Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 14
HVERNIGFER? 14 FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIIVIIVITUDAGUR Leikur KR og Fylkis? LOGI ÓLAFSSON ÞJÁLFARI FH Leikurinn fer 2-2. Þetta verður væntanlega hörkuleikur. Ég hef trú é því að Fylkir komist fyrst yfir 1-0 en KR á eftir að jafn.a. Svo kemst Fylkir aftur yfir en Þormóður Egilsson á eftir að jafna úr vítapspyrnu. SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON í ÞRÓTTAFRÉTTAM AÐU R Þetta er nú dálítið snúið að spá um þennan leik. En ég held að KR-ingarnir vinni 1-0, þeir hafa verið að koma til i siðustu leikjum á meðan Fylk- ir hefur notið velgegni í sið- ustu leikjum þótt þeir hafi ekki verið að spila sannfærandi. Þetta er leikur sem erfitt að spá um og getur farið þveröfugt. | MOLAR ~| Everton er búið að bjóða í kanadís- ka framherjann Tomasz Radzinski, sem er metinn á 8 milljónir punda. „Við erum búnir að bjóða og bíðum eftir viðbrögðum frá Anderlecht," sagði talsmaður Everton, Ian Ross, á heima- síðu félagsins. Þjálf- ari þess, Walter Smith, er að bæta í skarðið sem myndaðist nýlega þegar Francis Jeffers var seldur til Arsenal á 10 milljónir punda. Vefsíðan www.midasoccer.com sagði í gær að henni hefði borist afrit af leikjaáætlun fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Vefsíðan sérhæfir sig í sögusögnum um kaup og sölu á leikmönnum og upplýsingum um bresk lið. Þar kom fram að Black- burn Rovers mæta Newcastle, Manchester United mæta Derby County og Bolton mætir Liverpool. Bolton var spáð jafntefli á móti Liver- pool. Sagt var að félögin þurfi að sam- þykkja áætlunina áður en hún er sleg- in á fast. Hún verður gerð opinber seinna í dag. Varnarmaður West Ham, Stuart Pe- arce, hefur samþykkt að ganga til liðs við Manchester City. Pearce, sem er 39 ára gamall, er fyrsti nýi leikmaður- inn í hópi Kevin Keegan, sem tók við þegar Joe Royle var rekinn frá City. Keegan var fljótur að tryggja sér Pe- arce, sem var samn- ingslaus. Hann er reyndur, hefur áður spilað með Coventry, Nottingham For- est og Newcastle. „Eg hef unnið með Stuart áður og veit að styrkur hans og leiðtogahæfileikar eiga eftir að koma sér vel, bæði á vellinum og utan hans,“ sagði Keegan á heimasíðu City. Pearce kom að þjálfuninni þegar hann var í Notthingham og er talið líklegt að svo verði eins hjá City. Sænski markvörðurinn Magnus Hedman gæti andað léttar á næstu dögum. Hann er æstur í að spila fót- bolta í hæsta gæðaflokki til að vera sýnilegur á alþjóðavettvangi og þess vegna vill hann ólm- ur losna frá Coventry. Nú hefur Coventry sýnt írska markverðinum Alan Kelly áhuga sem þýðir að Hedman gæti losnað. Kelly spilar með Black- burn Rovers. Talað er um að Arsenal sé áfangastaður Hedman en þjálfari liðsins, Arsene Wenger, þarf traustan mann til að taka við af David Seaman, sem er orðinn 38 ára. Fiorentina, Monaco og Parma hafa öll sýnt Hedm- an áhuga en talið er að hann vilji ólm- ur fara til Arsenal. I^talska félagið Brescia hefur opnað dyr sínar fyrir Paul Ince. Það býður honum að ganga til liðs við sig ef hon- um finnst hinn nýi þjálfari Middles- borough, Steve McClaren, ekki gefa sér næg tækifæri. Ince, sem er 33 ára, er reyndur í Ítalíu, hann spilaði með Inter Milan milli 1995 og 1997. Brescia hefur einnig gaukað því að leikmanni Manchester United, Quint- on Fortune, að ganga til liðs við sig. Fortune, sem er frá Suður Afríku, vill hinsvegar ekki yfirgefa United. Símadeild karla: Grindvíkingar eru komnir í þriðja sæti deildarinnar knattspyrna: Fimmtu umferð Síma- deildar karla lauk í gærkvöldi þeg- ar Grindavík tók á móti ÍBV. Eyja- menn voru sterkari undan vindin- um í fyrri hálfleik og fékk Tómas Ingi Tómasson m.a. tvö góð mark- tækifæri sem hann nýtti ekki. Það var samt sem áður Grétar Hjartar- son sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0 fyrir Grindavík. Þegar skammt var liðið af síðari hálfleik bætti Grétar við öðru marki fyrir heima- menn og staðan vænleg fyrir þá. Sinica Kekic, sem átti góðan leik í gærkvöldi, bætti síðan við þriðja marki Grindvíkinga á 65. mínútu. Það var síðan Tómas Ingi Tómas sem klóraði í bakkann fyrir gest- ina undir lok leiksins með skondnu marki eftir að hann hafði stolið boltanum af Alberti Sævarssyni markverði Grindvíkinga. Lokatöl- ur 3:1 Grindvíkingum í vil. Sigur- inn fleytir þeim upp í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig. Sigur Grindvíkinga var sanngjarn og bestu menn liðsins voru Grétar Hjartarson, Sinica Kekic og Scott Ramsey. Eyjamenn voru hins veg- ar slakir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ■ HJALTl JÓHANNESSON Hann og félagar hans töpuðu fyrir Grindvíkingum á nýjum og glæsilegum velli í Grindavík. Vestmannaeyingar eru nú um miðja deild eftir að hafa verið um ofarlega framan af. Sáttur við tímabilið Ragnar Óskarsson, handknattleiksmaður með Dunkerque, varð þriðji markahæsti leikmaður frönsku deildar- innar. Hann segist verða áfram hjá liðinu á næsta tímabili og bíði þolinmóður eftir sæti í byrjunarliði landsliðsins. handbolti Ragnar Óskarsson, fyrrver- andi leikmaður ÍR og núverandi leik- maður Dunkerque í frönsku 1. deild- inni í handbolta, segist að öllu óbreyt- tu verða áfram á herbúðum franska liðsins á næstu leiktíð, enda hafi hann gert tveggja ára samning við liðið í fyrra. Ragnar sem varð þriðji marka- hæstu leikmaður deildarinnar, sem verður að teljast frábær árangur hjá miðjuleikmanni, sagði að hann hefði ekki verið í sambandi við önnur lið og því yrði hann líklega áfram. „Ég held ég geti verið nokkuð sátt- ur við mitt fyrsta tímabiM' frönsku deildinni," sagði Ragnar. „Ég kom til Dunkerque tveimur mánuðum áður en mótið byrjaði og var því kominn vel inn í þetta áður en mótið hófst. Þetta gekk síðan að mestu leyti mjög vel. Ég meiddist reyndar aðeins um jólin en það setti ekkert svo mikinn strik í reikninginn. Ragnar, sem nú er staddur á ís- landi í sumarfríi, sagði að tíminn í Frakklandi hefði að öllu leyti verið mjög ánægjulegur. Dunkerque, sem væri nyrst í Frakklandi, væri mjög skemmtileg borg og að mikill áhugi væri á handbolta þar. Alltaf væri leik- ið fyrir fullu húsi, en það tæki um 2.500 manns. Sú staðreynd að einn rið- illinn í Heimsmeistaramótinu í hand- bolta hefði verið haldinn þar talaði sínu máli um handboltaáhugann. Aðspurður sagði Ragnar að á ís- lenskan mælikvarða væri Dunkerque mjög gott lið og líklega nægilega gott til að vinna íslensku deildina, þó alltaf væri erfitt að vera með þannig saman- burð. Hann sagði að liðinu hefði geng- ið ágætlega í vetur, en það endaði í 6. sæti deildarinnar og komst í fjórð- ungsúrslit bikarkeppninnar. Hann sagði að reyndar byggi mun meira í liðinu en það hefði sýnt í vetur, en SÍMADEILD KARLA: Úrslit og staðan eftir 5. umferð FH- Valur 1 - O ÍA- Breíðablik 3 - 1 Fylkir- Fram 4 - 2 KR- Keflavlk 2 - O Grindavík- ÍBV 3 - 1 SÍMADEILD KARLA L U J T mörk stig ÍA 5 3 1 1 10:5 10 Fylkir 5 3 1 1 8:4 10 Grindavík 5 3 0 2 8:6 9 Keflavík 5 3 0 2 7:7 9 FH 5 2 2 1 6 : 5 8 ÍBV 5 2 1 2 3 :4 7 Valur 5 2 1 2 4:5 7 KR 5 2 0 3 4:5 6 Breiðablik 5 2 0 3 4 :7 6 Fram 5 0 0 5 5 : 11 0 SÍMADEILD KVENNA: Staðan og úrlslit eftir 5. umferð Þór/KA/KS - FH 0-2 Stjarnan - ÍBV 0 - 1 Grindavík - Breiðablik 0 - 4 KR - Valur 4 - 2 SÍMADEILD KVENNA L u J T mörl stig Breiðablik 5 4 1 0 22 :6 13 KR 5 4 0 1 29:5 12 ÍBV 5 3 1 1 21 :7 10 Grindavík 5 3 0 2 6 : 13 9 Stjarnan 5 2 0 3 5:9 6 Valur 5 1 2 2 10 :10 5 FH 5 J 0 4 3 : 17 3 Þór/KA/KS 5 0 0 5 3 :32 0 1. DEILD KARLA: fR - Stjarnan 1 - 1 þrátt fyrir að hafa lent í 6. sæti sigraði liðið Chambery á útivelli, en Cham- bery vann deildina og hafði unnið 20 leiki í röð áður en það mætti Dunkerque. Ragnar skoraði 8 mörk í leiknum. „Þetta er mjög góður hópur. Fyrir utan mig eru þrír aðrir útlendingar í liðinu, Júgóslavi, Rúmeni og Pólverji og þeir féllu líka mjög vel inn í liðið. Á næsta ári stefnum við að því að verða í einu af þremur efstu sætunum." Ragnar, sem verður 23 ára gamall í ágúst, hefur verið viðloðandi landslið- ið undanfarin misseri en ekki náð að tryggja sér fast sæti í liðinu. Hann sagði að honum litist mjög vel á Guð- mund Guðmundsson, nýja landsliðs- þjálfarann, enda hefði hann byrjað mjög vel. Komið liðinu í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Svíþjóð. „Ég held að Guðmundur sé mjög hæfur þjálfari. Hann hefur sannað sig oftar en einu sinni þannig að ég er mjög bjartsýnn á framhaldið hjá landslióinu." Aðspurður sagðist Ragnar ekki vera að svekkja sig mikið á því þó GÓÐUR Ragnar Óskarsson, leikmaður Dunkerque í frönsku 1. deildinni í handbolta, segir að mun meira búi í liðinu en það hafi sýnt í vetur. honum hefði ekki tekist að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. „Ég er ennþá ungur verð bara að vera þolinmóður. Ég er náttúrlega að berjast um stöðu við fyrirliða lands- liðsins (Dag Sigurðsson), sem hefur verið mjög lengi í landsliðinu, þannig að ég bíð bara þolinmóður." ■ Katalóníuveldið með kaupæði: Toldo til Barcelona knattspyrna Fiorentina seldi ítalska landsliðsmarkvörðinn Francesco Toldo til Barcelona í gær. Katalóníu- veldið þarf að greiða 23 milljónir dollara fyrir kappann sem samsvarar rúmum 2,3 milljörðum íslenskra króna. Toldo, sem er 29 ára, spilaði með Fioretina í sjö ár en liðið vann ítölsku bikarkeppnina í síðustu viku. Massimo Sandrelli, talsmaður Fioretina, segir að liðin hafi komist að samkomulagi í gær á fundi í Barcelona. Toldo mun semja til fjög- urra ára til að byrja með en á mögu- leika á að framlengja samninginn um a.m.k. eitt ár. Hann fær 35 milljónir í laun sem gerir hann þá að launa- hæsta leikmanni heims, launahærri en Fabien Barthez, markvörður Manchester United og franska lands- liðsins. Toldo hefur reynt að yfirgefa her- búðir Flórensar liðsins undanfarin ár TIL SPANAR Toldo hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár. Hann spilar með Barcelona á næsta ári og verður þar með þriðji ítalski leikmaðurinn til að spila þar. en hann verður þriðji ítalski leikmað- urinn sem spilar í spænsku úrvals- deildinni. Amedeo Carboni spilar með Valencia og Marco Lanna leikur með Real Zaragossa. Svo virðist sem stjórn Barcelona sé með kaupæði um þessar mundir en liðið hefur verið á eftir Sol Camp- bell líkt og lesa má ofar á síðunni. Stjórnin ætlar að styrkja liðið fyrir komandi átök en liðið rétt náði að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evr- ópu á næsta ári. ■ Símadeild kvenna: KR vann Val í roki íVestur- bænum knattspyrna KR-stúlkur tóku á móti Valsstúlkum í gærkvöldi í miklum rokleik í Vesturbænum. Valur lék undan vindi í fyrri hálfleik og byrj- aði betur. Laufey Jóhannsdóttir kom gestunum yfir með marki beint úr aukaspyrnu en skömmu síðar jafnaði Embla Sigríður Grét- arsdóttir metin fyrir KR-stúlkur. Hólmfríður Magnúsdóttir kom KR síðan yfir en Rakel Logadóttir jafnaði fyrir Valsstúlkur 2:2. Það var síðan Olga Færseth, sem átt hafði þátt í hinum tveimur mörk- um liðs síns, sem tryggði KR-stúlk- um 3:2 forystu í leikhléi. Það var svo Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sem gulltryggði KR-stúlkum sigur- inn í síðari hálfleik og lokatölur 4:2 fyrir KR. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.