Fréttablaðið - 18.06.2001, Side 18

Fréttablaðið - 18.06.2001, Side 18
HVAD BÓK ERTU AÐ LESA Ástráður Eysteinsson prófessor í bókmenntafræðum við Háskóla íslands Ég er að lesa Grettissögu en upphaf- lega leit ég bara í hana til að kanna ákveðið atriði í tengslum við verkefni hjá mér. Svo vissi ég ekki fyrr en ég sat fastur í bókinni, en þetta er gömul eft- irlætislesning hjá mér. Þessi saga er alltaf jafn áleitin. ■ 1 METSÖLUBÆKURNAR [ TOPP 10 Á AMAZON.COM Cfe David McCullough JOHN ADAMS Janet Evanovich SEVEN UP Hampton Sides GHOST SOLDIERS Cf> Christiane Northrup M.D. THE WISPOM OF MENOPAUSE Bob Rosner, et al THE BOSS'S SURVIVAL GUIPE Bruce H. Wilkinson THE PRAYER OF JABEZ n Trisha Posner THIS IS NOT YOUR MOTHER'S MENO.. fjl Spencer Johnson, Kenneth H. Blanchard WHO MOVED MY CHEESE? fíf Brad Schoenfeld, Carole Semple-Marzetta LOOK GREAT NAKED © Jim Karas THE BUSINESS PLAN FOR THE BODY Erlendar bækur: arbækur vinsælar bækur Sálfshjálparbækur eru alltaf vinsælar hvort sem þær snúast um breytingarskeið kvenna eins og bækurnar sem verma 4. og 7. sætið eða hvort það sé sálin sem vanti að- stoð en litla bænabókin sem vermir 6. sætið gæti hjálpað til með það eða ef menn vilja ná sér í form á einung- is 15 mínútum á dag, þá er bókin í 9. sæti til leiðbeiningar eða ef vinnan og lífið er orðið þreytt og þú vilt breytingar þá er að skella sér á bók- ina sem er í 8. sætinu. ■ Kr. 1500 afsláttur af varanlegur gljáa í Auto Saver * Klear Seal 100% varaniegur gljái í stað bóns 100% varanleg jónaryðvörn í bíla ársábyrgð á efni og vinnu ------------------1 Glæran ehf | stórhöfða 18 110 RVK [ Sími 698-9253 I mmmmmmmmmmmmmmmmmmsmmmmmmmmm Herbalife Hafðu samband vlð mig ef þig vantar vörur Eyrún Anna Einarsdóttir sjálfstæður Herbalife dreifingar aðili sími 8616837 visa - euro 18 FRÉTTABLAÐIÐ 18. júní 2001 MÁNOPAGUR Gallerí Geysir: I völundarhúsi sálarinnar ÓSKAR BERGMANN ALBERTSSON „Ég finn brot úr sálu minni á götunni og fólk stígur niður fæti nær sálu minni en áður," segir I einu Ijóða hans. sínum, Ásgarði í Lækjarbotnum. Þar vinna um það bil fimmtán manns við að búa til leikföng úr tré. Óskar hefur jafnframt gefið út litla ljóðabók með sjö ljóðum eftir sjálfan sig. „Þetta hafa verið svona sjö átta ár sem ég hef verið að fikta við að skrifa ljóð,“ segir hann og vill ekkert frekar segja um ljóðin. Þau tala fyrir sig sjálf eins og myndirnar. ■ Kirkjudagar á Skólavörðuhæðinni: Látlausir dagar en glaðir og gagnlegir kirkjustarf Kirkjudagar verða haldnir á Skólavörðuhæð dagana 22. 23. júní nk. og að þeim standa þjóðkirkjan og Reykjavíkurpró- fastsdæmin eystra og vestra. Að sögn Bernharðs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Kirkjudaga, er lögð áhersla á samtal og samveru. „Við bjóðum til sameiginlegrar uppbyggingar og stefnumörkunar, ekki með ályktunum eða með yfir- lýsingum, heldur með upplifun og er yfirskriftin Komdu fagnandi. Þetta verða látlausir dagar en glað- ir og gagnlegir." Bernharð sagði mikið um að vera í kirkjustarfi og að ástæðan fyrir kirkjudögunum væri sú að þjóðkirkjan vildi láta það sjást og heyrast að hún ætti samleið með íslensku þjóðinni. „Við viljum halda áfram að eiga veiga- mikinn hlut í mótun og menningar- uppeldi nýrrar kynslóðar. “ Dagskráin er viðamikil og mun barna- og unglingadagskrá spila þar stóran þátt og meðal nýjunga má geta þess að haldið verður kirkjuþing unga fólksins. Þar koma saman tveir fulltrúar úr hverjum prófastsdæmi og er framkvæmda- stjóri þess Guðni Már Harðarson. „Eg fékk 10 manns úr hverju pró- fastsdæmi á aldrinum 15-22 ára til að koma saman með hugmyndir um hvað þeim þætti mikilvægast að kirkjan myndi ræða um á nýrri öld til að eflast og endurspeglast um- ræðuefnið á kirkjuþinginu það samstarf." Auk þingsins verður sérstök ungiingadagskrá með tón- list, afródans, stomp, umræðum og fleira. Gísli Jónasson, prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sagði daga sem þessa vel þekkta er- lendis frá t.d. í Noregi og Þýska- SKIPULEGGJENDUR KIRKJUDAGANNA Kirkjulistarhátíðarhöldin hafa tekið allt í allt tvö ár. Það var horft aftur í söguna í fyrri hlutanum, vendipunkturinn var á Kristnitökuhátíðinni á Þingvöllum og nú er verið að horfa til framtíðar. landi og sagði þjóðkirkjuna njóta góðs af reynslu þeirra við fram- kvæmdina. „Einhvern tíman var nú notað orðið fjölskylduhátíð kirkj- unnar yfir þessar uppákomur og er hugmyndin að kirkjufólk geti lært hvort af öðru. Það er svo margt að gerast í kirkjunni sem fer ekki mjög hátt og þekki ég það persónu- lega sem sóknarprestur að það kemur fólki á óvart sem kemur inn í söfnuðinn og áttar sig á því hvað mikið starf fer fram í kirkjuhúsinu en flestir halda að þau standi tóm alla daga nema eina klukkustund á sunnudögum." Á kirkjudögum er boðið er upp á um 50 málstofur sem margar eru í samvinnu við ýmsar stofnanir í samfélaginu s.s. Landvernd, Ör- yrkjabandalagið, Siðfræðistofnun o.fl. Einnig koma fram ritstjórar, skáld, leikarar og fjöldi tónlistar- manna sem taka þátt í kvöldsam- vei-um á föstudags- og laugardags- kvöld. Dagskráin fer fram á fjórum stöðum á Skólavörðuhæðinni: Hall- grímskirkju, Iðnskólanum, Vörðu- skóla og í tjaldi fyrir framan kirkj- una. Hægt er að nálgast dagskrána á netinu á slóðinni kirkjan.is og bæklingar liggja einnig frammi í öllum kirkjum og á biskupsstofu. Boðið er upp á bai’nagæslu, lögð hefur verið áhersla á aðgengi fyrir fatlaða og kvöldvökur verða túlkað- ar á táknmáli. Allir dagskrárliðir eru með ókeypis aðgang. ■ mynplist „Þetta datt bara ofan í mig. Ég var búinn að vera veikur og vildi hafa eitthvað að gera svo ég fór að fikta við að teikna, en annars hef ég alltaf verið að teikna eitthvað í fimmtán ár,“ segir Óskar Bergmann Albertsson sem nú sýnir 32 myndir eftir sjálfan sig í Gallerí Geysi í Hinu húsinu. „Ég kalla þetta pennateikningar, þetta eru form og línur. Ég þyrja alltaf á einni línu og vinn mig út frá henni, set eina línu á blað og svo I IWIÁNUPACUR 18.JÚNÍ FUNDIR___________________________ 16.00 Þórhallur Örn Guðlaugsson, M.S. nemi í viðskiptafræðum heldur fyrirlestur er hann nefn- ir: Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði. Fyrirlest- urinn verður haldinn í stofu 201 í Odda. Allir velkomnir. 16.15 Margrét Bragadóttir heldur fyrirlestur um meistaraverkefni sitt í matvælafræði: Stöðug- leiki íslensks loðnumjöls. Fyr- irlesturinn verður í stofu 158 í VR-II, byggingu verkfræði- og raunvísindadeilda Háskóla ís- lands. Hann er öllum opinn. TÓNLIST__________________________ Á Gauki á Stöng í kvöld leika þrjár ungar hljómsveitir. Fyrst ber að telja hljómsveitina Úlpu sem leikur lög af væntanlegri breiðskífu sinni. Með henni leika hljómsveitirnar Manhatt- an og Kuai. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð 500 kr. SÝNINGAR_________________________ íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opn- uð hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni sem stendur til 1. sept- ember eru margar af frægustu þjóð- sagnamyndum listamannsins. Þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Önnur af sumarsýningum Listasafns Reykjavikur - Kjarvalsstaða ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningar- stjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla Islands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. Hin sýningin sem verður sett upp í miðrými Kjarvalsstaða og ber hún yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Gretar Reynisson verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1997 og sér ekki fyrir endann á enn. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress. Sýningin stendur til 19. ágúst. í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 stendur yfir sýning á útsaumsverkum Kristínar Schmidhauser. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og lýkur 24. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opnað sýninguna Henri Cartier- Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmyndara sem nú er á tí- ræðisaldri og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið afgerandi augnablik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. kemur þetta bara smátt og smátt. Það er hægt að sjá heilmikið út úr hverri mynd. Ég hef selt nokkrar myndir og þeir sem hafa keypt hafa séð ýmislegt furðulegt út úr mynd- unum.“ Þetta er fyrsta sýning Óskars. „Ég vonast samt til að þetta verði ekki eina sýningin mín. Ég vona að ég haldi áfram á sömu braut Óskar tekur fram að hann hafi sjálfur búið til rammana utan um myndirnar. Hann bjó þá til á vinnustað 13-17 og stendur til 29. júlí. Sænski Ijósmyndarinn Lars Erik Björk sýnir Ijósmyndir frá Færeyjum í anddyri sænska sendiráðsins í Lág- múla 7 sem hann nefnir Leiftur frá Færeyjum. Sýningin verður opin virka daga kl. 9-16 til 22. júní. Freysteinn G. Jónsson sýnir Ijós- myndir í versluninni Míru, Bæjarlind 6. Sýningin nefnist Mannlif á Ind- landi og samanstendur af Ijósmynd- um frá Indlandi, bæði svarthvítum og í lit. Sýningin er opin á opnunartíma Míru og stendur til 20. júní. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einkasýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlantic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. I Sjóminjasafninu í Hafnarfirðí stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartssonar. Frá 1. júní til er Sjó- minjasafnið opíð alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stendur til 22. júlí. Málverkasýning í Eden: Myndefni frá Suðurlandi málverk Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Eden, Hveragerði, í kvöld kl. 21 þar sem hann sýnir olíu-, pastel- og vatnslita- myndir málaðar á þessu ári og síð- astliðnu ári. Myndefnið er að mestu leyti frá Suðurlandi. Þetta er 18. einkasýning Jóns Inga en hann hef- ur sýnt víða á Suðurlandi, Akureyri og í Danmörku. Á síðasta ári sótti hann nokkur námskeið í myndlist m.a. hjá þekktum vatnslitamálara í Englandi. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 1. júlí. ■ 1 ^ ^ 1 íslensk skurðlist: Utskorin horn og bein sýning Þjóðminjasafn íslands í sam- vinnu við Landsvirkjun og Byggðasafn Árnesinga gengst fyrir sýningu í kynn- ingarsal Landsvirkjuna í Ljósafossstöð við Sog. Sýningunni var valið heitið Skáldað í tré íslensk skurðlist úr Þjóð- minjasafni en þar er lögð áhersla á að kynna fyrir sýningargestum sem fjöl- breyttast úrval útskorinna muna úr tré, beini og horni sem varðveittir eru í Þjóðminjasafni íslands. Varpað er Ijósi á hina íslensku tréskurðarlist sem var stunduð hér á landi allt frá lands- námsöld og fram til okkar daga. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.