Fréttablaðið - 30.04.2001, Page 4
FRÉTTABLAÐIÐ
50. apríl 2001 MÁNUDACUR
SVONA ERUM VIÐ
FLEIRI KARLAR A VINNUMARKAÐI
Þótt konum á vinnumarkaði hafi fjölgað
mikið undanfarna áratugi eru þær enn
heldur færri en karlarnir. Heildaratvinnu- ■
þátttaka er er tæplega 84%. Atvinnuleysi í
apríl er rúmlega 2%, og heldur meira hjá
konum en körlum.
1,7
Atvinnuleysi
Atvinnuþátttaka
Karlar Konur Allir
HEIMILD: HAGSTOfA ISLANDS
FALLIN HETJA
Kínverski orrustuflugmaðurinn dó hetju-
dauða að sögn dagblaða í Peking.
Bandaríkjamenn:
Fá að skoða eftir-
litsflugvélina
peking. ap Kínversk stjómvöld hafa
ákveðið að leyfa bandarískum eftir-
litsmönnum að skoða eftirlitsvél
Bandaríkjanna sem nauðlenti á her-
flugvelli í Kína, eftir árekstur við
kínverska orrustuflugvél. Kínverska
ríkisfréttastofan sagði frá þessu í
gær.
Flugvélin nauðlenti á Hainan-eyju
við Kína þann 1. apríl sl. og hefur
verið þar siðan.
Ákvörðunin var tekin í ljósi þess
að Kínverjar hafa lokið sinni eigin
rannsókn á flugvélinni. Samkvæmt
fréttastofunni eru Bandaríkjamenn
að íhuga hvort þeir muni greiða Kín-
verjum bætur vegna árekstursins.
Kínverjar höfðu 24 manna áhöfn
bandarísku eftirlitsflugvélarinnar í
haldi í ellefu daga eftir nauðlending-
una. Ekki kom fram hvenær skoðun-
in mun eiga sér stað. ■
I LÖCRECLUFRÉTTIR I
Ovenjurólegt var í Borgarfirði um
helgina og að sögn lögreglunnar
hringdi síminn ekki frá því ki. 20 á
laugardagskvöldinu þangað til um
ellefuleytið á sunnudagsmorgninum.
Sagðist viðmælandi Fréttablaðsins
ekki muna eftir öðru eins og vonaði
að þetta væri ekki lognið á undan
storminum. Upp komst þó að brotist
hefði verið inn í átta sumarbústaði í
Svarfhólsskógi í Svíndal í síðustu
viku og þaðan stolið m.a. sjónvarps-
tæki og videói. Ekki er vitað hver
eða hverjir voru á ferðinni en að
sögn lögreglunnar leikur grunur á
að að tilgangurinn hafi helst verið
áfengisleit eða leit að einhverjum
öðrum vímugjöfum. Skemmdir á
eignum voru ekki miklar. ■
Sparisjóðabankinn og Kaupþing
Athuga hagkvæmni
sameiningar
bankamál Stjórnendur sparisjóða
komu saman í lok mars til að ræða
framtíð Sambands sparisjóða, Spari-
sjóðabankans og samstarf þeirra á
milli. Á fundinum var borin fram til-
laga þar sem óskað var eftir því að
fram færi athugun á hagkvæmni
samruna Kaupþings og Sparisjóða-
bankans.
„Við eigum afgerandi hlut í Kaup-
þingi og það er ekkert óeðlilegt að við
viljum skoða hvaða kosti þessi mögu-
leiki fæli í sér,“ segir Eiríkur Finns-
son, sparisjóðsstjóri á Vestfjörðum.
„Við erum að gera athugun á því
hvort þessi skref skili sér í auknum
hagnaði fyrir okkur og styrki sam-
starfiö."
Sveinn Agnarson, sparisjóðsstjóri
á Norðfirði, segir þetta einn af mörg-
um valkostum sem menn hafa viljað
skoða. Hann bendir á að Kaupþing er
komið á markað og orðið allt annars
eðlis en samstarf sparisjóðanna um
Sparisjóðabankann. Þetta skref gæti
styrkt enn frekar rekstur Sparisjóða-
bankans í samstarfi sparisjóða lands-
ins. ■
SAMEINING?
KPMG er falið að kanna hagkvæmni sam-
einingar Sparisjóðabankans og Kaupþings
Afkomendur Madisons::
Ættarmót
forsetaþræla
orange iapi Afkomendur þræla fjórða
forseta Bandaríkjanna, James Madi-
sons, komu saman um helgina á bú-
garði hans, Montpelier í Virginíu-ríki.
Einn afkomendanna, Rebecca Colem-
an, var komin á fimmtugsaldur þegar
hún komst að því að skýli á landar-
eigninni hefði verið byggt af langafa
hennar, þræli forsetans. „Við töluðum
ekkert um þrælahald. Margir skamm-
ast sín fyrir fortíðina og þær sorgir
sem henni fylgdu." Um 100 þrælar
voru í eigu Madisons, sem var forseti
í upphafi 19.aldarinnar. Fyrir fundinn
um helgina tókst að hafa upp á afkom-
endum fimm þeirra. ■
Fj ölmenningarlegur
leikskóli í Breiðholti
Suðurborg er sá leikskóli borgarinnar sem hefur börn af flestum þjóðernum eða 11 alls. Fjölbreyttur bakgrunnur
barnanna er nýttur til að auðga starfið í leikskólanum meðal annars með svokölluðum þjóðavikum.
menntamál í Leikskólanum Suður-
borg við Suðurhóla eru börn af 11
þjóðernum. Suðurborg er fimm deil-
da leikskóli með 102 leikskólarým-
um en þar eru 120 börn í mislangri
vistun. Á leikskólanum eru 15 börn
af erlendum uppruna. „Það setur
óneitanlega svip á starfið," segir El-
ínborg Þorláksdóttir leikskólastjóri.
__^.... Frá áramótum
_ , , ,. hefur verið unnið í
Frá áramotum lejkskólanum með
h.?fu[vfr!ð|Jnn' þemað „Þjóðirnar
ið i leikskolan- okkar‘< Haldnar
um með pem- eru svokallaðar
að „Þjóðirnar þjóðavikur þar sem
okkar". Unnið unnið er að kynn-
er að kynningu jngU þjóðar eina
hverrar þjóðar vjku f Senn. Þá er
eina viku í þjóðfáninn kynnt-
senn. Ur, borðuð er ein
máltíð frá viðkom-
andi landi í vikunni,
fluttur er fræðslupistil og sýndar
myndir frá landinu. Börnin hafa ein-
nig komið með hluti að heiman sem
á einhvern hátt eru dæmigerðir fyr-
ir þióð þeirra.
Á föstudögum koma allar deildir
leikskólans saman í á sal og þá kynn-
ir barn eða börn viðkomandi lands
sig og klappað er fyrir þeim. Á laug-
ardaginn var opið hús í Suðurborg
og var þá afrakstur vetrarstarfsins
sýnt bæði foreldrum og öðrum gest-
um. Meðal þess sem sýnt var mátti
finna ýmislegt sem tengist verkefn-
inu „Þjóðirnar okkar“ en einnig
teikningar og aðra vinnu leikskóla-
barnanna.
í leikskólanum starfa einnig
málörvunarhópar til að efla ís-
lenskukunnáttu erlendu barnanna.
Málörvunin felst meðal annars i að
lesa fyrir börnin og örva þau til að
segja frá og einnig er spilað lottó
sem auðgar orðaforða og skerpir
framburð.
ÞJÓÐIRNAR OKKAR
Unnió hefur verið með þjóðfána þeirra
landa sem leikskólabörnin koina frá og
einnig hafa staðsetningar verið skoðaðar á
kortum og hnöttum.
SUNGIÐ SAMAN
Fastur liður í leikskólastarfinu er söngurinn
sem sameinaríólk á öllum aldri og
þjóðernum.
í Leikskólanum Suðurborg ríkir
fullur hugur á að móta markvissa
fjölmenningariega stefnu. „Verða
ekki allir skólar að vera það?“ spyi'
leikskólastjórinn á móti þegar hún
er innt eftir hvcrt leikskólinn sé fjöl-
menningarlegur.
Verkefnið „Þjóðirnar okkar" er
greinilega aðeins byrjunin á Suður-
borg. „Okkur finnst við vera ríkari
að hafa þessi börn hér í leikskólan-
um,“ segir Elín'oorg Þorláksdóttir að
Jokum. „Það auðgar menningu leik-
skólans og við erum mjög ánægð
með það.“
steinunn@frettabladid.is
Skýrari línur eftir fundinn
Ný stjórn kosin á aðalfundi Geðhjálpar.
geðhjálp Aðalfundur Geðhjálpar var
Opíð í Austurveri
frá 8:00 á morgnana
tíl 2:00 eftir míðnætti
Lyf&heilsa
fjjSní&ft,
mwmmi
RnBa
haldinn á laugardag og komu hátt á
þriðja hundraö ntanns á fundinn.
Samþykktar voru breytingar á iögum
félagsins og síðan kosin stjórn sam-
kvæmt nýjum lögum.
í nýjum lögum er ákvæði um að
launaðir starfsmenn Geðhjálpar eru
ekki kjörgengir í félaginu. Á fundin-
um var talsvert tekist á um þetta at-
riði en nýju lögin engu að síður sam-
þykkt með rúmum 213 hluta atkvæða.
Að sögn Sveins Rúnars Hauksson-
ar stjórnarmanns er Geðhjáip fyrst
og fremst sjúklingafélag þótt það sé
opið bæði aðstandendum og sér-
hverjum sem lætur sig geðheilbrigð-
ismál varða. Þéssi afstaða skýrðist
mjög á fundinum bæði með laga-
STJÓRN GEÐHJÁLPAR
Sigursteinn Másson formaður
Sveinn Rúnar Hauksson
Guðrún Ögmundsdóttir
Elísabet K. Jökulsdóttir
Sigríður Kristinsdóttir
Varastjórn
Áslaug Ragnars,
Ingimundur K. Guðmundsson
Ólafur Snorrason
breytingunni og í stjórnarkjörinu.
Staða félagsins hefur því skýrst að
mati Sveins Rúnars. „Menn vita hvað
Geðhjálp er og hvað hún vill vera.“
Nýkjörin stjórn kemur saman á mið-
vikudag. ■
NÝKJÖRINN FORMAÐUR
Sigursteinn Mássons var kjörinn formaður
Geðhjálpar með 200 atkvæðum á móti 65
sem Kristófer Þorleifsson fékk.