Fréttablaðið - 27.09.2001, Side 14

Fréttablaðið - 27.09.2001, Side 14
FRÉTTABL AÐIÐ FÓTBOLTI Finnst þér vanta eitthvað í vörn Man. Utd.? „Það vantar góðan hafsent. Mér finnst kaupin á Laurent Blanc ekki vera réttu kaupin. Það vantar lika vinstri bakvörð en Dennis Irwin er alveg á síðasta snún- ingi og Blanc er orðinn of gamall fyrir þetta. Það vantar tvo góða varnarmenn ef þeir ætla sér eitthvað i Evrópufótbolt- anum en þeir eru nógu góðir til að vinna á Englandi." ■ Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV 1. deild karla: Haukar byrja af krafti handknattleikur Haukar byrjuðu íslandsmótið í handknattleik með glæsibrag þegar liðið lagði Víking að velli með 28 mörkum gegn 21 í Víkinni í gær. Valur og Stjarnan áttust við að Hlíðarenda og fóru lærisveinar Geirs Sveinssonar með sigur af hólmi 28-19. ÍR-ingar lögðu Fram að velli í Safamýrinni með eins marks mun. Breiðhylt- ingar skoruðu 17 mörk gegn 16 heimamanna. ■ ,1 PEILDKARLA Leikur Úrslit Fram - ÍR 17-16 Valur - Stjarnan 28-19 Víkingur - Haukar 21-28 LEIÐRÉTTINC hanpknattleikur í Fréttablaðinu í gær var sagt að KA hefði hafið titil- vörn sína úti í Eyjum með tapi, en hið rétta er að Haukar urðu íslands- meistarar í fyrra. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. ■ haustsins fæst i KRINGLUNNl KRISTA hiisnvrlistota Hi„u 568 ^9 77 14 27. september 20011 FIIVIIVITUDAGUR Meistaradeild Evrópu: Arsenal tapaði knattspyrna Liverpool vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið lagði Dynamo Kiev að velli í Bítlaborginni. Það var Finn- inn Jari Littmanen sem skoraði eina mark leiksins. Enska liðið réð MEISTARAPEILD EVRÓPU: Leikur Úrslit Real Madrid- Anderlecht 4-1 Roma- Loko. Moscow 2-1 Boavista- Dortmund 2-1 Liverpol- Dynamo Kiev 1-0 Panathinaikos- Arsenal 1-0 Schalke- Mallorca 0-1 Nantes- Galatasary O-l PSV Eindhoven- Lazio 1-0 gangi leiksins og var óheppið að skora ekki fleiri mörk. Arsenal tapaði fyrir Panathinai- kos með einu marki gegn engu í Grikklandi. Karagounis skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Real Madrid lenti 0-1 undir á móti Anderlecht en það hafði lítið að segja gegn sterku liði heima- manna því þeir skoruðu fjögur mörk áður en flautað var til leikslo- ka. Raúl skoraði tvö af fjórum mörkum Spánverjanna á glæsileg- an hátt. Roma marði sigur á Lokomotiv Moscow en liðið lenti undir eftir 59 mínútna leik. ftalirnir jöfnuðu leik- GRÍSKUR SIGUR Arsenal tapaði fyrir Panathinaikos í Meistaradeildinni i gær með einu maki gegn engu. Jan Michaelsen leikmaður gríska liðsins reynir hér að stöðva Robert Pires. inn og Francesco Totti kom liðinu Antonioli markvörður Róma liðsins yfir. Moskvuliðið hefði getað jafnað missti boltann á milli handa sér en leikinn á síðustu mínútunni þegar beint í stöngina. ■ Michael „Air“ Jordan Michael Jordan mun leika með Washington Wizards næstu tvö árin. Ferill hans er nánast óað- finnanlegur en hann hefur 6 sinnum hampað NBA titlinum. Jordan, sem ólst upp í N-Karolínu- fylki, var aðeins valinn þriðji í háskólavalinu 1984. ii: körfuknattleikur Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltasögunni. Michael „Air“ Jordan besti körfuknattleiksmaður samtímans og líklega sögunnar ákvað í fyrra- dag að snúa sér aftur að leiknum sem hann elskar. Jordan, sem hampaði NBA titlinum 6 sinnum með Chicago Bulls, hefur tvisvar lagt skóna opinberlega á hilluna, fyrst árið 1993 og síðan aftur árið 1998, en virðist ekki geta fengið nóg af íþróttinni. Phil Jackson, núverandi þjálfari Los Angeles Lakers og fyrrum þjálfari Jordan hjá Bulls, bauð honum leika með Lakers, en Jordan hafnaði því og gerði tveggja ára samning við Washington Wizards, en hann hef- ur verið einn af eigendum liðsins síðustu ár. Michael Jeffrey Jordan, sem nú er 38 ára gamall, var fæddur í Brooklyn í New York 17. febrúar 1963. Fjölskylda hans flutti til Wallace í Norður-Karolínufylki það sama ár og síðan til Wilm- ington. Hann byrjaði snemma að leika sér með körfubolta í bak- garðinum heima hjá sér og hæfi- leikarnir leyndu sér ekki. Þegar hann var 14 ára fékk hann viður- kenningu fyrir framúrskarandi árangur í körfubolta og amerísk- um fótbolta, en hann var einnig góður hafnaboltamaður á sínum yngri árum. Á síðasta ári sínu í Laney- framhaldsskólanum var Jordan valinn í McDonalds-úrvalslið austurdeildarinnar. Hann skoraði úrslitakörfuna þegar 11 sekúndur voru eftir af leiknum og í heildina skoraði hann 30 stig, en það er met sem stendur enn í dag. Há- skólinn í Norður-Karolínu í Chapel Hill fékk Jordan til liðs og varð hann háskólameistari með liðinu á sínu fyrsta ári og skoraði þá úrslitakörfuna í leik gegn Ge- orgetown háskólanum þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Maðurínn og ferillinn YFIRBURÐARMAÐUR Michael Jordan hampaði NBA titlinum sex sinnum með Chicago Bulls. Þegar hann var 14 ára fékk hann viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur ( körfubolta og amerískum fótbolta. Mikil ákveðni og einbeiting einkenndi Jordan sem körfubolta- leikmann og þá hafði hann óbilan- di trú á sjálfum sér. Buzz Peter- son, herbergisfélagi hans í há- skóla lýsti þessu vel. „Þegar hann hafði unnið Naismith og Wooden verðlaunin (veitt besta körfuknattleiksmanni í bandaríska háskólaboltanum) kom hann til mín og sagði, „Þeir ætla að nefna skótegund eftir mér.“ Ég var frekar vantrúaður og sagði bara já, já. Michael þeir nefna kannski skó eftir Larry Bird eða Magic Johnson, en held- urður virkilega að þeir nefni skó í höfuðið á þér? Þá sagði hann, „Ég er að segja þér það að núna er rétti tíminn til að kaupa hlutabréf í Nike.“ Þó ótrúlegt megi virðast var Jordan aðeins valinn þriðji í há- skólavalinu árið 1984. Houston Rockets átti fyrsta valrétt og valdi Hakeem Olajuwon og Portland Trailblazers valdi í liðið hinn hávaxna Sam Bowie. Chicago Bulls, sem átti þriðja val- rétt, hlaut þar með hnossið. Jord- an lét strax til sín kveða með Bulls og var valinn nýliði ársins. Vonandi hefur Peterson tekið mark á herbergisfélaga sínum því í nóvember 1984 gerði Jordan samning við Nike og fyrstu skórn- ir, rauðir og svartir, seldust eins og heitar lummur. Þó Jordan hefði alltaf staðið sig vel með Bulls og m.a. unnið troðslukeppnina 1987 og verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 1988 vann Bulls ekki NBA tit- ilinn fyrr en árið 1991. Með sigrinum hófst nýtt gullaldartímabil í Chicago, því Bulls, með Jordan í fararbroddi, unnu titilinn einnig næstu tvö ár. Sumarið eftir að Jord- an hampaði sínum þriðja NBA-titli varð viðburð- arríkt fyrir Jordan. Snemma í ágúst fannst James, faðir hans, myrt- HAFNABOLTA- MAÐURINN Árið 1994 samdi Jordan við hafnaboltaliðið Chicago White Sox. ur í Robeson sýslu í Norður-Kar- olínu og voru tveir ungir menn dæmdir fyrir morðið. Atburður- inn hafði mikil áhrif á Jordan sem tilkynnti tveimur mánuðum síðar að hann væri hættur í körfubolta. í febrúar 1994 gerði hann samn- ing við hafnaboltaliðið Chicago White Sox, en faðir hans hafði alltaf séð hann fyrir sér í þeirri íþrótt þegar hann var yngri. Ár- angur Jordan á hafnaboltavellin- ________um var ekki góður og \ vorið 1995 sneri hann aftur til Chicago Bulls, en var í frekar lélegu leikformi eins og gefur að skilja. Ári síðar var hann hins vegar aftur kominn í sitt besta form og fagnaði fjórða titlinum með Bulls, sem einnig urðu meist- arar 1997 og 1998 . Þann 14. júní 1998 skor- aði Jordan körfuna sem tryggði Bulls 6. titilinn á áratugnum. Eftir það tilkynnti hann öðru sinni að hann væri hættur. Fullkominn endir á frábærum ferli hugsuðu flestir, en Jordan er greinilega annarrar skoðunar og endur- speglast það kannski best í orðun hans: „Ég get sætt mig við að gera mistök, en ég get ekki sætt við við að hafa ekki reynt." trausti@frettabladid.is Jordan var haldinn spilafíkn: Lék golf upp á peninga veðmál Michael Jordan, sem án efa er einn auð- u g a s t i íþrótta- maðurinn í dag, hefur átt við spi- lafíkn að etja. í maí 1993 áttust Chicago Bulls og New York Knick við í úrslit- um Austurdeildarinnar og nóttina fyrir annan leik lið- anna, sem fór fram í New York, sást til Jordan í spilavíti í Atlantic City. Bulls tapaði leiknum og hitti Jordan aðeins úr 12 af 32 skotum sínum í leiknum. Árið 1998 greindi Richard Esquinas, kaupsýslumaður frá Kaliforníu, frá því í bók sinni að hann hefði leikið rúmlega 100 golfhringi gegn Jordan og að ávalt hefði verið veðjað upp á peninga. Esquinas sagði að um tíma hefði Jordan skuldað honum rúmlega 900 þúsund dollara en að hann hefði samið við Jordan um að hann greiddi 300 þúsund. ■ NAFN: Michael Jeffrey Jordan FÆDDUR: 17. febrúar 1963 í New York HÆÐ: 2 metrar ÞYNCD: 106 kg ÁR í NBA: 13 LIÐ: Trask Middle School, Laney High School -University of North Carolina Tar Heels -Chicago Bulls -Chicago White Sox -Washington Wizards. VIÐURKENNINGAR: Valinn þriðji í háskólavalinu -Ólympíumeistari 1984 og 1992 -Nýliði ársins 1995 -Troðslumeistari 1987 og 1988 -Besti varnarmaðurinn 1988 -Verðmætasi leikmaður NBA 1988, 1991, 1992, 1996 og 1998 -NBA meistari 1991, 1992, 1993, 1996, 1997 og 1998 -Stigahæsti leikmaður NBA 1988 til 1993 og 1995 til 1997 -Þriðji stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi með 29.277 stig -Flest stig í úrslitakeppni, 63 gegn Boston Celtic 1986 MAKI: Juanita BÖRN: Jamine, Jeffrey og Marcus ANNAÐ: Samdi við Nike 1984 -Launahæsti Iþróttamaður heims 1992 -James faðir hans myrtur 1993 -Michael Jordan rakspírinn kom í búð- ir 1996 -Lék I Space Jam 1996

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.