Fréttablaðið - 23.07.2001, Side 11
MÁNUPAGUR 23. júlí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Drukkin og próílaus:
Kona beit
lögregluþjón
ÖLVUNARAKSTUR Lögreglan í
Reykjavík stöðvaði Ijóslausa bif-
reið í Ártúnsbrekku aðfararnótt
sunnudagsins. Kona sem sat und-
ir stýri var áberandi ölvuð og
taldi afskipti lögreglunnar af sér
hina mestu ósvinnu. Brást hún
hin versta við hrækti á lögreglu-
þjóna og náði að bíta einn þeirra.
Við nánari eftirgrennslan kom
svo í ljós að auk ölvunaraksturs-
ins og ljósleysis bifreiðarinnar
hafði konan ekki ökuréttindi.
Hún var flutt í fangageymslu lög-
reglunnar og síðan til yfir-
heyrslu. ■
INNLENT
yrla Landhelgisgæslunnar sótti
slasaðan mann eftir umferðarslys
á Snæfellsnesi. Meiðsli mannsins
reyndust minni en leit út fyrir í
fyrstu. Mikill mannfjöldi var á Snæ-
fellsnesi um helgina og að sögn lög-
reglunnar í Stykkishólmi voru tjald-
stæðin á svæðinu nánast full.
—.
Mikið var um ferðamenn á Vest-
fjörðum. Harður árekstur varð
við Drangsnes í gærmorgun þegar
ökumaður blindaður af sól keyrði
aftan á bíl sem hafði stansað vegna
sólblindunnar. Bílarnir skemmdust
mikið og lögreglan á Hólmavík segir
bílbelti hafa bjargað því að ekki urðu
slys á mönnum. Almennt keyrðu
menn á löglegum hraða í umdæmi
Hólmavíkurlögreglu en mikil umferð
var á svæðinu. ■
ÁSTARGANGAN
Þær voru á meðal 800.000 teknó-aðdáenda sem skemmtu sér hið besta þrátt fyrir að há-
tíðin hafi frestast og skipuleggjendur hafi verið skildir eftir í fjárkröggum.
Berlín:
Færri í Astargöngu
berlín. ap „Teknó“-þyrstir gestir
hinnar árlegu Ástargöngu í Berlín
sem haldin var um helgina voru
mun færri en búist hafði verið við.
Skipuleggjendurnir rekja fækkun-
ina til þess að þeir urðu að fresta
hátíðinni um tvær vikur vegna
þess að umhverfisverndarsinnar
höfðu þegar tryggt sér rétt til að
mótmæla annan laugardag júlí-
mánaðar, sem er hinn hefðbundni
Ástargöngudagur. Þeir gripu til
þess ráðs að „stela“ deginum til að
mótmæla þeim óþrifnaði sem þeir
segja fylgi æstum múgnum. í kjöl-
farið hættu margir stuðningsaðilar
við að taka þátt í fjármögnun Ást-
argöngunnar og segjast skipu-
leggjendur hafa tapað jafnvirði
um 67 milljóna króna vegna þess.
Klaus Wowereit, borgarstjóri
Berlínar, sagði stefnu borgarinnar
að halda í Ástargönguna. 800.000
manns tóku þátt um helgina sam-
anborið við rúma milljón manns í
fyrra. Skipuleggjendur vonast eft-
ir því að borgaryfirvöld sýni
stuðning sinn í verki og hlaupi und-
ir bagga hvað varðar fjármögnun
að þessu sinni. ■
GEYMSLUSKÚRINN SEM BRANN
Það var uppi fótur og fit í Bústaðahverfinu f gær þegar kviknaði í verkfæraskúr en eftir að
slökkvilið hafði beitt öflugum vatnsdælum var látið nægja að dreypa úr garðslöngu til að
halda glóðum i skefjum.
Reykmökkur og eldhaf í Bústaðahverfi:
Dularfullur skúrbruni
eldsvoði Geymsluskúr úr timbri á
baklóð húss við Bústaðaveg eyði-
lagðist í eldi laust fyrir hádegi í
gær.
Mikinn og svartan reyk lagði
hátt upp af frá baklóðinni upp úr
klukkan ellefu og dreif að
nokkurn mannfjölda úr nágrenn-
inu til að fylgjast með brunanum.
Þegar klukkan var um 20 mínútur
yfir ellefu stóð skúrinn í björtu
báli. Slökkvilið var þá komið á
staðinn og slökkti eldinn fljótt og
örugglega.
Ekkert rafmagn var á skúrnum
en eitthvað var af eldfimum efn-
um í honum, til dæmis var þar
bensínsláttuvél, og breiddist eld-
urinn því mjög hratt út. Hjá
slökkviði fengust þær upplýsing-
ar að enginn hefði verið í hættu
vegna eldsins. Mikill trjágróður
er hins vegar umhverfis skúr-
stæðið og við húsin í kring og
hefði eldurinn geta borist víða um
ef ekki hefði gengið eins vel og
raun bar vitni að ráða niðurlögum
hans.
íbúar hússins voru staddir út í
garði þegar kviknaði í en þeir
gátu ekki gefið slökkviðliðinu
skýringar á eldinum og að sögn
lögreglu sem rannsakar málið eru
eldsupptök enn ókunn. ■
hamingju
dagar
CITROÉN
i6. júli-3. ágúst 2001 j
Komdu fagnandi og gerðu góð kaup
Frábærar viðtökur
Nú höfum við afhent íoo. Citroén-
bílinn og i tilefni af þvi höldum við
Hamingjudaga Citroén í Reykjavík og á
Akureyri. Komdu og gerðu frábær kaup.
Hamingjutilboð
Kaupir þú Citroén Xsara eða Xsara
Picasso á Hamingjudögum fylgja álfelg-
ur, skyggðar rúður, vindskeið og króm á
pústið með í kaupunum.
Qtroen Xsara Mcasso QtroenXsara
Sérlega glæsilegur 5 dyra fjölnotabíll með
einstöku geymslu- og farangursrými.
Frábærir aksturseiginleikar, þétt veggrip
og seiðandi mýkt einkenna Citroén Xsara.
HORFÐUINYJA ATT-SJAÐU OTROÉN
www.biimborg.is
Raykjavík
Brimborg
Bildshöfða 6
Sími 515 7000
Akureyri
Brimborg
Tiyggvabraut 5
Simi 462 2700
Reyiarfjörður
Biley
Búðareyri 33
Simi 474 I453
Seltoss
Betri bilasalan
Hrísmýri 2a
Simi 482 3100
Reykjaaesbar
Bilasalan Bilavfk
Njarðarbraut 15
Sími421 7800
bnmborg