Fréttablaðið - 25.09.2001, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. september 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Roy Keane:
Seldu Stam eins og kú
KNATTSPYRNfl Jaap Stam, fyrrum
leikmaður Manchester United,
telur að Alex Ferguson, stjóri liðs-
ins, hafi selt sig til Lazio þar sem
hann var að verja eigið orðspor.
Stam, sem er hollenskur lands-
liðsmaður, var seldur til ítalska
liðsins fyrir 24 milljónir punda í
kjölfar útgáfu ævisögu sinnar þar
sem hann fór misfögrum orðum
um Ferguson og samherja sína
hjá ensku meisturunum.
Stam er vissum að fyrrum
lærifaðir sinn hafi farið á bak við
sig þegar hann stóð að sölunni og
hafi komið fram við sig eins og
kjötskrokk.
„Það segja allir að leikmenn
fari með völdin, en það er ekki
satt,“ sagði Stam.
„Sem leikmaður ertu ekkert
annað en kjötskrokkur, við erum
ekkert annað en búpeningur .“
„Ég ræddi við Roy Keane [fyr-
irliða Man. Utd.] um þetta mál.
Hann var mér sammála og sagði
„Þeir seldu þig eins og hverja
aðra kú,“ sagði Stam og bætti við.
„Ferguson öskraði á mig „Hvað
heldur þú að fólk haldi þegar það
les bókin þína og sér að ég hafi
fleygt borðum í búningsherbergj-
unum?“ Ég skil ekki þessa rök-
semdafærslu því það eina sem ég
gerði var að segja sannleikann.
Þið verðið líka að hafa hugfast að
Ferguson skrifaði sjálfur bók þar
sem hann lét ýmislegt miður
fagurt falla um Gordon Strachan
og Brian Kidd.“
Stam, sem sagði í síðustu viku
að hann myndi aldrei aftur ræða
við Ferguson, hefur verið í sam-
bandi við nokkra af samherjum
sínum hjá enska liðinu. Hann seg-
ist ekkert hafa heyrt í stjórna-
mönnum Manchester United.
„Þá áttaði ég mig á þvi að jafn-
vel stór félög eins og United geta
verið lítil." ■
JAAP STAM
Hollenski varnarmaðurinn var seidur frá
Man. Utd. til Lazio fyrir 24 milljónir punda
með örskömmum fyrirvara eftir að hann
gaf út ævisögu sína. Þar lét hann margt
miður fagurt falla um samherja sína hjá
ensku meisturunum.
KSI semur:
Nýr sjónvarps-
samningur
knattspyrna Knattspyrnusamband
Islands og þýska fyrirtækið UFA
Sports hafa undirritað nýjan samn-
ing um sjónvarps- og markaðsrétt til
4 ára.
Með samningnum hefur UFA
Sports á umræddu tímabili keypt:
Sjónvarpsrétt (innan- og utanlands)
frá heimalandsleikjum A og U21
landsliðs karla; Auglýsingarétt við
leikvöllinn í heimalandsleikjum A
landsliðs karla; Sjónvarpsrétt (inn-
an- og utanlands) frá efstu deild
karla, bikarkeppni og deildarbikar-
keppni.
Ékki kemur fram hversu háa fjár-
hæð KSÍ fær fyrir samninginn. ■
Formúla 1:
Frentzen til Sauber?
BECKHAM
David Beckham og átta aðrir leikmenn Man. Utd. mæta óþreyttir til leiks gegn Deportivo
la Coruna, þar sem þeir voru hvíldir í leiknum gegn Ipswich á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu:
Stjörnurnar
í Man» UtcL
mæta óþreyttar
knattspyrna Manchester United
hvíldi níu leikmenn í leiknum
gegn Ipswich á laugardaginn fyr-
ir leikinn gegn Deportivo la Cor-
una í Meistaradeild Evrópu í
kvöld. Það kom ekki að sök því
varamennirnir unnu leikinn 4-0.
Nú verður Alex Ferguson bara að
vona að Beckham, Nistelrooy og
Veron, standi sig jafnvel á móti
Deportivo.
Mikil meiðsli eru í herbúðum
Deportivo. Þrír miðvallarleik-
menn eru meiddir en Amavisca,
sem skoraði tvö mörk gegn Ala-
ves um helgina á við hnémeiðsli
að stríða, spænski landsliðsmað-
urinn Fran Gonzales er meiddur á
ökkla og Victor Sanchez er einnig
meiddur á fæti. Ef Man. Utd. sigr-
ar Deportivo og Lille og Olympi-
akos gera jafntefli í Frakklandi
nær Man. Utd. fjögurra stiga for-
ystu í G-riðli.
Bayern Munchen, núverandi
meistarar, mæta Spartak Moskvu
í H-riðli, en öll liðin í þeim riðli
hafa eitt stig. Þjóðverjarnir verða
án nokkurra lykilmanna sem enn
eru meiddir. Rivaldo verður ekki
með Barcelona í leiknum gegn
Leverkuson, en búist er við að
Marc Overmars leiki, en hann
hefur verið frá vegna hnémeiðsla.
Zinedine Zidane er enn í leik-
banni og verður því ekki með
Real Madrid gegn Anderlect. Bú-
ist er við að Brasilíumaðurinn
Savio taki sæti hans í liðinu. Al-
berto Zaccheroni, hinn nýi þjálf-
ari Lazio, á erfiðan útileik fyrir
höndum gegn Fenerbah?e í Tyrk-
landi. Leikurinn er afar mikil-
vægur fyrir ítalska liðið sem hef-
ur tapað tveimur fyrstu leikjum
sínum í keppninni. ■
MEISTARADEILPIN
í DAG: Leikur Riðill
Sp. Moskva - B. Miinchen H
Sparta Prag - Feyenoord H
Celtic - Porto E
Rosenborg-Juventus E
Leverkusen - Barcelona F
Fenerbah^e - Lyon F
Coruna - Man. Utd. G
Lille - Olympiakos Á MORGUN: G
Leikur Riðill
Real Madrid - Anderlecht A
Roma - Loko. Moskva A
Boavista - Dortmund B
Liverpool - Dynamo Kiev B
Panathinaikos - Arsenal c
Schalke - Mallorca C
Nantes - Galatasaray D
PSV - Lazio D
KAPPAKSTUR Enn er á huldu hver
mun taka sæti Kimi Raikkonen í
Sauber liðinu í Formúlu 1, en Finn-
inn mun taka sæti Mika Hakkinen
hjá McLaren á næsta keppnistíma-
bili.
Nokkrir menn hafa þó verið
nefndir til sögunnar eins og t.d.
Heinz-Harald Frentzen, sem var
rekinn frá Jordan fyrir skömmu og
Jean Alesi, sem reyndar tók sæti
Frentzen hjá Jordan. Báðir þessir
ökumenn hafa ekið fyrir Sauber.
Forráðamenn Sauber hafa ein-
nig haft augastað á Felipe Massa,
tvítugum Brasílumanni, en hann
reynsluók Sauber bílnum í síðustu
viku í Mugello á Ítalíu. ■
Á FÖRUM
Raikkonen mun aka fyrir McLaren á næsta
keppnistímabili.
□
Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu
,wJiS
-hættuleg efni
[ Ráðstefna á vegum Atmannavama á höfuðborgarsvæðinu ]
Tjamarsalur Ráðhúss Reykjavíkur. 27. september kl. 8.30-17.00
Ráðstefnustjóri: Sigrún Ámadóttir. framkvæmdastjóri Rauða kross (slands
Ráðstefnugjald: 5000 kr. (léttur hádegisverður. kaffi og ráðstefnugögn innifalin)
Skráning og nánarí upplýsingar:
www.shs.is/radstefna
í síma 570 2040 og í tölvupósti:
armann.petursson@shs.is
Ráðstefnan er liður í gerð áhættumats fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvemig
má draga úr líkum á slysi vegna geymslu. flutnings og notkunar hættu-
legra efna? Hvemig má draga úr afleiðingum slíks slyss? Hvemig skil-
greinum við áhættu og hver er viðunandi áhætta? Hvaða aðferðum má
beita til þess að öðlast betri vitneskju um áhættu á svæðinu?
Dagskrá: Ráðstefnan hefst kl. 8.30 með skráningu og afhendingu ráðstefnugagna.
Forseti borgarstjórnar setur ráðstefnuna kl. 9.00.
Ámi Þór Sigurðsson. formaður hafnarstjómar Reykjavíkur-. Samræmt öryggis- og eftirlitskerfi á hafnarsvæði
Eyjótfur Sæmundsson. Vinnueftirlitinu: Hættumat í iðnaðarstarfsemi - varnir gegn stórslysum
Víðir Kristjánsson. deildarstjóri hjá Vinnueftirtitinu: Hvernig flytja skal hættutegan farm á ömggan hátt
Sigurbjörg Gísladótör. Hollustuvemd ríkisins: Eiturefni og hættuleg efni
Hetgi Jensson, Hollustuvemd ríkisins: Viðbrögð við mengunaróhöppum og aðkoma ólíkra aðila
Gestur Guðjónsson. umhverfisverkfræðingur: Öryggisráðstafanir við eldsneytisflutninga hjá Olíudreifingu
Gestur Pétursson. sérfræðingur hjá ÍSAL Áhætta - vat eða örtög?
Garðar Mýrdal eðiisfræðíngur: Undirbúningur áhættumats fyrír höfuðborgarsvæðið
Dr. Bjöm Kartsson. bmnamálastjórí: Almennt um áhættustjórnun og áhættugreiningu
Böðvar Tómasson, verkfræðingur: Áhættugreining vegna efnaslysa
Marío P.M. Schoonderwoerd. verkfræðingur: Taking risks and running risks
Hróffur Jónsson. slökkvitiðstjóri: Sameining almannavarnanefnda á svæðinu og nýjar áherslur
Pallborðsumræður verða að fyrirlestrum loknum.
Kynningarbásar á ráðstefnusvæðinu
Fyrirtækjum og opinberum aðilum býðst að kynna starfsemi sína og áhættustýringu í
kynningarbásum. Nánari upplýsingan Ármann Pétursson verkefnisstjóri í síma 570 2040.
armann.petursson@shs.is. Gjald fyrir kynningarbása: 10.000 kr.
mm