Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 16
BEST í BÍÓ UNNUR STEINSSON viðskiptastjóri augiýsingastofunnar xyz „Siðasta mynd sem ég sá var Mummy Returns með átta ára gömlum syni minum. Myndin kom bara nokkuð á óvart og var bara hin besta æv- intýramynd. Þetta var ágætis afþreying, með miklum tæknibrellum og ég hreifst bara af henni í félagsskap yngri kynslóðarinnar." STOLTUR AF STRÁKUNUM Jarl Spencer sést hér flytja ræðu við jarð- arför systur sinnar. Hann er stoltur af prinsunum og vonast til að fólk geri ekki of miklar kröfur til þeirra. Breska konungsfjölskyldan: Bróðir Díönu tjáir sig um prinsana Jarl Spencer, bróðir Díönu heitinn- ar prinsessu af Wales, hefur tjáð sig opinberlega um prinsana tvo. Hann lýsti því yfir í löngu sjón- varpsviðtali fyrir stuttu, hvernig honum hefur liðið eftir að systir hans var borin til grafar og sagði að jarðarförin hefði verið það ver- sta sem hann hefði gengið í gegn- um. „Ég held að áfallið hafi komið þegar ég sá líkkistuna. Að fá áfall- ið meðal fjölda fólks og þurfa að halda göngunni áfram var hrika- legt- þetta var sem martröð líkast og var versti dagur lífs míns,“ sagði Spencer. Aðspurður um Játvarð prins sagði Jarlinn hann líkjast móður sinni og það séu ákveðin meðmæli. „Ég vona bara að fólk búist ekki við að hann verði karlkyns eftir- mynd móður sinnar og ætlist til þess að hann geri sömu hluti og hún,“ sagði Spencer um systurson sinn. Hann vonast til að Játvarður fái að lifa sínu eigin lífi og býst við að hann eigi eftir að láta að sér kveða seinna meir. „Ef hann hefur vott af Spencer blóði á hann eftir að láta að sér kveða.“ Þegar Jarlinn var spurður um yngri bróðurinn Harry sagði hann báóa piltana bera virðingu fyrir fólki og þeir mismunuðu ekki fólki eftir því úr hvaða stétt það kæmi. „Hvorugur þeirra er snobbaður og ég held að þeir hafi það frá móður sinni.“ Hann býst við að persónuein- kenni Díönu eigi eftir að skína í gegn ef Játvarður verði konungur. „Ég vona að þegar fólk líti um öxl, eigi það eftir að sjá hvaða áhrif Díana hafði á konungsveldið og sjái þá öll þau jákvæðu áhrif sem hún hafði,“ sagði Spencer að lokum. ■ Gabriel höggdeyfar QSvarahlutir Stórhöfða 15 S. 567 6744 • Fax 567 3703 16 FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIMMTUDAGUR HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI, SÍMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir jNÝI SIÍLUNN ÍŒKflRANS (isL tal) ' 1d 3.45 j Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 vitim krókódIlaveiðarinn Að sjálfsögðu kemur sjálfur dýrasérfræðingurinn Steve Irwin fyrir í myndinni. Dagfinnur dýra- læknir til bj argar Dr. Dolittle 2 verður heimsfrumsýnd á Islandi á morgun. Eddie Murphy bjargar dýrum í útrýmingarhættu. FRÉTTIR AF FÓLKI Plötusnúðarnir tveir sem skutu aðdáendum Britney Spears skelk í bringu í síðustu viku voru reknir úr starfi á mánu- daginn. Plötusnúð- arnir, sem heita Kramer og Twitch, sögðu í þætti sínum á rokkútvarpsstöð- inni KEGL-FM í Dallas að Spears og kærasti hennar, Justin Timberlake í N’SYNC, hefðu látist í bílslysi í Los Angeles. Lögregla og slökkvilið í borginni höfðu ekki við að svara símtölum frá sorgmæddum áðdá- endum í kjölfarið. Talsmaður út- varpsstöðvarinnar sagði að þetta hefði verið dropinn sem fyllti mæl- inn. Kramer og Twitch hafa undan- farna mánuði látið öllum illum lát- um í útvarpinu, t.d. sagt ökumönn- um að keyra yfir alla á reiðhjólum. Plötusnúðarnir sögðust undrandi á uppsögninni. „Við fengum leyfi fyr- ir því að setja brandarann um Britn- ey í loftið. Við bjuggumst hvort eð er ekki við því að aðdáendur hennar hlustuðu á rokkstöð eins og KEGL,“ sagði Kramer. Leikkonan Charlize Theron sendi viðskiptajöfri í Virginia bréf á dögunum þar sem hún biður hann auðmjúklega að þyrma lífi sjald- gæfs nashyrnings. Þannig er mál með vexti að David Laylin keypti nas- hyminginn Baix- inha í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku fyrir 12 árum. Hann ætlaði að nota hann til undan- eldis en það hefur ekki gengið vegna þess að dýraverndunarsinnar voru tregir til samstarfs. Nýlega bauð norskur veiðimaður honum dá- góða summu fyrir að veiða og drepa nashyrninginn og Laylin ætlar að taka boðinu. Charlize Theron, sem er sjálf frá Suður-Afríku, bað Laylin sleppa Baixinha lausri á verndunar- svæði. Hún bauðst til þess að fljúga með Laylin til Jóhannesarborgar og fagna frelsi Baixinha. „Hún er ynd- islegt dýr og ég vil alls ekki sjá hana ... skotna," sagði Laylin. Hann segist glaður mundi vilja selja hana á verndunarsvæði en geti ekki gefið hana. Því ætlar hann að leyfa Norð- manninum auðuga að veiða hana á búgarði fyrir utan Jóhannesarborg. frumsýning Nú eru liðin þrjú ár síð- an Dagfinnur dýralæknir eftir Hugh Lofting rataði fyrst á hvíta tjaldið. Þá uppgötvaði Eddy Murphie að hann gat talað við dýr og hann reyndi að aðlagast því. Eddie Murphy var mjög ánægður með fyrri myndina. Hann sagði að hann fái meiri viðbrögð við hlut- verki Dagfinns en nokkru öðru sem hann hafi áður leikiö. í Dr. Dolittle 2 lendir hann í nýju ævintýri. Murphie hefur i nógu að snúast á læknastofunni þar sem dýrin koma í hrönnum. Nú plata þau hann til að hjálpa sér að vernda skóg sem stórfyrirtæki ætlar að leggja undir sig. Murphie fer á stúfana og rannsakar skóg- inn. Hann kemst að því að eina leiðin til að vernda skóginn er að finna tegund í útrýmingarhættu sem býr í honum. Þá rekst hann á sjaldgæfa björninn Ava, sem Lisa Kudrow ljær rödd sína. Áætlunin Murphie mun ganga upp, ef hann finnur maka handa birninum. Á ólíklegasta stað finnur hann einn góðan sem kemur til greina. Björninn Archie er búinn að koma fram í litlu fjölleikahúsi í fleiri ár og dreymir um þaö að vera stjar- na og sýna fyrir fleiri áhorfendur. Hann fær draum sinn uppfylltan, að vissu leyti, í skóginum eru þaö dýr en ekki menn sem eru áhorf- endurnir. Leikstjóri myndarinnar heitir Steve Carr. Hann er best þekktur fyrir Friday myndirnar með Ice Cube. Einnig hefur hann unnið í auglýsinga- og tónlistarmynd- bandabransanum. Hann þurfti að vinna með fjölda dýraþjálfara sem höfðu taumhald á yfir 250 dýrum af sjötíu tegundum. Úlfar, gíraffar, þvottabirnir, hundar, ugl- } ur, hamstrar og birnir léku laus- | um hala í kvikmyndaverinu. Það var líf og fjör við gerð myndarinn- [ ar. í henni er mikið af tölvubrell- i um. Bæði er dýrunum oft skeytt inn auk þess sem kjálkar þeirra eru hreyfðir þegar þau tala, líkt og í fyrri myndinni. Dr. Dolittle 2 er heimsfrum- 1 sýnd hér á íslandi. Hún er líka j frumsýnd úti í Bandaríkjunum á j morgun en vegna tímamismuns er ; hún sýnd hér á undan. Hún er sýnd í Regnboganum, Laugarás- bíó, Sambíóunum, Borgarbíó og ■ Nýjabíói í Keflavík. ■ NABBI Jó! Það tóksl! Ég fékk hæstu einkunn fyrir líf- fræðiritgerðina. Góour þessi gaur Þdó er einhvern veninn eðlilegra þegnr karlm faðmast í sjónvarpi heldur en í raunveruleikanum. menn Minnumsl aldrei aftur ó þetta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.