Fréttablaðið - 27.09.2001, Síða 12
12
FRETTABLAÐIÐ
27. september 2001 FIMMTUDACUR
Norrænt samstarf:
Framtíðin
rædd
norðurlönd Siv Friðleifsdóttir sit-
ur í dag og á morgun fund sam-
starfsráðherra Norðurlandanna í
Helsinki þar sem fjallað verður
um tillögur að framtíðarstefnu
hins norræna samstarfs. Tillög-
urnar hafa verið mótaðar á grund-
velli skýrslunnar „Norðurlöndin
2000 - umleikin vindum veraldar"
en hún var unnin af átta norrænum
sérfræðingum undir stjórn Jóns
Sigurðssonar, bankastjóra Nor-
ræna fjárfestingarbankans. Meðal
þeirra sviða sem munu fá sérstak-
an forgang samkvæmt tillögunum
má nefna tækniþróun, velferð og
innri markað á Norðurlöndum. ■
Skuldir Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum:
Verða greiddar að mestu
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Bandarísk
stjórnvöld hafa árum saman staðið í
hatrömmum deilum við Sameinuðu
þjóðirnar um uppsafnaðar skuldir
sínar við þær. Á mánudaginn sam-
þykkti fulltrúadeild Bandaríkja-
þings að greiða afborgun af skuld-
unum að upphæð 582 milljónum
bandarískra dala. Öldungadeild
þingsins samþykkti þessa greiðslu í
maí síðastliðnum, en margvíslegt
þjark kom í veg fyrir að fulltrúa-
deildin samþykkti hana.
George W. Bush forseti þarf nú
að samþykkja greiðsluna, en búist
er við þvi að hann dragi það ekki
lengi, enda þykir Bandaríkjunum
FRÁ BANDARÍKJAÞINCI
Þingmenn beggja flokka hafa sagst ætla
að standa sameinaðir að baki forseta sín-
um í aðgerðum gegn hryðjuverkum. Neðri
deild þingsins samþykkti í gær að tefja
ekki lengur fyrir afborgun inn á skuldir
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
mikils vert nú að njóta fulls stuðn-
ings Sameinuðu þjóðanna í væntan-
legum aðgerðum gegn hryðjuverk-
um.
Bandarísk stjórnvöld féllust loks
á að greiða skuldirnar í þremur af-
borgunum í lok síðasta árs eftir að
Sameinuðu þjóðirnar höfðu fallist á
að lækka hlutfall þeirra í rekstrar-
kostnaði S.Þ. úr 25% í 21%.
Fulltrúadeildin hefur hins vegar
samþykkt að fresta þriðju og síðustu
afborgun skuldanna, 100 milljónum
dala, sem til stóð að greiða á næsta
ári, þangað til Bandaríkin hafa end-
urheimt sæti sitt í Mannréttinda-
nefnd Sameinuðu þjóðanna. ■
Jarðhiti:
Samstarf við
Ungverja
rannsóknir Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og
György Matolcsy, efnahagsmálaráð-
herra Ungverjalands, undirrituðu í
gær samning um samstarf landanna
á sviði jarðhitamála. í samningnum
er kveðið á um samvinnu á sviði
rannsókna, þróunar og nýtingar
jarðhita og er meginmarkmið samn-
ingsins að styrkja nýtingu á endur-
nýjanlegum orkulindum í löndunum
tveimur sem bæði standa framar-
lega í Evrópu'á umræddu sviði. Til
að fylgja áformum samningsins eft-
ir verður sett á laggirnar ráð tvegg-
ja manna frá hvoru landi. ■
HARLINA
haustsins
æst í KRINGLUNNI
KRISTA hársivyrtistofa
a£mi 568 99 77
Quest hair creation
stmi 533 1333
Mútur mæla spillingu
en fjársvikum gleymt
Islensk stjórnvöld hafa engar áhyggjur af spillingu hér á landi. Alþjóðleg nefnd telur þau hins
vegar einblína á mútur en horfa fram hjá spillingu á við fjársvik. Af fjölmörgum brotalömum
þykir lokað bókhald stjórnmálaflokka t.d. sérstakt áhyggjuefni. Dómsmálaráðherra er ánægður
með niðurstöðuna.
stjórnsvsla Ríkjahópur á vegum
Evrópuráðsins segir að þó spilling
á íslandi sé með því minnsta í
Evrópu séu hér fjölmargir ann-
markar á aðgerðum gegn spill-
ingu.
Ríkjahópurinn, sem ber heitið
GRECO, kannaði spillingu á ís-
landi í þriggja daga heimsókn í
byrjun maí í vor. Rætt var við
fulltrúa fjölda stofnana og sam-
taka.
Að því er segir í niðurstöðum
GRECO telja íslensk stjórnvöld að
vegna þess hve afar fá mútumál
komi til rannsóknar og leiði til
sakfellingar geti þau treyst því að
spilling sé ekki „mikilvægt
áhyggjuefni". Hópurinn segir
hins vegar að íslensk stjórnvöld
túlki spillingu fremur þröngt með
því einblína á mútugreiðslur en
hafi skyld vandamál á borð við
fjársvik ekki nægilega í huga.
GRECO hópurinn segir að
saksóknara og
dómsmálaráð-
herra þarf að
gæta að
óhæfilegum
afskiptum rík-
isstjórnar-
valdsins af
saksókn vegna
spillingarbrota.
........^----
www.datecarnegíe Js
. Ert þú
kona
sem vilt...
•••fyllast sjálfstrausti ?
■■■öðlast hygsun sigurvegarans?
"^eflas* vid hverja raun?
■■■að draumar þínir rastist?
Leiðtoga- og samskiptaþjálfun fyrir konur er námskeið
sem hefst 2. október. Þar lærir þú meðal annars að:
margt í hinu íslenska umhverfi sé
fallið til þess að verjast spillingu.
Þó séu fjöldamörg atriði sem bet-
ur megi fara og segir íslendinga
þurfa að taka upp virkari afstöðu
—♦— og samræmda
Vegnaform- stefnu ge§n sPin-
tengsla ríkis- in8u-, N,ýta Þurfi
möguleika eftir-
litsstofnana betur
og ganga frá aðild
landsins að tiltekn-
um þjóðréttar-
samningum
Mútur í milli-
ríkjaviðskiptum
voru gerðar refsi-
verðar á íslandi
árið 1998 en
GRECO þendir á
að enn hafi ekki reynt á þau lög í
framkvæmd jafnvel þó vafi leiki á
um afstöðu íslenskra fyrirtækja
til laganna.
Hópurinn segir að þó smæði ís-
lensks samfélags þýði gegnsæi
tákni hún einnig hugsanlegar
hagsmunaandstæður og að erfið-
leika við að taka á spillingu. Eink-
um sé áhyggjuefni í því tilliti að
engar reglur séu til um tekjuöflun
stjórnmálaflokka og að á því verði
Alþingi að taka. Minnt er á að þótt
stéttir eins og lögmenn og endui'-
skoðendur hafi siðareglur séu
engar slíkar reglur til fyrir kjörna
fulltrúa.
Fundið er að því að engar
skyldur hvíli á opinberum starfs-
mönnum, ekki einu sinni lög-
RÍKISSTJÓRN fSLANDS
Smæð Islensku þjóðarinnar getur valdið því að hagsmunaandstæður komi upp og gert
spillingarvanda verri viðureignar en ella væri. í þessu samhengi var það einkum nefndinni
til áhyggju að ekki er fyrir að fara reglum um fjárútvegum stjórnmálaflokka, segir GRECO
ríkjahópurinn.
reglumönnum, um að kæra spill-
ingu og lagt er til að bætt verði
úr því.
Efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra er sögð of fámenn til
að rannsaka mál af eigin frum-
kvæði eins og nauðsynlegt sé.
GRECO segir að vegna form-
tengsla ríkissaksóknara og dóms-
málaráðherra þurfi að gæta að
óhæfilegum afskiptum ríkis-
stjórnarvaldsins af saksókn
vegna spillingarbrota.
Sólveig Pétursdóttir dóms-
málaráðherra, sem kynnti
skýrslu GRECO hópsins, sagðist í
samtali við blaðamann Frétta-
blaðsins vera ánægð með niður-
stöðuna.
gar@frettabladid.is
Tveir slasaðir eftir slys á kvartmílubrautinni:
Vitni kölluðu á hjálp
Trúa á sjálfa þig og
hæfileika þína
Setja þér raunhæf
markmið og ná þeim
Þora að standa fyrir
framan hóp og tala
Þora að taka erfiðar
ákvarðanir
Minnka streitu, kvíða og
áhyggjur
Skapa jafnvægi milli starfs
og einkalífs
Selja hugmyndir þínar Ná betri árangri á fundum
Kaffi og örlitiíl glaaningunýrír femin-konur.
Hlökkum til að sjá þig.
slys Tveir karlmenn liggja mikið
slasaðir á gjörgæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi eftir bílslys á
kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni
við Itafnarfjörð seint í fyrrakvöld.
Að sögn vakthafandi læknis í gær
var annar mannanna enn meðvit-
undarlaus.
Tveimur bílum var ekið í öfuga
aksturstefnu á myrkvaðri brautinni
og enduðu ofan í gjótu við brautar-
endann. Þrír voru í jeppa bifreið og
einn í fólksbíl. Fólkið var á aldrin-
um 15 til 19 ára.
Lögreglan í Hafnarfirði segir
líklegt að fólkið hafi ekki veriö
kunnugt aðstæðum. Einhverjir
fleiri hafi verið með í för en ekki
verið í bílunum og gert lögreglu
og sjúkrabíi viðvart þegar slysið
varð. Á meðan hjálpuðu þeir fólk-
inu út úr bílflökunum og mátti
ekki miklu muna því eldur bloss-
STEYPTUST ÚT AF BRAUTINNI
Ökumenn bílanna sáu ekki brautarenda og
steyptust ofan í gjótu, sem talin er vera
um 10 m. djúp. Vitni hjáipuðu fólkinu út
en stuttu síðar kviknaði eldur i bílunum.
aði upp stuttu síðar. Fólkið
brenndist ekki.
Einar Kári Möller, sem var
keppnisstjóri á kvartmílubrautinni
síðast liðið sumar, segir brautina
eign Kvartmíluklúbbsins og þetta
sé land í einkaeigu. Ilún sé ekki
opin fyrir hverjum sem er og því
séu þeir í leyfisleysi sem þarna fara
um. Erfitt hafi verið að loka svæð-
inu þar sem Skotfélag Hafnarfjarð-
ar sé með aðstöðu í nágrenninu og
malarnám komi í veg fyrir að vegin-
um sé lokað.
Nokkuð er um að ökumenn prufi
afl bíla sinna á þessari braut og seg-
ir lögreglan það ill skárri kost en að
gera það á götum borgarinnar og
stefna þar með öðrum í hættu. Það
þurfi þó að fara eftir ítrustu örygg-
isreglum og segir Einar að afar fá-
títt sé að slys verði á fólki sem
keppir í kvartmílu. ■