Fréttablaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 7
MIPVIKUPAGUtt' 26. september 2001
FRÉTTABLAÐItJ
Arafat hættir við för til Sýrlands:
Vonir um friðar-
viðræður aukast
jerúsalem.ap Vonir um friðarvið-
ræður fyrir botni Miðjarðarhafs
jukust lítillega í gær þegar hætt
var á síðustu stundu við heim-
sókn Yasser Arafat, leiðtoga
Palestínumanna, til Sýrlands.
Það voru Sýrlendingar sem ósk-
uðu eftir því að hætt yrði við
heimsóknina, en Arafat átti að
ræða þar við Bashar Assad, for-
seta landsins.
Palestínskir ráðamenn sögðu
í gær að líkur væru á því að við-
ræður á milli Arafat og Shimon
Peres, utanríkisráðherra ísra-
els, myndu fara fram á næstu
dögum. Bandaríkjamenn hafa
þrýst mjög á að þeir ræði sem
fyrst saman svo að auðveldara
yrði að koma á bandalagi
arabaríkja í baráttunni gegn
hryðjuverkum.
Að sögn Peres hefur Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjannna, m.a. hringt þrisvar á
dag í Ariel Sharon, forsætisráð-
herra ísraels, til að óska eftir að
fundurinn fari fram. ■
HÆTTIR VIÐ FÖR
Arafat heilsar heiðursvörðum sínum við
komuna til skrifstofu sinnar í Gaza-borg í
gær. Hætt var við heimsókn hans til Sýr-
lands á síðustu stundu I gær.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands:
Ekki hræða almenning
london.ap Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, hvatti breska
fjölmiðla í gær til að forðast að
blása upp fregnir sem gætu hrætt
almenning meira en góðu hófi
gegnir. Undanfarið hafa dagblöð
þar í landi farið offari í umfjöllun
um mál tengd hryðjuverka-
árásinni á Bandaríkin, sem flest
eiga enga stoð í raunveruleikan-
um. Á meðal nýlegra fyrirsagna
má nefna „Bretland-skotmark
hryðjuverka," og „Bretland í við-
bragðsstöðu vegna sýklaárása."
„Það er mikilvægt að menn séu
ábyrgðarfullir þegar fréttaflutn-
ingur sem þessi er annars vegar,“
sagði talsmaður Blair. ■
BLAIR
Tony Blair vill ekki að fjölmiðlar í Bretlandi
hræði almenning í landinu að óþörfu.
vegna kvótakerfisins og hins veg-
ar sem breytilegur hluti sem
tengist afkomu greinarinnar. Á
móti gjaldtökunni falla niður
ýmis gjöld sem útvegurinn ber,
eða um 900 milljónir króna. Mið-
að við núverandi framlegð sjáv-
arútvegsins er talið að veiðigjald-
ið geti numið alls um 2 milljörð-
um króna að loknum aðlögunar-
tíma. Þá er lagt til að 350-500
milljónir króna verði árlega varið
til að byggja upp atvinnulíf í öðr-
um atvinnugreinum en sjávarút-
vegi í þeim byggðum sem treyst
hafa á sjávarútveg. Vilhjálmur
Egilsson segir að þetta sé tíma-
mótaákvörðun. Til að styrkja
byggðirnar er lagt til að heimilt
verði að framselja aflahlutdeild
frá fiskiskipi til fiskvinnslu-
stöðva. Einnig er lagt til að fjórð-
ungur veiðigjalds umfram einn
milljarð króna, eða 250 milljónir
renni til sveitarfélaga. Þá er lagt
til að hámarkshlutdeild einstakra
aðila í þorski verði hækkuð úr 8 í
12% en lágmarkshlutdeild í öðr-
um bolfisktegundum verði 50%
en hefur t.d. verið 20% í ýsu.
Samanlögð aflahlutdeild aðila
verði að hámarki 12% óháð því
hvort fyrirtæki séu í dreifðri
eignaraðild. Þá er lagt til að veiði-
skylda verði færð til fyrra horfs,
þ.e. að veiða verði 25% úthlutaðs
kvóta á tveimur árum í stað 50%.
Lagt er til að krókaflamarksbát-
um verði úthlutað auknum heim-
ildum í aukategundum en lögin
frá 1. september sl. standi að
mestu óbreytt. Gerð er tillaga um
að þeir sem fjárfest hafa nýlega í
krókabátum verði veitt fjárhags-
leg fyrirgreiðsla og að krókaafla-
marksbátar megi vera aílt að 15
tonn að stærð.
í tillögu Jóhanns Ársælssonar
þingmanns Samfylkingar er m.a.
lagt til að kvótaúthlutun án end-
urgjálds verði afnumin í áföngum
og að allur kvóti verði kominn á
markað ráratug. Kristinn H.
Gunnars: .m vill m.a. innkalla
kvótaréttt útgerða og selja síðan
á markaði, eða fara svokallaða
fyrningarleið. Árni Steinar Jó-
hannsson þingmaður Vinstri
grænna v'h einnig fara fyrning-
arleiðina en með annarri útfærslu
og m.a. með áherslu á sjálfbæra
nýtingu.
grh nfrettabladid.is
Sambærileg hús í sama
hverfl en gjörólíkt mat
Mikill munur á því hvernig nýjar reglur um brunabótamat koma
til framkvæmda. Munar um eitthundrað þúsund krónum á hæsta
og lægsta brunabótamati á fermetra.
FINNUR GUÐSTEINSSON
Margir þeir sem gert hafa upp gömul hús hafa fengið styrki. Eftir breytingar á brunabóta-
matinu má Kta svo á sem að styrkurinn brenni með húsinu.
brunabótamat „Brunabótamatið á
minni eign er mun lægra heldur
en á ísafoldarhúsinu sem er sams-
konar eign á sama stað,“ segir
Finnur Guósteinsson, íbúi í
Grjótagötu 11. „Þau svör sem ég
fékk frá Fasteignamatinu voru á
þá leið að þau væru að vinna eftir
handónýtum lögum." Mikill mun-
ur er á því hvernig hinar nýju
reglur um brunabótamat koma til
framkvæmdar. Lítið samræmi
virðist vera í framkvæmdinni og
reglur oft óljósar. Bæði húsin eru
byggð á árunum 1880 til 1890 og
mikið hefur verið lagt í endur-
byggingu þeirra. Svo virðist vera
sem húsin ættu að heyra undir
sama hatt þegar að brunabótamati
kemur. ísafoldarhúsið, sem er í
eigu Minjaverndar, er metið sam-
kvæmt brunabótamati, á 158 þús-
und krónur fermetrinn. Húsið í
Grjótagötu, er metið á 85 þúsund
krónur fermetrinn. Munurinn er
því 73 þúsund krónur á fermetra
fyrir eins eignir. „Ég benti aðilum
hjá Fasteignamatinu á, að til væru
uæríu um hús sem hefðu verið
gerð mjög vel upp, á kostnað hins
opinbera, líkt og ís :f"1darhúsið,“
segir Finnui- „Þeir ættu því ekki
ÍSAFOLDARHÚSIÐ
Húsið er i eigu Minjaverndar og er, ettir
breytingarnar, með mun hærra brunabóta-
mat en sambærilegar eignii a sama svæði.
að þurfa að veikjast í vafa um
kostnað viö að gera upp eign a;
þessari gerð. því allar tnlur ættu
að vera til.“ Að sögn Arnar Ing\
arssonar framkvæmdastjóra
Fasteignanials ríkisins eru af-
skriftir metnar með tilliti til þess
hversu stór hluti eignarinnar er
nýr. í þeim ilfellum. sem gerðái
hafi verið miklar endurbætur á
'nni. er metið hvort rétt se ao
afskriftarár sem ei ann-
að et. 'ggirgarár. Bæði husin
eru endurbyggð árið 1995. L Oja
húsið f Grjótaþorpinu stentiur a
siiilíiu uitprunalega grunn. en
hefur verið endurbætt mikið, líkt
og hin húsin tvö. Fermetraverð
þess húss er 60 þúsund krónur.
Samkvæmt þeirn upplýsingum
sem fengust frá Fasteignamati
ríkisins, virðist sem að húsin þrjú
ættu að hafa svipað brunabótamat
á hvern fermetra. þar sem að
svipaður hluti þeirra er nýr og
di Lyggmgakostnaður þeirra
• u.) i svipaður. Santt sem áður fá
þau ö!l mismunandi brunabóta-
• iiai Eigandi lægst metna hússins
hefur því unt hundrað þúsund
M'ónum mmna til að endurbyggja
hvern fc; ictra heldur en eigandi
tæst metna hússins.
arndis cfrettabladid.is
Hryðjuverkin og Interpol:
Flýttu fyrir
endurskipu-
lagingu
interpól Ronald Noble, fram-
kvæmdastjóri Interpol, sagði í
ræðu á þingi stofnunarinnar í
Búdapest að hryðjuverkin í
Bandaríkjunum hafi orðið til
þess að endur-
skipulagningu
stofnunarinnar
hafi verið flýtt og
henni gjörbreytt.
Aukin áhersla
verður lögð á að
safna saman upp-
lýsingum um
hermdarverka-
menn frá öllum
179 aðildarríkj-
um stofnunarinnar. Endurskoð-
un stofnunarinnar hefur verið
undirbúin í tíu mánuði og hefur
meðal annars leitt til þess að sól-
arhringsþjónustu hefur verið
komið á en áður var stofnunin
lokuð að nóttu til. ■
INTERPOL
Alþjóðalöggan
endurskipulögð.
Samruni:
Lýsing sam-
einast Búnað-
arbankanum
viðskipti Bankaráð Búnaðar-
banka Islands og stjórn Lýsingar
hafa samþykkt samruna félag-
anna með þeim hætti að Lýsing
renni inn í Búnaðarbankann. TIl-
lögur þessa efnis verða lagðar
fram til samþykktar á hluthafa-
fundum í nóyember. Verðmat
Lýsingar er tæpív 2,5 milljarðar
króna og eru heistu eigendur
Búnaðarbankinn og Landsbank-
inn með 10' '• og Sjóvá-Almennar
og VÍS með 10% eignarhlut. Fyr-
ir sinn hlut i Lýsmgu fær Lands-
bankinn 5,32% í Búnaðarbank-
anum en Sjóvá-Almennar og VÍS
1,33%. ■
Afturreka framkvæmdastjóri heilhrigðiseftirlits:
BSRB kannar réttarstöðu
GRACE
TÍSKUVERSIUN
REYKJAGARÐUR
Kamfýlóbakteisýking á kjúklingabúi sem komst í hámæli dregur enn dilk á eftir sér. Telj-
um rétt að málið sé skoðað alveg frá upphafi, segir Elínbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi.
fÉlacsmál Félag opinberra starfs-
manna á Suðurlandi (FOSS) hefur
falið lögmönnum BSRB að kanna
réttarstöðu Matthíasar Garðars-
sonar, framkvæmdastjóra heil-
brigðiseftirlitsins Suðurlands, en
honum hefur verið gert að ganga
að starfslokasamningi.
Starfsmenn heilbrigðiseftir-
litsins uppgötvuðu fyrir ríflega
tveimur árum kamfýlóbaktersýk-
ingu í kjúklingabúi Reykjagarðs
en á þeim tíma var kamfýlósýk-
ingum í fólki líkt við faraldur hér-
lendis. Upplýsingar um sýking-
una á Reykjagarði komust til fjöl-
miðla. Heilbrigðisnefnd Suður-
lands segir nú að trúnaðarbrestur
hafi orðið milli sín og Matthíasar.
Matthías hafði verið í veikinda-
fríi í rúmt ár þegar hann sneri aft-
ur til vinnu sinnar 13. september
sl. en var þá gerður afturreka af
staðgengli sínum og það sama
gerðist daginn eftir. Síðar barst
Matthíasi bréf frá heilbrigðis-
nefndinni um að lögmanni hennar
hefði verið falið að ganga frá
starfslokasamningi við Matthías.
„Við teljum fulla ástæðu til
þess að láta skoða réttarstöðu
Matthíasar og í ljósi þess sem
bæði hefur verið sagt og gert í að-
draganda þessa bréfs teljum við
rétt að málið sé skoðað alveg frá
upphafi," segir Elínbjörg Jóns-
dóttir, formaður FOSS.
gar@frettabladid.is
HAUST-
VÖRURNAR
KOMNAR
ISuðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen) I
____sími 553 0100_|-
Simi:
570-9700