinn Kim Taek-soo gefur ein-
beittur upp á móti Tékkanum Marek
Klasek í gær.
leiki vinnur viðureignina. Þvínæst
unnu strákarnir Puerto Rico, einnig
með þremur vinningum gegn engum.
Argentínubúarnir sem fylgdu í kjöl-
farið reyndust hinsvegar vera of stór
biti í háls og endaði sú viðureign í 3-
1. Það er ekki skrýtið þar sem Liu
Song, sem spilar með Argentínu,
komst í 32 manna úrslit á síðasta
heimsmeistaramóti og er talinn mjög
sterkur varnarspilari. Það munaði
litlu að Guðmundur Stephensen næði
að sigra hann í æsispennandi odda-
lotu. Þar sem Guðmundur er
sterkasti leikmaður íslenska liðsins
spilar hann jafnan fjórða leik. Eftir
Argentínu sigruðu strákarnir Tahítí
með þremur vinningum gegn einum
og sömuleiðis Kýpur, sem var jafn-
framt síðasti leikurinn í riðlinum.
Þetta þýðir að liðið mun keppa um
49. til 57. sæti en 97 þjóðir taka þátt í
liðakeppninni. Þetta er góður árang-
ur þar sem liðið átti ekki möguleika
fyrirfram á að lenda í toppbaráttu
vegna stöðu sinnar á styrkleikalist-
um.
Þau lið sem komust í undanúrslit í
karlaflokki á mótinu eru heims-
meistarar Svía, Kína, Þýskaland,
Suður-Kórea, Frakkland, Ítalía,
Belgía og Austurríki. í kvennaflokki
eru það heimsmeistarar Kínverja
sem eru sigurstranglegastir. Auk
þeirra keppa Ungverjaland, Japan,
Rúmenía, Suöur-Kórea, Singapore,
Norðui'-Kórea og Tawain. Um helg-
ina verður keppt til úrslita og í
næstu viku hefst síðan einstak-
lingskeppnin. ■