Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2001, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.06.2001, Qupperneq 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 18. júní 2001 MÁNUPAGUR Mótmælin í Gautaborg: Grípa þarf til aðgerða gegn óeirðaseggjum BERUN.AP. Innanríkisráðherrar Þýska- lands og Frakklands, Otto Schily og Daniel Vaillant, vilja efna til fundar ásamt öðrum innanríkisráðherrum Evrópusambandsins til að ræða hvernig hægt sé að koma í v.eg fyrir að óeirðirnar sem urðu um helgina á fundi ESB í Svíþjóð endurtaki sig. Vilja þeir funda til að hægt sé að koma á „samræmdu og grimmu svari við nýrri tegund öfgamanna,“ segir í yfirlýsingu þýska innanríkisráðu- neytisins. Telja þeir að grípa þurfi í taumana áður en fundur sjö helstu iðnríkja heims auk Rússlands verður haldinn í Genua á Ítalíu í lok næsta mánaðar. Bæði fyrir og eftir fundinn í Gautaborg um síðustu helgi þurfti sænska lögreglan að kalla út alls 4000 lögreglumenn, þar á meðal sérstaka óeirðalögreglu og sérsveitir, til að hafa stjórn á óeirðaseggjum, en átti samt í miklum vandræðum. Mótmæl- endurnir, um 1000 talsins, voru að mótmæla auknum kapitalisma í heiminum. Yfir 70 manns slösuðust í átökunum, þ.á.m. þrír sem fengu skotsár. Um 100 mótmælendur létu einnig til sín taka við sænsku sendi- ráðin í Ztirich og í Bern í gær. „Glæpamannagengi eru á skipu- lagðan hátt að reyna að trufla póli- tíska fundi með því að notfæra sér fjölmiðla og þann fjölda friðsamra mótmælenda sem vanalega mæta á þessar samkomur," sagði Otto Schily. Vill hann að öryggissveitir í hverju landi fyrir sig skiptist á upplýsingum um þekkta óeirðarseggi og leiðum til þess að koma í veg fyrir að þeir geti ferðast til annarra landa þegar stórir fundir verði haldnir, en þetta er kunn aðferð sem notuð hefur verið með góðum árangri í mörgum Evrópu- löndum til að koma í veg fyrir að fót- boltabullur komist til annarra landa fyrir stóra leiki. ■ HVlTKLÆDDIR MÓTMÆLENDUR Mótmælendur lyfta upp höndum til merkis um að mótmæli þeirra séu friðsamleg. «1 Ert þú óhress í vinnumii ? Ástæðan gæti verið þungt loft Hreint Grace lofthreinsibúnaðurinn síar frá megnið af smitberum sem sveima í loftinu. Þetta kemur í veg fyrir vanlíðan fólks og stuðlar að betri heilsu. Grace er til í mörgum litum. Nðerlausnin! Grace lofthreinsibúnaðurinn lagfærir andrúmsloftið á skrifstofunni Sama hversu hreint og ferskt andrúmsloftið virðist vera á vinnustaðnum, er loftið mettað þyrlandi ögnum eins og óhreinindum, ryki úr vefnaði, pappírsryki, mengun, smitberum og sýklum. Tölvur, prentarar, og annar skrifstofubúnaður eiga stóran þátt í því. Óloft geturvaldið ógleði, ertingu í augum.slappleika, þreytu og höfuðverk Grace lofthreinsibúnaöurinn er hljóðlátari en tölva, afkastamikill og endingargóður. Grace er vandaður og látlaus búnaður hannaöur til að falla vel að umhverfinu. Stœrð: h,b,d.850 x 380 x 290 Hreinsisvið: Allt að 100 fm. með einu tæki nöOTTTrrflfTfifk VÉLAR • TÆ.KI • VERKFÆRI Nethyl 2, sími 510 9100 Bandaríkin: 150 milljónir í skaðabætur vegna óþarfa sársauka ber.keley. KALiFORNÍA. Ap. Bandarískur kviðdómur hefur dæmt fjölskyldu 85 ára gamals lungnasjúklings, um 150 milljónir í skaðabætur eftir að hann sakaði lækninn sinn, skömmu fyrir dauða sinn, um að gefa sér ekki nóg af verkjameðulum. Talið er að úr- skurðurinn gæti orðið vendipunktur hvað varðar meðhöndlun lækna vegna sárskauka sjúklinga. „Lög- sóknum sem þessum gæti fjölgað mikið í framtíðinni, í málum þar sem það eina sem sjúklingar kvarta yfir er of mikill sársauki," sagði Sandra Johnson, lögfræðingur og lagapró- fessor við Saint Luis háskólann. „Við vorum ekki á eftir pening- unum,“ sagði Beverly Bergman, dóttir mannsins sem lést. „Við vild- um fá hlutunum breytt svo að eng- inn þurfi aftur að ganga í gegnum þann sársauka sem faðir minn þurfti að þola.“ ■ —♦-... Gíbraltar: Afrískir flótta- menn flykkjast til Spánar flóttamenn Strandgæsla og lögregla á Spáni tóku höndum 236 afríska flótta- menn sem reyndu að komast yfir Gí- braltar-sund að suðurströnd Spánar á föstudag. Afríkumennirnir komu í fjórum hópum, sá stærsti taldi 133 einstaklinga, þar af 28 konur og tvö börn. Starfsmenn Rauða krossins fundu 25 ára gamlan mann frá Marokkó látinn þegar þeir gengu fjörur nærri Tarifa á suðurströnd Spánar. ■ | innlentH Karlakórinn Fóstbræður sigraði í alþjóðlegri kórakeppni í Prag í Tékklandi á föstudag. Keppnin er afar virt og hlaut kórinn 92 stig af 100 mögulegum og hreppti gullverð- laun. :j--.♦— Nokkuð var um að menn væru teknir ölvaðir við akstur aðfara- nótt 17. júní. Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði fjóra ökumenn undir áhrif- um áfengis á einungis tveimur klukkustundum og er það mun meira en eðlilegt getur talist á svo skömm- um tíma. Þá stöðvuðu lögreglumenn í Kópavogi ölvaðan mann við akstur en sá var að auki réttindalaus. Lögreglumenn á Húsavík spreyttu sig í gær á annarri útfærslu rad- armælingar en þeir eru vanir að fást við. Þeir hjálpuðu til við 17. hátíðar- höldin og mældu hversu fast börn og aðrir áhugasamir Húsvíkingar gátu sparkað bolta. Skotið frá þeim skot- fastasta mældist á 103 kílómetra hraða og gefur það mörgum atvinnu- manninum lítið eftir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.