Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 21. september 2001 FÖSTUDACUR KNATTSPYRNA 14 Hvemig endar Símadeildin? „Ég held að Skaginn nái að halda jöfnu úti í Eyjum og verði meistari fyrir vikið. Ég er nokkuð hræddur um Val en það er ósanngjarnt ef hann fellur. Fram nær ör- ugglega að vinna Keflavík á heimavelli en KR vinnur ekki í Grindavík og fellur með Breiðabliki." ■ Þórhallur Sverrisson, dagskrárgerðarmaður og Valsari HOPKINS YBBAR GOGG „Ég er svekktur yfir því að þurfa að bíða með það að sýna heiminum að ég er bestur í millivigt," sagði hann þegar bar- daganum var frestað. Bardagi Trinidad og Hopkins: Tveimur kílómetrum frá rústunum hnefaleikar Bardagi Felix TVinidad og Bernard Hopkins, sem átti að fara fram sl. laugardag en var frestað vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum, mun fara fram laugardaginn 29. september. Þar takast kapparnir á um hvor þeirra verður heimsmeistari í millivigt en Trinidad mætir með WBA titil- inn og Hopkins með WBC og IBF titlana. Trinidad hefur aldrei tapað í 40 bardögum og slegið rothögg 33 sinnum. Hopkins hefur tapað tvis- var í 41 bardaga, einu sinni gert jafntefli og slegið 28 rothögg. Bardaginn verður haldinn í Madison Square Garden í New York, sem er tæpum tveimur kíló- metrum frá rústum World Trade Center. íþróttahöllinn er einn af þeim stöðum sem þjóna nú tilgangi miðstöðva til að koma borginni í skikkanlegt ástand. Báðir hnefa- leikakapparnir voru í borginni þegar ódæðin voru framin. „George W. Bush forseti og Rudolph Giuliani borgarstjóri hvetja Bandaríkjamenn til að snúa sér aftur að sýnu daglega Iífi,“ seg- ir hnefaleikafrömuðurinn Don King. „Ég styð þá 100% sem leið- toga. Bardaginn mun þjappa íbú- um New York saman og vera dæmi um stolt Bandaríkjamanna." ■ —♦— Þjálfari AS Roma: Ekki á leid til Englands knattspyrna Fabio Capello, stjóri AS Roma, hefur slegið á allar sögusagnir þess efnis að hann vilji hætta í starfi sínu og hefur beðið um framlengingu á samn- ingi sínum við ítölsku meistarana. Ropa hefur ekki byrjað tímabilið á Ítalíu vel og gengu þær sögu- sagnir fjöllum hærra að Capello vildi gerast arftaki Alex Fergu- sonar hjá Manchester United og hætta fyrr en samningur hans sagði til um en hann rennur út um áramótin 2002-2003. „Ég hef aldrei sagt að ég vilji yfirgefa liðið. Ég mun virða minn hluta samningsins," sagði Capello og bætti við. „Ég er meira að segja tilbúinn að framlengja samninginn ef fé- lagið fer fram á það.“ ■ Fjölnir ekki með á Islandsmótinu: „Vonbrigði frekar en áfall“ HANDKNATTLEIKUR Skrifstofu Handknattleikssambands ís- lands barst tilkynning í gær frá aðalstjórn Fjölnis þess efnis að liðið hefði dregið meistaraflokk karla úr keppni í íslandsmótinu í handknattleik. Jónas_ Már Fjeld- sted, mótastjóri HSÍ, vildi ekki meina að það væri áfall fyrir sambandið að Fjölnir hefði dreg- ið sig úr keppni. „Eg myndi frekar segja að þetta væru vonbrigði frekar en áfall. Fyrirkomulagið skiptir ekki öllu máli, það er bara alltaf leiðinlegt þegar lið detta út. Það er alltaf slæmt fyrir íþróttina." HSÍ hafði afskipti af málinu og gaf meðal annars Fjölni frest á því að tilkynna liðið til þátt- töku. „Við reyndum að vera sátta- semjarar á fyrri stigum málsins en því miður gekk það ekki upp. Við kölluðum aðalstjórn og hand- knattleiksdeild saman og reynd- um að vinna að þessu máli, með þeirri lausn að hægt væri að reka meistaraflokkinn. Við reyndum að vera þeim innan handar, en við getum ekki beitt okkur í innanfélagsmálum sem slíkum." Fjórtán lið munu því keppa á íslandsmótinu í ár og verður spilað með hefðbundinni deilda- keppni, tvöfaldri umferð. Átta lið komast síðan í úrslitakeppn- ina sjálfa að deildakeppninni lokinni. ■ EYRS.TA. UMFE8Ð_________________■ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPT. KL. 20.00 Þór - HK FH - UMFA Grótta KR - Selfoss fBV-KA MIÐVIKUDAGUR 26. SEPT. KL 20.00 Fram - ÍR Valur - Stjarnan Víkingur - Haukar ÚR NISSANDEILDINNI f FYRRA HSÍ segir það ekki áfall að Fjölnir hafi dregið sig úr keppni. Spáað Fram falli Kristján Guðmundsson, þjálfari Þórs, spáir ÍA Islandsmeistaratitlinum, en Þorvaldur Orlygs- son, þjálfari KA, telur að IBV muni standa uppi sem sigurvegari. Báðir spá Fram falli. knattspyrna Um helgina ráð- ast úrslit í Símadeildinni í knattspyrnu, en mikil spenna er bæði á toppi og botni deild- arinnar. Hreinn úrslitaleikur verður í Vestmannaeyjum á sunnudaginn, þar sem ÍBV tekur á móti IA. Á morgun ræðst hvaða lið fellur í 1. deild ásamt Breiðabliki, en Valur, KR og Fram geta öll fallið. Fréttablaðið fékk þjálf- ara 1. deildarliðanna sem unnu sér sæti í Símadeildinni um síðustu helgi til að spá í umferðina. Kristján Guðmundsson, þjálfari 1. deildarmeistara Þórs, sagðist hafa trú á því leikur ÍBV og íA yrði spennandi, en að Skagamenn hefðu verið betri í sumar. „Þessi lið spila ólíkan bolta, ÍBV liggur til baka og Skagamenn pres- sa hátt,“ sagði Kristján. „Mér líkar vel sókndirfska og hápressa þannig að ég held að Skagamenn verði meistari hvort sem þeir gera jafn- LOKASTAÐAN: KRISTJÁN Á heildina hafa Skagamenn ver- ið betri í sumar. FRAM FELLIJR EF: Fram gerir jafntefli eða tapar. tefli eða vinna. ÍBV vinnur ekki leikinn." Varðandi fallbaráttuna sagði Kristján að það væri hans trú að ekkert þeirra liða sem gætu fallið myndu vinna sína leiki. Þau myndu í mesta lagi ná jafntefli. „Ég hef trú á að Grinda- vík sigri KR. Ég á erfitt með að sjá KR vinna þó Ramsey og Kekic verði ekki með Grindvíkingum vegna leikbanns. Mér finnst Grindvíkingarnir loks- ins vera búnir að jafna sig eftir Evrópukeppnina og spila vel.“ Kristján sagði að Keflavík myndi sigra Fram. „Ég held að Framararnir nái ekki að vinna leikinn. Þeir voru í fallsæti langt fram eftir sumri og nú þurfa þeir að vinna til að halda sæti sínu í deildinni og það verður þeim að falli. Þetta „ að verða“ er rosalega erfitt. Ég held líka að Breiðablik sýni smá manndóm og sigri Val. Mér líst ekkert á það hvernig Valsmen eru búnir að vera að leika í undanförnum leikjum. Annars getur náttúrlega allt gerst í VALUR FELLUR EF: Fram sigrar, KR gerir jafntefli og Valur tapar. Fram og KR sigra og Valur gerir jafntefli eða tapar. KRFELLUREF: Fram sigrar og KR og Valur tapa. Fram og Valur sigra og KR gerir jafntefli eða tapar. Fram sigrar, Valur gerir jafntefli og KR tap ar eða gerir jafntefli. SÍMADEILDIN Lið Leikir U J TMörk Stig ÍA 17 11 2 4 27 : 14 35 Ibv 17 11 2 4 21: 13 35 FH 17 8 5 4 21 : 16 29 Grindavík 17 9 0 8 27 : 27 27 Fylkir 17 7 4 6 26 : 21 25 Keflavik 17 6 5 6 24 : 25 23 Valur 17 5 4 8 18 : 24 19 KR 17 5 4 8 14 : 20 19 Fram 17 5 2 10 23 : 25 17 Breiablik 17 3 2 12 15 : 31 11 Ólympíuleikarnir 2012: Rómaborg meðal umsækjenda ólympIuleikar Róm sótti um að halda Sumarólympíuleikana árið 2012 á miðvikudag en ítalska ólympíunefndin segist vera tilbú- in að draga umsóknina til baka svo New York geti haldið leikana ef aðrir umsækjendur samþykkja það. í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum hefur stuðningur við borgina farið vaxandi en alls hafa átta borgir þar í landi sótt um að halda leikanna. Bandaríska Ólympíunefndin tekur ákvörðun í október á næsta ári en Alþjóða Ólympíunefndin tekur ákvörðun árið 2005. „Við ætlum að sækja um því Róm telur sig geta boðið uppá eitthvað sérstakt," sagði Ottavia Cinquanta en bætti við. „Ef allir draga umsókn sína til baka svo New York geti haldið leikana munum við gera slíkt hið sama. Við teljum það vera hið rétta svo hægt sé að sýna New York virðingu í kjölfar hryðju- verkanna." „Það ætti að gefast nægur tími til uppbyggingar í New York og ég held að þetta sé rétti tíminn til að heimurinn sameinist í borg- inni.“ ■ FYRRI LEIKUR IA OG IBV Fór fram á Akranesvelli 10. júlí. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. þessu. Það verður mark ein- hvers staðar á lokamínútun- um og það mun ráða úrslitum um það hvaða lið falli.“ Kristján sagði að nokkur lið hefðu komið sér á óvart í sumar. Breiðablik hefði gert það með áberandi slökum leik, sem og hefðu Valsarar verið slakari en hann hefði gert ráð fyrir. Skagamenn hefðu hins vegar komið á óvart með áberandi góðum leikjum. Þá sagði Kristján að ár- angur KR hefði náttúrulega verið skelfilegur, en hann sagðist halda að rót vandans í Vesturbænum væri stjórnunarlegs eðlis. Liðið hefði verið með hreðjatak á ís- lenskri knattspyrnu fyrir tveimur árum, en væri búið að missa það. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, var ekki sammála Kristjáni varðandi það hverjir myndu hampa titlinum á sunnudaginn. „Það eru ekki mörg lið sem hafa farið út í Eyjar og unnið, þannig að ég held að Vestmannaeyingar nái að knýja fram sigur," sagði Þorvaldur. „Það er kraftur í Skagaliðinu, en mín til- LOKAUMFERÐIN Fyikir - FH lau. 14:00 Breiðablik - Valur lau. 14:00 lau. 14:00 Grindavik - KR lau. 14:00 ÍBV - (A sun. 14:00 finning er sú að það hann muni ekki duga.“ Þorvaldur sagði að ÍBV hefði lagt mikla áherslu á að verjast og hægt sígandi náð að smala inn stigum. Nú væri liðið komið í þá stöðu að geta klárað mótið á heimavelli og að það myndi ekki láta tækifærið af hendi. Þorvaldur sagði að þó það væri mikil pressa á ÍA og ÍBV væri hún meiri á þau lið sem gætu fallið. „Það verður ekkert grín fyrir KR-inga að fara til Grindavíkur, því Grindvíkingarnir hafa verið að spila mjög vel. Eg held samt að KR- ingar sigri Grindavík 1-0, þeir sýndu geysilega baráttu gegn Fram um síðustu helgi og ég held að þeir standist álagið og haldi sér uppi. Ég tel líka að Fram og Valur vinni sína leiki og ef þetta fer svona þá fellur Fram.“ Um sumarið í heild sagði Þor- valdur að Skagamenn hefðu sýnt mjög góða leiki. Liðið væri ungt og það hefði verið gaman að horfa á þá því þeir hefðu lagt sig mikið fram. Þorvaldur sagði að KR og Grindavík hefðu hins vegar komið honum mjög á óvart með slökum leikjum. Miklar væntingar hefðu verið gerðar til liðanna og að þau hefðu einfaldlega ekki staðist pressuna. ■ ÞORVALDUR „Það eru ekki mörg lið sem hafa farið út í Eyjar og unnið." RÓMVERJAR f COLOSSEUM Itölsku umsækjendurnir um Ólympíuleikana árið 2012 segja þá geta gert þá sérstaka enda Róm sögufræg borg með fallegum byggingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.