Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIMIVITUDACUR Gengið í lok gærdagsins: Enn veikist krónan gengið Gengi krónunnar hefur lækk- að um 20% frá áramótum og hefur aldrei verið veikari en við lok markaða í gær. Þá hafði hún lækkað um 2% yfir daginn. Þessi lækkun kemur í kjölfar endurskoðaðar þjóðhagsspár Þjóðhagsstofnunar. Mikil viðskipti voru á bak við þessa lækkun eða um 14,5 milljarð- ar. Til samanburðar þá lækkaði krónan um 0,4% í fyrradag í við- skiptum sem námu 4 milljörðum. Gengisvísitalan, sem hækkar þegar gengið lækkar, stóð í 145,88 stigum þegar markaðir lokuðu. ■ ÚTGJÖLD RÍKISSJÓÐS FYRSTU FIMM MÁNUÐI ÁRSINS (í milljónum króna) 1999 2000 2001 68,562 74,492 91,174 Utgjöld ríkissjóðs: Irösk fréttastofa: Segir 23 hafa látist í loftárás BACDAP. flp. írakar sögðu í gær að 23 hefðu látist í loftárás bandarískra og breskra flugvéla á norðurhluta íraks. Samkvæmt frétt írösku fréttastof- unnar særðust einnig ellefu manns, sem voru að leika fótbolta, í árásinni. Ekki kom fram hvenær hún á að hafa átt sér stað. Fórnarlömbin voru jarð- sett í gærmorgun. Bandaríski herinn og breska varn- armálaráðuneytið hafa vísað því á bug að þeir hafi gert árásirnar. Talsmaður bandarísku herstöðvarinnar Incirlik í suðurhluta Tyrklands, sagði í gær að engum sprengjum hefði verið varpað á Irak. „Við flugum í dag [yfir írak], en við ... vörpuðu ekki neinu.“ Á þriðjudag hafði íraska frétta- stofan það eftir talsmanni íraska hersins að flugvélar hefðu reynt að ^ Jrj L — varpa sprengjum í norðurhluta Irak. Flugvélum íraska hersins hefði hins vegar tekist að skjóta á eina af flug- vélum bandamanna. Því vísa tals- menn þeirra einnig á bug. Banda- ríkjamenn og Bretar sinna eftirlits- flugi yfir Norður- og Suður-írak en í Á ÍRÖSKUM MARKAÐI Tvennum sögum fer af meintri loftárás Breta og Bandaríkjamanna á írak kjölfar Persaflóastríðsins 1991 var sett flugbann á írak. írakar hafa hundsað það. ■ Stóriðj a er úrelt aðferð Hækka um 16,7 milljarða milli ára ríkissióður Útgjöld ríkissjóðs hækk- uðu um 16,7 milljarða króna fyrstu fimm mánuði ársins 2001 miðað við árið 2000. Þetta eru 4,5 milljarðar umfram það sem áætlað var. Tekj- urnar hækka um 5 milljarða sem er í samræmi við áætlanir. Tæpur helmingur hækkunarinnar stafar af sérstökum ástæðum eins og hækkun vaxtagreiðslna, sjúkratrygg- inga, dóms Hæstaréttar um örorku- bætur, uppkaup á fullvirðisrétti bænda og framlag í jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Meirii'lutinn, eða 9,3 milljarðar, stafa þó að almennri út- gjaldaaukningu ráðuneyta og stofn- ana þeirra. ■ —+— Jónsmessunótt: 300 á Fimm- vörðuhálsi lóNSMESsfl Mettþátttaka er í hinni ár- legu jónsmessunæturgöngu Útivist- ar. Alls munu um 300 manns bregða undir sig betri fætinum og ganga yfir Fimmvörðuháls í nótt. „Það hefur náðst að skapast mjög mikil stemm- ing í kringum þessa göngu og þátt- takendum fjölgar ár frá ári. Þetta hefur verið fastur liður í mörg ár og spurst út. Þetta er náttúrulega mögn- uð gönguleið og fátt sem jafnast á við að ganga hana á bjartri sumarnóttu" segir Kristján Baldursson, fram- kvæmdastjóri Útivistar. Hann segir alls kyns fólk taka þátt í göngunni. „En þátttakendur verða að vera í ágætu formi, þetta er um tíu tíma ganga með þeim hvíldum sem við tökum á leiðinni. Við pössum að sjálfsögðu vel upp á þátttakendur og af þessum 300 manns eru um 50 leið- sögumenn." Kristján segir veðrið líta ágæt- lega út fyrir næturgönguna, en göngugarpar ganga frá Skógum og enda í Básum í fyrramálið. ■ Ekki lausn á byggðavandamáli. Mengandi starfsemi sem hentar ekki veðurfari í Reyðarfirði. Lög um stóriðju passa ekki við Reyðarál. Spillir möguleikum á vetnissamfélagi og fórnarkostnaður því gríðarlegur, segir Þuríður Backman. reyðarál „Fyrir utan að vera almennt á móti viðbót við stóriðju á íslandi, eins og allur þingflokkur Vinstri- grænna, þá er ég sérstaklega mótfall- in áætlaðri staðsetningu álvers við .-♦... Reyðarfjörð," segir Þuríður Backman, þingmaður Vinstri- grænna á Austur- landi. „Það er ekki nóg með mikinn fórnarkostnað vegna framkvæmd- anna vegna náttúru- spjalla, heldur virð- Áhrif á at- vinnuástand góð í byrjun, en timbur- mennirnir geta orðið harðir. ' —♦— ist arðsemi vera mjög óviss. Það er líka ámælisvert að þjóð á stærð við ísland þurfi að fara út í aðgerðir af þessu tagi til þess eins að halda uppi hagvexti. Hvaða stórframkvæmd verður næst ef við þurfum svona til að halda okkur gangandi?" spyr Þur- íður. „Ég hef enga trú á stóriðju sem aðferð til styrkingu byggðar. Aðeins í byrjun meðan umsvifin eru mikil hefur þetta jákvæð áhrif, en timbur- mennirnir geta orðið harðir á eftir.“ Nefnir Þuríður virkjunina í Blöndu sem dæmi, þar hafi mikil atvinna skapast skyndilega, en áhrifin til lengri tíma hafi ekki verið sérlega já- kvæð fyrir Blönduós. „Auk þess er fórnarkostnaðurinn vegna álvers og virkjunar alltof mik- ill.“ Segir Þuríður það mikinn galla á lögum um mat á umhverfisáhrifum að taka verði út hvern hluta fyrir sig, því í raun séu aðgerðirnar algerlega samhangandi. „Arðsemi virkjunar- innar er reiknuð út frá arðsemi af út- flutingi áls, en samt er þetta að- greint.“ Þetta geri almenningi og fé- lagasamtökum erfiðara fyrir að gagnrýna.heildarframkvæmdina. „Annað sem hægt er að gagnrýna harðlega er að Kárahnjúkavirkjun veitir aðeins til álversins. Það væri hægt að nýta Jökulsá á Dal til ann- arra hluta og horfum við þá til fram- tíðar til vetnisnotkunar sem útheimt- ir ekki uppistöðulón. Þá er einfald- lega hægt að nota rennsli." Segir Þur- íður að hvoru tveggja verði ekki gert, en undirbúningur vetnissamfélags sé á næsta leiti. Til að það geti orðið verði samfélagið að hafa vatnsafl til þeirrar framleiðslu. „Og það sem er ekki síst mikil- vægt er að veðurfar í Reyðarfirði hentar engan veginn mengunarvald- andi starfsemi. Við í Fjarðarbyggð höfum markaðsett okkur fyrir ferða- menn sem staðurinn þar sem lognið hlær svo dátt.“ Þuríður á við að þeg- ar hinna sérstöku lognskiiyrða gæti þá sitji mengun föst í firðinum eins ÞURÍÐUR BACKMANN „Stóriðjuframkvæmdir eru löngu úrelt að- ferð til að blása lífi í dalandi efnahag," seg- ir þingmaður VG á Austurlandi. og oft varð raunin í tengslum við bræðsluna á staðnum. ■ ijLt'jnli.411'ivTllL ICJ idUHRáÉAM^dHHÉiMMaHÉfln teitu grílii: 7 til 10 mín Upphitu 18 mín við 200°C | Orbyigi 8 til 10 mín á 700W Holta-Grillkjúklinginn þarf aðeíns að hita í gegn á grillinu. Holta-Grillkjúklingurinn er eldaður og tilbúinn til neyslu ÞARF AÐEINS AÐ HITA! í * TEGU"DIR-' ■ ‘ f 1 wmmmamamummmmm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.