Fréttablaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Eiður Smári og félagar: Dýrkeypt drykkjulæti knattspyrna Samningur enska úr- valsdeildarliðsins Chelsea við United Emirates flugfélagið gæti verið í hættu eftir að fjórir leik- menn liðsins voru staðnir að drykkjulátum á hóteli nálægt He- athrow flugvellinum í London daginn eftir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjunum. Eiður Smári Guðjohnsen, Jody Morris, John Terry og Frank Lampard voru allir sektaðir fyrir að vera drukknir og með dólgs- læti við Bandaríkjamenn sem gistu á hótelinu. Málið hefur vak- ið mikla reiði og er talið að stjórn flugfélagsins vilji ekki láta bendla sig við það. Flugfélagið auglýsir á Gerard Houllier: Hakan ekki á leið til Liverpool knattspyrna Stjórn enska knatt- spyrnufélagsins Liverpool neitar þeim sögusögnum að liðið sé að reyna fá tyrkneska sóknarmann- inn Hakar Sukur að láni frá Inter Milan til að fylla skarð Michael Owen. Enski landsliðsframherjinn meiddist í leik gegn Tottenham Hotspur um síðustu helgi. Gerard Houllier hefur oft lýst því yfir að það sé liðinu nauðsyn- legt að hafa fjóra framherja í heimsklassa og ýtir það undir sögusagnirnar. Á heimasíðu Suk- urs segist leikmaðurinn vera eftir- sóttur af enskum liðum. „Fulham, Bolton Wanderes og Liverpool hafa öll haft samband við mig. „Liverpool sýnir kænsku þegar búningum félagsins og er talið að þetta sé annar stærsti samningur sem knattspyrnulið hefur gert en hann er metinn á 24 milljónir punda. „Okkur er brugðið og við erum mjög óánægð með hegðun leik- mannanna," sagði Susan MaMahon, talsmaður flugfélags- ins. „Við styðjum aðgerðir Chelsea heilshugar, þ.e. ákvörðun liðsins að sekta leikmennina og að pen- ingarnir renni til ættingja fórnar- lamba hryðjuverkanna. „Það er alltaf ákveðin hætta sem fylgir því að gera samning við íþróttafélög." ■ HAKAN SUKUR Hefur ekki verið i náðinni hjá Hector Cuper, þjálfara Inter síðan hann var keypt- ur frá Calatasary og var meðal annars ekki í 25 manna hóp liðsins í Evrópukeppninni. það segist vilja fá mig að láni en Inter vill meiri pening. Ef liðin komast að samkomulagi held ég að Liverpool sé góður kostur fyrir mig.“ Hann segir einnig að Bolton hafi verið síðasta félagið til að hafa samband við sig en hann segist ekki hafa áhuga á að spila með Guðna Bergssyni og félögum. ■ Þjálfaramál: Logi semur við Lillestrom knattspyrna Logi Ólafsson, sem þjálfaði FH-inga með góðum ár- angri í sumar, er nú staddur hjá Lillestrpm í Noregi. Þegar Frétta- blaðið hafði sam- j band við Loga í gær- dag var hann á leiðinni á samningafund með forráða mönnum félagsins. Búist er við að Logi muni taka við stöðu að- stoðarþjálfara á næstu leiktíð, en þá mun Lars Tjærnás, núver- andi aðstoðarþjálfari, taka við aðalþjálfarastöðu L/F Hpne- foss. Arne Erlandsen, aðal- þjálfari Lillestrpm, hefur náð góðum árangri með liðið á þessu keppnistímabili, en það er sem stendur í 2. sæti norsku deildarinn- ar. Með liðinu leika með- al annars Gylfi Einars- son, sem var keyptur þangað frá Fylki og Indriði Sigurðsson, sem lék með KR. ■ Roberto Baggio: „Guðdómlega taglið“ að hætta? ROBERTO BAGGIO Hefur átt litríkan feril og brenndi meðal annars af vítaspyrnu í úrslitaleik heimsmeistara- keppninnar i Bandarikjunum gegn Brasilíu. knattspyrna Roberto Baggio hef- ur gefið í skyn að hann ætli að hætta knattspyrnuiðkun þegar samningur hans við Brescia renn- ur út eftir þetta tímabil. „Það eru góðar líkur á að ég hætti knattspyrnuiðkun eftir þetta tímabil," sagði Baggio, sem eitt sinn var valinn leikmaður Evrópu. Hann vonast samt eftir að verða valinn í landslið Ítalíu í lokakeppni HM næsta ári. ítalir þurfa aðeins eitt stig úr viðureign sinni við Ungverja þann 6. októ- ber, til að tryggja sæti sitt í loka- keppninni. Baggio hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í mars 1999 en hefur verið fyrirliði liðsins í þremur heimsmeistaramótum- 1990, 1994 og 1998. Giovanni Trapattoni, landsliðs- þjálfari, hefur hingað til ekki ósk- að eftir kröftum leikmannsins en segist muna fylgjast með honum. Baggio, sem hefur verið kallað- ur Hið guðdómlega tagl, byrjaði feril sinn með Vicenza en sló í gegn með Fiorentina. Hann hefur spilað með AC Milan, Inter Milan og Juventus en hann vann ítalska titilinn með síðastnefnda liðinu sem og í UEFA keppni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.