Fréttablaðið - 21.09.2001, Page 16

Fréttablaðið - 21.09.2001, Page 16
Sýnd kl. 6, 8 og 10 FIUVIUNPUR BRAGGAR kl. 10.30 ALFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 www.samfilm.is HAGATORGI, SÍMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir RUGARTS IN PARIS kl.6| TOWN AND COUNTRY kl.6 Qg8| BRIDGET JONES'S DIARY kl. 8 JURASSIC PARK III PLATAN HANNA D. STURLUDÓTTIR óperusöngkona Milljónamæringar í geislaspilaranum „Ég er með nýjasta disk Miiljónamær- inganna í geislaspilaranum. Ég fór á hið árlega ball þeirra á Broadway og fannst svo gaman að ég varð að kaupa diskinn - og á reyndar alla hina diskana þeirra. Satt að segja hlusta ég ekkert sérlega mikið á klassík heima" | Rokkland á Rás 2: Veisla og ljósmynda- sýning tónlist Ólafur Páll Gunnarsson út- varpsmaður Rásar 2 og forseti Rokk- lands hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Út var að koma geislaplata með lögum sem öll eiga það sameiginlegt að hafa hljómað í þáttunum og í tilefni þess verður blásið til veislu á veit- ingastaðnum Vídalín við Ingólfs- torg í kvöld. Ekki er aðeins verið að fagna útgáfunni því Óli Palli er einnig að opna ljósmyndasýningu. Myndirnar voru teknar á rokk- leiðangrum Óla um heiminn og á þeim má sjá þekkta tónlistar- menn. Miðnes mun kynna utanrík- isstefnu Rokklandsins. Húsið opn- ar kl. 21. ■ ■—♦— Mistök segja tónleika- halaarar: Dýraklám á tónleikum tónleikar Mynd með dýraklámi var sýnd á tónleikum hljómsveit- anna Thayer, Thayer, Thorsteins- son, Stjörnukisa og Úlpu sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Að sögn skipu- leggjanda tónleikanna, Magnúsar Þorsteinssonar, var um mistök að ræða en myndin, sem sýnd var þegar hljómsveitin Úlpa var á sviðinu, átti ekki að vera í fókus og því átti ekki að sjást hvað var að gerast. Magnús segir að Sigurbjörn Ingvarsson, sem sá um myndræn- an hluta tónleikanna, hafi tekið myndina úr fókus þegar mistökin urðu ljós. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var sumum tón- leikagesta nóg boðið og gengu þeir út á meðan myndin var sýnd. Magnús segist harma mjög að þessi mistök hafi átt sér stað og hann voni að þetta hafi ekki áhrif á ákvörðun Borgarleikhússins að leigja salinn til tónleika. Sigrún Valbergsdóttir, kynn- ingarfulltrúi Borgarleikhússins, sagði málið litið mjög alvarlegum augum þar. Hún bendir á að tón- leikarnir hafi ekki verið á vegum Leikfélags Reykjavíkur, eiganda hússins. Algengt sé að húsið sé leigt út til ýmissa viðburða eins og þarna hafi verið raunin. „Við höf- um ekki lagt það í vana okkar að spyrja fólk út úr um þá viðburði sem það stendur fyrir enda öll rit- skoðun í sambandi við listir óæskileg. Við höfum treyst fólki til að fara ekki yfir velsæmis- mörk, en þegar svona kemur fyrir þá hrekkur maður illilega við,“ segir Sigrún og sagði ekki óhugs- andi að strangara eftirlit yrði með viðburðum sem haldnir verða í húsakynnum Borgarleikhússins í framtíðinni. ■ FRETTABLAÐIÐ 21. september 2001 FÓSTUDAGUR jCRAZY BEAUTIFUL H6,8oglo|^H ÍCATS & DOGS m/ ensku tali ~ kl. ajEtl |THE EAST&THE FURIOUS kllo|^H SHREK m/ islensku tali ~ ~ kfe] g£] HÁSKÓLABÍÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10 vit 270 Sýnd kl. 6, 8 og 10 vrr 268 lCATS & POGS m/ íslensku tali Id. 6[E5t Tfréttir af fólki LAND OG SYNIR Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 19.00 og lýkur klukkan 22.00. Þrettán ára aldurstakmark er, nema í fylgd með fullorðnum. Nafnlaus sveit með stóran plötusamning Land og Synir spila annad kvöld en þeir eru að reyna fyrir sér erlend- is. Sveitin hefur breytt um tónlistarstefnu en er ekki enn komin með nafn. XXX Rottweilerhundar og Quarashi koma einnig fram. tónleikar Þrjár vinsælustu hljómsveitir landsins Quarashi, XXX Rottweilerhundar og Land og Synir koma fram á tónleikum Kóka-kóla í Laugardalshöllinni annað kvöld. Rottweilerhundar eru að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína en Quarashi og Land og Synir hafa lagt land und- ir fót og eru komnar með samn- ing við bandarísk stórfyrirtæki. Sú síðarnefnda er með samning við London-Sire Records sem er dótturfyrirtæki AOL-Time Warn- er risans. „Samkvæmt því sem okkur er sagt er þetta ansi stór og viða- mikill samningur," sagði Njáll Þórðarson, hljómborðsleikari Land og Sona í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Þetta er álíka stór samningur og Sykurmolarnir gerðu á sínum tíma. Þetta er í raun sex platna samningur en við verðum að selja ákveðið mörg eintök til að sú næsta verði gefin út.“ Njáll vildi ekki gefa upp hver- su margar plötur sveitin þurfti að selja til að sú næsta verði gef- in út en segir það mun færri plöt- ur en gengur og gerist þegar svona samningar eru annarsveg- ar. Röð tilviljana varð til þess að sveitin fékk samningin en upphaf hans má rekja til heimsóknar bandaríska upptökustjórans og tónlistarmannsins Jive Jones sem kom hingað til lands. „Hann heyrði lög af plötunni okkar Herbergi 313, sem þótti heldur avante garde fyrir þennan sveitaballabransa hér heima, og kollféll fyrir þeim. Hann bað um meira efni með okkur sem hann og fékk og í kjölfarið fóru hjólin að snúast.“ Platan er að mestu leyti unnin hér heima en Hreimur, söngvari sveitarinnar, og Jones þessi hafa unnið saman að lagasmíðum. Meðal þeirra sem koma að eftir- vinnslu plötunnar eru Tom Lord- Algie, sem m.a. hefur unnið með hljómsveitum á borð við Rolling Stones, U2, The Cure og Limp Bizkit, og Mike Shippley sem hefur unnið með Blondie, Aer- osmith og Shaniu Twain. Það kveður við nýjan tón hjá sveitinni en hún hefur sagt skilið við sveitaballa músíkina sem hún sló í gegn með hér heima og spil- ar nú svokallað háskólarokk. „Þetta er þetta college rokk eins og það er kallað. En þetta er svona samtíningur héðan og það- an í anda Green Day, Blink 182 og Foo Fighters," segir Njáll og lof- ar því að tónleikagesti annað kvöld fái að heyra nýja efnið. Fyrsta smáskífan kemur út í febrúar eða mars í Bandaríkjun- um og verður í kjölfarið dreift víðar. Njáll segir sveitina samt ekki komna með nafn sem henti á erlendri grundu en segir þá opna fyrir öllum tillögum. Sveitin fékk fyrirfram- greiðslu sem notuð er í vinnu við plötuna sjálfa en verða menn rík- ir af þessu? „Ef þetta gengur vel er ábyggilega hægt að lifa ágætu lífi.“ kristjan@frettabladid.is / / / EG VAKNAÐIIMORGUN, FOR A KLOIÐ, KLÆDDIMIG OG FOR NIÐUR. ÞAÐ LEIÐ EKKIA LONGU ADUR EN MAMMA QJG PABBIBYRJUÐU AÐBOGGAMIG. Sjónvarpsþátturinn Sopranos vann sigur í réttarsölum í Bandaríkjunum á dögunum en samtök ítalsk ætt- aðra Bandaríkja- manna í Chicago höfðu kært þátt- inn fyrir að koma vondu orði á sam- landa sína af ítölskum uppruna. Dómarinn vísaði málinu frá með þeim rökum að samtökin hefðu engan rétt samkvæmt stjórnar- skránni að höfða mál gegn þátt- unum, þar sem þau gætu ekki sýnt fram á eitt einasta dæmi þess að einstaklingur hefði hlotið skaða af sýningu þeirra. Söngkonan Mariah Carey, sem tvisvar hefur skráð sig inn á betrunarhæli síðasta mánuðinn vegna „líkamlegrar og andlegrar ofþreytu", hefur í hyggju að snúa aftur í sviðsljósið í kvöld er hún tekur þátt í sameiginlegri sjón- varpsútsetningu sjónvarps- risanna í Bandaríkjunum til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda eftir hryðjuverkaárás- irnar. Álagið á söngkonuna reyndist henni um megn, en hún er nýlega búin að gefa út sína átt- undu breiðskífu auk þess að leika í tveimur kvikmyndum. Var hún víst að vinna að öllum verkefnun- um á sama tíma. Leikarinn James Woods, sem ef til vill er þekktastur fyrir að leika vonda gæjann í bíó- myndunum, kom sér í samband við Alríkislögregluna í Bandaríkjunum og sagði þeim frá fjórum grunsam- legum mönnum sem hann hafði verið með í flug- vél mánuði fyrir hryðjuverkaárásina. Hann sagði þá hafa verið af mið-austur- lenskum uppruna og að þeir hefðu hegðað sér á afar undar- legan hátt. Þeir hefðu ekki borð- að, lesið, sofið eða neitt slíkt. Heldur í stað þess setið, fylgst með starfsfólkinu og hvíslast sín á milli. Woods segist hafa til- kynnt þetta um leið og vélin lenti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.