Fréttablaðið - 18.06.2001, Page 6

Fréttablaðið - 18.06.2001, Page 6
SPURNING DAGSINS Hvaða eiginleika þarf góð fjallkona að hafa? Fjallkonan er imynd landsins kannski frek- ar en þjóðarinnar. Maður verður að hafa ákveðna reisn og að sjálfsögðu að geta far- ið vel með fallegt Ijóð. Þórunn Lárusdóttir, leikkona, var í hlutverki fjallkonunnar á Austurvelli í gær á þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní og flutti þar frumort Ijóð eftir Mattías Johannessen LÍTIÐ EFTIR Áður en sprengjan sprakk höfðu yfir 300 manns troðið sér I lítið flokkshúsnæðið i bænum Narayanganj, um 16 km frá höf- uðborg landsins Dhaka. Bangladesh: Rannsókn á dauða 22 flokksmanna NARAYANOAN). BANCLADESH. AP. StjÓm- völd í Bangladesh hafa sett á stað op- inbera rannsókn vegna sprengju sem sprakk á flokksfundi stjórnarflokks í Bangladesh á laugardagskvöld þar sem 22 létust og um 100 slösuðust. Árásin er sögð vera sú versta í sögu Bangladesh. Yfir 300 manns voru samankomnir á fundinum þegar sprengjan sprakk. Sprengingin hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórn- völdum og hefur Sheikh Hasina, for- sætisráðherra landsins, skellt skuld- inni á „samsærismenn sem vilja stuðla að pólistískum óstöðugleika og eyðileggja lýðræðið." „Ég vil að þjóðin standi saman gegn pólitískum hryðjuverkum sem þessum til stuðnings lýðræðinu," sagði Hasina eftir atburðinn. Fjórtán manns létust samstundis við spreng- inguna, en 8 létust síðar af sárum sín- um. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna verknað- arins, en lögreglan hefur handtekið tvo menn og eina konu í tengslum við málið. Annar mannanna er blaðamað- ur og meðlimur í smáum hægri-frels- isflokki sem ekki er í ríkisstjórn. Hinn er meðlimur í þjóðernisflokk Bangladesh. Konan er sögð vera starfsmaður í verksmiðju. Islömskum bókstafstrúarmönn- um hefur verið kennt um fyrri árásir sem gerðar hafa verið í landinu, sem oftast eiga sér stað skömmu fyrir kosningar, en næstu kosningar í Bangladesh munu fara fram í októ- ber. ■ FRETTABLAÐIÐ 18. júní 2001 MÁNUPACUR Umframveiði fyrir aflareglu ástæðan Undirrót smæðar þorskstofnsins að ekki var farið að ráðum fiskifræðinga fyrir árið 1995, segir Jdhann Sigurjóns- son. „Vinnubrögðum vísindamanna verulega áfátt,“ sagði Davíð Oddson í gær. þorskur. „Það sem hann á líklega við er að afli umfram ráðgjöf hefur ver- ið ásættanlegur síðan 1995 þegar aflareglan var sett inn í kvótakerfið," sagði Jóhann Sigurjónsson, hafrann- sóknarstjóri, um ummæli Davíðs Oddssonar í þjóðhátíðarræðunni í gær að samviskusamlega hafi verið farið að ráðum fiskifræðinga varð- andi þorskveiði undanfarin ár. Nokk- urrar spennu virðist gæta á milli rík- isstjórnarinnar og Hafró varðandi það hver beri í raun ábyrgð á stærð þorskstofnsins. Davíð lét að því ligg- ja í Fréttablaðinu þann 7. júní sl. að ábyrgðin lægi hjá Hafró, stofnunin hafi „trúað of mikið á eigin kenning- JÓHANN SIGUR- JÓNSSON 300.000 tonna þorskveiði umfram ráðgjöf fram að aflareglunni 1995 er undirrót þess að stofninn er alltof lítill í dag,. ar og mátt vísind- anna“ og þess vegna væri þorsk- stofninn alltof lít- ill. Jóhann segir hinsvegar að því megi ekki gleyma að ástand stofns- ins í dag skýrist að hluta til af því að illa hafi verið far- ið að ráðum fiski- fræðinga fyrir árið 1995. Þorskafli umfram ráðgjöf frá árinu 1990 og fram að aflareglu 1995 var um 300.000 tonn, eða líkt og í góðu meðalári. „Aflareglunni sem á að gefa skynsamlega nýt- ingu stofnsins hef- ur verið beitt síð- an 1995 en allt annað var upp ten- ingnum áður en þessi nýtingar- stefna kom til. Bæði var það að aflaheimildir voru gjarnan settar hærra en okkar tillög- DAVÍÐ ODDSSON Kennir útreikning- um fiskifræðinga um ástand þorsk- stofnins. Farið hafi verið eftir ráðgjöf þeirra en samt sé stofninn alltof Iftill. ur og þar að auki hélt kerfið ekki utan um útgefnar aflaheimildir, það voru einfaldlega smugur í kerfinu. Umframaflinn fyrir aflaregluna er undirrót þess að stofninn er í lægð í dag,“ segir Jóhann. Aflareglan geri ráð fyrir áreiðanlegu stofnstærðar- mati. „Ef stofninn væri stór og bragglegur þá myndi hann þola frá- vikið í stofnstærðarmati sem kom á daginn nú. Undirrót vandans er að stofninn er of lítill." Með öðrum orð- um: Jóhann telur ábyrgðina á ástandi þorskstofnsins í dag liggja ekki síður hjá stjórnvöldum en hjá Hafró og fiskifræðingum. matti@frettabladid.is Mun stærra safn en í fyrstu var talið Listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur tekið til vörslu og skráningar er mun stærra en áður var haldið. Unnið er að skráningu en talið að málverk og teikningar geti verið allt að þúsund talsins. mynplist „Þetta er mun stærra safn en við höfðum gert okkur grein fyrir og þegar allt hefur verið talið saman og skrásett gæti ég trúað að þetta nálgist að vera þúsund málverk og teikningar sem þau hafa safnað“, seg- ir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðu- maður Listasafns Kópavogs, sem er nú að taka við Listaverkasafni Þor- valdar Guðmundssonar og Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur til vörslu og skráningar. Guðbjörg segir ekki hægt að segja nokkuð til um það að svo stöddu hver- su verðmætt safnið er. „Það liggur mikið verk fyrir höndum að meta verðgildi hvers verks fyrir sig og safnið í heild." Hluta safnsins var þeg- ar búið að meta og var það gert sam- hliða því að Gerðarsafn hélt sýningu á verkum úr safninu. Nú verður hins vegar ráðist í að meta safnið í heild sinni og ljóst að það mun taka nokkurn tíma. „Þetta er feiknalega verðmætt safn. Verðmætin eru ekki aðeins fólg- in í verkanna sem í því eru heldur ber það vitni um lífsstarf hjónanna og er hluti af menningararfleið okkar allra. Það mætti örugglega meta þetta ein- göngu til peninga en þetta er miklu meira en það og í raun er þjóðarsaga fólgin í þessum listaverkum." í safninu eru verk eftir alla helstu meistara íslenskrar málaralistar en samkvæmt vörslusamningi sem var gerður milli Gerðarsafns og aðstand- NÝTT BAKLAND Samningurinn um að Gerðasafn taki Listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur til vörslu gjörbreytir möguleikum safnsins til sýningarhalds að sögn forstöðumanns Gerðarsafns. enda Listaverkasafns Þorvaldar og Ingibjargar tekur safnið við öllum verkum sem þau söfnuðu á lífsleið sinni utan þeirra sem prýða Hótel Holt. Upphaflega var talið að verkin væru nokkuð hundruð talsins en eftir því sem betri yfirsýn hefur fengist yfir safnið er ljóst að verkin verða ekki færri en 700 talsins og gætu nálg- ast það að vera hátt í þúsund. Starfs- fólk safnsins vinnur nú við að mynda verkin í safninu, safna upplýsingum um þau og verðmeta svo hægt sé að tryggja þau og koma upp heildstæðri skrá um safnið. binni@frettabladid.is Segir tillögur ráðherranefndar óraunhæfar Framkvæmdastjóri LÍU segir að ýmsar tillögur nefndar um starfsumhverfi sjó- og landvinnslu virðist kostnaðarlega óraunhæfar. Formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerðar lýsir ánægju með tillögurnar og segir komið til móts við óskir samtakanna. sjávarútvegur „Þarna eru ýmsar til- lögur sem virðast tæknilega og kostnaðarlega óraunhæfar", segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, um tillögur nefndar á vegum sjávarútvegsráð- Umhverfisráðuneytið Námskeið Seinasti skráningardagur á námskeiö umhverfisráðuneytis - Löggilding iðnmeistara - skv. reglugerð nr. 168/2000 er 1. júlí nk. Athugið að námskeiðið verður ekki endurtekið. Námskeið þetta er ætlað þeim, sem fengu útgefið eða áttu rétt á að fá útgefið meistarabréf fyrir 1. janúar 1989 og hafa ekki lokið meistaraskóla. Löggilding veitir rétt á að bera ábyrgð á verkframkvæmdum fyrir byggingarnefnd. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Menntafélags byggingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Þeim skal skilað útfylltum þangað, ásamt fylgiskjölum, ekki síðar en 1. júlí nk. Ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir 1. júli 2001. Nánari upplýsingar í síma 552 1040. herra um starfsumhverfi sjó- og landvinnslu. „Það er kannski fræði- lega hægt að leysa þessi mál, eins og varðar innvigtun á togurum, en það er ekki búið að sýna fram á að það sé búið að finna lausn sem dugar og er kostnaðarlega viðráðanleg fyrir út- gerðirnar." Friðrik segist ekki átta sig alveg á því hverju nefndin hyggist ná fram þegar hún leggur til að allur afli sem til stendur að flytja úr landi verði boðinn til sölu hér innanlands áður en hann er fluttur úr landi. Friðrik segir að það skýra stefnu LÍÚ að innlendir fiskverkendur geti boðið í afla en hingað til hafi reynslan sýnt að þeir hafi ekki verið samkeppnishæfir þegar kæmi að því verði sem boðið er í aflann. Því sé ekki að sjá hverju ákvæði þessa efnis myndi breyta fyr- ir útgerðir og landvinnslu. STARFSUMHVERFI LAND- OG SJÓVINNSLU Óskar Þór segir tíllögur ráðherraskipaðrar nefndar um að allan afla skuli bjóða til kaups hér áður en hann er fluttur út verða til þess að bæta samkeppnisstöðu land- vinnslunnar. „Við teljum þetta vera góðar til- lögur", segir Oskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án út- gerðar. „Við höfum lagt áherslu á að íslenskum fiskverkendum gæfist kostur á að b joöa í þann fisk sem veiddur er í landhelginni og nefndin leggur það til. Við höfum einnig lagt áherslu á að íiskvinnsla til sjós og lands byggi við alveg sambærileg skilyrði varðandi innvigtun á hrá- efni. Mönnum hefur þótt andað ofan í hálsmálið á fiskverkendum í landi meðan meira frjálsræði ríkir úti á sjó. Því höfum við ekki nema gott eitt urn tillögurnar að segja að svo stöd- du.“ Óskar Þór segir ljóst að sumar tillagnanna hafi nokkurn kostnað í för með sér, t.d. hvað varðar vigtun afla inn á vinnslulínur frysti- og full- vinnsluskipa, en að menn verði að velta því fyrir sér hvort þetta séu ekki eðlilegar kröfur og kostnaður- inn því réttlætanlegur þó nokkur sé. binni@frettabladid.is Nefnd um sjó- og landvinnslu: Klofin í afstöðu sinni til úrbóta sjávarútvegur Þriggja manna nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að bera saman starfsumhverfi sjó- og landvinnslu klofnaði í afstöðu sinni til nokkurra tillagna um hvernig skyldi bæta samkeppnisaðstöðu land- vinnslunnar gagnvart sjóvinnslu. Meirihluti nefndarinnar leggur til að skylt verði að vigta afla inn á vinnslulínur frystitogara og enn- fremur að skylt verði að bjóða allan þann fisk sem til stendur að flytja úr landi til sölu innanlands áður en hann er fluttur út. Með þessu telur meiri- hlutinn að jafna megi samkeppnisað- stöðu sjó- og landvinnslu. Þessu er Guðrún Lárusdóttir, þriðji aðilinn í nefndinni, andvíg. Hún telur að vigt- un afla inn á vinnslulínur frystitog- ara verði íþyngjandi fyrir sjóvinnsl- una og feli í sér nokkurra milljóna króna kostnað á hvert skip. Þá segir hún að það væru hömlur á eðlilegum ákvörðunarrétti útgerðaraðila ef þeim yrði gert skylt að bjóða allan fisk á markaði hérlendis áður en hann er fluttur út. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.