Fréttablaðið - 25.09.2001, Page 14

Fréttablaðið - 25.09.2001, Page 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2001 ÞRIÐJUDACUR HVERNIC FER? Haukar og Valur sigra JÚLfUS JÓNASSON ÞJÁLFARI ÍR „Ég held að Haukar eigi eftir aðSigra í karlaflokki en I kvennaflokki verða það Valsstúlkur sem standa uppi sem sigurvegarar." Sander Westerveld: Neitaði að fara til Alaves Hverjir verða íslands- meistarar í handknattleik? knattspvrna Sander Westerveld, markvörður Liverpool, neitaði að fara á lánssamning til spænska liðsins Alaves. Spánverjarnir vildu fá Westar- veld að láni fram í desember, en hann vildi gera langtímasamning og því varð ekkert úr því að hann færi. Alaves lék &e8n Liverpool í úrslitaleik Evr- ópukeppni félags- liða á síðasta tíma- bili, sem lauk með 5-4 sigri Liver- pool. Gerard Houlli- er, framkvæmda- stjóri Liverpool, keypti tvo markmenn fyrr í þess- um mánuði. Pólska landsliðs- markvörðinn Jerzy Dudek frá Feyenoord og hinn unga Chric Kirkland frá Coventry. Dudek hefur verið í byrjunarliði Liver- pool allt síðan hann var keyptur og Westerveld því verið úti í kuld- anum. Líklegt þykir að Wester- veld verði seldur frá Liverpool á næstunni, þar sem hann sættir sig ekki við að verma varamanna- bekkinn. ■ f KULDANUM Westerveld hefur verið úti í kuldan- um hjá Liverpool eftir að Cerard Houllier keypti tvo markmenn fyrr í mánuðinum. NBA: Beðið eftir Jordan körfuknattleikur Michael Jordan lætur menn enn bíða eftir, ákvörð- un sinni um það hvort hann hygg- ist taka fram skóna að nýju og leika í NBA deildinni í vetur. Flestir bandarískir fjölmiðlar telja næsta víst að Jordan ákveði að leika á næstu leiktíð og að hann muni tilkynna það í dag. ■ Model HR4000C SDS Max Bor/brotvél 1050 W, Max 0= 40 mm H BnliaiJ. Lm,ián f| . tfcfi - 4 UMl ■Mi ' tœ 4#1-»»7wl Paolo di Ganio: Vandar Eiði Smára ekki kveðjurnar knattspyrna Hinn litríki knatt- spyrnumaður Paolo di Canio, sem leikur með West Ham, vandar Eiði Smára Guðjohnsen og félögum hans í Chelsea ekki kveðjurnar eft- ir drykkjulæti þeirra á Posthouse hótelinu við Heathrow flugvöllinn daginn eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum. Fjöldi bandarískra ferða- manna, sem var á leið heim til sín, var staddur á hótelinu þennan dag og finnst di Canio leikmennirnir hafa sýnt þeim mikla vanvirðingu með athæfi sínu. Di Canio telur að Eiður Smári, Frank Lampard, John Terry og Jody Morris hafi ekki hlotið nægi- lega harða refsingu, en samkvæmt enskum fjölmiðlum fækkuðu þeir fötum, blótuðu og ældu á hótelinu í viðurvist syrgjandi Bandaríkja- manna. Eiður Smári hefur sagt að hann hafi verið farinn af hótelinu þegar drykkjulætin hófust. „Ef þú ferð á fyllerí daginn eftir það sem gerðist í Bandaríkjunum þá gerirðu þér greinilega ekki grein fyrir því hvað gerðist," sagði PAOLO Di Canio lék með armband í bandarísku fánalitunum gegn Newcastle á laugardaginn í virðingarskyni við þá sem létust í hryðjuverkunum. di Canio. „Kannski hugsuðu Chel- sea-leikmennirnir þetta ekki til enda og það er skömm að því, af því að það sem gerðist snerti ekki bara Bandaríkjamenn heldur alla. Það var rétt af forráðamönnum Chelsea að sekta þá um tveggja vikna laun, en eftir það sem þeir gerðu hefðu þeir einnig átt að setja þá í leikbann í einn mánuð, þetta var hræðilegt hjá þeim.“ Di Canio lék með armband í bandarísku fánalitunum gegn Newcastle á laugardaginn í virðing- arskyni við þá sem létust í New York og Washington. ■ Handknattleikurinn stendur á tímamótum íslandsmótid í handknattleik hefst í kvöld. Geir Sveinsson segist hafa viljað prófa keppni með tveimur riðlum. Hann segist hafa séð framtíðina bjartari en nú en segir fullt af ungum leikmönnum að koma upp. handknattleikur íslandsmótið í handknattleik karla hefst í kvöld. Geir Sveinsson, þjálfari Vals- manna og landsliðsmaður til mar- gra ára, er einn af þeim sem spá Islandsmeisturum Hauka sigri á íslandsmótinu. „Ég tippaði að Haukar yrðu meistara en við verðum þarna í baráttunni. Okkar markmið er fyrst og fremst að koma okkur í úrslitakeppnina." Valsmenn hafa misst tíu leik- menn úr æfingahóp sínum og er liðinu spáð 5.-6. sæti í deildinni. Geir hefur ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Einhvern veginn á Valur aðra leikmenn til að taka við og ég er með sautján manns á æfingu í dag og ég kvarta ekki. Þetta eru allt hörkudrengir sem leggja mikið á sig.“ Mótið í ár verður spilað með hefðbundnu keppnisfyrirkomu- lagi, fjórtán lið spila í einni deild og mætast öll heima og að heiman. Átt efstu liðin mætast síðan í úr- slitakeppni. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu var horfið frá tveggja riðla keppni þegar lið Fjölnis dró sig úr keppni. Aðspurður segist hann frekar hafa verið hlynntur þeirri keppni sem átti að spila, þ.e. í tveimur riðulum. „Ég var hlynntur henni og hefði viljað prófa hana. Mér þykir þetta mjög miður með Fjölni og það er slæmt fyrir handboltann í GEIR SVEINSSON Þjálfari Valsmanna ætlar sér í úrslitakeppnina í ár. Liðinu er spáð 5.-6. sæti ásamt Gróttu/KR. Hann segir liðið hafa misst marga leikmenn en hann hafi marga unga og efni- lega stráka sem mun án efa láta að sér kveða. landinu. Það er alltaf slæmt að missa heilt félag, það er ekki eins og við megum við því.“ En hver er staða handknatt- leiks á íslandi nú? „Ég vil meina að við stöndum á ákveðnum tímamótum. Ég hef oft séð það bjartara en það er fullt af efnilegum leikmönnum að koma upp og ég held að það þurfi ekki að kosta miklu til að rífa handbolt- ann aftur upp, þar sem hann á að vera. Þetta er í okkar eigin hönd- um hvort við að þetta virki al- mennilega eða ekki.“ kristjan@frettabladid.is 1. umferð: Þriðjudagur 25. sept kl. 20.00 Þór Ak. - HK FH - UMFA Grótta KR - Selfoss ÍBV- KA Miðvikudagur 26. sept kl 20.00 Fram - ÍR Valur - Stjarnan Víkingur - Haukar Harpa Melsted, fyrirliði Hauka: „Spáin gekk upp í fyrra“ Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka: „Betri en í fyrra“ handknattleikur Haukar úr Hafn- arfirði urðu Islandsmeistarar í fyrra eftir harða rimmu við KA menn. Liðinu er spáð sigri í deild- inni og segir Halldór Ingólfsson, fyrirliði, liðið stefna hátt. „Þetta er náttúrulega bara leik- ur. En við fáum fyrsta sætið og stefnum hátt en við þurfum að hafa fyrir öllu sem við gerum. Þetta verður að sjálfsögðu erfitt en við gerum okkar besta.“ Haukar hafa bæði misst og fengið til sín leikmenn. „Það fóru frá okkur góðir leik- menn sem við söknum en við fengum líka mjög góða leikmenn í staðinn. Við teljum okkur jafnvel betri en í fyrra.“ Halldór telur að nokkur lið eigi eftir að blanda sér í toppbarátt- una. „KA menn voru sterkir í fyrra og verða það áfram. Annars verð- ur þetta bara jafnt. Það þurfa allir að hafa fyrir sigri og lið munu reita stig af hvert öðru.“ ■ 1. DEILD KARLA HANDKNATTLEIKUR Haukastúlkur unnu íslandsmeist- aratitilinn í fyrra, líkt og karlarnir. Þeim er spáð fyrs- ta sætinu af fyrir- liðum og þjálfur- um 1. deildar. „Mér líst bara vel á þetta og von- andi gengur þetta upp en maður vill ekki vera horfa of mikið á þessar spár. Það gekk að vísu upp í fyrra en ég held að deildin verði mun jafnari á toppnum,“ sagði Harpa Melsted eftir að spáin lá fyrir. Lið Hauka hefur orðið fyrir ein- hverjum breytingum en hún telur það ekki eiga eftir að hafa áhrif á liðið. „Við misstum Auði Hermanns- dóttur og fengum í staðinn Nínu K. Björnsdóttir. Ég vona að hún komi til með að fylla skarð hennar full- komlega. Það kemur alltaf maður í manns stað.“ En hvaða lið verða í toppbarátt- unni fyrir utan Hauka? „Ég held að Valur, Grótta/KR og ÍBV eigi að vera næst toppnum en lið eins og Víkingur og Stjarnan geta líka farið að spila inní þetta." ■ 1. DEILD KVENNA Sæti Lið Stig 1. Haukar 101 2. Grótta/KR 82 3.-4. IBV 77 3.-4. Valur 77 5. Vikingur 65 6. Stjarnan 54 7. FH 36 8. KA/Þór 22 9. Fram 20

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.