Fréttablaðið - 27.09.2001, Page 10
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu fonmi og 1 gagnabönkum
án endurgjalds.
| ORÐSKYRINGAR
Orð kerfiskarlanna
aflaiviark: Veiðiheimild sem er út-
hlutað til eins árs í senn, t.d. 100
tonn af þorski.
kvóti: Aflaheimild, úthlutað af
stjórnvöldum, t.d. í því formi að
útgerðarmaður fær úthlutað 50
tonnum af þorski fyrir eitt ár
(aflamark) eða x% af leyfilegum
heildarafla í þorski eða öðrum
tegundum (hlutdeildarkvóti).
kvótakerfi: Stjórnkerfi í fiskveið-
um sem byggist á því að úthlutað
er aflakvóta til útgerðarmanna
eða einstakra fyrirtækja. Kvóta
væri hægt að úthluta til útgerðar-
manna, vinnsluaðila, sveitarfé-
laga eða eftir öðrum sjónarmið-
um.
AFLAMARKSKERFI: Fiskveiðistjórn-
unarkerfi sem notað er hérlendis.
Oft einfaldlega kallað kvótakerf-
ið. Úthlutað er hlutdeildarkvótum
í einstökum fisktegundum á skip
útgerðaraðila til langs tíma, t.d.
0,1% af leyfilegum heildarafla í
þorski. Síðan er úthlutað til eins
árs í senn aflamarki, t.d. 100 tonn-
um af þorski. Útgerðarmenn
veiða kvótann eða framselja hann
til annarra útgerðarmanna innan
ársins (kvótaleiga) eða selja hann
varanlega (kvótasala).
hlutdeilparkvóti: Þegar úthlutað
er veiðiheimild sem hlutdeild
(veiðirétti) af leyfilegum heildar-
afla.
framsal: Framsal kallast það, þeg-
ar einn útgerðaraðili afhendir
kvóta til annars útgerðarmanns,
annaðhvort innan ársins, þ.e.
kvótaleiga, eða varanlega, þ.e.
kvótasala..
fyrninc: Kostnaður fjármuna, þ.e.
áætlun um notkun þeirra, slit eða
það að þær úreldist smátt og
smátt. ■
HARLINA
fæsl i KRINGLUNNI
. o
KRISTA hársnyrtistofa
símí 568 99 77
Quest hair creation
Sfnú533 1333
10
FRETTABLAÐIÐ
27. september 2001 FIMIVITUDAGUR
Köld skynsemi rœðurför í Washington
Eftir árásirnar á Heimsvið-
skiptamiðstöðina i New York
og Pentagon, höfuðstöðvar Banda-
ríkjahers í Washington, var mikið
um sjálfkrafa viðbrögð hér eins
.....+.... og annars staðar í
„Ákvörðun um EvTÓpU' { blafnd
aðgreiðaupp vlð. samuðaryfir-
skuldir við SÞ" .voru S1'
endurteknar um-
vandanir og við-
varanir til gikkglaðra Kana að
svara ekki hryðjuverkunum með
stórfelldum hernaðaraðgerðum.
Ekki skorti heldur á að þeir væru
minntir á ábyrgð sína og afleið-
ingar af íhlutunum sínum í ýms-
um heimshlutum. Nú þegar hálfur
mánuður er liðinn frá fjöldamorð-
unum er ástæða til þess að hug-
leiða, að hingað til hefur Banda-
ríkjastjórn haldið á málum af
kaldri skynsemi, hvað sem síðar
kann að verða. Þrátt fyrir ein-
stöku óheppileg ummæli Bush
forseta um krossför og þesshátt-
ar, þá hefur hann einnig gert sér
far um að skilgreina stríðið sem
fyrir höndum er gegn hryðju-
verkamönnum það þröngt, að all-
ar ríkisstjórnir, sem vilja vera
þátttakendur í alþjóðlegu sam-
starfi, sjái sér hag af því að styðja
baráttuna.
Merkilegt er að fylgjast með
því hvernig bandaríska stjórn-
kerfið er annars vegar að búa sig
undir langvarandi átök, þar sem
vissulega er mikið um vopna-
glamur í orðræðum og viðbúnaði,
Einar Karl Haraldsson
ræðir yfireeguð viðbrögð Bandaríkjastjórnar
og hins vegar að fylkja liði á al-
þjóðavettvangi. Ekki ber á öðru
en að í Hvíta húsinu sé fullur vilji
til þess að lögmæta hugsanlegar
gagnaðgerðir með alþjóðlegri
samstöðu, m.a. á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna. Skýrasta merkið
um það er sú ákvörðun að greiða
upp skuldir Bandaríkjastjórnar
við SÞ sem hún hefur neitað að
borga um alllangt skeið. Um leið
þarf enginn að efast um það að
Bandaríkjamenn munu gera það
sem þeir telja sig þurfa að aðhaf-
ast, hvort sem þeir fá stuðning til
þess eða ekki.
Margir hafa dregið í efa getu
heimalningsins George W. Bush
til þess að fást við meiriháttar
heimsátök. Hingað til hefur hann
staðist prófið. ■
Aflamarkskerfi með veiðigjaldi
eða innköllun veiðiréttarins
Nefnd um endurskoðun á lögum um fiskveiðistjórnun, sem starfaði í framhaldi af áliti
auðlindanefndar, margklofnaði í afstöðu sinni. í yfirliti um afstöðu fulltrúa í endurskoðunar-
nefndinni koma fram helstu ágreiningasefnin sem varða stjórnun veiða, gjaldtöku og afnot veiði-
heimilda, byggðastyrki, brottkast og aukið frjálsræði í sjávarútvegi.
YFIRLIT UM AFSTOÐU FULLTRUA I ENDURSKODUNARNEFNDINNI
FRIÐRIK már baldursson
FORMAÐUR, KRISTIÁN SKARPHÉÐINSSON OG
ÞEIR TÓMAS INGI OLRICH OG VILHJÁLMUR
EGILSSON, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI
Stjórn
veiða
Cjald-
taka og
afnot
veiði-
heimilda
Aflamarkskerfið kjarni fiskveiði-
stjórnunar Nýsett lög um stjórn á
veiðum krókabáta í meginatriðum
óbreytt.
Krókaaflamarksbátum úthlutað
auknum heimildum I aukategund-
um
Þeir sem nýlega hafa fjárfest I
krókabátum, en voru áður í
þorskaflahámarkskerfi og hafa litla
hlutdeild I aukategundum fá fjár-
hagslega fyrirgreiðslu.
Krókaaflamarksbátar mega
verða að 15 brúttótonn að stærð I
stað 6 áður.
Viðskipti með krókaaflamark og
krókaaflahlutdeild verða frjáls en
framsal aflaheimilda óheimil milli
aflamarkskerfis og krókaaflamarks-
kerfis.
Tvlskipt veiðigjald: Fastur hluti
miðaður við kostnað ríkisins vegna
stjórnar fiskveiða, og breytilegur
hluti sem tengist afkomu I sjávar-
útvegi.*
JÓHANN ÁRSÆLSSON,
SAMFYLKINGU
Aflamarkskerfi grundvöllur um
sinn. Á næstu fimm fisveiðiárum
verði gefnir út til 5 ára og seldir á
opnum markaði samningar um
aflahlutdeild (veiðirétt), sem svarar
til 5°/o allra aflahlutdeilda hvert ár.
Þannig yrði 30% þeirra breytt I
hlutdeildarsamninga á tímabílinu.
Núverandi handhafar fengju and-
virði innkallaðra aflahlutdeilda 1
fyrsta sinn, en andvirði endurseldra
samninga félli til rlkissjóðs. Áfram-
haldið metið I Ijósi reynslunnar.
Með tillögu um innköllun og sölu
hlutdeildarsamninga er veiði-
leyfagjaldi hafnað. Bent á að út-
gerðarmenn séu ekki í tillögu
meirihlutans skyldaðir til að setja
veiðiheimildir á leigumarkað eins
og fólst í tillögu auðlindanefndar
um veíðigjald.
KRISTINN H. GUNNARSSON,
FRAMSÓKNARFLOKKI
Aflamarkskerfi. Hætta á að úthluta
réttindum í eigu þjóðarinnar án
endurgjalds, 3-5 % innköllun rétt-
inda á tilteknu árabili og sala þeir-
ra Breytingin tekur 20- 33 ár. Verð
á veiðiheimildum mun lækka, jafn-
ræði verður með aðilum, sam-
keppni á grundvelli hagkvæmustu
útgerðar og útgerðarstaða, útgerð-
armenn ákveða verðið sjálfir á
markaði. Blönduð leið fyrningar og
veiðigjalds kemur einnig til greina.
Tvískipt fiskveiðistjórnun nauðsyn,
þeas aflamarkskerfi og smábáta-
kerfi. Auka þarf byggðakvóta og
rýmka veiðiheimildir fyrir smábáta.
Dregið verði úr kvótasetningu fisk-
tegunda sem veiðast sem meðafli.
Veiðigjaldið viðheldur núverandi
úthlutun.
Byggða-
styrkir
Brottkast
Fjórðungur veiðigjalds umfram
einn milljarð króna rennur til sveit-
arfélaga I samræmi við uppruna
greiðslna, þ.e.a.s. 250 milljónir
króna árið 2010. 300-500 milljónir
króna varið árlega til annars at-
vinnulífs I sjávarbyggðum.
Kánnaðir kostir þess og gallar að
skylda útgerðaraðila til að koma
með allan afla að landi.
Ekki ágreiningur.
Sammála styrk til atvinnuuppbygg-
ingar og að hluti af veiðigjaldi
renni til sveitarfélaga.
ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON,
VINSTRI HREYFINGIN-GRÆNT
FRAMBOÐ
Aflamarkskerfi, en hafin verði fyrn-
ing veiðiréttar (aflahlutdeildar) um
5% á ári, þó með svokölluðum
biðkvóta I upphafi, þannig að fyrn-
ingunni verði lokið á 20 árum.
Þriðjungur aflaheimilda sem
fyrnast árlega veðri boðinn upp á
landsmarkaði til sex ára. Annar
þriðjungur verði til byggða-
tengdrar ráðstöfunar. Síðasti þriðj-
ungur endurleigður til fyrri rétthafa
gegn því að þeir veiði hann allan.
Sú gjaldtaka sem meirihluti nefnd-
arinnar mælir með byggir fyrst og
fremst á millifærslum og engar
skorður eru reistar við afar um-
deildri auðsöfnun einstakra aðila
með sölu eða leigu veiðiheimilda.
Niðurstöður nefndarinnar taka ekki
á þeirri byggðaröskun sem núver-
andi fiskveiðistjórnun hefur ýtt
undir og skapa byggðarlögunum
enga möguleika til að tryggja betur
stöðu sína í kerfinu.
Margt mælir með því að öll stjórn
fiskveiða verði tekin til gaumgæfi-
legs endurmets, þar á meðal öll
áhrif aflamarkskerfisins, m.a. á
brottkast.
Brottkast verulegt vandamál og
aukin kvótasetning m.a. hjá smá-
bátum dregur ekki úr því.
■iiæaimsm&M&axaææimimMt
■MMri) mmmmmmá
■
Aukið frjálsræði og sérhæfing 1
sjávarútvegi vegi upp veiðigjald.
Hámarkshlutdeild fyrirtækja I
þorski hækki í 12% og I öðrum
bolfisktegundum I 50%
Veiðiskylda iækkuð úr 50% afla-
marks á tveimur árum I 25%, sem
eykur rétt handhafa kvótans til að
selja öðrum aðgang að auðlind-
inni.
Leyfi verður veitt til að flytja
aflaheimildir á fiskvinnslustöðvar.
*Fastur hluti verði 1 milljarður fiskveiðiárið 2004/2005
vegi sem er umfram 20% af
Veruleg hætta á einokunarað-
stöðu, fákeppni, kvótaokri ásamt
auknu brottkasti.
Aukið
frjáls-
ræði
Óráðlegt að draga úr veiðiskyldu til
fyrra horfs. Óskynsamlegt að auka
verulega hámarkshlutdeild ein-
stakra aðila í fiskistofnum. Öflugt
smábátakerfi getur þó réttlætt að
hnika þessum mörkum til.
Heimilt verði að landa undirmáls-
fiski utan kvóta en andvirðið að
frádregnum kostnaði við að færa
smáfiskinn að landi renni í ríkis-
sjóð. Tryggt veðri að löndun með-
afla fylgi ekki efnahagslegur ávinn-
ingur eða hvati.
Tillögur meirihlutans gera ráð fyrir
enn frekari samþjöppun veiði-
heimilda og stækkun útgerðarfyrir-
tækja sem leiða myndi af sér
fækkun lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja í greininni. Þær endurspegla
ofurtrú á hagkvæmni stærðarinnar
og það viðhorf að stækkun fyrir-
tækja sé helsta leiðin til að auka
arðsemi greinarinnar.
en hækkar í jöfnum þrepum I 1,5 milljarða króna til 2009/2010. Stofn veiðigjalds er 7,5% af framlegð í sjávarút-
tekjum, en það gæti numið 500 milljónum króna að loknu aðlögunartímabilinu 2010.