Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 17
FIMIVITUDAGUR 21. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 EÍCECCeiN ...... Kl. 6.30 og 10 V,TUS [ÍVÍEMENTO kl. 5.45, 8 og 10.15f P®( jTRAFFIC kl. 6 og 8.30jj'i9ij Sýnd kl. 6, 8 og 10 jSOMEONELIKE YOU kl. 6,8 ogTÖ] ÍGETOVERIT kl. 6,8 ogToj jCRIMSON RIVERS kl.6,8,"ögTp'i Patricia Bundchen, tvíburara systir Giselu, segir að hún sé ekki afbrýðissöm út í trúlofun systur sinnar og kvennabósans Le- onardo DiCaprios og er himinlif- andi yfir vel- gengni systur sinnar. Patricia er aðeins fimm mín- útum yngri en of- urfyrirsætan syst- ir hennar og býr enn í brasilíska þorpinu sem þær ólust upp í. „Fólk spyr mig oft hvort ég sé afbrýðis- söm út í systur mína en svarið er Nei!,“ sagði Patricia í viðtali við þýska tímaritið Gala. „Það er gott að við séum ólíkar. Ef þú ert alveg eins og einhver annar missir þú öll persónueinkenni," sagði Pat- ricia, sem leggur stund á al- mannatengslanám og er fegin að lifa öðru vísi lífi en systir hennar. „Ég var alltaf heima á kafi í bóka- lestri á meðan Gisele vildi vera úti að spila blak“ UNDIR GEISLANUM Redman: Malptactice Rembingur í Redman Malpractice er fimmta breið- skífa New Jersey rapparans Redman. Fyrstu þrjár plötur hans , Whut: Thee Album, Dare Iz a Darkside og Muddy Waters voru frábærar. Síðasta plata, Doc’s Da Name, var ágæt en eitthvað vant- aði. Eins er með Malpractice. Red- man hrapar reyndar enn lengra niður á henni. Af 23 lögum eru sex brandarar, hver öðrum ófyndnari. Lögin sjálf flokkast flest í algjöra meðalmennsku. Redman kemst stundum í gamalkunnugt stuð og nýtur sín í hnittnum rímum en platan einkennist af þröngsýni. Hann mætti víkka umfjöllunarefn- ið frá grasreykingum, fylleríi og kynlífi. Þessir hlutir geta flotið með en þola ekki ofnotkun. Það er hálf sorglegt að horfa á þessa þró- un. Redman er góður rímnasmiður og hefur löngum verið ferskur. Soopaman Luva sagan, sem er fast- ur liður á plötum hans, heldur áfram og er með því skásta. Fyrst hann fer á gamlar slóðir hefðu geð- klofarnir mátt fljóta með. Hvar er Reggie Noble? Nóg er af gestum. Erick Sermon sér um upptöku- stjórn á átta lögum og Method Man og Keith Murrey mæta í heimsókn. Þeir standa sig ágætlega en áður- nefnd meðalmennska er áberandi hjá þeim og öðrum. Halldór V. Sveinsson Hreyfing er hluti af mínu lífi Edda Sigurbergsdóttir er 35 ára og er í sambúð. Hún er móðir tveggja barna, 5 ára og 11 mánaða og starfar sem bókari verðbréfasjóða. Ég byrjaði á námskeiði hjá Hreyfingu í janúar 2001 Eftir barnsburð byrjaði ég hægt og rólega að æfa og fór á tvö námskeið í röð. Mér finnst námskeiðin einstaklega vel uppbyggð og skemmtileg enda stóð ekki á árangrinum. Ég léttist um 10 kíló og styrktist mikið. Ég hef haldið áfram að æfa reglulega, ekki sjaldnar en þrisvar í viku og skráði mig í Bónusklúbbinn sem er hagstæður kostur. Nú finnst mér ég hafa meiri orku til að takast á við daglegt amstur og stærri fjölskyldu. Ég nýti mér barnapössun Hreyfingar sem ég get eindregið mælt með. Fjölbreytt tímaskrá og frábær aðstaða heldur mér við efnið. Hreyfing er góð fyrir líkama og sál! Ég mæli með Hreyfingu. TTJsstTTl Ný 8-vikna námskeið hefjast 25. júní. Notaðu tækifærið og breyttu þínum lífsstíl til hins betra. Láttu Hreyfingu hjálpa þér við að ná þínu takmarki. Hreyfing Faxafeni 14 568 9915 www.hreyfing.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.