Fréttablaðið - 14.09.2001, Page 4

Fréttablaðið - 14.09.2001, Page 4
SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI MÁLA FÉLAGSÞJÓNUSTUNN- AR f BORGINNI ÁRIÐ 2000 Hér má sjá samanburður á fjölda fjárhags- aðstoðarmála Félagsþjónustu Reykjavíkur- borgar á siðasta ári. Flestir sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eru atvinnulausir eða öryrkjar. Atvinnulaus 910 Öryrki 495 f launavinnu 350 Nemi 275 Sjúklingur 210 rtui ilífeyrisþegi 50 Heimild: Félagsþjónustan í Reykjavík 2001 'fréttáblAðið' 14. september 2001 FÖSTUDÁGUR HJÁLMINN OFAN Verkamenn í skipasmíðastöðinni í Kiel „Howaldtswerke - Deutsche Werft AG" lögðu niður vinnu eins og fleiri Þjóðverjar. Minningarathöfn: Fimm mín- útna þögn í Þýskalandi árás Á ameríku Fimm mínútna þögn ríkti í Þýskalandi í gær- morgun þegar Þjóðverjar vottuðu fórnarlömbum árásar hryðju- verkamanna á Bandaríkin samúð sína. Starfsfólk í fyrirtækjum, verksmiðjum, verslunum og opin- berum stofnunum um allt landið tóku þátt í athöfninni, sem hófst klukkan tíu að staðartíma, og lögðu niður vinnu. Víða um Evrópu hafa verið haldnar athafnir til að minnast fórnarlamba árásanna síðastliðin þriðjudag. ■ Fjölskylduharmleikur: Slapp úr turninum, en systir í vélinni ÁRÁS Á ameríku írskur maður, Ronnie Clifford að nafni, þakkaði sínum sæla fyrir að hafa sloppið út úr World Trade Center í New York áður en turnarnir hrundu á þriðjudag. Hann fékk þó slæmar fréttir skömmu síðar, þegar í ljós koma að systir hans og dóttir hennar höfðu verið um borð í fyrri flugvélinni sem flogið var beint á annan turn World TVade Center. Clifford hafði flúið sem fætur toguðu eftir að fyrri flug- vélin skall á öðrum turninum, en hann var staddur í hinum turnin- um og hafði komist út rétt áður en hin flugvélin skall á honum sköm- mu síðar. ■ IlögreglufréttirI Ráðist var á mann á heimili hans í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu árásarmennirnir, tveir karlmenn, bankað upp á hjá manninum sem býr í uppsveitum Árnessýslu og reynt að þvinga hann til að skrifa undir skuldarviðurkenningu. Þeg- ar maðurinn neitaði réðust þeir að honum með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. Húsráð- andinn þekkti annan árásarmann- anna og hefur lagt fram formlega kæru til lögreglunnar á Selfossi sem er með málið í rannsókn. í skjóli harmleiksins í Bandaríkjunum: ísraelsher réðst á Jeríkó og Jenín JERÚSALEM. JERÍKÓ. ap í gærmorgun tveimur dögum eftir árásirnar á New York og Washington, réðust ísraelskir skriðdrekar á tvo bæi á Vesturbakkanum, Jenín og Jeríkó. Þrír Palestínumenn létu lífið og 21 særðist. fsraelski herinn sagði þessum síðustu aðgerðum ætlað að „upp- ræta hryðjuverkamenn", en Palestínumenn sögðu ísraelsk stjórnvöld vera að notfæra sér ástandið, þegar umheimurinn væri með allan hugann við hryðjuverkin í Bandaríkjunum, til þess að herða árásirnar á Palest- ínumenn. „ARAFAT ER OKKAR BIN LADEN" Forsætisráðherra (sraels túlkar árásirnar á Bandarikin sér í hag. „Allir eiga sér sinn bin Laden. Arafat er okkar bin Laden,“ sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels við Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Hann sagði að Arafat bæri ábyrgð á hryðjuverkum gegn ísrael undan- farið átakaár. Sakher Habash, einn leiðtoga Fatah-hreyfingar Arafats, sagði að þessum ummælum Sharons væri greinilega ætlað að réttlæta aukna hörku í árásum ísraelska hersins á Palestínumenn. ísraels- menn telji sig nú vera komna með afsökun fyrir því að „halda áfram að drepa Palestínumenn." ■ Sorgardagur í dag: Heimurinn syrgir árás Á ameríku í dag er víða sorg- ardagur vegna árásarinnar á Am- eríku á þriðjudag. Aðildarríki Evrópusambandsins voru fyrst til þess að lýsa yfir sorgardegi í dag og mælast til þess að hinum látnu yrði vottuð virðing með þögn kl. 10 GMT. í gær tók Evrópuráðið undir og hvetur 800 milljónir íbúa í aðildarlöndum ráðsins til að votta hinum látnu virðingu með þriggja mínútna þögn í dag. Nokkur ríki utan Evrópu hafa einnig lýst því yfir að dagurinn í dag sé sorgardagur vegna árásar- innar á Ameríku. ■ Hetjudáð í háloftunum Farþegar um borð í flugvélinni sem brotlenti í Pennsylvaniu kusu um hvort ráðast ætti á hryðju- verkamennina. „Nokkrir okkar ætla að gera eitthvað í rnálinu," sagði einn farþeganna. Talið er að komið hafi verið í veg fyrir mun stærra slys. árás Á ameríku Farþegar sem um borð voru í fjórðu flugvélinni sem rænt var af hryðjuverkamönnum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn og brotlenti í Pennsylvaniu-fylki, kusu um hvort ráðast ætti á flug- ræningjana og reyna að yfirbuga þá. Þetta kom fram í samtali sem einn farþeganna átti við ættingja sinn í gegnum farsíma. Jeremy Glick, einn farþeganna um borð, var að ferðast með tveg: gja mánaða gömlum syni sínum. í við „Það sem Tom gerði og þeir sem hjálpuðu honum bjarg- aði lífi fjöl- margra." arnir höfðu einhverjar samtali hans eiginkonu sína fékk hann stað- festingu á því að fregnirnar um árásirnar á World Trade Center væru á rökum reistar, en farþeg- flestir þegar fengið fregnir af slysinu. Gerði hann þá stutt hlé á símtal- inu. Á meðan virðist sem nokkrir farþeganna, sem safnað hafði ver- ið saman aftast í flugvélinni, hafi ákveðið að ráðast á hryðjuverka- mennina, því þegar hann sneri aftur í símann sagði hann: „karl- arnir kusu um að ráðast á hryðju- verkmennina." Síðan fór hann úr símanum en sagðist ætla að koma aftur. Það var hins vegar það síð- asta sem heyrðist frá honum. Ekki bárust fregnir af því hversu margir hefðu kosið um að ráðast á mennina, sem litu út eins og arabar og töluðu arabísku, að sögn Glick. Hinn 38 ára gamli,Thomas E. Burnett, sem einnig var um borð í vélinni hringdi fjórum sinnum í eiginkonu sína, Deena, sem býr í Kaliforníu. „Nokkrir okkar ætla að gera eitthvað í málinu,“ sagði hann, en skömmu áður hafði flug- vélin snúist um 180 gráður á leið í suðaustur, að því er virðist til Washington á leið í Hvíta húsið eða Þinghúsið. Bætti Burnett því við að einn farþeganna hefði þegar verið stunginn. „Kannski munum við aldrei fá að vita hve margir hjálpuðu hon- um eða til hvaða ráða þeir gripu, en ég er ekki í vafa um að flug- vélinni var stefnt á eitthvað kennileiti og að það sem Tom gerði og þeir sem hjálpuðu honum bjargaði lífi fjölmargra," sagði eiginkona hans. „Ég er svo stolt af honum og þakklát." Að sögn John Ashcroft, yfir- manns dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, var hverri vél rænt af þremur til sex mönnum vopnuðum hnífum. Kemur það heim og saman við frásagnir flug- farþeganna sem greindu m.a. frá því að þrír menn hefðu rænt vél- inni og að þeir hefðu haft sprengju meðferðis. Auk þess HOLA f JÖRÐU Enginn hinna 45 farþega og áhafnarmeðlima komst lifs af þegar Boeing 757 flugvélin frá United Airlines brotlenti norður af Somerset-sýslu í Pennsylvaniu. Sérfræðingar reyna nú að kom- ast að orsökum slyssins. HETJA Thomas Burnett, þriggja barna faðir, sem var um borð í flugi 93 frá Boston til San Francisco. Hann hringdi i eig- inkonu sína skömmu áður en flugvélin brotlenti og sagði að nokkrir mannanna um borð ætluðu sér að gera eitthvað i málinu. kom fram að þrfr áhafnarmeðlim- ir hefðu verið stungnir til bana. freyr@frettabladid.is Sameining sveitarfélaga: Kosið á íjórum svæðum fyrir norðan og sunnan sameining Fyrirhugað er að greiða atkvæði um sameiningu sveitar- félaga á fjórum svæðum n.k. nóv- ember. Viðræður standa á milli viðkomandi sveitarfélaga um áformaðar kosningar og því geta dagsetningar breyst á næstu vik- um frá því sem þegar hefur verið ákveðið. Þarna er um að ræða sameiningu sveitarfélaga bæði fyrir norðan og sunnan. Fyrstu kosningarnar eru fyrir- hugaðar 3. nóvember n.k. Þá munu íbúar Ljósavatnshrepps, Hálsahrepps, Bárðdælahrepps og Reykdælahrepps greiða atkvæði um sameiningu þeirra. Sama dag greiða atkvæði um sameiningu íbúar sjö sveitarfélaga í Þingeyj- arsýslu með Húsavík í broddi fylkingar. Viku seinna eða 10. nóv- ember n.k. er stefnt að atkvæða- greiðslu 5 sveitarfélaga í upp- sveitum Árnessýslu, þ.e. sumar- bústaðasvæðið í Grímsnesi, Laug- arvatni, Þingvöllum og Biskups- tungum. Þann 17. nóvember er svo fyrirhuguð atkvæðagreiðsla í sex sveitarfélögum f Landeyjum, Hvolhreppi, undir Eyjafjöllum og Fljótshlíð. ■ ÞINGVELLIR Verið er að vinna að undirbúningi kosn- inga um sameiningu nágrannahreppa á söguslóðum í uppsveitum Árnessýslu Tlögreglufréttírí Tilkynnt voru nokkur innbrot fyrir klukkan tíu í gærmorg- un. Brotist hafði verið inn í bíla- geymslu í Austurbænum og brot- ist inn í bíla, einnig var tilkynnt um innbrot í bíl í Árbæjarhverfi. Þá var farið inn í kjallara ný- byggingar í Grafarvogi og þaðan stolið verkfærum. Brotist var inn í kirkju í Þingholtunum. Engin helgispjöll voru unnin en lausa- munir teknir. Málið er til rann- sóknar. Harður árekstur tveggja bíla varð á Neskaupstað seint í fyrrakvöld. Flytja þurfti far- þega og báða ökumenn til að- hlynningar á sjúkrahúsið á Nes- kaupstað en að sögn lögreglu er talið að um minniháttar meiðsl séu að ræða. Tildrög slyssins eru enn ókunn og er málið til rannsóknar. AP/MYNDIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.