Fréttablaðið - 21.09.2001, Page 11

Fréttablaðið - 21.09.2001, Page 11
FÖSTUPAGUR 21. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Nýsköpunarsj óður atvinnulífsins: Nýtt eldsneytis- kerfi verðlaunað Sjúkraliðar: Óbreytt staða VERKALÝÐSMÁL Ekkert þokaðist í átt til samkomulags í kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins á sáttafundi í gær. Annar fundur hefur verið boðaður í dag, föstudag klukkan 13 en fyrsti hluti í þrisvar sinnum þriggja daga boðaðu verkfalli sjúkraliða hefst eftir rúma viku hafi ekki samist áður. Þá fundaði verkfallsstjórn og undanþágu- nefnd sjúkraliða í gær til að fara yfir verklagsreglur. Sjúkraliðar hafa verið án nýs samnings í tæpt ár. Þeir fóru síðast í verkfall 1994 sem stóð í átta vikur. ■ nÝsköpun Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins verðlaunaði í gær að- standendur verkefnisins Fjöl- blendis fyrir áætlun sína um að þróa, framleiða og markaðssetja nýja tegund eldsneytiskerfis. Eldsneytiskerfið er uppfinning Kristjáns Björns Ómarssonar og er um að ræða nýja tegund blönd- ungs fyrir bensín- og gasvélar sem á að gefa nær fullkominn bruna. Verðlaunin námu einni milljón króna auk þess sem að- standendur njóta leiðsagnar sér- fræðinga KPMG. Önnur verðlaun hlaut verkefn- ið Nordic Photos sem gengur út á söfnun, flokkun og dreifingu nor- rænna ljósmynda á netinu. Þá voru fjögur verkefni valin til að keppa í fjórum flokkum fyrir ís- lands hönd í evrópskri nýsköpun- arkeppni í Brussel um miðjan nóvember. ■ NÝSKÖPUNARVERÐLAUN VEITT ÞRIÐJA SINNI Verðlaunin voru afhent í gær og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Alls bárust 109 viðskiptahugmyndir og áætlanir. Rannsókn á flugslysi: Þrjá mán- uði hjá sak- sóknara SKERJAFJARÐARSLYSIÐ Að SÖgn Egils Stephensens saksóknara, er flug- slysið sem varð í Skerjafirði í ágúst í fyrra enn til skoðunar hjá lög- fræðideild embættisins. Lögreglu- rannsókn lauk í júní sl. og var mál- ið þá sent saksóknara. Egill segir málið flókið og tímafrekara en reiknað var með. „Það liggur fyrir gríðarlegt magn af gögnum sem bæði lögreglan og aðstandendurnir hafa aflað. Tíðinda er að vænta á næstu dögum þó ekki sé komið að lokaákvörðun,“ segir hann. ■ HERNAÐARAÐGERÐIR (slensk stjórnvöld hafa ekki kannað af- stöðu þjóðarinnar til hernaðaraðgerða á grundvelli fimmtu greinarinnar. Hernaðaraðgerðir: Afstaða al- mennings ekki könnuð HERNAÐARAÐGERÐIR íslensk StjÓrn- völd hafa ekki kannað afstöðu al- mennings til hernaðaraðgerða, samkvæmt upplýsingum frá PricewaterhouseCoopers, Gallup á íslandi og Félagsvísindastofn- unar. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að komi til átaka af hálfu Bandaríkjanna vegna árásanna, muni ísland taka þátt í þeim á grundvelli fimmtu grein- arinnar. Gallup hefur gert könnun á meðal flestra NATO þjóða um afstöðu almennings til hernaðar- aðgerða í kjölfar árásanna á Am- eríku. Samkvæmt upplýsingum frá Gallup á íslandi hefur þessi könnun ekki verið gerð hér á landi. ■ —♦— Starfsgreinasambandið: Obreyttir samningar útilokaðir verkalÝðsiviál Á fundi fram- kvæmdastjórnar Starfsgreina- sambandsins um sl. helgi voru menn sammála um að óbreyttir samningar kæmu ekki til greina vegna verðbólgunnar. Halldór Björnsson formaður sambandsins segir að það þýðir að launaliður gildandi samninga verði laus við endurskoðun þeirra eftir áramót ef ekki koma til kjarabætur eins og gert var við endurskoðun samninga sl. vetur. Hann segir að á fundinum hefði komið fram vilji til að mynda breiða samstöðu um þetta innan verkalýðshreyfingar- innar þar sem ASÍ mundi leiða þær viðræður við atvinnurekend- ur. Á fundinum var einnig gagn- rýnt að stjórn efnahagsmála skuli vera látin reka á reiðanum. í síðustu Hagvísum Seðla- banka íslands kemur fram að á síðustu þremur mánuðum hefur verðbólgan aukist úr 6,8% í 8,4% miðað við vísitölu neysluverðs undanfarna 12 mánuði. Þar kemur fram að helsta ástæðan fyrir þess- ari verðbólguaukningu sé að mestu vegna verðhækkana á inn- lendri vöru og þjónustu. ■ Ý msum finnst mat Ríkiskaupa lágt segir Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra. Ráðuneytið kom hvergi að sölu Uppsala, að sögn ráðherrans, nema hvað það afþakkaði for- kaupsrétt ríkisins eins og í öllum öðrum tilfellum. QOLF SLÍPIVÉLAH ríkisjarðir „Allt frá því ég kom í í'áðuneytið hefur verið farið eftir skýrum reglum um sölu ríkisjarða og ekki frá þeim vikið," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. „Þær reglur eru frá því í maí 1999 og voru settar í kjölfar athuga- semda frá Ríkisendurskoðun sem framkvæmdi stjórnsýsluendur- skoðun á jarðadeild landbúnaðar- ráðuneytisins. Allar ríkisjarðir sem losna og ákveðið er að selja eru auglýstar rækilega og seldar hæst- bjóðanda. Ábúendur ríkisjarða, sem hafa búið þar 10 ár eða lengur, hafa hins vegar samkvæmt lögum rétt til þess að leysa þær til sín, ef slíkt fær samþykki hreppsnefndar og jarðanefndar. Við fengum óháðan að- ila, Ríkiskaup, til þess að meta sölu- verð slíkra jarða og töldum okkur með því tryggja fagleg vinnubrögð. Auðvitað verða Ríkiskaup að gæta þess að hafa ávallt bestu forsendur til að vinna útfrá því GUÐNI ÁGÚSTSSON Búið að selja með sama hætti stóran hluta ábúðarjarða í eigu ríkisins. við förum eftir mati þeirra í einu og öllu. Ýmsum finnst mat Ríkiskaupa lágt, sérstaklega ef ábúendur selja jörðina síðar á frjálsum markaði, en þá gleyma menn að taka með í söluverðið eignir bóndans, sem oft eru verulegar. Landbúnaðarráð- herra telur ekki ástæðu til að brey- ta þessum sölumáta, sem byggir á lögum frá Alþingi, því búið er að selja með þessum hætti stóran hluta ábúðarjarða í eigu ríkisins. „Bræðurnir í Uppsölum keyptu af ríkinu. Þeir selja eignarjörð sína ísólfi Gylfa Pálmasyni. Það eru við- skipti milli einstakíinga. Landbún- aðarráðuneytið kom hvergi að því máli utan að það afþakkaði for- kaupsrétt ríkisins eins og í öllum öðrum tilfellum", segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. ■ Þ.ÞORGRIMSSON & CO m-mm'mrn Ármúla 29 /108 Reykjavík f Z4 ZÁ Símar: 553-8640 / 568-6100 Bréfasími: 588-8755 Ódýrtónlist Tónlistarmarkaðurinn í Perlunni 15. - 30. september Stórkostlegt úrval af geisladiskum, myndböndum, tölvuleikjum, DVD og GSM fylgihlutum á hreint ótrúlegu verði! Opið alla daga vikunnar frá kl. 10 -18 DEAN MARTIN Everybody Loves Somebody Verð 299,- GEÍRMUNDUR Bestu lögin Verð 899,- imi átefesw Bat out of Hell Verð 999,- LOUIS PRIM Tbe Original Verð 999,- THE HUMAN LEAGUE IVAN REBROFF The Best of His greatest Hits Vérð 999,- Verð 999,- Best of the 70's Verð 999,- 20 Great love Songs Verð 999,- OF IRELAND Verð 499,- Perlur klasslskrar tónlistar Verð 999,- Sími: 561-8090

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.