Fréttablaðið - 23.08.2001, Síða 10
FRÉTTABLAÐIÐ
10
23. ágúst 2001 FIIWIVITUPACUR
Ð
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt t9 að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
- én endurgjalds.
Réttar niðurstöður - áratugum of seint
Kúabúum og afurðastöðvum verð-
ur að fækka og þau verða að stæk-
ka. Þetta er niðurstaðan í skýrslu
sem unnin var á vegum Rann-
sóknarráðs íslands og kynnt á að-
alfundi Landssam-
*■. bands kúabænda í
„Spurmng er Skjólbrekku á
hvort slæm þriðjudag. Og ein-
staða sauð- hverjum þótti
fjárbænda sé þetta víst frétt-
ekki sök land- næmt. Reyndar
búnaðarkerfis- hefur verið bent á
ins." þetta áður og telj-
ast seint nýjar
fréttir. Halldór Laxness skrifaði
til dæmis um þetta á fjórða og
fimmta áratugnum og benti þá á
að íslensk bóndabýli væru alltof
smá. Of smá til þess að bændur
gætu framfleytt sér og fjölskyld-
um sínum af búum sínum. Reynd-
ar færði hann fyrir því rök að árs-
tekjur margra bænda væru álíka
og árstekjur verkamanna í höfuð-
staðnum, væru þeir atvinnulausir
hálft árið.
Þó kann sumum að þykja frétt-
næmt að þessi umræða skuli ná
inn á aðalfund Landssambands
kúabænda. Það hefur nefnilega
löngum verið illa brugðist við
gagnrýni á það landbúnaðarkerfi
sem hér hefur verið í gildi undan-
farna áratugi. Það hefur löngum
ýtt undir smábýlastefnuna. Það
hefur líka haldið mörgum vinnslu-
stöðvum gangandi, minni og óhag-
kvæmari en æskilegt væri. Það
kom reyndar fram í máli Einars
-MáLmanna
BRYNJÓLFUR Þ. GUÐMUNDSSON
veltir fyrir sér fréttum af kúabændum
Matthíassonar sem kynnti skýrsl-
una að býli hérlendis hafa stækk-
að síðasta áratuginn og mjólkur-
samlögum fækkað úr 17 í 11. Eins
og kom fram í máli hans þykir þó
mörgum að of hægt gangi.
Vandamálið sem steðjar að er
það að býli og vinnslustöðvar eru
of mörg og of lítil. Hvoru tveggja
er þó afleiðing landbúnaðarkerf-
isins sem hér hefur verið byggt
upp. Því er athyglisvert að Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
skuli ræða um „verst settu stétt
landsins, sauðfjárbændur“ í við-
tali í Morgunblaðinu í gær. Miðað
við hver vandamálin eru og
hvernig landbúnaðarkerfið hefur
virkað er spurning hvort slæm
staða sauðfjárbænda sé ekki
vegna þess frekar en þrátt fyrir
það. Þeir eru jú meðal þeirra sem
flæktastir eru í kerfið, fá fram-
leiðslustyrki og innflutnings-
vernd, en virðast ekki njóta þess í
tekjum. ■
| BRÉF TIL BLAÐSINS]
Ný viðmið
Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfaþings islands hf., skrifar:
FINNUR SVEIN-
BJÖRNSSON
Búnaðarbankinn
braut ekki reglur,
athugasemd „í Fréttablaðinu í dag
(22. ágúst) er frétt undir fyrirsögn-
inni „Hversu langt á Verðbréfa-
þingið að ganga?“. Verðbréfaþing
Islands telur nauðsynlegt að koma
á framfæri at-
hugasemd við
þessa frétt. í
fréttinni segir
m.a.: „í orðalagi
niðurstöðu VÞÍ lá
hins vegar að
Búnaðarbankan-
um yrði sleppt að
þessu sinni og'að
þingið myndi
taka það á sig að
. , , . fræða þingaðila
segir athugasemd. betur um
reglur. Sá skilningur var stað-
festur af Ólafi A. Sigurðssyni, lög-
fræðingi VÞÍ og sagði hann enn-
fremur að í framtíðinni yrði að lík-
indum harðar tekið á málum af
þessum toga.“ Við þetta er það að
athuga að lögfræðingur þingsins
staðfesti ekki við blaðamanninn að
ákveðið hefði verið að sleppa Bún-
aðarbankanum að þessu sinni.
Þessi rangfærsla hefði komið í
ljós ef blaðamaðurinn hefði staðið
við loforð sitt um að bera undir
lögfræðinginn það sem eftir hon-
um yrði haft í fréttinni. í yfirlýs-
ingu Verðbréfaþings vegna við-
skipta þann 29. júní segir að þing-
ið hafi ákveðið að aðhafast ekki í
málum einstakra þingaðila að
þessu sinni vegna viðskipta þeirra
með hlutabréf í lok síðasta árs-
fjórðungs. Jafnframt að þingið
muni senda öllum þingaðilum bréf
þar sem fjallað verður um við-
skipt í lok dags og lok uppgjörs-
tímabils. í þessari yfirlýsingu
fólst ekki að komist hefði verið að
þeirri niðurstöðu að einstakir
þingaðilar hefðu brotið reglur
þingsins. Því er sá skilningur
blaðamannsins rangur að komist
hafi verið að þeirri niðurstöðu að
Búnaðarbankinn hefði brotið regl-
ur en verið sleppt. Viðskipti nokk-
urra þingaðila með hlutabréf
skráðra félaga þann 29. júní hafa
hins vegar orðið til þess að Verð-
bréfaþing telur rétt að setja við-
mið um það hvaða atriði það eru
sem þingaðilar þurfa að gæta að
þegar þeir eiga viðskipti á við-
kvæmum tímum eins og í lok dags
og í lok uppgjörstímabils.“ ■
Athugasemd frá
Fréttablaðinu
Fréttablaðið vill taka fram að um-
rædd frétt er byggð á samtölum
blaðamanns og lögfræðings VÞÍ
frá því fyrir síðustu helgi. Þá var
haft samband við lögfræðinginn
og engar athugasemdir gerðar við
skilning blaðamanns. Blaðinu
þykir miður ef of sterk ályktun
hefur verið dregin af ummælum
um að roai’kaðsaðilar „njóti
vafans að þessu sinni“ í frétta-
skýringu. Það er okkar vilji að
fara rétt með og eiga sem best
samstarf við Verðbréfaþingið sem
alla aðra. rítstj.
Hvað er
til ráða?
úrræði Forðist umfram allt að
flýja eigin hugsanir og tilfinning-
ar. Besta leiðin til að vinna úr
sársaukafullum tilfinningum og
erfiðri reynslu er að orða þær og
deila með þeim sem maður treyst-
ir fyrir sér. Nálægð og snerting
skapa öryggi. Á slíkum stundum
kemur enginn í stað nánustu ætt-
ingja og vina, en stundum getur
verið gott og nauðsynlegt að geta
leitað til hlutlausra aðila svo sem
heilbrigðisstarfsfólks, presta ,
sálfræðinga eða kennara.
Varasamt er að deyfa sársauka
með áfengi eða róandi lyfjum þó
að það geti gefið stundarfró. Það
tefur eðlilega úrvinnslu sem
aldrei getur orðið sársaukalaus.
Þó getur verið nauðsynlegt að
nota svefnlyf tímabundið við al-
varlegum svefntruflunum.
Af reynslu annarra getum við
lært að hollt mataræði, reglulegur
svefn, líkamsrækt, iðkun áhuga-
mála og samneyti við annað fólk
eru til bóta.
Allt þetta stuðlar að því að
hæfileikinn til að takast á við til-
finningar, daglegt líf og starf fær-
ist smám saman í eðlilegt horf og
auðveldara verður að líta fram á
veginn.
Úr bæklingnum Sálræn eftirköst áfalla
sem gefinn er út af Landlæknisembættinu
og Miðstöð áfallahjálpar Landspítalanum
Fossvogi
VIÐ SLYSADEILD
Áfallahjálp er veitt þar sem nærtækast er
en oft kemur fólk á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi og þiggur
áfallahjálp þar.
Á SLYSSTAÐ
Myndir sem þessar eru nokkuð algeng sjón í dagblöðum. Fjöldi manns kemur að slysi sem þessu, bílstjóri, farþegar, aðvífandi vegfarend-
ur auk fagfólks. Eðlilegt er að það að upplifa slys skilji eftir viðbrögð hjá fólki og í sumum tilvikum getur verið erfitt fyrir fólk að takast á
við þau.
Bráðaþjónusta í kjölfar áfalls
Afallahjálp er brádaþjónusta sem fólki er veitt í kjölfar áfalla. Margir
velta því fyrir sér til hvers áfallahjálpin er og í hverju hún felst.
áfallahjálp „Öðrum farþegum var
veitt áfallahjálp.“ Þessa setningu
má oft lesa og heyra í fréttum af
slysum í fjölmiðlum og margir
hafa velt fyrir sér í hverju þessi
áfallahjálp sé fólgin. Sumir brosa
jafnvel í kampinn og segja að
alltaf sé nú verið að finna upp
hjólið og að hér áður fyrr hafi
engin þurft á áfallahjálp að halda.
En hvað felst í áfallahjálp?
í kjölfar áfalla, svo sem slysa,
ofbeldis; náttúruhamfara eða
sjálfsvígs einhvers nákomins,
verður oft vart við sterk viðbrögð
sem geta bæði verið sálræns og
líkamlegs eðlis. Þessi viðbrögð
eru einstaklingsbundin og afar
eðlileg. Áfallahjálp er bi’áðaþjón-
usta sem veitt er strax í kjölfar
áfalls og er ætlað að undirbúa fólk
undir þessi viðbrögð og hjálpa því
að takast á við þau. Áfallahjálp er
skammvinn fyrirbyggjandi íhlut-
un beint í kjölfar áfalls en hvorki
sorgarvinna né sálgæsla á trúar-
legum forsendum.
Margir hafa velt því fyrir sér
hvernig áfallahjálp fari fram og er
áreiðanlega ekkert einhlítt svar
við því. Áfallahjálp er leidd af fag-
fólki sem aflað hefur sér sérþekk-
ingar á því sviði. Þolendur áfalls-
ins reyna með aðstoð að setja í orð
hugsanir, tilfinningar og viðbrögð
sem tengjast áfallinu. Farið er yfir
algeng streituviðbrögð í kjölfar
áfalla þannig að fólk viti hvaða við-
bi’ögð geti hugsanlega skotið upp
kollinum. Loks er áhersla lögð á að
þeir sem orðið hafa fyrir áfalli hiki
ekki við að leita sér áframhaldandi
aðstoðar ef þörf er á. Mikilvægt er
að vanmeta ekki að hér á landi eru
fjölskyldubönd sterk og vinir,
vinnufélagar og jafnvel vandalaus-
ir sýna þeim sem um sárt eiga að
binda stuðning í orði og vei’ki.
Með því að vera undirbúinn
undir viðbrögð í kjölfar áfalls er
fólk færai’a um að takast á við þau.
Mikilvægast er að hafa tækifæri
til að ræða atburðinn sem olli áfall-
inu og sú hvatning sem veitt er til
þess að halda áfram að ræða hann
í stað þess að byrgja hann inni. Á
þann hátt má draga úr vanlíðan
fólks sem orðið hefur fyrir áföll-
um.
steinunn@frettabladid.is
ORÐRETT
Ekki eru þetta ómálga börn!
PÓLITÍK „Fyrst kastaði þó tólfun-
um þegar forsætisráherrann,
Davíð Oddsson, kom fram í fjöl-
miðlum og fagnaði sérstaklega
öllum þessum yfirgangi, vega-
framkvæmdunum og útboði
Landsvii’kjunar og bætti síðan
gráu ofan á svai’t með því að bera
Skipulagsstofnun þeim sökum að
úrskurður hennar bryti í bága við
landslög. Þetta gerði Davíð Odds-
son án þess að færa nokkur rök
fyrir mál sínu. Vel má vera að
forsætisráherra landsins telji sig
geta gengið út frá því sem vísu að
umhverfisráherrann hafni fag-
legum úrskurði Skipulagsstofn-
unar og beygi sig þannig undir
ríkisstjórnarviljann og þá sér-
staklega þá menn í ríkisstjórn-
inni sem ætla að knýja fram hin
umdeildu áform. Ég ætla ekki að
gefa mér þá niðurstöðu. Og hvað
sem því líður er úrskurður Skipu-
lagsstofnunar lagalega bindandi.
Almennt vilja íslendingar að
náttúran sé látin njóta vafans.
Þegar síðan vafinn og lögin leggj-
ast á eitt gegn þessum umdeildu
virkjunaráformum má spyrja
hvernig í ósköpunum standi eig-
inlega því að menn láti forsætis-
ráherrann komast upp með þenn-
an yfirgang. í því sambandi beini
ég ekki sjónum mínum til stjórn-
arandstöðu heldur til hans eigin
félaga. Auðvitað liggur það ljóst
fyrir að margir Sjálfstæðismenn
eru mjög andvígir þessum
áformum og byggja þeir and-
stöðu sína á margvíslegum sjón-
armiðum, t.d. arðsemis- og efna-
hagsforsendum og sjónarmiðum
umhverfisverndar. Vissulega eru
til heiðarlegar undantekningai’,
og má þar nefna unga og kröft-
uga hagfræðinga og borgarpóli-
tíkus sem leitt hafa gagnrýna
umræðu. En upp til hópa þegja
menn þó. Og átakanlegast er að
þegar forsætisráherrann ræður
eklci við skapsmuni sína og sýnir
landslögum og fólki sem starfar
af trúmennsku samkvæmt lands-
lögum þá vanvirðu sem þjóðin
hefur nú orðið vitni að. Þá virðist
enginn í nánsta umhverfi ráð-
herrans hafa burði til að andæfa.
Er þetta undirgefni eða eru
svona miklir andans lítilmagnar
ER ÞETTA UNDIRGEFNI EÐA HVAÐ,
SPYR ÖGMUNDUR JÓNASSON AL-
ÞINGISMAÐUR?
á ferð? Hvað veldur eiginlega?
Einhver skýring hlýtur að vera á
þessu. Ekki eru þetta ómálga
börn!“
Ögmundur Jónasson á vefsíðunni
vg.is 22. ágúst 2001