Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2001, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.04.2001, Qupperneq 1
MENNING Oþrjótandi möguleikar í Ymi bls 18 ► SKÓLAR Umhverfismál í öndvegi í Oldutúnsskóla bls 6 ► NÝBÚAR Fjölmenningarlegur leikskóli í Breiðholti bls 4 ► ■'l FRETTABLAÐIÐ 6. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 30. apríl 2001 MÁNUDAGUR Viðræður háskólakennara HÁSKÓLI f dag gæti skýrst hvort samning- ar nást í deilu háskólakennara eða hvort verk- fall þeirra hefst á miðnætti ann- að kvöld. Málið varðar 6.700 há- skólanema. Bjartsýni gætti í Karp- húsinu í gærkvöldi. þ]s 2. IVEÐRIÐ í DACl REYKJAVÍK Suðaustan átt, 8-13 m/sek og fer að rign. Hiti 3-8 stig. VINDUR ísafjörður Q 5-8 Akureyri o 5-10 Egilsstaðir f) 5-10 Vestmannaeyjar o 8-13 URKOMA HITI skúrir Q 7 skýjað Q 6 skýjað Q 6 rigning Q 7 Samstarfsmenn fagna Davíð LENGSTA ÓSLfTNA FORSÆTISRÁÐHERRATIÐ í SÖGU LANDSINS. Davíð Oddssori ætlar að rnæta til vinnu eins og varsalega í dag en sækir móttökú i Pjóðmenníngarhús- ij|4, senUTalldói Asgrfmsson og Gelr • : Haardeihalda honum siðdegis og siiiir svo líiirldverðarboó með þing- fiokkr ormiðstjórn SjáHstæðis ffirkksins t kvöld. valpaafiviæli Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde halda forsætisráð- herra samsæti í dag til að fagna 10 ára valdaafmælinu. f kvöld hittast þingmenn og flokksstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins og halda upp á daginn. bls. 8 og 12 FRÉTTASKÝRING | bls. 10-11 ► Framtíð sparisjóðanna: Ottast að samstarf sjóðanna rofni Átök í stjórn Sparisjóóabankans vegna mismunandi áherslna. Þriðji leikur KA og Hauka Iþróttir Úrslitaviðureign KA og Hauka um íslandsmeistaratitilinn heldur áfram á Akureyri í kvöld. bls. 1S IKVÖLDIÐ í KVÖLD Í Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 Davíð við völd í áratug Umskipti hafa orðið í hugsunarhætti varðandi afskipti stjórnvalda, segir forsætisráðherra. Ráðuneytið var vistheimili fyrir vandræðagang. Vill fækka verkfallsdögum og skapa traust. vaidaafmæu Tíu ár eru í dag liðin síðan Davíð Oddsson settist í stól forsætis- ráðherra. Hann hefur gegnt embætt- inu lengur samfellt en nokkur annar maður í sögu landsins. Þegar Davíð leit yfir þennan tíma í stuttu samtali við Fréttablaðið vildi hann ekki nefna neitt eitt atvik sem upp úr stæði í forsætisráðherratíð sinni og vildi fremur fjalla um tíma- bilið á almennari nótum. „Það hafa orðið algjör umskipti á hugsanaganginum frá því sem ég varð var við þegar ég kom til starfa,“ sagði Davíð. „Forsætisráðuneytið var heilsu- gíéslustöð fyrir hallandi fyrirtæki og vistheimili fyrir vandræðagang. Það voru eilífar reddingar, eilífir neyðarfundir. Bráðabirgðalög voru mjög algeng í þjóðfélaginu. Allt þetta er nánast hætt og umskiptin sem hafa orðið í hugsanagangi varðandi afskipti stjórnvalda er það sem mér þykir vænst um.“ Davíð segir að eftir á að hyggja hefði hann vissulega viljað gera ýmsa hluti á annan veg en varð. Stjórnmála- menn þurfi oft að taka ákvarðanir á skömmum tíma með litlar upplýsingar í höndum. Þess vegna séu ýmis dæmi þess að menn hafi misreiknað aðstæð- ur, fólk eða mál í heild. „Það er fullt af slíkum dæmum en við hátíðleg tíma- mót ætla ég aö láta aðra um aö rifja þau upp en láta nægja að viðurkenna að það hefur gerst,“ sagði Davíð. Hann segir ekkert til í því að hann sé á leið úr stjórnmáium og segir það meginverkefni sitt sem forsætisráð- herra í framtíðinni að skapa traust í þjóðfélaginu og á þjóðfélaginu. Þá segist hann vilja stuðla að friði með þjóðinni og telji sig hafa gert það þótt menn kunni að hafa ýmsar skoðanir á því. Eitt er honum þó hugleikið: „Ég vildi gjarnan að verkföllum færi fækkandi. Við erum ennþá með met í verkföllum í heiminum og ef við kæm- um okkur út úr því dæmi endanlega mundi efnahagurinn batna." petur@frettabladid.is Sjá nánar á bls. 8, 12-13. Mesta bensínhækkun um árabil á miðnætti: 95 oktana bensín fer yfir 100 krónur bensínverð Olíufélögin hafa boðað hækkun bensínverðs sem taka mun gildi á miðnætti. í fyrra lækkaði bens- ínverð á verkalýðsdeginum en í ár snýst þetta við. Ekki var Ijóst í gær- kvöld hver hækkunin yrði nákvæm- lega en vitað er að verð á 95 oktana bensíni, sem nú kostar 96,3 kr. lítrinn hjá öllum olíufélögunum, fer upp fyrir 100 kr., samkvæmt heimildum Frétta- blaösins. Bensínstöðvar verða lokaðar á morgun en verðið hækkar á mið- nætti í sjálfssölum. „Hækkunin verður töluverð," sagði Gunnar E. Kvaran, talsmaður Skeljungs, í gærkvöld, en gaf ekki nánari upplýsingar. Lokaákvörðun um verðskrá verði tekin síðdegis og eftir það tilkynnt útsölustöðum. Geir Magn- ússon, forstjóri Olíufélagsins Esso, sagði að líklega yrði hækkunin meiri á bensíni heldur en díselolíu. Að sögn beggja forstjóra er ástæða hækkana tvíþætt. Annars vegar óhag- stætt gengi krónunnar gagnvart og hins vegar hærra heimsmarkaðsverð á hráolíu og bensíni. Verð á 95 oktana bensíni hafi t.d. hækkað um 15 til 20% á einum mánuði. Ljóst er að hækkunin á bensínverði á miðnætti er sú mesta um langt árabil. Árni Sigfússon formaður FÍB segir félagið oft talið ástæðu til að benda á að bensínhækkanir væru ekki í sam- ræmi við heimsmarkaðsverð. „Hækk- unin núna er í samræmi við heims- markaðsverð þannig að ekki er hægt að saka olíufélögin um að vera að draga til sín fé að þessu sinni,“ segir Árni. ■ Flúðafimi í Elliðaárdal SÍÐA 14 ► | FÓLK Upprisuhátíð Hljómalindar SÍÐA 16 ► 1 ÞETTA HELST Framkvæmdastjóri LÍÚ segir sjó- menn virðast óttast að þeir nái minnu fram með samningum en lagasetningu. bls. 2. Verið er að vinna að könnun á hag- kvæmni sameiningar Sparisjóða- bankans og Kaupþings. bls. 4. .—♦— . Línur hafa skýrst í málefnum Geð- hjálpar eftir að Sigursteinn Más- son var kosinn formaður á fram- haldsaðalfundi á laugardag. bls. 4. .. Ottast er að til frekari átaka komi í Makedóníu og að þau muni jafn- vel breiðast út. Skæruliðar felldu átta hermenn á laugardag. bls. 2. —♦— Forgangsverkefni stjórnenda ís- lenskra matvæla er að finna starfseminni nýtt húsnæði eftir mik- ið tjón í eldsvoða. bls. 12.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.