Fréttablaðið - 25.09.2001, Qupperneq 8
RÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Rítstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalslmi: 515 75 00
Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum
én endurgjalds.
Samgönguráðherra:
Nýlög
eru þörf
sjávarútvegur Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra, segist hafa
gert grein fyrir því þegar frum-
varp um mönnun flutninga- og
farþegaskipum var lagt fram sl.
vetur að hlutinn sem tekinn var úr
frumvarpinu og
sneri að fiskiskip-
um myndi fylgja
síðar. „Ráðuneytið
hefur kallað til
sérfræðinga til að
fara yfir frum-
varpið og ég geri
ráð fyrir að leggja
fram nýtt frum-
varp núna í haust,
en á þessu stigi
get ég ekki sagt
meira um efni
málsins. Að sjálf-
sögðu er mér
ljóst, bæði hver
afstaða útvegs-
manna er og einnig sjómannasam-
takanna, og mun reyna að ná ein-
hverri ásættanlegri niðurstöðu í
málinu,“ sagði hann og bætti við
að ekki hafi átt að koma forsvars-
mönnum sjómanna á óvart að unn-
ið væri að frumvarpinu því þeim
hafi áður verið gerð grein fyrir
nauðsyn þess að setja lög um
mönnun. Sturla segir útgerðina
ekki hafa þrýst sérstaklega á um
að frumvarpið yrði lagt fram í
haust. „En mér er alveg ljós áhugi
útgerðarmanna um breytingar frá
vinnunni sem fram fór sl. vetur,“
bætti hann við. ■
STURLA
BÖÐVARSSON
Samgönguráð-
herra segist gera
sér grein fyrir
deildum meining-
um um mönnun
fiskiskipa meðal
útgerðar og sjó-
manna.
Rannsóknarnefndin:
Staðsetn-
ingin fældi
ekki frá
SJÓSLYSANEFND Samgönguráð-
herra segir aðalástæðu þess að
rannsóknarnefndar sjóslysa
verður flutt í Stykkishólm vera
að þar hafi verið fyrir hendi
hentugt húsnæði. „Við erum hér
á markaðssvæði þar sem hús-
næðisverð er hátt, þ.e.a.s. í
Hafnarhúsinu í Reykjavík. í
Stykkishólmi er flugstöðvar-
bygging sem er ekkert nýtt og
kjörið að fara inn í hana. Þetta er
miðsvæðis og að því leyti ákjós-
anlegt,“ sagði hann og bætti við
að staðsetningin hafi ekki fælt
frá þegar auglýst var eftir fram-
kvæmdastjóra fyrir nefndina.
„Flugmálastjórn hefur flug-
stöðvarbygginguna á sinni
könnu og hefur einungis haft út-
gjöld af því. Þetta kemur því
báðum til góða, flugmálastjórn
fær einhverjar greiðslur fyrir
afnot af húsinu sem ekkert hef-
ur verið notað síðustu árin,
nema þá örsjaldan að flogið er
og svo verður væntanlega lægri
húsnæðiskostnaður hjá nefnd-
inni,“ sagði hann. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
25. september 2001 ÞRIÐJUPAGUR
Skagamenn frá verkfalli til vegsemdar
Að kvöldi sunnudags sigldi
Herjólfur inn til Þorlákshafn-
ar undir gulu flaggi Skagamanna.
Síðar um kvöldið var Skaginn bað-
aður í ljósi flugelda og um 2000
„gulir og glaðir" söfnuðust saman
á Akratorgi til þess að fagna ís-
landsmeistaratitli í knattspyrnu.
Hálfri öld eftir að Akurnesingar
—♦— hömpuðu íslands-
„Knattspyrnan bikarnum í fyrsta
er áfram sinn> sóttn Þeir
kjarninn í guli 1 greipar
ímynd Akra- Eyjamanna a
ness» heimavelli þeirra,
sem eiginlega var
ekki nema ofur-
mennum ætlandi.
Innst inni heldur fjöldi að-
fluttra Reykvíkinga og annarra
landsmanna með knattspyrnu-
bænum. Akurnesingar voru áður
þeir einu sem stóðu uppi í hárinu
á stóru liðunum í höfuðborginni.
Sjálfsagt hefur það verkað eins og
plástur á vanmetakennd uppflosn-
aðra sveitamanna á mölinni.
Menn á miðjum aldri geta enn
romsað upp úr sér flestum nöfn-
um þeirra sem spiluðu í Gullald-
arliði Skagamanna; Rikka, Donna,
Gauja Sveins, Helga Dan, Jóns
Leós, Sveins Teits, Þórðar Jóns,
Þórðar Þórðar.
Nú er Akranes orðið eins og út-
hverfi á höfuðborgarsvæðinu.
Knattspyrnan er þó áfram kjarn-
inn í ímynd þess. Gengi knatt-
spyrnuliðsins er samofið gengi
bæjarins og stemningunni í bæj-
.Mál.manna
Einar Karl Haraldsson
samgladdist Skagamönnum á Akratorgi
arlífinu. Á miðjum síðasta vetri
var liðið í upplausn. Verkfall
knattspyrnumanna og gjaldþrot
meistaraflokks vofðu yfir. Þá
snéru menn bökum saman á Akra-
nesi - bæjaryfirvöld, máttarstólp-
ar í atvinnulífi og forystumenn í
íþróttamálum fyrr og síðar - og
mynduðu órofa og sterkan bak-
hjarl fyrir unga heimastráka. Þeir
fengu tækifæri og traust til að
spreyta sig. Þegar vogunin var
orðin að vinningi gáfu hörðustu
naglar tilfinningum lausan taum-
inn. Á Akratorgi mátti sjá gleðitár
blika á hverjum hvarmi.
Dæmi Skagamanna sýnir að
það sem gerist á vellinum ræðst
ekki síður utan hans en innan. Fé-
lagsandinn, samstaðan, fórnfýsin,
reynslan og nýjabrumið. Þegar
tekst með góðri forystu að tengja
allt þetta saman eru menn á sigur-
braut. ■
VESTMANNAEYJAR
„Ég get allt eins sagt það hreint út að ég mun mæla með því við starfsmenn bæjarins að þegar þeir fljúga á hans vegum skipti þeir við
Islandsflug," segir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Fær ódulinn studn-
ing bæjarstjórans
Islandsflug hefur óvænt tilkynnt að það hefji áætlunarflug að nýju til
Vestmannaeyja. Flugfélagið Jórvík hefur áður sagst ætla að fljúga á
þessari sömu leið og ætlar að halda sínu striki. Vestmannaeyjaþær ætl-
ar að beina viðskiptum sínum að Islandsflugi.
samgöngur Allt stefnir í orrustu
um áætlunarflug milli Vest-
mannaeyja og Reykjavíkur í vet-
ur. Bæði flugfélagið Jórvík og ís-
landsflug hefja flug á þessari leið
^ þegar Flugfélag
Év hpf qtprkar Islands Ieg8ur sitt
„Eg hef sterkar f,ug af um næstu
grunsemdir kejgi í hagræðing-
fynr þv, að arskyni.
bæjarsjóður íslandsflug
Vestmanna- greindi fyrst frá
eyja eða ein- þvi f gær ag félag-
hver opinber hyggðist ætla að
sjóður standi hefja Vestmanna-
þarna að eyjaflugið en
baki," segir nokkuð er um liðið
rekstrarstjóri síðan Jórvík sagð-
Jórvíkur. ist mundu hlaupa í
—♦— skarð Flugfélags-
ins. Heldur virðist
vera á brattann að sækja fyrir
Jórvík því bæjarráð Vestmanna-
eyja lýsti í gær ánægju sinni með
ákvörðun íslandsflugs og bæjar-
stjórinn segir Fréttablaðinu að
hann muni mæla með því að bær-
inn beini sínum viðskiptum þang-
að.
£
Einar Örn Einarsson, rekstrar-
stjóri Jórvíkur, segir tíðindin af
firvofandi Vestmannaeyjaflugi
slandsflugs ekki munu slá Jór-
víkurmenn út af laginu.
„Við hefjum flugið á mánudag
en sjáum svo til. Það var reyndar
tilfinning okkar að það væri eitt-
hvað að gerast á afviknum stöðum
sem við venjulega fólkið höfum
ekki aðgang að. Það er undarlegt
að hálftíma eftir að íslandsflug
gaf út tilkynningu um þetta var
það komið á vef Eyjafrétta að
bæjarráð Vestmanna lýsti yfir
ánægju sinni. Ég hef verið í sam-
bandi við bæjarstjórann undan-
farnar vikur og miðað við þau
samtöl segir mér enginn að það sé
ekki einhvers slags opinber inn-
spýting þarna á ferð. Ég hef að
sterkar grunsemdir fyrir því bæj-
arsjóður Vestmannaeyja eða ein-
hver opinber sjóður standi þarna
að baki. Það væri skýlaust brot á
öllum reglum og einfaldlega sið-
laust,“ segir Einar Örn.
íslandsflug ætlar að nota 19
manna Dornier vél sína í fluginu
til Vestmannaeyja og Jórvík hefur
gert samning um tvær 19 manna
Jet Stream vélar erlendis frá.
Guðjón Hjörleifsson, bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum, segir að
hann hafi sagt Einari Erni frá því
síðast fyrir nokkrum dögum að
hann vildi fá stærri flugrekstrar-
aðila með traustara fjárhagslegt
bakland í Vestmannaeyjaflugið og
að hann myndi vinna áfram að
því. „Þannig að við erum ekki að
koma í bakið á Jórvíkurmönnum.
Ég sagði Einar Ernir þá og ég get
allt eins sagt það hreint út að ég
mun mæla með því við starfs-
menn bæjarins að þegar þeir fljú-
ga á hans vegum versli þeir við ís-
landsflug," segir hann.
Guðjón vísar því hins vegar á
bug að Vestmannaeyjabær ætli að
styrkja íslandsflug fjárhagslega
til verksins. „Við höfðum áhyggj-
ur af útlitinu og ræddum til dæm-
is við samgönguráðuneytið og ís-
landsflug til að þrýsta á um málið
en félagið tók sjálft þessa ákvörð-
un,“ segir hann.
gar@frettabladid.is
Félag byggingarverktaka:
Klúbbur hinna stóru
iðnadur Stærstu byggingarverk-
takar innan Samtaka iðnaðarins
hafa stofnað með sér með Félag
byggingarverktaka. Athygli vek-
ur að skiiyrði fyrir inngöngu í fé-
lagið er að árleg lágmarksvelta
hjá viðkomandi verktaka sé um
120 milljónir króna. Á stofnfund-
inum gerðust 13 fyrirtæki aðilar
að þessu nýja félagi, eða „klúbbi"
eins og nýkjörinn formaður fé-
lagsins, Loftur Árnason verk-
fræðingur hjá ístaki orðar það.
Meðal aðildarfélaga eru fyrir-
tæki eins og Byggðaverk, íslensk-
ir aðalverktakar, Keflavíkurverk-
takar, ístak og níu önnur stór
verktakafyrirtæki. Loftur Árna-
son hafnar því að þessi lágmarks-
velta sé hugsuð sem einhver
þröskuldur til að koma í veg fyrir
aðild smærri verktaka. Hann seg-
ir að menn hafi komið sér saman
um þessa viðmiðun í tilrauna-
skyni. Hann leggur þó áherslu á
að það sé ekki búið að þróa þá
starfsemi sem félagið mun hafa
með höndum, enda hefði það verið
stofnað í sl .viku. Það mun skýrast
seinna meir. ■
Reykjavík:
Eftirlit haft
med ung-
lingum
lögreglumál Eftirlit var haft með
unglingum í Reykjavík um helg-
ina í samstarfi lögreglunnar í
Reykjavík, Félagsþjónustunnar
og íþrótta- og tómstundarráði. Af-
skipti voru höfð af allmörgum
unglingum vegna brota á útivist-
artímum og meðferð áfengis.
Flestir voru færðir í athvarf þar
sem forráðamenn sóttu þá. Þessa
sömu helgi var tilkynnt um 13 ára
ungling sem misst hafði meðvit-
und eftir að hafa drukkið landa.
Þegar sjúkrabifreið var á leiðinni
rankaði pilturinn við sér og móðir
hans fór með hann heim.
Þess má geta að nú er verið að
senda foreldrum barna í 7. bekk
bréf með segulspjaldi, sem festa
má á ísskáp, þar sem fram koma
upplýsingar um útivistartímann.
Þetta er samstarfsverkefni lög-
reglu og sveitarfélaga á svæði LR
og er það von manna að spjaldið
stuðli að því að útivistarreglur
verði enn betur virtar. ■
| LÖGREGLUFRÉTTIR I
Maður tilkynnti til lögreglunn-
ar í Reykjavík að hann hefði
verið rændur og sér byrluð
smjörsýra. Hann var fluttur á
bráðamóttöku Landspítalans.
Lögreglan í Reykjavík hafði af-
skipti af manni síðdegis á
sunnudag þar sem hann lamdi
með keðju í bifreið á Ingólfs-
torgi. Hafði maðurinn verið að
slást við aðra sem voru farnir af
vettvangi er lögregla kom. Eftir
að slagsmálum lauk var mannin-
um greinilega ekki runnin reiðin
með fyrrnefndum afleiðingum.
Maðurinn var fluttur í lögreglu-
fylgd af vettvangi.
Tilkynnt var um grímuklædda
menn sem voru að henda
eggjum í fólk utan við hús á
Grensásvegi á sunnudag. Þegar
lögregla kom á vettvang voru
þeir grímuklæddu farnir en af
vegsummerkjum að dæma var
greinilegt að eggjum hafði verið
kastað.
A tján ökumenn voru grunaður
Aum ölvun við akstur í Reykja-
vík um helgina. Þá var tilkynnt
um fimmtíu og átta umferðaró-
höpp með eignartjóni um helgina.
Brotist var inn í fyrirtæki í Ár-
múla á laugardagskvöld þar
sem stolið var farsímum. Síðar
um kvöldið var tilkynnt um ann-
að innbrot í fyrirtæki í Ármúla.
Þaðan var stolið nokkrum dýrum
tækjum. Þýfið fannst síðan í
plastpoka í nágrenninu.