Fréttablaðið - 14.09.2001, Side 18
A HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ?
Helga Hauksdóttir,
tónleikastjórí Sinfóníuhljómsveitar
íslands
Við lifum á tlmum ójafnaðar og óréttlætis, þar
sem hinar stærstu þjóðir ríkja en þær eru um
leið líklegustu skotspónar illvirkja, eins og
dæmin sanna. Á slíkum tímum hefur það slna
kosti að lifa í litlu og tiltölulega einangruðu
samfélagi eins og á íslandi.
18
FRÉTTABLAÐIÐ
14, september 2001 FÖSTUPAGUR
Vilji Emmu - fyrsta frumsýning á Smíðaverkstæðinu í vetur:
Atakaverk um listina, lífið og ástina
LEiKLisT Vilji Emmu eftir David Hare
verður frumsýnt á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins á morgun. Leik-
stjórn er í höndum Vigdísar Jakobs-
dóttur og er þetta fyrsta leikstjórn-
arverkefni hennar við Þjóðleikhús-
ið. Með aðalhlutverk fara Kristbjörg
Kjeld, Elva Ósk Ólafsdóttir og Bald-
ur Trausti Hreinsson. Leikritið fjall-
ar um leikkonuna Esme Allen, sem
leikin er af Kristbjörgu Kjeld, og er
þekkt sviðsleikkona í London sem
tekst á við örlagaríkar breytingar í
lífinu. Einkadóttir hennar, Emma,
verður ástfangin af ungum manni,
Dominic, sem er fulltrúi nýrra tíma;
fjöldamenningar sjónvarps og kvik-
mynda. Árekstur ólíkra menningar-
heima er því óumflýjanlegur. ■
EMMA OC DOMINIC
Elva Ósk Ólafsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson í hlutverkum sínum.
Nýtt íslenskt dansverk:
Fimm fer-
metrar í
Tjarnarbíói
pans Nýtt íslenskt dansverk, Fimm
fermetrar, verður frumsýnt í Tjarn-
arbíói á sunnudag. Höfundur dans-
verksins, sem er samið fyrir fjóra
dansara í afmörkuðu rými, er Ölöf
Ingólfsdóttir, einn fremsti danshöf-
undur íslendinga, en hún hefur
meðal annars samið verk fyrir ís-
lenska dansflokkinn og verður það
nýjasta frumsýnt í október. í Fimm
fermetrum eru samskipti fólks
skoðuð og hugtökum eins og sam-
keppni og sveigjanleika, frekju og
fórnfýsi velt upp. Einungis er um að
ræða þrjár sýningar. ■
Bónstöðin
Birta
Tökum að okkur að:
• Bóna
• Massa
• Djúphreinsa
• Teflonhúða
BÓNSTÖÐIN BIRTA
Skipholti 11-13
Sími 533 2828
Aukakílóin
burt!
• Ertu að leita að mér?
• Vantar þig vörur?
• Otrulegur árangur!
• Ég missti 11 kg á 9
vikum!
Alma Hafsteinsdóttir
Sjólfst. Herbalife dreif.
S: 694-9595
www.heilsulif.iswww.heilsulif.is
Er skammturinn búínn?
Hafðu samband við mig
ef þig vantar vörur.
Sjálfstæður Herbalife
dreifingaraðili
JS
simi 897 2099
Flugslysið Skerjafirði.
Söfnunarsímar
Ef hringt er í eftirtalin númer
gjaldfærist af reikningi símans,
sem hringt er úr, sem hér segir:
Sími 907 2007- 1.000,-kr
Sími 907 2008 - 2.500,- kr
Sími 907 2009 - 5.000,- kr
Bankar. er no. 1175-05-409940
FðSUPAGURINN
14. SEPTEMBER
LEIKHÚS____________________________
12.00 Rúm fyrir einn sýnt í Iðnó. Súpa
og brauð innifalið.
20.00 Farsinn Með vífið f lúkunum er
sýndur í Borgarleikhúsinu. Höf-
undurinn er Ray Cooney og með
hlutverkin fara helstu gamanleik-
arar landsins.
20.00 Pikusögur eru sýndar á þriðju
hæð Borgarleikhússins. Leikend-
ur eru Halldóra Geirharðsdóttir,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sól-
ey Elíasdóttir.
20.00 Söng- og gamanleikurinn Syngj-
andi í rigningunni sýndur á stóra
sviði Þjóðleikhússins Nokkur
sæti laus.
20.00 Englaböm eftir Hávar Sigurjóns-
son frumsýnt í Hafnarfjarðarleik-
húsinu Miðasala i s. 555-2222 og
á midavefur.is.
20.00 Sýningar hafnar að nýju á önd-
vegiskonum eftir Werner
Schwab á litla sviði Borgarleik-
hússins.
MÁLÞING____________________________
13.30 Stofnun Sigurðar Nordal stendur
fyrir málþingi um fslensk fræði
við aldamót í Norræna húsinu í
tilefni af 15 ára afmæli stofnunar-
innar. Málþingið hefst með ávörp-
um Björns Bjarnasonar, mennta-
málaráðherra, og Ólafs (sleifsson-
ar, formanns stjórnar Stofnunar
Sigurðar Nordals. Allir velkomnir.
SKEMMTANIR_________________________
22.00 Skemmtikvöld með Emi Árna-
syni og Karli Agústi Útfssyni f
Þjóðleikhúskjallaranum. Húsið
opnar kl. 20 fyrir matargesti.
DJ Benni verður í burinu á Club 22 og
spilar frá miðnættí til morguns. Frítt inn
til klukkan 02:00. Handhafar stúdenta-
skfrteina fá frítt inn alla nóttina.
FERÐALÖG___________________________
20.00 Ferðafélagið Útivist fer um helg-
ina 14. - 16. sept f árlega haust-
lita- og grillveisluferð f Bása í
Þórsmörk. Brottför er frá BSÍ f
kvöld. Gist f Útivistarskálunum
eða f tjöldum.
SÝNINGAR___________________________
Félagar í Meistara Jakob opnuðu sýn-
ingu á verkum sínum í Listasafni ASÍ
s.l. laugardag. Meistari Jakob sam-
anstendur af tíu listamönnum sem
vinna við listmálun, graffk, veflist og leir-
list Sýningin stendur frá 8. september til
23. september. Opnunartfmi er alla
daga nema mánudaga frá kl. 14-18.
MYNPLIST___________________________
( Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
stendur nú sýning á verkum eftir Helga
Gfslason myndhöggvara. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er Speglanir en Helgi sýnir
bæði bronsmyndir og úrval teikninga.
Myndefni Helga er einstaklingurinn í
rýminu. Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga kl. 14 til 17 f septem-
ber en f október verður aðeins opið um
helgar
Andlegi skólinn
Innritun hafin
í síma 553 6537
Kennsla hefst 24. sept.
Hvert er markmiðið með
Markmiðum?
Listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson
opna forvitnilega farandssýningu í Heiðmörk um helgina sem svo
ferðast um Reykjavík í næstu viku.
er bent á að beygja inn Rauð
hólaafleggjarann inn í Heið-
mörk en þaðan á leiðin að
bílnum að vera vel merkt.
Ýmsar veitingar bíða
svo gesta á þessum
fyrsta stað sem bíln-
um verður lagt á.
„Þessi bíll er hálf-
ger geymsla fyrir
verk okkar. Sýn-
ingin sem við
vorum með
síðast var
hjá honum
S æ v a r i
Karli.
á
í u.þ.b. sólarhring við hverja
braut þannig að bílstjórar
höfuðborgarinnar ættu að
verða hans einhverstað-
ar varir í næstu viku.
„Lokapunkturinn á
þessari sýningu
verður svo í fjör-
unni við Sævar-
höfða. Þar fyrir
utan Geirsnef-
ið eru leifar
af bryggju
þar sem
við ætlum
að koma
bátnum
á flot.
Von-
MAR D
iistiR Ef vegfarendur sjá í næstu
viku jeppa með 5 metra langan
bát á þakinu, strandaðan snyrti-
lega við eina af stærri umferða-
götum borgarinnar þá er ótrú-
legt en satt til góð skýring fyrir
því. Um er að ræða listasýningu
á hjólum eftir þá félaga Helga
Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson. Leggið því bif-
reið ykkar einhverstaðar ná-
lægt, trítlið upp að bílnum og
skoðið hvað felur sig innan í hon-
um. Þetta er fimmta samsýning
Helga og Péturs undir nafninu
Markmið. Þessi f*p«ndssýning
er einnig hluti afY*rk#fni Gabrí-
elu Friðriksdóttur Rf-Ásmundar
Ásmundssonar sem kallast
„Listamaðurinn á horninu".
En hvert er svo markmiðið með
Markmiðum? „Þessi titill Mark-
mið eða Markmiðsleysi er eins
konar tvíræðni," útskýrir Helgi.
„Við höfum unnið að þessum
„Markmiðum“ í sundur og saman.
I upphafi fórum við að fikta við
þessa strákadrauma, byssur, hrað-
skreiða bfla eða allt það sem strák-
ar skoða. Svo er markmiðið að
sýna vissan þroskaferil í gegnum
sýningaröðina."
Sýningin hefst í Heiðmörk á
morgun kl.15. Gangandi vegfar-
endum verður boðið upp á sæta-
ferðir frá Gallerí Hlemmi en
lagt verður af stað þaðan
kl. 14:30. Akandi vegfarendum
bátskel sem við þóttumst hafa
siglt á til Póllands, ferðakoffort
sem við smíðuðum og margt
fleira. Sú sýning fer öll inn í bíl-
inn en hann ætlum við svo að
nota aftur í Markmiðum 6.“ Eftir
opnunina fer bílinn á flakk um
helstu umferðaæðar borgarinn-
ar. Hann kemur til með að standa
andi flýtur hann þar í viku, ef
ekki þá sekkur hann.“
Á heimasíðu Markmiðana,
h t t p : / / m e m -
bers.netjunk.com/markmid, er
hægt að lesa um og sjá myndir af
fyrri samstarfsverkefnum
Helga og Péturs.
biggi@frettabladid.is
Arngunnur Ýr sýnir nú verk sín í Gall-
eríi Sævars Karls. Sýningin nefnist
Allt og ekkert og eru verkin á sýning-
unni öll unnin á þessu ári.
I Listhúsinu i Laugardal stendur mál-
verkasýning Elisabetar Stacy Hurley.
Elisabet er af fslenskum ættum en er
búsett f Bandaríkjunum.
Hrefna Lárusdóttir sýnir nú vatnslita-
myndir f Stöðiakoti, Bókhlöðustíg 6.
Hrefna er Reykvíkingur en hefur verið
búsett erlendis í 29 ár. Sýning hennar
nefnist Heima og heiman. Sýningin er
opin daglega kl. 14 til 18 og stendur til
16. september.
Ekkert er yfirskrift sýningar Bjarna
Sigurbjörnsson sem opnuð var um
helgina í Hafnarborg. Bjarni málar á
plexígler með blöndu af olíulitum og
vatni, efnum sem hrinda hvert öðru frá
sér og skilja svo eftir ummerki um þau
átök á myndfletinum sem í mörgum
verkanna er grfðarstór. Sýningin stendur
til 24. september og er opin alla daga
nema þriðjudaga frá 11 til 17.
Sýningin Sjálfbær þróun stendur nú í
Nýlistasafninu. Sýningin er liður í átaks-
verkefni Nýlistasafnsins sem kennt er við
Grasrót og hefur að markmiði að kynna
verk efnilegra listamanna sem eru að
stíga sfn fyrstu sjálfbæru þróunarskref á
sviði listarinnar. Sýningin er opin milli kl.
12 og 17 alla daga nema mánudaga.
Grafarvogsdagur í fjórða skipti:
Nágrannatengslin efld
fjölskylpan Mörg hundruð manns
koma að undirbúningi Grafarvogs-
dagsins sem haldinn verður á
morgun í fjórða skipti. Að sögn Sig-
fúsar Þ. Sigmundssonar, verkefnis-
stjóra hjá Miðgarði, fjölskyldu-
þjónustunnar í Grafarvogi iiefur
þátttakan í Grafarvogsdeginum
aukist jafnt og þétt undanfarin ár
og búist við enn betri þátttöku í ár.
„Það koma sífellt fleiri að undir-
búningi dagsins, í ár taka til dæmis
allar verslanir í Spönginni, versl-
unarkjarnanum í Grafarvogi þátt
og nemendur Borgarholtsskóla
verða með opið hús. Svo má nefna
að forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson og borgarstjóri Reykja-
víkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
T
BORGARHOLTSSKÓLI
Mikíð verður um að vera I Borgarholts-
skóla á morgun. Þar verður opið hús á
milli eitt og hálf fjögur.
verða heiðursgestir á Grafarvogs-
deginum í ár.“
18.000 manns búa í Grafarvogin-
um og segir Sigfús að tilgangurinn
með deginum sé að efla tengslin
þeirra á meðal. „íbúasamtök eru
hvergi sterkari en hér og hvergi
annars staðar í Reykjavík starfar
hverfisnefnd með þeim hætti sem
hún gerir hér,“ segir Sigfús og
bendir á að samstaða íbúanna hafi
komið glögglega fram í undirbún-
ingi að deginum.
Fjölbreytt dagsskrá verður í
Grafarvoginum í tilefni dagsins,
söguganga, skrúðganga, grill og
flugeldasýning er meðal þess sem
íbúum hverfisins og gestum þeirra
verður boðið upp á. ■