Fréttablaðið - 30.04.2001, Side 10

Fréttablaðið - 30.04.2001, Side 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 30. april 2001 MÁNUPACUR | INNLENlH Stórslysabjörgunaræfingu, sem haldin var á Sauðárkróki um helgina, var frestað skömmu eftir að hún hófst eftir að einn þátttakand- inn, slökkviliðsmaður á Sauðárkróki, fékk hjartaáfall og lést skömmu síð- ar á sjúkrahúsi. Á þriðja hundrað manna víðs vegar af á landinu tók þátt í æfingunni og að sögn lögregl- unnar var ekki að heyra annað á skipuleggjendur og þátttakendum, en að svo langt sem æfingin náði, hefðu hlutirnir gengið vel fyrir sig. —«— Margt var um manninn í miðbæn- um aðfaranótt sunnudagsins og að sögn lögreglunnar heldur fleiri en verið hefur að undanförnu en þó voru engin læti í fólki. Taldi viðmæl- andi Fréttablaðsins að þarna hefði góða veðrið átt stóran hlut að máli. ÍTALSKIR SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR Sprengjan, sem var 1.800 kíló að þyngd, fannst 15. maí. Sprengja aftengd: 77.000 sendir frá heimilum vicenza (api Yfirvöld á ftalíu fluttu á brott 77.000 manns frá heimilum sín- um í borginni Vicenza í nokkrar klukkustundir í gærmorgun. Ástæð- an var sú að sprengjusérfræðingar þurftu að aftengja tveggja tonna sprengju sem Bretar létu falla á borgina í seinni heimstyrjöldinni. Sprengjan fannst fyrir nokkrum vikum, en hún hafði verið grafin nið- ur í kirkjugarði í borginni. Sprengju- sérfræðingunum tókst að aftengja sprengjuna rétt eftir hádegi og var íbúunum þá leyft að snúa aftur til heimila sinna. Búðareigendur og íbúar í ná- grenni kirkjugarðsins eyddu mörg- um klukkustundum á laugardags- kvöldið að líma niður glugga og pakka verðmætum inn í umbúðir ef sprengjan myndi springa. ■ —*— Einar K. Guðfinnsson: Liggur ekkert á umhverfismAi „Okkur liggur augljós- lega ekki á. Þær þjóðir sem hafa stað- fest Kyoto-bókunina eru þær þjóðir sem ekki munu taka á sig neinar skuldbindingar til að efna skuldbind- ingar Kyoto-samkomulagsins,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, þegar Frétta- blaðið spurði hann, hvort íslendingum liggi á að undirrita Kyoto-bókunina í ljósi þess hversu fáar þjóðir hafa gert það og engar á okkar heimssvæði. „Það vekur athygli að það er liðið á fjórða ár frá því bókunin var undirrit- uð en engin þessara þjóða, sem þetta myndi snerta, hefur staðfest svo al- varan er ekki meiri.“ 1KYOTO-BÓKUNIN| Eftirtalin 33 ríki höfðu fullgilt eða gerst aðilar að Kyoto-bókuninni 19. mars 2001: AntIgva og Barbúda, AserbaIdsjan, Bahamaeyjar, Barbadoseyjar, BóuvIa, Kýpur, Ekvador, El Salvador, Fídjíeyjar, GeorgIa, Gínea, Gvatemala, Hondúras, JamaIka, Kíribatí, Kýpur, Lesótó, MaldIveyjar, MexIkó, Miðbaugs-GInea, MIkrónesía, MongólIa, Niue, Níkaragva, Palau, Panama, Paragvæ, RúmenIa, Samóaeyjar, TrInidad og Tóbagó, Túrkmenistan, Túvalú, Úsbekistan, Úrúgvæ. Er þá umrœðan hér óþarflega mik- il og jafnvel of ákveðin? „Já, ég held það. Forystumenn ann- arra þjóða hafa skilning á sérstöðu okkar. Staða okkar í umhverfismálum er góð og umhverfið til dæmis skaðast ekki eins af þeirri álframleiðslu sem fer fram hér á landi eins og víða ann- ars staðar." ■ Bruni í húsnæði íslenskra matvæla: Fyrirtækið heldur starfseminni áfram eldsvoði Eldur kom upp í húsnæði ís- lenskra matvæla við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á fimmta tímanum sl. föstudag. Talið er að kviknað hafi í reykofni en rannsókn er í höndum lög- reglunnar í Hafnarfirði. Ljóst er að tjónið er umtalsvert og liggur starf- semin niðri. Snorri Finnlaugsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Fréttablaðið, tjónið vera yfir 100 milljónum króna og að hann myndi setjast niður í dag með tryggingafélögunum til að meta stöð- una nánar. Aðspurður um framtíð fyrirtækis- ins sagði Snorri það ákveðið að fyrir- tækið myndi halda áfram. „Það er for- gansverkefni núna að finna nýtt hús- næði undir vinnsluna en það þarf að mæta ákveðnum kröfum og er ekki auðfundið". Hann sagði fyrirtækið nú þegar hafa eytt umtalsverðum fjár- munum í markaðssetningu á laxi í Bandaríkjunum. „Við höfum verið að flytja geysilega mikið út til Bandaríkj- anna upp á síðkastið, sem betur fer, og eigum þar af leiðandi góðan lager en það breytir því ekki að vinnsla verður að hefjast eins fljótt og auðið er til þess að við dettum út af markaðinum." ■ ELDUR KOM UPP í HÚSNÆÐI ÍSLENSKRA MATVÆLA Starfsemin liggur niðri. Starfsmenn þurfa ekki að mæta til vinnu í dag. FRÉTTASKÝRING Ottast að samstarf sparisjóða muni rofna Breytingar á rekstrarformi sparisjóða eru ekki bundnar við byggðalög. SPRON og Sparisjóður Keflavíkur tryggja áhrif sín í Kaupþingi og Sparisjóðabankanum. Sparisjóður Hafnafjarðar og vélstjóra hyggjast ekki breyta rekstrarformi sínu. Atök í stjórn Sparisjóðabankans vegna mismunandi áherslna. sparisjóðir Frumvarp liggur fyrir Al- þingi sem heimilar sparisjóðum að breyta rekstri sínum í hlutafélag. Forsvarsmenn stærstu sparisjóðanna hafa lýst yfir að líklega komi til breytinga á rekstraformi í kjölfarið. Óvissa er um samstarf sparisjóðanna í gegnum félög og stofnanir sem þeir eru aðilar að. Minni sparisjóðirnir byggja starf sitt að miklu leyti á þessu samstarfi og segja það kjöl- festuna í starfi sparisjóða úti á landi. Breytingar á eignarhlut og stjórnum sparisjóð- anna undanfarna mánuði gefa vís- bendingu um ágreining manna hvert skal stefna í samstarfi sjóðanna í framtíðinni. Mis- munandi áherslur stjórnarmanna skipta þeim í tvo flokka. Ánnars veg- ar eru það aðilar sem styðja breyt- ingu á rekstrarfyr- irkomulaginu og hins vegar þeir sem óttast hana. Átökin hafa kristallast í tveimur dótturfélögum sparisjóðanna, Kaup- þingi og Sparisjóðabankanum. Kaup- þing er komið á markað en markmið- ið hefur alltaf verið að sparisjóðirnir hafi tögl og hagldir í rekstri félags- ins. Með skyndilegri sölu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og vélstjóra finnst mörgum að samstaða um þetta hafi rofnað. GUÐMUNDUR HAUKSSON Hefur tryggt stöðu „Kaupþings-arms- ins" (Sparisjóða- bankanum. Lykil- maður í samstarfi sparisjóðanria í framtíðinni vegna eignarhluta SPRON í dótturfé- lögum sparisjóð- anna. „Það tókst að opna Kaupþing bet- ur að margra áliti en upphaflega var lagt af stað með,“ segir Eiríkur Finnsson, sparisjóðsstjóri á Önund- arfirðir, sem nú hefur sameinast í Sparisjóð Vestfjarða. Stjórnendur margra sparisjóða eru ekki ánægðir með þetta skref sem þarna var tekið. Þó þeir túlki þetta ekki sem fyrsta skrefið í uppstokkun á samstarfi sparisjóða þá hafa menn leitt hugann að framhaldinu. Sparisjóðabankinn kemur fram fyrir hönd sparisjóðanna í samskipt- um við Seðlabanka íslands og er- lenda banka. Á síðasta aðalfundi Sparisjóðabankans 1. mars s.l. var kosin ný stjórn. Sparisjóðsstjóri vél- stjóra, Hallgrímur Jónsson, hefur verið formaður bankaráðs en á aðal- fundinum var hann ekki endurkjör- inn og við tók Geirmundur Kristins- son, sparisjóðsstjóri í Keflavík. Þessi uppstokkun á stjórn Spari- ÁTÖK f SPARISJÓÐUM „Nú erum við að heyja orrustur, við skulum sjá hvernig stríðið fer", segir Eiríkur Finnsson, sparisjóðsstjóri á Önundarfirði. sjóðabankans sýnir að þeir sparisjóð- ir, sem eru hallir undir breytingar á rekstrarformi sparisjóðanna, vilja styrkja stöðu sína í stærstu dótturfé- lögunum; Kaupþingi og Sparisjóða- bankanum. í þeim hópi er SPRON Einstaklingurinn þungamiðjan 60 nemendur í Waldorfskólum menntamál Waldorf-skólar á Stór- Reykjavíkursvæðinu voru með opið hús og kynningu á starfsemi sinni síðastliðinn laugardag. Waldorf-skólar byggja á hug- myndafræði Rudolfs Steiners um mannspeki. Tveir skólar, annar í Hraunbergi, hinn í Lækjarbotnum, bjóða upp á nám byggt á þessari hug- myndafræði og stunda u.þ.b. 60 nem- endur nám við skólana. Að sögn aðstandenda skólanna er námið að því leyti frábrugðið því sem gerist í almenna skólakerfinu að þungamiðjan er einstaklingurinn, hæfileikar hans og þroski, en börn sem stunda nám í Waldorfskólum standa fullkomlega jafnfætis jafn- öldrum sínum úr almenna skólakerf- inu hvað varðar almenna námsefnið. Munurinn felst í aðferðunum, en í Waldorf-kennslufræðinni er leitast við að vekja jákvæðan áhuga nem- enda fyrir námsefninu með listrænni framsetningu. í dag eru u.þ.b. 800 Waldorfskólar í heiminum. ■ ÁHERSLA Á LISTSKÖPUN. „Nálgastu barnið með lotningu, leiðbeindu þvi ástúðlega og leiddu það áfram I frelsi," er megininntak hugmyndfræði Rudolfs Steiners.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.