Fréttablaðið - 25.09.2001, Page 2

Fréttablaðið - 25.09.2001, Page 2
________________ KJÖRKASSINN KLOFIN ÞJÓÐ Annar hver kjósandi á Vísi.is telur rétt að ríkið gangist í ábyrgð fyrir flugfélögin. Hinn helm- ingurinn vill það ekki. Er rétt af íslenska ríkinu að taka svona mikla ábyrgð fyrir flugfélögin? Niðurstöður gærdagsins á wwyv.vísir.i? 52% Nei 48% Spurning dagsins í dag: Spurningin í dag: Klúðraði Búnaðar- bankinn Landssímasölunni? ALÞJÓÐA FLUCMÁLASTOFNUNIN 33ja þing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar stendur yfir í Montreal ( Kanada. Fundur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar: Öryggi í flugi efst á blaði flucsamcöncur Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, er farinn af landi brott ásamt föruneyti til Kanada á 33ja allsherjarþing Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Upphaflega ætlaði sam- gönguráðherra að fljúga til Kanada á sunnudag en frestaði för sinni til gærdagsins vegna lagasetningar um að ríkið gengi í tryggingarábyrgðir fyrir flugfé- lögin. Aðspurður sagði ráðherra að ferðin breyttist ekki að öðru leyti, hann væri væntanlegur aft- ur heim á föstudag. Þingið er haldið í Montreal og aðalmálið á dagskrá mun verða öryggismál í flugi. Alls eiga um 150 ríki eiga aðild að Alþjóðaflugmálastofnun- inni, en á heimasíðu stofnunarinn- ar kemur fram að þing af þessu tagi séu haldin á þriggja ára fresti hið minnsta. Þingið stendur frá og með deginum í dag fram til fimm- ta október. ■ Á SJÚKRAHÚSI f AFCANISTAN Nær öll lyf eru á þrotum (landinu. Starfsfólki SÞ í Afganistan: Hótað lífláti islamabad, ap Talibanar hafa hótað því að taka alla starfsmenn Samein- uðu þjóðanna í Afganistan af lífi. Hótanirnar hafa skelfilegar afleið- ingar fyrir það hjálparstarf sem enn er stundað í Afganistan. Að sögn Stephanie Bunkre, talsmanns Sameinuðu þjóðanna í Pakistan, réð- ust Talibanar um helgina inni skrif- stofur samtakanna í höfuðborginnni Kabúl og Kandahar, þar sem leið- togar Talibana hafa aðsetur, og gerðu ýmsan útbúnað upptækan. Að sögn fréttavefjar BBC hafa Talibanar gert um 1400 tonn af mat- vælum Sameinuðu þjóðanna upp- tæk og óttast starfsmenn þeirra al- gert neyðarástand í landinu. Erlendir starfmenn Sameinuðu þjóðanna hafa yfirgefið Afganistan en innfæddir eru þar ennþá. Þeim hafa verið gefin þau fyrirmæli að hlíta skipunum Talibana. ■ 2 ■ ■ * - j ; FÍIÉTTABLÁÐIÐ 25. september 2001 ÞRIÐJUPACUR Umferðarlagabrot: A rauðu ljósi á of miklum hraða löcreclumál Skelfileg slys hafa orðið í gegnum tíðina í umferð- inni að næturlagi m.a. vegna aksturs gegn rauðu ljósi og vegna of mikils hraða, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík. Þá er vakin at- hygli ökumanna á myndavélum sem bæði geta tekið myndir keyri ökumaður yfir á rauðu ljósi og eins ef þeir keyra of hratt. Myndavélarnar eru virkar allan sólarhringinn og uppgötva því brot á umferðarlögum hvort heldur er um miðjan dag eða miðja nætur. Fjöldi myndavélamála hefur komið til kasta lögreglunnar í Reykjavík síðustu daga. Þannig voru myndaðir í Hvalfjarðar- göngum 331 ökumaður frá föstu- deginum 14. sept. til föstudagsins 21. sept. Á sama tíma voru mynd- aðir á götum Reykjavíkur alls 159 ökumenn sem ýmist fóru yfir á rauðu eða óku of hratt. ■ EKIÐ YFIR Á RAUÐU LJÓSI Á myndinni sést bifreið sem ekið er á rauðu Ijósi og yfir leyfilegum hámarks- hraða. Þessi bifreið er ekki að fara yfir á „Ijósrauðu". Heimdallur: Björgvin endurkjörinn stjórnmál Björgvin Guðmundsson var endurkjörinn formaður Heim- dallar, félags ungra Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, á fjölmennum aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Björgvin hlaut 385 atkvæði en mót- frambjóðandi hans Andri Óttarsson 274. Sex seðlar voru ógildir. Aðalfundurinn í gær var nokkuð sögulegur því þetta er í fyrsta skip- ti í rúman áratug, eða frá 1989, sem kosið er um formann félagsins. Björgvin var fyrst kjörinn formað- ur félagsins á aðalfundi á síðasta ári en var áður varaformaður félagsins og ritstjóri vefritsins frelsi.is ■ Einkavæðingcinefnd fór ekki að ráðum bankans Gæti hafa verið skynsamlegra að ganga fyrst frá samningi við kjölfestuQárfesti, segir Þórarinn V. Þórarinsson. Tillögu Búnaðarbanka um lægra verð í útboðinu var hafnað af stjórnvöldum. símaútboð „Eftir á að hyggja sýnist mér að það hefði verið skynsam- legra að fá kjölfestufjárfestinn inn í fyrirtækið áður en almenningsút- boðið var haldið,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, og dregur ekki úr því að hægt sé að ... gagnrýna einka- væðinganefnd fyrir þau vinnubrögð. „Áhyggjur fjárfesta af þessu atriði eru skiljanleg í ljósi þess að hér verður um ráðandi kjöl- festufjárfesti að ræða. Þeir vilja ef til vill upplýsingar um framtíðarstefnu „Það sem nú gerist er að skráningin frestast þar til salan nær þeim 15% sem Verð- bréfaþingið gerði kröfu til" —♦....- fyrirtækisins, en við sem nú erum við stjórnvölinn, erum ekki til svara um það.“ Ekki náðist í Hrein Lofts- son, formann nefndarinnar, vegna málsins í gærkvöldi þar sem hann er erlendis. Aðeins tveir milljarðar komu í ríkiskassann í fyrstu umferð út- boðsins í liðinni viku í stað tíu. Þór- arinn segir dræma þátttöku ekki skýrast af of háu verðmati PriceWaterhouse á fyrirtækinu. „Ég tel að fyrirtækið geti staðið undir þessu 40 milljarða verðmati. Það má hins vegar áætla að ástand hlutabréfamarkaða um þessar mundir sé ekki til þess fallið að ýta undir kaup almennings. Af undir- tektunum má greina að fólk vilji enn meiri afslátt." Þórarinn segir bjartsýni ríkja innan fyrirtækisins um framhald einkavæðingar og hann sé vongóð- ur um að hnökrar í upphafi muni ekki hafa áhrif á söluna til kjöl- festufjárfestis. „Núverandi eig- andi segir til um það hvort sölu- ferlinu verði breytt að einhverju leyti. Ég get aðeins sagt að það liggur fyrir ákvörðun um að skrá félagið, það sem nú gerist er að skráningin frestast þar til salan ÞÓRARINN V. Verð Símans ekki of hátt. nær þeim 15% sem Verðbréfa- þingið gerði kröfu til.“ Sturla Böðv- arsson, sam- gönguráðherra, sagði í Frétta- blaðinu í gær að Búnaðarbankan- um hafi að hluta til mistekist við SALAN KYNNT Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti hvernig staðið yrði að sölunni. útboðið. Bankinn vísar gagnrýn- inni á bug og var sú skoðun meðal annars birt á vefsíðu bankans í gærkvöldi að verð hlutabréfanna hafi verið ákveðið of hátt af PWC og einkavæðinganefnd. Búnaðar- bankinn gerði á sínum tíma tillögu um lægra verð, en var hafnað. matti@frettabladid.is Sjúkraliðar: Tillaga um nýja launatöflu verkalýðsmál Samninganefnd sjúkraliða lagði fram tillögur að breyttri launatöflu á sáttafundi með launanefnd sveitarfélaga í gær. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir að með þessu hefði félagið verið að koma til móts við framkomnar ósk- ir sveitarfélaga. Hún segir að þótt tillögurnar geri ráð fyrir minni launahækkunum á milli launa- flokka en verið hefur þá kemur á móti að launaflokkarnir verða fleiri. Ákveðið var að launanefndin muni svara þessari tillögu á næsta fundi sem boðaður hefur verið eft- ir viku. í tengslum við boðað verkfall sjúkraliða hjá ríkinu n.k. mánudag hafi ekki samist áður hafa þeir átt í viðræðum við stjórnendur Land- spítala - háskólasjúkrahús um þá verkefnalista sem gilda í boðuðu verkfalli. Þar er tilgreint hverjir mega vinna í verkfallsaðgerðum KRISTlN á. guðmundsdóttir for- maður sjúkraliðafélacsins Sáttafundur með rlkinu klukkan 11 í dag stéttarfélaga til að uppfylla kröfur um nauðsynlega heilbrigðisþjón- ustu. Þá eru sjúkraliðar einnig í viðræðum við sjúkrahúsið um gerð stofnanasaminga. ■ Efna- og sýklavopn: Skylda stjórnvalda að búast til varnar cenf, belle clade. ap Framfarir tækninnar hafa gert það að verk- um að hryðjuverkamenn geta nú myrt milljónir manna með efna- vopnum eða lífefnavopnum. „Hættan er raunverluega fyrir hendi,“ sagði David Heymann, framkvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO). Vegna þess hve gífurlega víðtæk áhrif slík vopn gætu haft „ber stjórnvöldum skylda til þess að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkar árásir og undirbúa áætlanir um viðbrögð við þeim,“ sagði hann. Stofnunin sendi frá sér ókláruð drög að skýrslu um efnavopn eft- ir að stjórnvöld ýmissa ríkja höfðu beðið hana um ráðgjöf varð- andi hættuna af efna- og sýkla- vopnum í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum fyrr í mánuðin- um. Bandarísk stjórnvöld hafa tvis- var gripið til þess ráðs á síðustu dögum að banna flug flugvéla sem VARNIR CEGN EFNAHERNAÐI Israelsmenn hafa tekið hættuna á efna- hernaði alvarlega og m.a. dreift gasgrímum til almennings. dreifa áburði af ótta við að hryðjuverkamenn gætu notað þær. Fyrir árásirnar hafði hópur manna frá Mið-Austurlöndum gert sér tíðar ferðir á flugvöll í Flórída til þess að spyrjast fyrir um áburðarflugvélar. Einn starfs- maður áburðarfyrirtækis þar sagði einn mannanna hafa verið Mohammad Atta, sem grunaður er um að vera einn flugræningj- anna sem gerðu árás á World Tra- de Center í New York. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.