Fréttablaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 19
I
MIÐVIKUPACUR 26. september 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
Menntasmiðja KHÍ:
Kynningá
gagnasöfnum
ryiENNTAMÁL Kristín Indriðadóttir,
framkvæmdastjóri Menntasmiðju
Kennaraháskóla íslands, verður
með kynningu á vegum Rannsókn-
arstofnunar KHÍ á erlendum
gagnasöfnum og landsaðgangi að
rafrænum tímaritum á sviði upp-
eldis og menntunar. Kynningin fer
fram í sal Sjómannaskóla Islands
við Háteigsveg og hefst kl.16.15.
Kynningin er öllum opin. Vefurinn
www.hvar.is verður kynntur og
skoðuð verða gagnasöfn þar sem
finna má heimildir um uppeldis-
og menntamál. Þá verður rætt um
framboð af rafrænum tímaritum á
efnissviðinu. ■
UNPIR GEISLANUM*
Fallegt og djúpt
að gerist ekki oft, en gerist
þó, að á fjörur manns rekur
geisladiskur sem hreinlega neitar
að yfirgefa spilarann. Djúpið með
þeim félögum Sigurði Flosasyni,
Eyþóri Gunnarssyni og Lennart
Ginman er einn þessara diska. Ég
er búinn að hlusta á hann aftur
og aftur og verð alltaf hrifnari og
hrifnari. Það er alveg sama hvar
mann ber niður. Spilamennskan
iðar af músikaliteti, næmni og
valdi yfir hljóðfærunum og verk-
unum. Taktbrigði eru svo vel út-
færð að maður heyrir nánast
trommuleik sem þó enginn er.
Laglínur eru mótaðar þannig að
maður getur ekki ímyndað sér að
betur verði gert.
Djúpið:
Tríó Sigurðar Flosasonar
Kostur þessa disks er ekki síst sá
að þarna er á ferðinni ákaflega
aðgengilegur djass sem hæfir
jafnt eyrum þeirra sem eru óvan-
ir þeirri tónlist og hinna sem eru
forfallnir. Hljómur tríósins er
einstaklega fallegur og Sigurður
Flosason fer yfir allan tilfinn-
ingaskalann, hvort sem hann
blæs í baritón- eða altsaxafón.
Þeir sem eiga fyrri disk þeirra
félaga, Himnastigann, verða að fá
sér þennan. Þeir sem hvorugan
eiga, ættu að fá ser þá báða.
Hafliði Helgason
Keramik, fyrir alla
Opið hús í Kei Kynntu þér „Keramik fyrir alla“ á c Munir, litir og pen: Einnig tekið á móti pöntunum fyrir hóp; ‘amik í kvöld >pnu húsi öll miðvikudagskvöld. >lar á staðnum! i, óvissuferðir og starfsmannakvöld.
„Keramik fyrir alla“, Laugavegi 48b, er lika opiö fyrir þá sem vilja koma og mála mán.-föstud. 11-18 og laugardaga 13-17. Síminn er 552 2882, vefsiðan keramik.is.
Rafbylgjur valda ryki og sjúk-
dómum. Mikil lækkun á varnar-
búnaði. Leitið upplýsinga.
Hreiðar Jónsson læknamiðilL
Sími: 862 6464 og 581 1008
Kristjáns Davíðsson efur opnað sýn-
ingu áverkum sínum í gallerí i8. Sýning-
in stendur til 27. október. Opið þriðju-
daga til laugardaga frá kl. 13-17.
Friðrika Geirsdóttir sýnir grafíkverk og
litljósmyndir í sýningarsal félagsins ís-
iensk grafik í Hafnarhúsinu, Tryggva-
götu 17 ( inngangur hafnarmegin). Sýn-
ingin er opin fimmtudaga til sunnudags
frá kl. 14.00 til 18.00. Aðgangur er
ókeypis.
Sýning á verkum Gísla Sigurðssonar
stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Yfir-
skrift sýningarinnar er RÆTUR. Sýningin
er opin daglega nema mánudaga milli
11- 17.
Helga Gíslason myndhöggvara. Yfirskrift
sýningarinnar er Speglanir en Helgi sýnir
bæði bronsmyndir og úrval teikninga.
Myndefni Helga er einstaklingurinn í rým-
inu. Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga kl. 14 til 17 í september en í
október verður aðeins opið um helgar
Arngunnur Ýr sýnir nú verk sín í Galler-
ii Sævars Karls. Sýningin nefnist Allt og
ekkert og eru verkin á sýningunni öll
unnin á þessu ári. Sýningin hefur verið
framlengd um viku til 27. september.
í Listhúsinu i Laugardal stendur mál-
verkasýning Elisabetar Stacy Hurley.
Elisabet er af íslenskum ættum en er
búsett í Bandaríkjunum.
Sýning Bjarna H. Þórarinssonar sjón-
háttarfræðings stendur nú i Reykjavik-
urAkademíunni í JL-húsinu Hringbraut
121 en hann er meðal þeirra lista-
manna sem hljóta starfslaun Reykjavik-
urborgar á þessu ári. Bjarni sýnir úrval af
verkum sínum undanfarin ár. Sýning
Bjarna er opin 9 til 17 virka daga og
stendur til 1. október.
Gunnar Gunnarsson sálfræðingur og
myndlistamaður sýnir i Lóuhreiðrinu i
Kjörgarði. Sýningin er opin virka daga frá
9 til 18 og stendur út september.
Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir
i Gullsmiðju Hansínu Jens að Lauga-
vegi 20b.
Afmælistilboð
í nokkra daga
Buxur - Blússur - Peysur
Pils og fleira.
Sýning á verkum Hjörleifs Sigurðssonar
listmálara stendur yfir í Listasafni Kópa-
vogs. Sýndar eru vatnslitamyndir sem
hvíla að mestu leyti á sérkennum japön-
sku papplrsarkanna. Sýningin er opin
daglega nema mánudaga milli 11-17.
Kristján Guðmundsson hefur opnað
eínkasýningu í Listasafni Reykjavíkur,
Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin 10 -
17 alla daga nema miðvikudaga 10 - 19.
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
stendur nú yfir sýning á verkum eftir
Sýningin Sjálfbær þróun stendur nú í
Nýlistasafninu. Sýningin er liður í átaks-
verkefni Nýlistasafnsins sem kennt er við
Grasrót og hefur að markmiði að kynna
verk efnilegra listamanna sem eru að
stíga sfn fyrstu sjálfbæru þróunarskref á
sviði listarinnar. Sýningin er opin milli kl.
12 og 17 alla daga nema mánudaga.
Björg Örvar sýnir náttúrulífsmyndir í
sýningarsal verslunarinnar Álafoss, Ála-
fosshvos í Mosfellsbæ. Opið er virka
daga kl. 9 til 18 og laugardaga kl. 9 til
16 og stendur sýningin til 27. október.
Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýn-
ingin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til
kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til
7. október.
Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn-
ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar
í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundar-
safni. Á sýningunni eru verk sem span-
na allan feril listamannsins. Safnið er
opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til
10. febrúar á næsta ári.
1000- kr 2000- kr 3000- kr
Meyjarnar
Austurveri Háaleitisbraut 68
sími 553 3305
Eftirminnilegir og frábærir skenuntikraftar
sem stanslaust kitla hláturtaugamar.
Leikhúskjallarinn • Hverfisgötu 19 • Sími 551-9636* Fax 551-9300 •www.leikhuskjallarinn.is
sKeminta
fiiimitudagiim 2 7. september
og föstudagtrm 28. september