Fréttablaðið - 26.04.2001, Page 19
FIMMTUDAGUR 26. apríl 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
19
A FERÐ UM GEIMINN
Berglind bíður áhorfendum að ferðast um geiminn og kanna áður óþekktar plánetur.
2000, þar sem sýnd eru verk eftir 21
norrænan myndlistarmann, en þar á
meðal eru þeir Hreinn Friðfinnsson og
Tumi Magnússon. Opið 11-17.
„Drasl 2000" nefnir rithöfundurinn Sjón
sýningu í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í sýningarröðinni „Þetta vil
ég sjá". Þar hefur Sjón valið til sýningar
verk eftir Erró, Magnús Pálsson, Magn-
ús Kjartansson, Hrein Friðfinnsson,
Friðrik Þór Friðriksson og fleiri. Menn-
ingarmiðstöðin er opin frá 9 að morgni
til 21 að kvöldi.
í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning
Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here,
there and everywhere". Á sýningunni
leika þau Erla og Bo sér að því að brey-
ta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með að-
stoð stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið
14-18.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning
norska listmálarans Odds Nerdrums,
sem baðst nýverið afsökunar á því að
hafa siglt undir fölsku flaggi með því að
kalla sig listamann. Sýningin er opin 10-
17.
„Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti
sýningar sem lýsir með myndrænum
hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-ís-
lendingsíns Viihjálms Stefánssonar.
Sýningin er um leið kynning á umhverfi,
menningarheimum og málefnum norð-
urslóða, en hún er í Listasafni Reykja-
víkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17.
„Á meðan eitthvað er að gerast hér, er
eitthvað annað að gerast þar" nefnist
sýning á vekum Bandaríkjamannsins
John Baldessari sem stendur yfir í
Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.
Hann er eitt af stóru nöfnunum í sam-
tímalistasögunni og hefur verið nefndur
Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði
og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin
er opin 10-17.
„Eruð þið enn reið við mig?" nefnist
sýning á verkum eftir breska lista-
manninn John Isaacs i Listasafni
Reykjavikur - Hafnarhúsi þar sem gef-
ur m.a. að líta sláandi nákvæma sjálfs-
mynd listamannsins, sem þar skyggnist
undir eigið yfirborð í orðsins fyllstu
merkingu. Viðbrögð áhorfenda við verk-
um hans ýmist hlátur eða hrollur, en vlst
er að listamaðurinn leggur mikið upp úr
því að hreyfa við fólki, á hvorn veginn
sem er. Safnið er opið 10-17.
Sænska listakonan Anna Hallin sýnir
málverk og teikningar í Gryfju Lista-
safns ASÍ og heitir sýning hennar „Soft
Plumbing". Olga Bergmann sýnir í Ás-
mundarsal safn verka sem unnin eru
með blandaðri tækni.
Sesselja Tómasdóttir sýnir „portrait" af
dóttur srnni og vinum hennar, sem öll
eru á fjórða ári í Listhúsi Ófeigs, Skóla-
vörðustíg. Hún hefur fylgst með þessum
börnum frá fæðingu og reynir að láta
persónutöfra þeirra njóta sín í myndun-
um.
** | MYNDBAND FYRIR KVÖLD.D j
Gamaldags hasar
Sameinuðu þjóðirnar með árásar-
gjarna njósnaþjónustu eru í
brennidepli myndarinnar The Art
of War, sem er ein nýjustu mynd-
anna á leigunum um þessar mund-
ir. Wesley Snipes, sem við þekkjum
sem harðan nagla úr aragrúa
hasarmynda er frekar dúkkaður
saumur í þessari mynd. Það er
kannski vegna þess að að hann er
svo fjári illa svikinn af samherjun-
um, rétt eins og ég varð illa svik-
inn af myndinni.
Maður er vanur Wesley bratt-
ari, einbeittari og kannski umfram
allt hugmyndaríkari en í þessari
mynd. Það er kannski kanadíski
þátturinn í henni sem gerir hana
hvorki né;
hvorki þriller
né hasarmynd,
rétt eins og
leikstjórinn
væri ekki al-
veg viss um
hvora gerðina hann ætti
að velja.
Fyrir þá sem vilja slagsmál,
aðrir verða fyrir vonbrigðum
The Art of War________ ____________
Kanadísk/Bandarísk frá 2000
Leikstjórn: Christian Duguay
Handrit: Wayne Beach. Byggt á sögu eftir
hann sjálfan.
Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Anne Archer,
Maury Chaykin.
SÖNGSVEIT HAFNARFJARÐAR
Á ÆFINGU
Stefnan er að flytja eingöngu óperu-
og óperettutónlist.
Heimir Þór er sonur okkar, þannig að
við erum þarna fjölskyldan," segir
Elín Ósk.
Tónleikarnir verða haldnir í Hafn-
arborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði,
og hefjast klukkan 20. ■
í Norræna húsinu sýna fimm myndlist-
armenn frá Svíþjóð Rose-Marie Huuva ,
Erik Holmstedt, Eva-Stina Sandling,
Lena Yiipáá og Brita Weglin. Norður-
botn er á sömu norðlægu breiddargráð-
um og ísland og að flatarmáli helmingi
stærra þó íbúar séu þar álíka margir og
á íslandi. Sýningin stendurtil 13. maí.
í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík
stendur yfir samsýning á verkum Páls
Guðmundssonar og Asmundar Jóns-
sonar. Safnið er opið 10-16.
í Listasafninu á Akureyri stendur yfir
sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta
franska Ijósmyndara Henri Cartier-
Bresson, en líklega hefur enginn átt
meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að
viðurkenndri listgrein. Opið 14-18.
Myndir 370 barna af mömmum í spari-
fötum eru á sýningu í Galleríi Sævars
Karls við Bankastræti í Reykjavík. Opið á
verslunartíma.
í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni
stendur yfir sýningin Carnegie Art Award
Gallerí Ófeigur:
Boðið í ferð
um geiminn
ljósmvndir Berglind Björnsdóttir,
ljósmyndari, opnar um helgina sýn-
ingu á Ijósmyndum í Gallerí Ófeigi á
Skólavörðustíg 5. Sýningin hefst á
laugardaginn kl. 16. Berglind útskrif-
aðist árið 1994 með BA gráðu í ljós-
myndum. Sýningin nefnist 2001
Space Odyssey. Áhorfendum er boðið
í ferð um geiminn og tilgangur farar-
innar er að kanna áður óþekktar
plánetur, tungl og stjörnur. Myndinar
sýna okkur hversdaglega hluti sam-
félags okkar í nýju ljósi. Sýningin
stendur til 16. maí og er opin virka
daga kl. 10-18, laugard. 11-16 og
sunnud. 13-17.
SKEMMTIGARÐUR
| Gaman fyrir
rússíbanafólk
i
Líklega heimsækja flestir sem
koma til Parísar með börn Dis-
neyland. Að minnsta kosti er
mannfjöldinn þar alveg gríðarleg-
ur.
Kaupmennskan er í algleym-
ingi á þessum stað og má enda-
lausan Disneyvarning hangandi
utan á fólki á leið úr garðinum.
í raun er Disneyland eins og
hvert annað tívolí með Disneyyfir-
bragði og því gósenland rússí-
banafíkla. Hinir sem ekki hafa
jafngaman af þesskonar skemmt-
un verða að láta sér nægja að
njóta gleði hinna.
Pisneyland París
Verðlag: Sanngjarnt ef ætlunin er að verja
deginum á staðnum og fara í mörg tæki.
Umhverfi: Skrautlegt en yfirborðslegt og
gríðarlegur manfjöldi.
Hverjir koma: Börn með foreldrum sínum
Frakkar og útlendingar.
Kostir: Flest börn munu eiga ógleymanleg-
an dag í Disneylandi. Hægt er að stytta sér
biðtíma með fyrirframpöntun.
Gallar: Langar biðraðir við vinsæl tæki og
óheyrilegur hávaði í skrúðgöngu sem fer
reglulega um garðinn.
Góð skemmtun fyrir þá sem
hafa gaman af tívolítækjum
SVERRIR GUÐJÓNSSON ER LISTRÆNN HÖNNUÐUR VERKSINS
Verkið hefst og endar á þremur klukknahljómum sem koma frá bjöllu síðan
um árið 1200 sem staðsett í í Skálholti.
Bein EBU-útsending frá Skálholti
Astarsögu Ragnheiðar
og Daða gerð skil
tónlist Ástarsögu Ragnheiðar Brynj-
ólfsdóttur og Daða Halldórssonar
verða gerð skil í beinni útvarpssend-
ingu til flestra evrópulandanna næst-
komandi sunnudagskvöld kl. 23 þeg-
ar Sverrir Guðjónsson, listrænn
hönnuður verksins, og félagar flytja í
tali og tónum þessa velkunnu sögu.
„Margir vilja tengja söguna við ís-
landsklukku Halldórs Laxness enda
kýs ég að kalla verkið íslandsklukk-
una eða „Beil of Iceland“, sagði
Sverrir í samtali við Fréttablaðið. Ut-
sendingin er liður í samstarfsverk-
efni evrópskra útvarpsstöðva, EBU
sem valdi sögulega merka staði sem
ákveðið þema, því var ákveðið að
velja Skálholtskirkju sem útsending-
arstað.
Sverrir sagði verkið hafa tekið
sex rnánuði í undirbúningi. „Ég ákvað
strax að ekki yrði um hefðbundna
tónleika að ræða heldur að uppbygg-
ingin á því yrði meira dramtísk og
það réði vali mínu á þessari ástar-
sögu.“ Þeir sem koma fram á þessum
tónleikum auk Sverris eru Arnar
Jónsson, leikari, sem lesa mun upp
eitt ljóða Daða Halldórssonar, Æru-
krans, Voces Thules sönghópurinn,
Hallveig Rúnarsdóttir, sópransöng-
kona, og Nóra Cornblue, sellóleikari,
en þær flytja verk Snorra Sigfúsar
Birgissonar.
Sverrir sagðist hrifinn af útvarp-
inu sem miðli þar sem það gæfi
ímyndunaraflinu Iausan tauminn.
„Ég mæli meö að fólk komi sér vel
fyrir og ferðist aftur á bak í tímann
og upplifi á ný þessa dramatísku ást-
arsögu á þessum sérstökum nótum,“
sagði Sverrir að lokum. ■
Norræna húsið:
Kuml og
íslensk forsaga
fornleifar í kvöld kl. 20.30 heldur
Adolf Friðriksson forstöðumaður
Fornieifastofnunar íslands opinn fyr-
irlestur á vegum Vísindaféiags ís-
lendinga í Norræna Húsinu. Adolf
ætlar að benda á nýjar leiðir til að
nota heiðnar grafir til aukins skiln-
ings á forsögu íslands. Um leið varp-
ar hann fram nýjum spurningum:
Hvað geta kuml sagt um íslenskt
samfélag á víkingaöld? Geyma þau
vitneskju um samfélagsgerð? Eru
óráðin tákn fólgin í staðsetningu
kumla í landinu?
íslensk fornleifafræði hefur á síð-
ustu árum tekið miklum stakkaskipt-
um. Nú er framlag fornleifafræðinga
til aukinnar þekkingar á fortíðinni
ekki lengur bundið við að varpa ljósi
á efnislega þætti fornmenningar eins
og t.d. húsagerð og áhaldanotkun,
heidur er helsta ögrun þeirra að nýta
þessi nýju gögn til að leggja drög að
íslenskri forsögu, sem engar ritaðar
samtímaheimildir eru til um.
Á síðustu árum hefur Adolf rann-
sakað kuml og þingminjar. Hann rit-
stýrði endurútgáfu á doktorsritgerð
Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé,
sem kom út fyrir skömmu og vinnur
nú að athugun á staðfræði kumla. ■
Vortónleikar
1 Langholtskirkju:
Gospelsystur
með Páli Rós-
inkranz
tónleikar Klukkan 20.30 í kvöld verða
vortónleikar Gospelsystra haldnir í
Langholtskirkju. Stjórnandi kórsins
er Margrét Pálmadóttir, en einsöngv-
ari með kórnum er Páll Rósinkranz.
Boðið verður upp á skemmtilega
blöndu af gospellögum, en tónleik-
arnir byrja í rólegri kantinum á lög-
um eins og Go tell it on the mountain,
I am just a happy little boy og Love
Changes evreything. Þegar líður á
tónleikanna fer hins vegar að færast
meira fjör í leikinn og við taka lög á
borð við Swing low, Oh Happy Day og
All my TVials. ■
ÁRNESINGAKÓRINN
Kórinn hefur starfað i rúm þrjátíu ár og hefur starfsemin farið ört vaxandi með hverju ári.
Ymir við Skógarhlíð.
Arnesinga-
kórinn
heldur
vortónleika
tónleikar Árlegir vortónleikar Árnes-
ingakórsins í Reykjavík verða hald-
nir í Ými, hinu nýja húsi Karlakórs
Reykjavíkur að Skógarhlíð 20, laug-
ardaginn 28. apríl kl. 17.
Kórinn mætir eldhress tii leiks og
ætlar að flytja m.a. á þessum tón-
leikum nokkur íslensk þjóðlög í út-
setningu Jóns Ásgeirssonar. Einnig
syngur kórinn ljóð eftir Tómas Guð-
mundsson við lög eftir ýmsa lagahöf-
unda, lag og ljóð eftir Loft S. Lofts-
son og væna syrpu af lögum úr söng-
leiknum Porgy og Bess. Einsöngvar-
arnir á vortónleikunum koma úr röð-
um kórsins og eru þeir Árni Sighvats-
son, Davíð Viðarsson, Njáll Þorgeirs-
son og Þorsteinn Þorsteinsson.
Árnesingakórinn í Reykjavík hef-
ur starfað í rúm þrjátíu ár og hefur
starfsemin farið ört vaxandi með
hverju árinu sem líður.
Stjórnandi kórsins er Sigurður
Bragason og undirleikari á tón-
leikunum verður Bjarni Þ. Jónatans-
son. ■