Fréttablaðið - 30.04.2001, Síða 14

Fréttablaðið - 30.04.2001, Síða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 30. apríl 2001 MÁNUDAGUR HVERNIG FER? 3. leikur KA og Hauka? ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN, VIÐ- SKIPTAFRÆÐINGUR: „Ég held að heimavöllur- inn ráði úrslitum í kvöld. KA-ingar eru erfiðir heim að sækja, þeir eru sterkir. Leikurinn verður samt jafn. Viðureignin fer í fimmta leik, oddaleik. BJARk! SIGURÐSSON, AFTURELDINGU: „Það er á hreinu að heimavöllurinn ræður töluverðu. Þannig held ég að KA vinni með tveimur eða þremur mörkun. Guðjón Valur á eftir að spila betur en hann hefur verið að gera. Ég efa að viðureignin fari í fimm leiki." 1 IVIOLAR ~1 Undanúrslit deildarbikars karla í efri deild fara fram á morgun, þriðjudag. Báðir leikirnir fara fram á gervigrasvellinum í Laugardal. Kl.14 mætast FH og ÍA og kl.17 mæt- ast Grindavík og KR. Kim Magnús Nielsen varð á laug- ardaginn íslandsineistari karla í veggtennis.Kim mætti Magnúsi Helgasyni í úr- slitum. Þetta er 9. árið í röð sem Kim vinnur titil- inn. Ragnheiður Víkingsdóttir varð íslandsmeistari í kvennaflokki. Hún mætti Hrafnhildi Hreinsdóttur í úrslitum. Roy Keane fyrirliði enska knatt- spyrnuliðsins Manchester United er í meðferð vegna depurðar og geðsveiflna á Priory-lækninga- stöðinni í Altringham í Cheshire. Roy finnst sú athygli sem hann fær yfirþyrmandi og upp- hæðirnar sem hann þénar hjá liði sínu veldur honum hugarangri. Þá er ofdrykkja áfengis farin að valda hon- um vandræðum. Mbl.is greindi frá. eir Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson hrepptu á laugardag Evróputitil í handknattleik þegar lið þeirra, þýska liðið Sportclub Mag- deburg, vann króatíska liðið Met- kovic Jambo í síðari úrslitaleik lið- anna í EHF-bikarnum. Mbl.is greindi frá. etaðsókn var á 14 fyrstu leikina í NBA-úrslitakeppninni, eða 20.966 áhorfendur. Þetta er 13% meiri aðsókn á keppnina í ár en í fyrra. Sömuleiðis náðist 250.000 áhorfenda markið á met tíma. Fyrra met í aðsókn á leikina er frá 1988 eða 19.083 áhorfendur. .rír leikmenn Lokeren fengu að sjá rauða spjaldið þegar liðið tap- aði í gærkvöldi fyrir Ghent 3:2 í belgísku deild- inni í knatt- spyrnu. Rúnar Kristinsson, Arn- ar Viðarsson og Arnar Grétars- son léku allan leikinn fyrir Lokeren en Auðunn Helgason kom inn á hálf- tíma fyrir leikslok. Mbl.is greindi frá. Að brjóta reglur án þess beinlínis að svindla er listgrein sem lengi hefur verið stunduð og er vel við lýði í þróttum, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Dæmi um þetta varð í undanúrslitum heimsmeistarakeppn- innar í fótbolta nýlega þegar Billy Singh, þjálfari Fiji-liðsins, ásakaði Ástralíumenn um að hafa komið fyr- ir einhverju illa lyktandi í búnings- klefa liðsins, í þeim tilgangi að koma liðinu úr jafnvægi fyrir leikinn. „Það voru trúlega Ástralíumenn sem gerðu okkur þennan grikk,“ sagði Singh, „engum okkar manna hefði dottið annaó eins í hug.“ 14 STAÐAN ER 1-1 Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður íslandsmeistari. Alexander er r Islandsmeistari Snjókrossmótið á Ólafsfirði vel heppnað. Búist er við enn fleiri keppendum að ári. sniókross Það var mikið að gerast í miðbæ Ólafsfjarðar á laugardaginn. Þar var haldið alþjóðlegt snjókross- mót og mættu nokkrir af færustu ökumönnum heims frá Bandaríkjun- um, Kanada, Rússlandi og Norður- löndunum. Mótið var einnig síðasta umferðin í keppninni um íslands- meistaratitilinn í snjókrossi. Norður-Ameríkubúarnir, sem voru að keppa í fyrsta skipti hér á landi, stóðu uppi sem sigurvegarar dagsins enda keppa þeir á sleðum sem eiga sér fáa líka. Kanadabúinn Noel Kohanski var í fyrsta sæti, Bandaríkjamennirnir Justin Tate og Chad Marsolek í öðru og þriðja sæti og Norðmaðurinn Björn Terje Heggeli í 4. sæti. Sigurvegarinn síð- an í fyrra, Geir Jöran Sara, var í fimmta sæti. Maður dagsins var þó hinn 19 ára gamli Norðmaður, Björn Heggeli. Auk þess að lenda í fjórða sæti í aðal- flokknum vann hann einnig Pro Stock-flokkinn auðveldlega þar sem hann hringaði alla nema einn. Þetta þýðir að Björn keyrði alls um 70 hringi í brautinni þann daginn og að sögn viðstaddra blés hann varla úr nös: Öll umgjörð mótsins var hin glæsilegasta og voru erlendu gest- irnir mjög ánægðir. WSA, fyrirtækið sem stendur mestmegnis að baki mótaröðinni í Bandaríkjunum, var með sitt fólk að vinna í brautinni í gær. í Bandaríkjunum er snjókrossið í sérflokki en þar er stærsta móta- röðin í heiminum. Mótið á Ólafsfirði vakti mikla lukku hjá erlendu kepp- endunum og eru allir búnir að boða komu sína á næsta ári. Því má búast við því að enn fleiri af færustu öku- mönnum heimsins munu leggja leið sína hingað til lands á næsta ári, að ógleymdum áhorfendunum sem stunda það að fylgja þeim eftir. Mótið í gær var einnig síðasta um- ferðin í keppninni um Islandsmeist- aratitilinn. Fyrir mótið voru Ólafs- firðingurinn Helgi Reynir Árnason, sem vann í fyrra, og Akureyringur- inn Alexander Kárason, sem vann í hittifyrra, hnífjafnir að stigum. Eftir riðiakeppnina voru þeir enn hnífjafn- ir og því var ljóst að í síðustu um- ferðinni myndu þeir keppa um titil- inn. Þar var Helgi Reynir óheppinn. Sleðinn hans bilaði þannig að Alex- ander Kárason keyrði örugglega í mark á Lynx-sleðanum sínum og er íslandsmeistari í snjókrossi þetta árið. í næsta flokki fyrir neðan, Pro Stock-flokknum, var það Halldór Óskarsson sem hreppti titilinn. ■ Úrslitakeppnin í handbolta heldur áfram í kvöld: Staðan er hnífjöfn handbolti Á Akureyri í kvöld er komið að þriðja leiknum milli KA og Hauka í úrslitakeppninni um ís- landsmeistaratitilinn í handbolta. Liðin hittust fyrst á Akureyri á fimmtudagskvöld. KA vann leikinn með 25 mörkum á móti 20, heima- mönnum til ómældrar gleði. Hall- dór Sigfússon var markahæstur hjá KA með sex mörk og Rúnar Sig- tryggson var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Það var ekki einfalt fyrir Hauka að koma boltanum í mark KA þar sem Hörð- ur Flóki Ólafsson átti góðan dag í markinu. Hann varði 17 skot, þar af tvö vítaköst. En Haukar voru ekki af baki dottnir. Þeir mættu baráttuglaðir til leiks að Ásvöllum á laugardag- inn kl.16 og byrjuðu leikinn vel. í hálfleik voru Haukar sjö mörkum yfir. Þá tók KA leikinn í sínar hend- ur og rétt náði að komast yfir. Haukar náðu þó að merja sigur, 25- 22. Jón Karl Björnsson var marka- hæstur í liði ITauka, skoraði sex mörk, en Halldór Sigfússon var markahæstur í liði KA með tíu mörk. í kvöld mætast liðin aftur norð- ur á Akureyri. Það er ljóst að leik- urinn í kvöld er mikilvægur og verður hann þvi æsispennandi. ■ DAVÍÐ í STRAUMNUM Það er gaman að fylgjast með flúðafiminni þegar maður er öruggur uppi á bakkanum. Flúðafími Kajakklúbbs íslands: Vatnið úr virkjuninni flúðafimi í kvöld kl.17.30 fer fram Ródeomót Kajakklúbbs íslands í El- liðaánum fyrir neðan Elliðaárvirkj- un. í Ródeó, sem útleggst flúðafimi á íslensku, róa menn kajökunum upp í strauminn og nota hann til að gera listir fyrir neðan flúöir. Þelta er í annað skipti sem slíkt mót er haldið. „Það er verst að það eru engar leysingar þannig að lítið vatn er í ánni,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, hjá Kajakklúbbnum. „En við fengum starfsmenn Elliðaðárvirkjunar til að hieypa vatni niður þegar mótið er þannig að það verður góður straum- ur.“ í fyrra var haldið fyrsta flúða- fimimótið. Þá tóku 10 manns þátt og búast má við svipaóri þáttöku í ár. Jón Ragnar Magnússon, sem vann í fyrra, er sigurstranglegur en ijóst er að honum verður veitt hörð sam- keppni um bikarinn. Nanoq gefur sig- urvegurunum einnig verðlaun. Það er gaman að fylgjast með mótinu enda voru bakkarnir í kringum flúðirnar þétt setnir í fyrra. „íþróttin er á mikilli uppleið. Fé- lögum í Kajakklúbbnum hefur fjölg- að um 20% á einu ári,“ segir Þor- steinn. „Að vísu stunda flestir sjó- bátaróður. Það er minna af okkur brjálæðingunum sem stökkvum nið- ur fossa og leikum okkur í flúðum." Um næstu helgi fer einmitt fram hin árlega keppni um Bessastaðabikar- inn. Þá er róið umhverfis Álftanes, annarsyegar 5,5 km leið og hinsvegar 11 km leið og þeir fyrstu í markið við Bessastaðakirkju vinna. í síðustu keppni tók'u 40 manns þátt en búist er við fleirum í ár.” En í kvöld er kjörið að kíkja upp í Elliðaárdal. Keppnin hefst kl.17.30 en keppendurnir verða að æfa sig í flúð- unum bæði fyrir og eftir hana. ■ Finninn fljúgandi brotlenti á lokahring Schumacher marði sigur í Katalóníu í gær. Bíll Mika Hakkinen bilaði þegar 3 km voru í mark. MJÓTT Á MUNUM .Miká Hakkinen smeygði sér á undan formúla i Gæfan var ekki hliðholl Mika Hakkinen í fimmtu keppni For- múlu 1 tímabilsins í Katalóníu á Spáni í gær. Hakkinen, sem náði for- ystunni eftir sitt annað viðgerðahlé, þurfti að hætta keppni þegar einung- is 3 kílómetrar voru eftir af kappakstrinum þegar kúplingin bil- aði hjá honum. Michael Schumacher byrjaði í ráspólnum og var Hakkinen við hlið hans í fremstu rásröð. Schumacher tók forystuna aftur á síðasta hring en Hakkinen hafði náð GAMAN AÐ VINNA Montoya, Schumacher og Willeneuve á pallinum í gær. öruggu forskoti á hann, 42.5 sekúnd- ur. Ef Hakkinen.hefði tekist að vinna kappaksturinn í gær hefði hann verið fyrsti maðurinn sem vinnur Katalón- íubrautina fjórum sinnum í röð. En allt kom fyrir ekki og enn á ný var Schumacher eftir 50 hringi. þýski þjóðsöngurinn spilaður fyrir sigurvegarann. Schumacher keyrði 307.32 kílómetra á einni klukkustund, 31mínútu og 3.3 sekúndum sem gerir 202.5 km/kist meðalhraða. í öðru sæti var Kólumbíumaður- inn Juan Pabio Montoya, sem ekur fyrir Williams-BMW. Hann var 40.74 sekúndum á eftir Schumacher. Montoya hefur vakið mikla athygli. Þetta er fyrsta keppnistímabil hans í Formúlunni þannig að það verður að teljast góður árangur að komast á verðlaunapall eftir aðeins fimm kap- pakstra. í þriðja sæti var Jacques Villeneu- ve, sem ekur fyrir BAR. Hann var 49.63 sekúndum á eftir Schumacher í mark. Jordan ökumaðurinn Jarno Trulli var í fjórða sæti, David Coult- hard í fimmta og Nick Heidfeld í því sjötta. Schumacer leiðir keppni öku- manna með 36 stig. Coulthard er í öðru sæti með 28 stig. Þar á eftir koma Rubens Barrichello með 14 stig og Ralf Schumacher með 12 stig. Ferrari leiðir keppni bílaframleið- enda með 50 stig, McLaren er í öðru sæti með 32 stig, Williams í þriðja með 18 og Jordan í fjórða með 13. Næsti kappakstur er í Austurríki eft- ir tvær vikur, 13. maí. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.