Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIMMTUPACUR Sveitarstjórnarkosningar Kosið 25. maí að ári félacsmAuaráðuneyti Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 25. maí á næsta ári. Þetta kemur fram í bréfi sem félagsmálaráðuneytið hefur sent til sveitarstjórna landsins. Þar er sveitarstjórnum bent á að felld hefur verið á brott heimild eldri laga til að fresta kjördegi í dreifbýli fram til annars laugardags í júní. Jafnframt er vakin athygli á því ef kjörstjórnir eru ekki fullskipaðar t.d. vegna brott- flutnings kjörstjórnarmanna úr sveitarfélögum, þá ber viðkomandi sveitarfélagi að bæta úr því með því að kjósa nýja aðal- eða varamenn. ■ JÓHANN ÓLI CUÐMUNDSSON Sýslumaður hefur gefið grænt Ijós á að Lyfjaverslun íslands kaupi Frumafl hf. Sýslumaður: Hafnaði lög- banni á Frum- aflskaupin dómsmál Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað kröfu stærsta hiut- hafans í Lyfjaverslun íslands um að lögbann verði sett á að Lyfjaverslun- in kaupi Frumafl hf. af Jóhanni Óla Guðmundssyni og greiði fyrir það með hlutabréfum í Lyfjaversluninni. Sýslumaður taldi að þar sem ekki virtist ágreiningur meðal hluthafa í Lyfjaversluninni um að kaupa allt hlutafé í Frumafli heldur vildu þeir sem kröfðust lögbannsins aðeins að viðhlítandi mat færi fram á verð- mæti Frumafls væru ekki fyrir hendi skilyrði til að setja lögbann á við- skiptin. ■ —>— Islenska ríkið: Sýknað af skaðabótakröfu dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu manns um að rík- inu væri gert að greiða honum nærri fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann var látinn sæta meðan brot sem hann var grunaður um að hafa framið var rannsakað. Maðurinn var sýknaður af ákæru vegna brotsins og krafðist í framhaldi af því skaðabóta vegna gæsluvarðhaldsins. Maðurinn var grunaður um lík- amsárás og sat í gæsluvarðhaldi í 26 daga meðan á rannsókn málsins stóð. Maðurinn var kærður í kjölfar rann- sóknar en sýknaður af öllum ákærum málsins. í dómnum frá í gær segir að rök- studdur grunur hafi verið um að maðurinn hefði framið refsivert at- hæfi og óhjákvæmilegt hafi verið að úrskurða hann í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Þá verði ekki séð að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt á óþarflega harkalegan, særandi eða móðgandi hátt og ríkið því sýknað af kröfum hans um bætur. Ríkinu var þó gert að greiða honum 60.000 krónur í ferða- kostnað vegna endurupptöku fyrra málsins. ■ Fjarðarbyggð: Bæjarstjórnin einhuga um álver Alver „Mat á umhverfisáhrifum vegna Reyðaráls er algerlega ásætt- anlegt," segir Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar. Hann segir bæjarstjórnina vera ein- huga í málinu og eins þorra íbúa á svæðinu. Guðmundur segir andstöðu meðal íbúa við Reyðarjörð við fyrir- hugað álver vera í lágmarki. „Það var haldinn kynningarfundur hér þann 13. júní sl. og þar kom engin andstaða fram. Það voru á milli 80 og 90 manns á fundinum, en á samsvarandi fundi í Reykjavík daginn eftir mættu aðeins 20 manns. Það komu fáar spurningar fram hérna.“ Bæjarstjórnin hefur sent ályktun um málið til Skipulagsstofnunar. Þar segir að fjallað hafi verið um um- hverfismatið og mat á efnahagsleg- um og samfélagslegum áhrifum ál- versins. Niðurstaðan sé að allar skýrslur séu vel unnar og að mikill einhugur sé meðal bæjarstjórnar um framkvæmdirnar. Skýrslurnar, sem unnar voru fyrir Reyðarál, séu óræk- ur vitnisburður um samfélagslegan og efnahagslegan ávinning fyrir sveitarfélagið. ■ VIÐ VILJUM REYÐARÁL Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Guðmundur Bjarnason, vísar gagnrýni á bug. Fátt mæli á móti byggingu álvers. Nor ðurví kingur er ekki tímaskekkj a Um þrjú þúsund hermenn æfa viðbrögð við hryðjuverkastarfsemi. Mikið af búnaði flutt til landsins til þess að fullkomna æfinguna. ísland enn hernaðarlega mikilvægur staður. heræfinc Það var mikið ys og þys á varnarliðsmönnum og konum í gær en æfingin Norðurvíkingur stendur nú sem hæst. Æfingin er liður í varn- arsamning íslands við Bandaríkin og nú í ár voru æfð viðbrögð við árás hryðjuverkamanna sem hugsanlega gætu viljað lama hernaðarlega mikil- væga staði á íslandi, með það fyrir augum að snúa íslendingum gegn NATO. Æfingar fara fram á suðvest- urhluta landsins og taka tæplega 3000 manns í æfingunni, allir með- limir varnarliðsins á íslandi og 900 dátar frá þjóðvarðliði Illinois-fylkis í Miðvestur-Bandaríkjunum. Land- helgisgæslan mun einnig taka þátt í æfingunni og munu m.a. vera æfðar landgöngur á skip þar sem mót- spyrna er veitt. Hlutverk óvinarins að þessu sinni er í höndum sérsveit- armanna frá Bandaríkjunum en áður hafa liðsmenn úr bæði norska, þýska og bandaríska hernum sinnt því hlut- verki. Auk herliðsins voru sendar hingað sex Blackhawk árásarþyrlur, þrjár Chinook flutningaþyrlur, fimm A-10 orrustuflugvélar, fjöldinn all- ann af Humvee-bílum og árásarriffl- um fylltum af púðurskotum. En eru æfingar á borð við þessar ekki tímaskekkja? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ sagði David Architzel, flotaforingi og æðsti yfirmaður varnarliðsins á ís- landi. Aðspurður sagði hann að fs- land væri enn mjög hernaðarlega mikilvægur staður og að það væri rangt að áhersla bandaríska hersins væri að færast frá Atlantshafssvæð- inu til Kyrrahafssvæðisins. „ísland er ákaflega mikilvægur staður. ísland er brú okkar til Evrópu og hingað getum við flutt mikið af okkar gögnum og hér njótum við vel- Hermenn Bandarikjahers komu sér fyrir á hernaðarlega mikilvægum svæðum og gættu þess að óprúttnir aðilar kæmust ekki að og eyðilögðu og kæmu þannig af stað óvild hjá íslendingum í garð NATO. Herstöðvarandstæðingar létu lítið á sér kræla og sagði upplýsing- arfulltrúi varnarliðsins, Friðþór Eydal, að það væri liðin tíð að (slendingar settu sig upp á móti veru erlends herliðs á landinu. vildar þjóðar og ráðamanna," sagði æfa ákveðin samskiptarferli, flutn- lega stríðsárásir. Æfingin hófst 18. Architzel. Hann bætti því við að með ing á búnaði og hvernig er hægt að júní og mun standa til 24. júní. því að halda æfinguna væri verið að koma sér fyrir á landinu, ekki endi- omarr@frettabiadid.is Kjaramál: Ríkið á ósamið við 14 félög kjarasamningar Samninganefnd ríkis- ins á enn ólokið samningum við 14 stéttarfélög. Að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur skrifstofustjóra hjá rík- issáttasemjara hefur ekki málum allra félaganna verið vísað til þeirra og eru því viðræður nokkurra félag- ana án milligöngu ríkissáttasemjara. Eitt þessara félaga, þroskaþjálfar, hafa boðað verkfall. Samninganefnd ríkisins hefur nú lokið 63 kjarasamningum af þeim 77 sem áætlað er að þeir ljúki. Samning- ar þessir taka til 134 stéttarfélaga, 61 félags opinberra starfsmanna og 57 félaga innan landssambanda ASÍ. Mörg stéttarfélög hafa fleiri við- semjendur og eiga launanefnd sveit- arfélaga og samninganefnd Reykja- víkurborgar einnig ósamið við þó nokkur félög. ■ STAÐA SAMNINCAMÁLA HJÁ SAMNINCANEFND RIKISINS Boðað verkfall Hjá Ríkissáttasemjara Lausir samningar, viðræður við samninganefnd ríkisins Hjúkrunarfræðingar X Náttúrufræðingar X Ljósmæður X Röntgentæknar mmmmm Félagsráðgjafar X Þroskaþjálfar X X Lögreglumenn X Sjúkralíðar rnmámmmrn SFR vegna háskólamanna X Leikstjórar X Leikskólakennarar X Leikmynda og búningahönnuðir Læknar X Sálfræðingar X ERLENT Talsmaður stríðsglæpadómsstóls SÞ í Haag, Florence Hartman, ít- rekaði kröfu um framsal júgóslav- neska ríkissins á Slobodan Milos- evic, fyrrum forseta. Júgóslavneska þingið vinnur nú að lagasetningu sem auðvelda á framsal Milosevic. Hartman sagði Iögin óþörf því Milosevic yrði ekki framseldur til annars ríkis, heldur alþjóðasamtaka. Júgóslavía gæti orðið af umtals- verðri erlendri fjárhagsaðstoð ef ekkert verður af framsalinu. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hlaut stuðning efri deildar ítalska þingsins í gær. Ekki var búist við öðrum niðurstöðum enda Berlusconi með öruggan meiri- hluta í báðum deildum þingsins. Berlusconi sagði í ávarpi sínu til þingmanna að hann hyggðist breyta ýmsum umbótum vinstri stjórnar- innar, „rangar umbætur kalla á gagn-umbætur,“ sagði hann. FB-MYND: ÓMAR R.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.