Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐIÐ 41. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 21. júní 2001 FIMMTUDAGUR Lengsti dagur ársins sólargangur Sumarsólstöður eru í dag og lengsti dagur ársins. Sólris var kl. 2.S4 í nótt og sólarlag verð- ur kl. 24.05. Þetta er 10. vika sum- ars og nýtt tungl á himni. Kirkjudagar á Jónsmessu kirkian Presta- stefna hefst í dag í tengslum við kirkjudaga, sem haldnir verða um helgina, með þátt- töku þjóðkirkju- safnaða hvaðan- æva að af landinu. VEÐRIÐ í DAG [ REYKJAVÍK Hæg suðlæg átt og skýjað. Hiti 7 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður O 5-8 Skýjað Q10 Akureyri © 1-2 Léttskýjað Q 12 Egilsstaðir O 1-2 Léttskýjað Q 12 Vestmannaeyjar O 1-2 Skýjað O" Sumarhátíð leikskólabarna börn Leikskólar Kópavogs fara í skrúðgöngu frá Fannborg niður í Hlíðagarð kl. 9.30. Þar mun hópur leikskólabarna skemmta sér sam- an ásamt starfs- fólki. Nýttlíf tónleikar Hópur ungmenna, sem kallast Lítiil heimur, heldur tón- leika á Gauk á Stöng í kvöld kl. 22 til styrktar för sinni frá lífsgæða- kapphlaupinu á íslandi. Fylkir gegn KR fótbolti Fylkir mætir KR í Frosta- skjóli kl. 20. Þór Akureyri mun hins vegar mæta Tindastóli á sínum heimavelli kl. 20 í 1. deildinni. KVÖLPIÐ I KVÖLP[ Tíu sinnum gjald- þr ota á fj órum árum Dæmi eru um menn sem hafa gert tíu fyrirtæki gjaldþrota á örfáum árum. Þessir menn eru nánast með prókúru á ríkissjóðs, segir fjármálaráðuneytið. Ekkert því til fyrirstöðu að vanskilamenn stofni ný og ný fyrirtæki. gialpprot „Ég hef séð menn sem hafa tekið þátt í tíu félögum sem hafa orðið gjaldþrota á fjögurra ára tíma- bili,“ segir Reynir Grétarsson fram- kvæmdastjóri Lánstrausts. „Engar reglur eru hér á landi sem stöðva þá sem stofna mörg hlutafélög sem síð- an fara á hausinn. Víða í löndunum í kringum okkur geta menn sem hafa stýrt fleiri en tveimur hlutafélögum sem hafa orðið gjaldþrota ekki stofnað ný fyrirtæki. Hér er haldin skrá um slíkt sem getur orðið til þess að hlutafélög njóti ekki trausts.“ í Þýskalandi er reglan sú að taki menn þátt í því að reka tvö fyrirtæki sem verða gjaldþrota fá þeir ekki framar að taka þátt í at- vinnurekstri. í Danmörku hins veg- ar er slíkum aðilum meinað að fá virðisaukaskattsnúmer. Reynir segir að árangurslausum fjárnámum sem eru undanfari gjald- þrota hafi fjölgað mikið á síðustu mánuðum. Hann óttast að fyrirtæki séu að tapa verulegum fjárhæðum í kröfum sem ekki fást greiddar. Slík dómínóáhrif eru vel þekkt og geta orðið til þess að kröfuhafar lendi í vandræðum. Reynir segist hafa áhyggjur af því að slíkt tap leiti út í verðlagið og auki á verðbólguna. Gjaldþrot eru dýr fyrir samfélagið og leiki menn þann leik að setja fyr- irtæki á hausinn, fylgir þvl veruleg- ur kostnaður fyrir aðra. Hjá fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að þar á bæ hefði oft verið rætt um að það þyrfti að setja slíkar reglur. „Þetta hefur sér- staklega verið rætt hér vegna virðis- aukaskattsins, því menn skrifa út RÁÐUM RÁÐIÐ Á NORÐURVÍKINGI Hernaðaræfingin Norðurvíkingur hélt áfram í gær. Maðurinn í hettuúlpunni er fulltrúi íslenskra stjórnvalda, Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri varnarmálskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Sjá bls. 12. reikninga og eru því nánast með pró- kúru á ríkissjóð með virðisauka- skattinum sem þeir innheimta," seg- ir Ragnheiður Snorradóttir lögfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu. Hún segir að það sé auðvitað algjörlega óviðunandi að menn sem eru með ít- rekuð vanskil stofni röð af fyrir- tækjum og skilji síðan allt eftir í skuldum. Þess séu þó dæmi að menn hafi sætt refsingu fyrir að skila ekki vörslusköttum, en sú refsing sé oft- ast skilorðsbundinn. haflidi@frettabladid.ís OLfUBORNAR mörcæsir Mörgæsunum var bjargað eftir olíuleka. Eitt ár frá umhverfisslysi: Mörgæsir ná heilsu á ný höfðaborg. ap, Afrískar mörgæsir sem bjargað var úr olíumengun fyrir tæpu ári síðan hafa braggast vel og fjölga sér hraðar nú en áður en þær lentu í olíunni. Gripið var til stór- tækra aðgerða til að bjarga fuglunum en 1.963 fuglar drápust vegna olíu- lekans í sjónum. „Eftir þá hrikalegu reynslu að hafa lent í olíu ... verið teknar út sinu rétta umhverfi og hreinsaður, hafa 16.300 mörgæsir verið fluttar í sitt náttúrulega um- hverfi á ný,“ sagði Dieter Oschadleus frá háskólanum í Höfðaborg. ■ Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 2t 69,2% IBUA H0FUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM I 18 TIL 80 ARA IFSA FRÉTTABLAÐIÐ ALLTAF EÐA OFT ! SAMKVÆMT KðNNUN GALLUP FRA MAl 2001, Landbúnaðarráðuneytið í Eiðamálinu: Trassaði samninga eignasala Salan á eignum Alþýðu- skólans á Eiðum var í gær enn eina ferðina til umræðu í bæjarstjórn Austur-Héraðs. Til stendur að selja eignirnar þeim Sigurði Gísla Pálmasyni og Sig- urjóni Sighvats- syni en meðal þess sem enn er ófrágengið munu vera lóðasamningar við eigendur íbúð- arhúsa og orlofsbústaða á landar- eigninni. Nokkuð mun hafa verið um að hús hafi verið byggð á Eið- um meðan staðurinn var enn í eigu ríkisins og umsjón landbúnaðarráðu- neytisins án þess að gengið væri frá tilhlýðilegum lóða- samningum. Að sögn Björns Hafþórs Guð- mundssonar bæj- arstjóra Austur- Héraðs eru þeir Sigurjón og Sig- urður Gísli vænt- anlegir austur 20. júlí nk. en þá á að ganga endanlega frá kaupsamn- ingi. Björn segir hins vegar að til- teknir þættir samkomulagsins vegna kaupanna verði opinberaðir fyrir þann tíma. ■ SIGURJÓN SICHVATSSON. FÓLK Heimsfrumsýning á Dr. Dolittle ÍÞRÓTTIR Eyjamenn kafsigldir í Grindavík | ÞETTA HELST Utgjöld ríkissjóðs hækkuðu um tæpa 17 milljarða miðað við fyrstu fimm mánuði í fyrra. bls. 10 —4..— Rannsókn er hafin á gögnum og aðferðafræði Hafrannsóknar- stofnunar. bls. 6 —♦— Yfirmaður varnarliðsins segir heræfingar ekki tímaskekkju. bls. 12 ■ —♦— ' . Verðsprenging hefur orðið á sjúkraflugi eftir að Leiguflug ís- leifs Ottesen hætti og íslandsflug tók við þjónustunni. bls. 2 —♦— Hraðasektir í Borgarnesi eru orðnar níu hundruð á þessu ári. bls. 13

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.