Fréttablaðið - 23.07.2001, Page 2

Fréttablaðið - 23.07.2001, Page 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN EKKI KOMIÐ NÓC Þrír af hverjum fimm kjósendum vilja fá meira að heyra af mál- um Árna Johnsen. Er komið nóg af fréttum af máli Árna Johnsen? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Eru íslendingar að leggja sitt af mörkum til að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda? Farðu inn á vísi.is og segðu þina skoðun I ___________ ABDURRAHMAN WAHID Tilskipun var lesin í sjónvarpi fyrir hönd forseta Indónesfu, en sjón hans er orðin takmörkuð. Indónesía: Wahid verst vantrausts- tillögu jakarta. ap Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, gaf út tilskipun þess efnis seint í gær að löggjöf landsins verði vikið frá til að koma í veg fyrir að vantrauststil- laga þingsins á hendur honum nái fram að ganga. Hann hefur oft hótað að lýsa yfir neyðarástandi í landinu til að verja embætti sitt, en ekki var Ijóst hvort hann léti verða af því að þessu sinni. And- stæðingar forsetans saka hann um spillingu og almennt vanhæfi. Andstaðan hefur magnast síðstu daga og í gær var 70 skriðdrekum raðað upp gegnt forsetahöllinni. ■ Bensínlækkun: Ekkert ákveðid SAMCðNCUR Þetta er bara í skoðun, ég get ekki svarað þessu núna. Það hefst ný vinnuvika á morgun og við fylgjumst bara með. Það er ekkert svoleiðis í pípunum svo ég viti. Fyrir hver mánaðamót þá stúderum við markaðinn eins og venjulega og gerum það núna líka.“, sagði Einar Marinósson fjármálastjóri Olís, aðspurður um hvort lækkun á bensíni væri fyr- irhuguð. Kristinn Björnsson for- stjóri Skeljungs tók í sama streng, „ég get ekkert sagt um þetta, við erum bara að horfa á hlutina og kanna þetta.“ Hann sagði það „kunna að vera“ að mál þessi skýrðust í vikunni. ■ —#— Banaslys í Vestmanna- eyjahöfn: Maður féll úr stiga slys Banaslys varð um borð í bátn- um Smáey VE í Vestmannaeyja- höfn á laugardagsmorgun. Tæp- lega fertugur karlmaður lést er hann féll úr stiga. Hann var einn um borði í bátnum þegar slysið varð og er ekki vitað nánar um til- drög þess. Maðurinn sem lést hét Guðjón Kristinn Matthíasson til heimilis að Heiðarvegi 51 í Vest- mannaeyjum. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. ■ 2 23. júlí 2001 MÁNUAGUR Leiðtogafundurinn í Genúa: Ekkert samkomulag um gróðurhúsaáhrif cenúa. ap. George Bush, Banda- ríkjaforseti, og Vladimir Putin, Rússlandsforseti, gáfu sameigin- lega yfirlýsingu í gær um að eld- flaugavarnaráætlun Bandaríkja- manna muni haldast í hendur við fækkun kjarnorkuvopna. Svo fór því ekki að fundur sjö stærstu iðn- ríkja heims, ásamt Rússlandi, tæki enda án þess að fjallað yrði um deilu Bandaríkjanna og Rússlands. Leiðtogarnir átta samþykktu að beita sér fyrir alþjóðavæðingu með hagsmuni fátækari þjóða að leiðarljósi. Þeim sé best borgið með því að hjálpa þeim til að fá að- gang að heimsmarkaði. Þá var samþykkt að stofna alþjóðlegan sjóð sem ætlað er að berjast gegn útbreiðslu HlV-veirunnar, malaríu og berkla. Einnig voru leiðtogarnir áhugasamir um að auka vægi end- urnýtanlegrar orku í heiminum. Að öðru leyti er fundurinn í Genúa talinn hafa einkennst af umræðum á bakvið tjöldin um Kyoto-samkomulagið. Jacques Chirac hvatti m.a. Kanada og Jap- an til þess að láta ekki undan þrýst- ingi Bandaríkjanna um að hverfa MÓTMÆLI Lögregla fjarlægir varnargirðingu í miðborg Genúa í gær. IMótmælandi var skotinn til bana af lögreglu og rúmlega 400 særðust í átökum föstudags og laugardags í Genúa. frá samkomulaginu. Eins og búist hafði verið við staðfesti Bush við- horf sitt um að samkomulagið frá 1997 sé ótækt vegna skaðlegra áhrifa sem það muni hafa á Banda- rískt efnahagslíf. ■ |lögreglufréttir| ~ Maður keyrði á ljósastaur á Reykjanesbrautinni um sex- leytið í gær en lét það ekki aftra sér og hélt upp í Heiðmörk þar sem hann velti bílnum. Leigubíl- stjóri varð vitni að óhappinu og veitti bílum eftirför. Eftir veltuna hélt ökumaður enn áfram en var að lokum stöðvaður af lögreglunni. þá kominn upp í Breiðholt. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur IGyrrakvöld barst mikill hávaði úr húsi í Garðbæ en þar stóð yfir mikið samkvæmi. Þegar lögreglan kom á vettvang til þess að leysa samkvæmið upp var gerður aðsúg- ur að henni. Tveir piltar spörkuðu í sinn hvorn lögreglubílinn með þeim afleiðingum að dyrnar á öðr- um bílnum skemmdust töluvert. Enn er reynt að bjarga Kyotobókuninni Islendingar sammála grundvallaratriðum miðlunartillögu Jan Pronk. Gætum þá aukið útblástur um 75%. Meðgjöf til áliðnaðarins upp á 2 milljarða segir Arni Finnsson. umhverfismál Reynt var til þrautar í gærkvöldi að ná samkomulagi um Kyotobókunina á loftslagsráð- stefnunni í Bonn. Jan Pronk forseti ráðstefnunnar lagði fram tvær miðlunartillögur til að freista þess að ná samkomulagi. Þar er gert ráð fyrir 10% aukningu á útblást- urskvóta íslendinga, miðað við fyrri útgáfu Kyoto-bókunarinnar. Fyrir var gert ráð fyrir því að hægt væri að auka . , ., útblástur um 10% „Það er verið 0g fði íslendingar að gera alltof undanþágu frá litlar kröfur til bókuninni eins og áliðnaðarins stefnt að er það meðþvíað þýðir þaö 55 % í þeir þurfi viðbót. Árni Finns- engu að kosta Son segir tillögu til vegna gróð- Pronks því fela í urhúsaloftteg- sér að íslendingar unda sem þeir geti, fái þeir und- sleppa út í anþáguna, aukið andrúmsloft- útblástur um 75%. ið." „Það er verið að 4— gera alltof litlar kröfur til áliðnað- arins með því að þeir þurfi engu að kosta til vegna gróðurhúsaloftteg- unda sem þeir sleppa út í andrúms- loftið." Hann segir að þetta þýði að íslenska ríkið sé að semja um af- slátt fyrir áliðnaðinn á íslandi upp á tæpa 2 milljarða króna miðað við það verð sem British Petrolium reikni með að hvert tonn gróður- húsalofttegunda muni kosta þegar viðskipti með slíkan kvóta hefjist. Umhverfisrápherrar Norður- landanna utan íslands sendu frá sér bókun þar sem lýst var stuðn- ingi við^ fyrri miðlunartillögu Pronks. Árni Finnsson segir það reginhneyksli að Siv Friðleifsdótt- ir undirritaði ekki yfirlýsinguna. Hann segir skýringuna vera þá að ísland hafi ekki viljað styggja ríki YORIKO KAWAGUCHI UMHVERFISRÁÐHERRA JAPAN OG JAN PRONK UMHVERFISRÁÐHERRA HOLLANDS OG FORSETI LOFTSLAGRÁÐSTEFNUNNAR í BONN. HSIV FRIÐLEIFSDÓTTIR segir Islendinga standa við bakið á Jan Pronk, þrátt fyrir að hafa ekki undirritað sameiginlega stuðningsyfirsýsingu norrænna umhverfisráð- herra. eins og Kanada og Japan vegna þeirrar undanþágu sem íslending- ar vilja fá á síðari stigum samn- ingaferlisins. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra neitar þessu og segir ástæðuna vera þá að íslendingar hafi metið það svo að umræðurnar væru á viðkvæmu stigi og því ekki tímabært að gefa út slíka yfirlýs- ingu. „Við höfum staðið þétt við bakið á tillögu Jan Pronk og teljum tillögu hans ásættanlega fyrir al- þjóðasamfélagið." Siv segir undanþágu ákvæði ís- lendinga ekki vera til umræðu á ráðstefnunni, heldur hafi hún snú- ist um stóru grundvallaratriðin. Hún segir að undanþágutillagan verði hins vegar uppi á borðinu á síðari stigum. Dennis Tamlin hjá World Wild- life Fund for Nature segir að fái íslendingar undanþágu frá Kyotobókuninni, skapi það for- dæmi fyrir fátækari lönd. „Það er mikið horft til Norðurland- anna og ef eitt þeirra er að fá undanþágu getur reynst erfitt að standa gegn því hjá öðrum. í sjál- fu sér hafa öll ríki einhverjar séróskir ef út í það er farið, en menn verða að leggja slíkt til hliðar, sérhagsmunir verða að víkja fyrir þeirri hættu sem steðjar að heiminum." ■ 2% vinnandi fólks í Smáralind í ágúst Verslunarmiðstödin sem verður opnaruð 10. október verður nokkurs konar yfirbyggt sam- félag fyrir 25 þúsund manns. smáralind „Nú eftir verslunar- mannahelgi verða hér á milli 700 og 1000 manns að störfum, fyrir utan þá sem eru að vinna að framleiðslu úti í bæ, sem verða um 1000 manns. Þetta verða því tæp tvö þúsund manns fyrir utan verslunarfólk það sem hér á eftir að koma að störfum. Mér telst til að þetta verði því hátt á annað prósent af vinnuafli í land- inu,“ segir Pálmi Kristinsson fram- kvæmdastjóri Smáralindar ehf., sem ráðgert er að opna 10. október. Pálmi vill líkja hinum 63 þúsund fermetrum við yfirbyggt samfélag, nokkurs konar þorp. Auk fjölda verslana, verður ýmis þjónusta á staðnum, veitingahús, bj'óhús, bank- ar og fleira. Vörugeymsla verður í kjallara „þetta verður klárlega stærsta matarforðabúr landsins." Aðspurður um það hvort allt verði frágengið á staðnum þegar hann verður opnaður í október, sagði Pálmi það verða svo, hvað varðar þann þátt sem sýnilegur verður við- skiptavinunum, en ýmislegt mun þó þarfnast frekari slípunar „bak- sviðs“, til að mynda stillingar á loft- ræstikerfinu. Fljótlega eftir versl- unarmannahelgi kemur starfsfólk hverrar verslunar fyrir sig, að FJÖLMENNUR VINNUSTAÐUR Við verðum með hátæknivætt upplýsingakerfi sem getur gefið okkur upplýsingar um bíla- fjölda og eins verða fólksteljarar við alla innganga, segir Pálmi Kristinsson. hönnun og undirbúningi fyrir opn- unina. Við sumar verslananna er vinnu verktakans nánast lokið. „Þetta er mjög langt komið af hálfu Istaks, lokið er við flísalagningu á gólfi, handrið eru á leiðinni og lyft- urnar koma hingað tilbúnar. Hér mega vera 25 þúsund manns samkvæmt eldvarnarreglu- gerðum, en hvað rými varðar gætu verið hér um 50 þúsund manns. Bílastæðin verða fyrir 3000 bíla þannig að ef þorpið fyllist af fólki þá gætu skapast vandamál." Raf- stöðvar í Smáralind eru öflugar, „hér höfum við orku umfram orku- þörf byggingarinnar og því er möguleiki á að selja út á bæjarkerf- ið i neyðartilvikum. Ef allt verður rafmagnslaust á höfuðborgarsvæð- inu í desember þá eigum við orku aflögu.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.