Fréttablaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
26. september 2001 MIÐVIKUDAGUR
SVONA ERUM VIO
HLUTDEILD ÍBÚA ELDRI EN 65 ÁRA
Hér að neðan er hægt að sjá hve stórt
hlutfall ibúa er eldri en 65 ára i nokkrum
ríkjum. Meðaltal OECD rlkja er um 13°/o af
íbúafjölda.
Svíþjóð 17,8%
Þýskaland 16,5%
Bretland 15,8%
Holland 13,5%
tsland 11,5%
Lyfjakostnaður:
Stefnir í 25%
aukningu
HEILBRICÐISMÁL Útlit er fyrir aö
lyfjasala nemi 13 milljörðum
króna í ár og er það um 25%
aukning frá síðasta ári en þá
nam lyfjasala 10,4 milljörðum
króna. Kostnaður vegna tauga-
og geðlyfja eykst mest og er
reiknað með að kostnaður vegna
þeirra aukist um 700 milljónir
króna á þessu ári. Næst koma
hjarta og æðasjúkdómalyf en
kostnaður vegna þeirra eykst
um 370 milljónir króna eða 29%.
Kostnaður vegna æxlishemjandi
lyfja eykst um 370 milljónir
króna en það er 80% aukning frá
fyrra ári. Áætlað er að lyfja-
notkun verði 5% meiri í ár en í
fyrra og er það svipuð aukning
og undanfarin ár. ■
—«—
Tölvunámskeið fyrir
eldri borgara:
Unglingar
kenna eldri
borgurum
tölvukennsla í vetur verður boðið
upp á tölvunámskeið fyrir eldri
borgara í níu grunnskólum
Reykjavíkur.
Tölvukennarar skólanna hafa
umsjón með námskeiðunum en
grunnskólanemendur leiðbeina
eldri borgurum og kenna þeim
undirstöðuatriði í tölvunotkun.
Námskeiðin eru fyrir byrjendur
og er þátttakendum kennt að nýta
sér tölvupóst og Veraldarvefinn.
Auk þess gefa námskeiðin kyn-
slóðum tækifæri til að hittast og
miðla reynslu sín á milli.
Kennt er einu sinni í viku, tvo
tíma í senn og standa námskeiðin
yfir í fimm vikur. Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur og Námsflokkar
Reykjavíkur vinna saman að
verkefninu og er þetta fjórða árið
sem eldri borgurum bjóðast þessi
námskeið. f fyrravetur tóku 35
grunnskólanemendur þátt í að
kenna 75 eldri borgurum.
Níu skólar hýsa námskeiðin í
ár, Álftamýrarskóli, Árbæjar-
skóli, Ártúnsskóli, Breiðholts-
skóli, Foldaskóli, Háteigsskóli,
Hólabrekkuskóli, Húsaskóli og
Langholtsskóli. Skráning á nám-
skeiðin fer fram hjá Námsflokk-
um Reykjavíkur. ■
1 INNLENT~[
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á
höfuðborgarsvæðinu segist í
ályktun mótmæla harðlega
kostnaðarhækkunum í heil-
brigðiskerfinu sem hafi komið
verst niður á öryrkjum og
tekjulágum. Sjálfsbjörg tekur
undir yfirlýsingu heilbrigðis-
ráðherra um að ekki verði tekið
upp innritunargjald á sjúkra-
stofnanir. ■
Skattamál:
Skattar hafa hækkað
meira en landsframleiðsla
skattar Skattar einstaklinga
hafa hækkað um fjörutíu pró-
sent á síðustu fimm árum. Verg
þjóðarframleiðsla hefur hækkað
um 24 prósent á sama tíma.
Skattar á fyrirtæki og félög hafa
líka hækkað umtalsvert meira
en þjóðarframleiðslan frá árinu
1996, eða um 35 prósent.
Árið 1996 voru skattar ein-
staklinga um níu prósent af ver-
gri landsframleiðslu, en árið
2000 voru þeir um þrettán pró-
sent hennar. Svipaða sögu er að
segja varðandi skatta lögaðila.
MMMQBmMHMMMMMNttlWEMMMMWIBMMIMMMMMIMIMMtMMMWMMMMMMMMMBHMMMMtfMBfiM
Ef opinber gjöld einstaklinga og
lögaðila, frá árinu 1996, eru
reiknuð samkvæmt núgildandi
neysluverðsvísitölu, kemur í ljós
að hækkunin er í engu samræmi
við verga landsframleiðslu sem
hefur aukist mun minna. ■
HÆKKUN SKATTA MUN MEIRt EN
AUKNINC LANDSFRAMLEIÐSLU
Hlútfallsleg þróun skatta og landsfram-
leiðslu milli ársins 1996 og 2000 framreik-
nað samkvæmt vísitölu 1. sept. 2001
SÁÁ í örðugleikum:
Rekstur end-
urskipulagður
áfengismeðferð SÁÁ er nú í fjár-
hagsörðugleikum og verið er að
endurskipuleggja reksturinn.
Sparnaðaraðgerðir hafa staðjð yfir
síðan í vor og hafa engar nýráðning-
ar verið hjá samtökunum frá því
seinni hluta vetrar. Samningavið-
ræður standa nú yfir við heilbrigð-
isráðuneytið um gerð þjónustu-
samnings. Næsti fundur fulltrúa
SÁÁ og ráðuneytisins verður í dag
og býst Theódór S. Halldórsson
framkvæmdastjóri SÁÁ við að mál
skýrist á næstunni. Þá skýrist ein-
nig hvort meðferðarheimilið að
Staðarfelli verði opnað að nýju. ■
Þröng á þingi meðal
heimilislausra
Jónas Gunnarsson sefur í ruslageymslum og tröppum húsa þar sem hann getur fundið skjól.
Hann hefur verið heimilislaus í áratug og margoft farið í afvötnun á þeim tíma.
ADSTÆÐUR HEIMILISLAUSRA Þær eru
ófáar næturnar sem Jónas Gunn-
arsson reynir að ylja sér við við
heitan útblástur úr einu húsanna á
lóð Landspítalans við Hringbraut.
Þetta er einn þeirra staða þar sem
hann hefst við yfir nóttina ásamt
öðrum heimilislausum einstak-
lingum. Annar þeirra staða sem
Jónas sefur á er bátur í slippnum
niðri við Reykjavíkurhöfn. Þar er
þröngt og kalt en skjól fyrir vind-
um. Hann hefst líka stundum við í
ruslatunnugeymslu Landspítalans
og segir að þar sé oft þröng á
þingi.
Þó Jónas fái sjaldnast inni yfir
nóttina eru nokkrir staðir sem
hann getur leitað á yfir daginn,
komist í hús og fengið sér ein-
hverja hressingu. „Ég borða
stundum í Vin, athvarfi fyrir geð-
fatlaða, fyrir 250 krónur. Þar fæ
ég að vera smástund. Það þarf
ekki að þýða að maður sé geðfatl-
aður þó maður fái að borða þar. Ég
er bara kominn yfir um af stre-
itu.“ Jónas lítur stundum í heim-
sókn til vinkonu sinnar yfir dag-
inn. Hún má hins vegar ekki hafa
næturgesti og getur því ekki boð-
ið honum gistingu. Hann fær líka
stundum kaffisopa á Hjálpræðis-
hernum en gistir þar ekki, segir
að þar séu menn með fólk á svört-
um lista sem fái ekki gistingu.
Jónas leiddist ungur út í
óreglu. Hann flutti oft á milli
hverfa á sínum yngri árum og átti
erfitt með að aðlagast því. Það lei-
ddi til þess að hann sneri sér að
vímugjöfum. Síðan þá hefur hann
oft farið í afvötnun og segist vera
þurr núna. „Annars myndi ég ekki
leyfa þér að taka viðtal við mig.“
Jónas hefur verið heimilislaus í
áratug og fótbrotnað fjórum sinn-
um. Illa gróin brotin og kuldinn
í RUSLACEYMSLUNNI
Einn þeirra staða sem Jónas sefur á. Ekki
vistlegur en heldur ekki versti staðurinn
sem Jónas hefur sofið á.
sameinast um að gera honum
erfitt um svefn.
Jónas kann félagsmálayfir-
völdum litlar þakkir og segir þau
ekki hafa staðið sig í að útvega sér
húsnæði. „Páll Pétursson lofaði
mér íbúð en hann brást mér. Lára
Björnsdóttir félagsmálastjóri lof-
aði mér íbúð. Hún brást mér.“ Nú
segist hann ætla að kæra borgina
fyrir að standa sig ekki.
GIST HJÁ LANDSPÍTALANUM
Hér reynir Jónas ásamt öðrum að hlýja sér á næturnar. Útblásturinn er heitur og oft eina
binni@frettabladid.is
leið manna til að hlýja sér.
Könnun á tungumálaþekkingu:
Eldri telja dönsku mikil-
vægari en yngri
MENNTAMÁL Yfirgnæfandi meirihluti
þátttakenda í könnun menntamála-
ráðuneytisins telur að landsmenn
ættu að kunna ensku. f tilefni af
Evrópsku tungumálaári 2001 fól
ráðuneytið PriceWaterhouse-
Coopers að gera könnun á viðhorf-
um almennings til tungumálanáms-
og kennslu. Fólk var jafnframt beð-
ið að meta eigin kunnáttu í erlend-
um tungumálum. Rúm 93% telja sig
kunna ensku en einungis tæp 64%
telja sig kunna hana vel. Tæp 16
prósent segjast kunna dönsku vel.
Rúmlega 96 prósent þátttakenda
í könnuninni telja ensku vera það
erlenda tungumál sem mikilvægast
er að hafa vald á. Tungumálin sem
þátttakendur telja næst mikilvæg-
ast að hafa vald á eru þýska, spæns-
ka og danska. Ungt fólk á aldrinum
18-29 ára telur spænsku mikilvæg-
ari en þeir sem eru í elsta aldurs-
hópnum, 50-67 ára, en þeir telja
dönsku mikilvægari en þeir sem
yngri eru. Engu að síður telja um 71
prósent að allir íslendingar ættu að
kunna eitt Norðurlandamál.
Könnunin var símakönnun og
náði til fólks á aldrinum 18-67 ára,
en úrtakið var 1200 manns af öllu
landinu. Svarhlutfallið var 62 pró-
sent. Skýrsluna má finna á heima-
síðu ráðuneytisins. ■
Hlutfall
í%
100 r-
90 -
80
70
60
50
40
30
20
10
0
93,1 93,2
enska
SPURT VAR UM LÁGMARKSKUNN-
ÁTTU í ERLENDU TUNGUMÁLI
Enska var lang oftast nefnd af báðum kynj-
um. Athygli vekur að nokkuð fleiri konur
en karlar segjast kunna dönsku.
danska
I Karlar
|Konur
34,4
þýska sænska norska franska spænska íslenska