Fréttablaðið - 25.09.2001, Page 6
SPURNING DAGSINS
Ætlar þú á námskeíð í vetur?
Já ég ætla á tölvunámskeið, kannski eitt-
hvað trénámskeið og örugglega eitthvað
meira.
Anna Hallin
RUSTIR
Rústir World Trade Center, tvíburabygging-
anna. Björgunarstörf hafa gengið ílla og
enn er fjölmarga saknað.
Bjömunarstarfsmenn við
World Trade Genter:
Fundu flugvél-
arbol annarrar
vélarinnar
new york.ap Björgunarstarfs-
menn fundu í gær stóran hluta
flugvélarbols annarrar vélarinnar
sem brotlenti í World Trade Cent-
er-byggingunni í New York þann
11. september. Bolurinn var flutt-
ur í burtu þar sem hann verður
rannsakaður nánar af sérfræðing-
um. Flugritar beggja flugvélanna
eru enn ófundnir. Fjöldi þeirra
sem saknað er í braki turnanna
tveggja jókst nýlega í 6453, en
enginn hefur enn fundist á lífi í
rústunum frá því degi eftir að
árásin var gerð. ■
6 ára drengur í Sandgerði:
Missti fram-
an af fingri
slys 6 ára drengur missti framan
af fingri á hægri hönd þar sem
hann var að leik ásamt félögum
sínum í Sandgerði. Að sögn lög-
reglunnar í Keflavík missti
drengurinn grjót á fingurinn með
fyrrgreindum afleiðingum. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
25. september 2001 ÞRIÐIUDAGUR
Stinger-eldflaugar í Afganistan:
Ékki taldar ógna banda-
rískum hersveitum
WASHINGTON.AP Ólíklegt er talið að
Stinger-eldflaugunum sem
Afganistar notuðu í stríðinu gegn
Sovétmönnum á síðari hluta ní-
unda áratugarins, verði beitt gegn
hersveitum Bandaríkjanna í
Afganistan. Eldflaugarnar voru
fjármagnaðar af Bandaríkjamönn-
um og fluttar til Afganistan í
gegnum Pakistan. Komu eldflaug-
arnar að góðum notum í stríðinu
og voru fjölmargar herþyrlur Sov-
étmanna skotnar niður með þeim.
Stríðinu lauk þegar Sovétmenn yf-
irgáfu Afganistan árið 1989. Eld-
flaugarnar hafa verið í Afganistan
allar götur síðan og eru því orðnar
að minnsta kosti 10 ára gamlar.
Hefur þeim verið illa haldið við
auk þess sem herflugvélar Banda-
ríkjanna hafa yfir nýtísku útbún-
aði að ráða sem getur afvegaleitt
eldflaugarnar. Svo virðist því sem
sú hætta sem talin var stafa af eld-
flaugunum fyrir bandarískar her-
sveitar hafi ekki veriö eins mikil
og talið var í fyrstu. ■
STINGER-ELDFLAUGAR
Talibanskir hermenn vopnaðir Stin-
ger-eldflaugum, standa aftan á palli
bíls, sem ekið var á eftir flugvél Indi-
an-Airlines, flugfélagsins sem rænt
var á Kandahar-flugvellinum í
Afganistan árið 1999.
Omakleg gagn-
rýni ríkisstjómar
Fagleg en ekki pólitísk ákvörðun að sniðganga Landssímaútboðið.
Verðið var metið of hátt og tímasetningin röng, segir Halldór Björnsson
hjá Framsýn. Viðbrögð ríkisstjórnar mótsagnarkennd, segir Ogmundur
Jónasson hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
LANPSSÍMINN „Það er ekki rétt at-
hugasemd hjá Davíði Oddssyni,
forsætisráðherra, að fjárfestar
--^---
„Þeir hinir
sömu og hafa
dásamað
markaðinn og
talað um að
hann eigi að
ráða hafa rok-
ið upp í reiði-
köstum þegar
vilji markaðar-
ins kemur í
Ijós"
—+ —
hafi verið að
kaupa í erlendum
fyrirtækjum sem
þeir þekkja hvorki
haus né sporð á.
Þessi málflutning-
ur er afar óheppi-
legur af hans
hálfu,“ segir Hall-
dór Björnsson,
varaformaður Líf-
eyrissjóðsins
Framsýnar, en í
Fréttablaðinu í
gær gagnrýndi
Davíð fjárfesta fyrir að halda að
sér höndum í hlutafjárútboði
Landssímans. Ljóst er að gagn-
rýni ríkisstjórnarinnar hefur
beinst sérstaklega að ákvörðun-
um stærstu lífeyrissjóðanna um
að sitja hjá. Halldór vísar
einnig á bug þeim ummæl-
um Sturlu Böðvarssonar,
samgönguráðherra, að
ákvörðun sjóðanna hafi
byggst á samráði.
„Það hafði verið rætt
um að lífeyrissjóðirnir
kæmu að málinu saman, en
af því varð ekki,“ segir
Halldór og tekur fram að
ýmsir annmarkar hafi ver-
ið á útboðinu. „Þó að ríkis-
stjórnin fái þá hugmynd að
selja Landssímann er ekki
þar með sagt að fjárfestar séu til-
búnir að borga uppsett verð
LANDSSÍMINN
Lifeyrissjóðirnir bera af sér annarleg vinnubrögð í tengslum við hlutafjárútboðið.
HALLDÓR
BJÖRNSSON
Er á móti einka-
væðingu Símans,
en segir ákvörðun
hafa verið fag-
lega.
Landssíminn er gott fyrirtæki og
ekki útilokað að Framsýn fjár-
festi þar seinna. Við vorum ein-
faldlega ekki sammála verðlagn-
ingunni og töldum
einnig að tímasetn-
ing væri röng.“
Halldór segir að
markaðurinn hafi
sent ákveðin skila-
boð sem ríkisstjórn-
in vilji ekki með-
taka. „Það má í raun
skilja af yfirlýsing-
unum í gær að ríkið
vilji eiga fyrirtækið
áfram.“
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
Sami þrýstingur á
lífeyrissjóðina og f
Reyðarálsmálinu.
Ögmundur Jónasson,
stjórnarformaður Lífeyr-
issjóða starfsmanna ríkisins, seg-
ir fagleg sjónarmið hafa ráðið
sjálfstæðri ákvörðun sjóðsins um
að sitja hjá í útboðinu. Á meðal
þess sem LSR sætti sig illa við er
að fjórðungseign í félaginu færi
kjölfestufjárfesti meir-
hluta í stjórn, slíkt afslátt-
ai'ákvæði setji íslenska
fjárfesta skör laegra en er-
lenda. Þá segir Ögmundur
viðbrögð ríkisstjórnarinn-
ar mótsagnarkennd. „Þeir
hinir sömu og hafa dásam-
að markaðinn og talað um
að hann eigi að ráða hafa
rokið upp í reiðiköstum
þegar vilji markaðarins
kemur í ljós,“ segir Ög-
mundur, og á þar við viðbrögð
Davíðs Oddssonar og Sturlu
Böðvarssonar.
matti@frettabladid.is
Bílslys á Kjalvegi:
Einn fluttur á
slysadeild
eftir bílveltu
umferðaróhapp Jeppi yalt á Kjal-
vegi skammt frá Gullfossi um
þrjúleytið á laugardag. í bílnum
voru fimm erlendir ferðamenn.
Einn var fluttur á heilsugæsluna á
Selfossi og þaðan á slysadeild
Landspítala Háskólasjúkrahúss.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
var maðurinn handleggsbrotinn
en óljóst var um frekari meiðsl.
Bíllinn er mikið skemmdur ef
ekki ónýtur. Tildrög slyssins eru
ókunn en talið er að hann hafi lent
í lausamöl. ■
Nýtt dagblað í Danmörku:
Urban dreift
ókeypis í Kaup-
mannahöfn
KAUPMANNAHÖFN.AP Dagblaðið
Urban var sett ókeypis í umfei’ð á
götum Kaupmannahafnar í gæi',
aðeins þremur vikum eftir að fyrs-
ta dagblaðið af slíkri tegund,
MetroXpress, kom fi’am á sjónar-
sviðið. Hinu nýja blaði verður því
til að byrja með dreift í 100 þúsund
eintökum á lestarstöðvum og á
öðrum fjölförnum stöðum í Kaup-
mannahöfn. Dreifingaraðili verður
Berlinske-fjölmiðlasamsteypan.
Þann þriðja september hóf dag-
blaðið MetroXpress starfsemi sína
og er því dreift í 130 þúsund ein-
tökum í Kaupmannahöfn.
Alls hefur nú 21 ókeypis dag-
blaði verið komið á legg í 15 lönd-
um frá því að hugmyndin kom
fyrst fram í Svíþjóð fyrir sex árum
síðan. Blöð þessi eru vinsæl sökum
þess að auðvelt er að lesa þau.
Myndir fylgja með flestum frétt-
um auk þess sem fréttirnar sjálfar
eru bæði stuttar og hnitmiðaðar. ■
Bandaríkin og Pakistan:
Samkomulag um
meðferð skulda
I5LAMABAP.PAKISTAN.AP Bandaríkin
og Pakistan undirrituðu í gær
samning sem kveður á um skuld-
breytingu upp á 379 milljónir
dala. Samningurinn er hluti af
samkomulagi sem Pakistanar
höfðu undirritað við Parísarfélag
fullvalda lánadrottna sem gefur
Pakistönum leyfi til að skuld-
breyta allt að 220 milljörðum
króna í lán. í maí samþykktu Þjóð-
verjar að skuldbreyta um 14 millj-
örðum króna í skuld sem
Pakistanar áttu. Samningur
Bandaríkjanna og Pakistan kemur
í kjölfar þess að Bandaríkjamenn
afléttu þvingunum sem lagðar
höfðu verið á Pakistan og Indland
vegna stefnu þeirra í kjarnorku-
vopnamálum. ■
Sérfræðingur hjá norska hernum:
Hafði uppi kyn-
þáttahatur á Netinu
aröbum. Skrifaði
hann m.a. að arabar
væru best geymdir
undir grænni torfu.
Synnevág hafði ein-
nig uppi meiðandi
ummæli um Mette
Marit, hina nýju
krónprinsessu Nor-
egs.
Að því er kemur
fram á Aftenposten
var Björn Tore Godal,
..^..»017 varnarmálaráðherra
Höfð voru uppi meiðandi Noregs, sleginn yfir
ummæli um hana og fleiri á tlðindunum Og sagðl
Netinu. þau vei’a bæði
„hræðileg“ og „í al-
hundruð gjöru ósamræmi við stefnu varn-
KYNÞÁTTAHATUR Sér-
fræðingur innan nors-
ka hersins hefur sagt
stöðu sinni lausri eftir
að í ljós kom að hann
hafði haft uppi endur-
tekin ummæli tengd
kynþáttahatri á spjall-
síðum á Netinu. Mað-
urinn, Jarle Synnevág,
hefur ekki lýst yfir
neinni iðrun vegna
málsins og segist hafa
sagt upp störfum af
eigin frumkvæði
„vegna þess að ég met
málfrelsi meira en
eitthvað starf.“ Á Net-
inu skrifaði Synnevág
pistla þar sem gert var lítið úr armálaráöuneytisins."
Þekkingarþorp:
Scimvinna öflug-
asta aðferðin til að
hraða nýsköpun
þekkingarþorp Ráðgert er að byg-
gja þekkingarþorp á suðaustur
svæði háskólalóðarinnar. Gert er
ráð fyrir að stærð bygginga þorps-
ins verði um 50.000 fermetrar. Um
er að ræða þyrpingar þekkingar-
fyrirtækja sem staðsett eru í eða
við háskólaumhverfi. Markmið
þekkingarþorpa, eða vísinda-
garða, er að byggja samfélag fyr-
irtækja þar sem ýtt er undir ný-
sköpun og þróun með samvinnu
aðila úr mismunandi fyrirtækjum
og úr háskólaumhverfinu. Þekk-
ingarþorp eru starfrækt víða á
Vesturlöndum og er litið til slíkra
þyrpinga sem öflugustu aðferðar-
innar til að hraða nýsköpun. Há-
skólaráð hefur, að höfðu samráði
við menntamálaráðherra, ákveðið
að stofna hlutafélag um byggingu
og rekstur þekkingarþorpsins.
Verkefnið verður skipulagt á við-
skiptalegum grunni og fjármagn-
að með einkafjármagni. Að sögn
Páls Skúlasonar rektors Háskóla
fslands, hefur ekki verið tekin
ákvörðun um það hvort Háskólinn
vei’ði stærsti hluthafinn. ■
ÞEKKINGARÞORP
Stofnað verður hlutafélag um bygg-
ingu og rekstur þekkingarþorpsins.