Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUPAGUR 21. juni' 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Nýtt boð frá Barcelona í Campbell: Fær 7,5 milljarða KNfinsPYRNA-Barcelona hefur boðiö Sol Campbell nýjan samning sem hljóðar upp á 200,000 pund á viku, skrifi hann undir innan 48 tíma. Fari svo að hann skrifi undir má búast við að launin hans þrefaldast miðað við það sem hann gæti fengið á Englandi en sparksérfræðingar telja að hann gæti fengið um 65,000 pund á viku þar í landi. Tilboð Barcelona gæti þýtt að Campbell fengi 50 milljónir punda í laun á þeim fimm árum sem samning- urinn gildir. Það samsvarar um 7,5 milljörðum íslenskra króna. LAUNAHÆSTUR? Skrifi Campbell undir nýtt tilboð verður hann launahæsti leikmaður heims. Það verður að öllum líkindum erfitt fyrir Campbell að neita þessu boði enda yrði hann langlaunahæsti leik- maður heims, þar að auki tryggði Barcelona sér sæti í Meistaradeild Evrópu að ár, en enski varnarmaðurinn hefur lýst því yfir að hann vilji spila í þeirri deild. ■ Enska knattspyrnusambandið: Guðjón aðvaraður t knattspyrna Enska knattspyrnusam- bandið hefur sent Guðjóni Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Stoke City, aðvör- un fyrir ummæli sem hann lét falla eftir fyrri leik Stoke gegn Walsall í úr- slitakeppninni um eitt laust sæti í úr- valsdeildinni. Aðvörunin kom í kjölfar kvörtunar stuðningsmanns Walsall, sem fannst ummæli Guðjóns engan veginn við hæfi, en hann hrósaði ein- um leikmanni sínum fyrir að hafa brotið á leikmanni Walsall. Þegar lítið var eftir af leiknum og staðan var 0-0 braut Ben Petty, varn- armaður Stoke, á Pedro Matias, leik- manni Walsall, sem var kominn einn í gegn. Matias fékk aukaspyrnu og Petty var rekinn af velli. Walsall náði ekki að skora og leikurinn endaði 0-0. Walsall sigraði hins vegar í síðari leiknum 4-2 og vann síðan Reading í úrslitaleik um laust sæti í 1. deild. „Hann (Petty) var búinn missa leikmanninn framhjá sér og því þurfti hann að brjóta á honum (Matias) þar sem hann var kominn einn í gegn, sagði Guðjón um brotið eftir leikinn. „Hann gat ekki gert neitt annað í stöð- unni.“ Enska knattspyrnusambandið hef- ur komið þeim skilaboðum til Guðjóns að ef hann láti álíka ummæli falla í MÁLGLAÐUR Enska knattspyrnusambandið segir að Guðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Stoke, verði að passa hvað hann segi í framtíðinni. framtíðinni muni það leiða til banns og sektar. Ummæli lík þeim sem Guð- jón lét falla eftir leikinn gegn Walsall setji svartan blett á íþróttina, þar sem þau hvetji til leikbrota. ■ HEFND Ýmislegt bendir til þess að Mike Tyson mæti Lennox Levvis í hringnum fyrir árslok og geti þar með hefnt fyrir tapið á sínum tíma. Nýtt hnefaleikaeinvígi í burðarliðnum: Mætast Tyson og Lewis í desember? Ósáttur við ráðningu Roaders: Di Canio gagnrýnir stjórn West Ham knattspyrna ftalinn skapbráði, Paolo Di Canio, gagnrýnir stjórn West Ham fyrir að ráða Glenn Roader sem framkvæmdarstjóra liðsins. Di Canio segir að liðið hefði átt að fá til sín virtari þjálfara með meiri reynslu. „Orð mín eru oft blásin upp en ekki í þetta skiptið,“ sagði Di Canio í viðtali við The Mirror. „Ég stend við það sem ég segi og félag- ið veit hvað mér finnst um þetta mál. Ég hef margoft lýst áhyggjum mínum.“ Di Canio segist ekki vera sá eini sem sé ósáttur við ráðning- una og segir að aðdáendur liðsins séu á sama máli. Hann hefur samt sem áður lýst því yfir að hann ætli ekki að yfirgefa félagið. „Þetta er stóra tækifærið fyrir Glenn og ég mun berjast með kjafti og klóm undir hans stjórn. Hver veit, kanns- ki á hann eftir að fara með okkur alla leið og sanna sig í baráttunni." Hann segir það samt ekki breyta af- stöðu sinni og segir að mörgum að- dáendum finnist þeir illa sviknir. Hann mun ræða þessi mál við stjórn félagsins innan skamms en hann segist hafa varað stjórnina við að ráða Roader. „Stjórnin sagði mér að þeim þætti vænt um að heyra mitt álit vegna reynslu minnar. Þrátt fyrir allt þá hef ég unnið titla á Ítalíu og í Evrópukeppnum og hef spilað fyrir ekki ómerkari lið en Juventus, Lazio og Celtic. En það virðist ekki skipta máli, þeir hlustuðu ekki á mig, ákváðu frekar að fara að ráð- um yngri leikmanna." ■ ÓSÁTTUR Paolo Dl Canio er ósáttur við að stjórn liðsin hafi ekki farið að ráðum hans. Hann ætlar samt að berjast með kjafti og klóm. 20.-23. JÚNÍ hnefaleikar Verið er að reyna að skipuleggja nýjan bardaga á milli Mike Tyson og Lennox Lewis. Skipu- leggjendurnir, þ.e. umboðsmenn þeirra „félaga" og eigendur sjón- varpsréttarins vara þó við of mikilli bjartsýni og segja að enn hafi ekkert verið neglt niður. Málið er nokkuð flókið því tvær sjónvarpsstöðvar bítast um útsend- ingarréttinn. Annars vegar er um að ræða Showtime, stöð sem hefur einkarétt á útsendingum frá bardög- um Tyson og hins vegar HBO, stöð sem hefur rétt á útsendum frá bar- dögum Lewis. Stöðvarnar tvær munu þessa dagana vera að vinna að sam- komulagi og sagði Jay Larkin, for- svarsmaður Showtime, að um helm- ingslíkur væru á því að það tækist golf Retief Goosen, nýkrýndur meistari Opna bandaríska meistara- mótsins í golfi, hefur hækkað um 18 sæti á heimslistanum golfi. Hinn 32 ára gamli Suður-Afríkumaður var í 44. sæti áður en mótið hófst í síðustu viku, en situr nú í því 26. Mark Brooks sem lék gegn Goosen í um- spili um titilinn á mánudaginn, hækkaði um 101 sæti, úr því 195. í það 94. Tiger Woods sem hafnaði í 12. sæti á Opna bandaríska er enn í efsta sæti listans og hefur gott for- skot á Phil Mickelson, sem er í öðru sæti. Þrátt fyrir að vera í öðru sæti listans hefur Mickelson aldrei unnið eitt af fjóru stóru mótunum í golfi, þ.e. Opna bandaríska, Bandaríska Masters-mótið, Opna breska eða PGA meistaramótið. Mickelson fær enn eitt tækifærið til að sigra á stórmóti eftir mánuð þegar Opna breska meistaramótið í golfi hefst á Royal Lytham St. Annes, en hann mun eflaust fá verð- uga keppni frá mönnum eins Tiger Woods, sem varla er sáttur eftir 12. sætið um síðustu helgi. Bl fyrir árslok. Shelly Finkel, umboðsmaður Tyson, tók undir orð Larkin. „Það verður ekkert úr þessu nema að það verði samið,“ sagði Finkel. „Eins og staðan er í dag er ekki búið að semja. Ég hélt við værum nálægt samkomulagi fyrir mánuði síðan, en það gekk ekki eftir. Núna eigum við í alvarlegum viðræðum og vonumst eftir því að samkomulag náist fyrir árslok." Á mánudaginn sendi HBO frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var að Showtime og HBO hefðu náð sam- komulagi og að bardaginn yrði 8. des- ember. Ray Stallone, talsmaður HBO, hefur neitað að tjá sig um tilkynning- una en Larkin sagði að hana hafa ver- ið mjög ótímabæra. ■ Á UPPLEIÐ Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen er kominn í 26. sæti heimslistans í golfi. Heimslistinn í golfi: Goosen upp um 18 sæti Sumarið er komið! Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Nýjar sumarvörur eru nú í öllum verslunum Kringlunnar. Komdu og skoöaöu, gæddu þér á girnilegum réttum og gerðu góð kaup á nýjum vörum á Kringlukasti. Opið til kl. 21:00 i dag. Veitingastaðir og Kringlubíó eru með opið lengur á kvöldin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.