Fréttablaðið - 27.09.2001, Page 22

Fréttablaðið - 27.09.2001, Page 22
22 ERÉTTAPJ-AÐ.1Ð 27. september 2001 FIMIVITUDACUR f-*- Elísabet II: _ Heimsreisa á gullnu ári Yfirmaður öryggismála í World Trade Genter: Nýhættur að eltast við bin Laden london, ap Elísabet Englands- drottnin ætlar að heimsækja Kanada og Jamaica á næsta ári, en þá verður haldið upp á 50 ára drottningartíð hennar. Ekki liggja fyrir önnur ferðalög á þessu ári sem kallað er gullna afmælisárið. Drottningin mun hins vegar ferð- ast um Bretland þvert og endi- langt í tilefni afmælisins. Elísabet erfði krúnuna árið 1952 þegar faðir hennar, Georg VI lést. Elísabet er fyrsti breski þjóð- höfðinginn sem ríkir í 50 ár síðan Viktoría drottning var og hér. Viktoría hélt upp á gullafmælið árið 1887 og náði meira að segja að halda upp á 60 ára valdaafmæli. Viktoría drottning var siða- vönd mjög og lagði lín- ur að hegð- an á ýmsum s v i ð u m . Hún hefur eflaust snú- ið sér n o k k r u m sinnum við í gröfinni yfir hegðan af- k o m e n d a sinna, barna Elísabetar sem öll eru fráskilin. ■ new YORK. ap John P. O’Neill, sem tók við nýju starfi sem yfirmaður öryggismála World Trade Center í New York, aðeins nokkrum dögum fyrir árás hryðjuverkamanna hafði hvað eftir annað varað við hætt- unni á árásum hryðjuverkamanna og sagði engan vafa leika á því hvort, heldur eingöngu hvenær stór árás yrði að veruleika. „Næstum því allir hryðjuverka- hópar núna hafa möguleika til þess, ef þeir vilja, að ráðast á okkur hér í Bandaríkjunum," sagði hann í ræðu árið 1997. O’Neill hætti hjá FBI vegna yfirsjónar sem honum varð á nýlega, en hann týndi skjala- tösku með leyniskjölum. ELÍSABET II ENC- LANDSDROTTNING Styttist í 50 ára afmæli hennar á valdastóli. ivMLun/cum urlhuhininm Fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn John P. O'Neill var einn helsti sérfræðingur um málefni þeirra hryðjverkamanna, sem urðu honum að bana í New York. Hann hafði starfað lengi með bandarísku alríkislögreglunni FBI og hafði sérhæft sig í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Síðustu árin beindi hann kröftum sínum sér- staklega að því að Osama bin Laden og hryðjuverkastarfsemi hans. Talið er að O’Neill hafi verið á skrifstofu sinni á 34. hæð í World Trade Center að morgni hins ör- lagaríka dags þegar fyrri flugvélin flaug á bygginguna. Hann hringdi í son sinn og vin til þess að láta þá vita að hann væri heill á húfi, en sneri síðan aftur inn í aðra bygg- inguna til þess að hjálpa til við björgunaraðgerðir. í síðustu viku fannst líkið af honum. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Inýjasta tölublaði Veru er að finna viðtal við Sif Konráðs- dóttur lögmann. í viðtalinu segir hún frá því að um síðustu áramót hafi henni borist bréf frá Davíð Oddssyni þar sem henni eru þökkuð störf í úrskurðar- nefnd um upplýs- ingamál sem hún hafði setið í nokk- ur ár. Hún er ein tekin út úr þessari nefnd á þeim forsendum að tími væri komin að skipta þrátt fyrir að hinir hafi verið búnir að sitja jafn lengi og lengur. Sif full- yrðir í þessu við- tali að Davíð hafi tekið hana úr nefndinni til að hegna henni vegna framgöngu hennar í nauðgunarmáli þar sem Jón Steinar Gunnlaugsson var verj- andi háskólaprófersorsins sem var sýknaður. að fjölgar enn fréttum af uppsögnunum hjá Norðurljós- um. Ragnar Páll Ólafsson, betur þekktur sem Raggi Palli á Bylgj- unni, er hættur störfum þar. Ragnar Páll var í útsendingu með vinsælan þátt, og einnig var hann tæknimaður/útsendingar- stjóri hjá hinum og þessum þáttagerðarmönnum, meðal ann- ars í Reykjavík síðdegis, hjá Gulla Helga, Bylgjulestinni og Þórhalli miðli. Ragnar sá einnig um óskalagahádegið. Ragnar starfaði í 6 ár á Bylgjunni. Ástæða uppsagnarinnar mun hafa verið endurskipulagning á útvarpssviði. orbjörg Sigríður Gunnlaugs- dóttir, einn Penna Deiglunn- ar, er ekki alls kostar sátt við Bríeti, félag ungra femínista. Hún segir þær vera fullupptekn- ar af súludansi og klámi auk þess sem „hlutgerving kvenna" sé þeim afar töm. Brýnni mál- efni eins og launamunur kynj- anna fái hins vegar litla athygli. „Það hlýtur að vera áhyggjuefni ungra háskólastúdína að þær fái ekki sömu laun og karlar með sambærilega menntun að loknu námi sínu,“ segir Þorbjörg sem finnst Bríet ótrúverðugur málsvari ungra femínista þar sem grein sem merkt er „efst á baugi“ fjallar upp jaðaríþróttir. Fróðlegt verður að sjá hvort að Bríetarpennar svara fyrir sig. eir sem flakka mikið um vef- inn hafa reyndar tekið eftir því að Bríetarvefurinn er sorg- lega sjaldan uppfærður. Sama má segja um ýmsar vefsíður stjórnmálamanna sem eru æði misjafnar og misoft uppfærðar. Mörg spjót hafa staðið á Sturlu Böðvarssyni, samgönguráð- herra, í kjölfar misheppnaðs fyrsta útboðs á sölu Símans. Sturla notar ekki tækifærið til að svara fyrir sig á heimasíðu sinni. í nýjustu fréttinni þar er sagt frá því að hann sitji nú allsherjar- þing flugmálastofnunar í Kanada. Ekki er minnst auka- teknu orði á Símasöluna. Ahinum bráðskemmtilega vef blaðs Vestfirðinga, Bæjarins besta, flytja menn fréttir af vestfirskri veðurblíðu þessa dagana. í gær var sagt frá kveðjupartýi eins starfsmanna sýslumannsins á Bolungarvík, sem endaði utandyra, „vegna mikilla hlýinda þótt nærri vika sé liðin frá jafndægrum á hausti neyttu menn krásanna undir beru lofti, klæddir eins og á heitum sumardegi, þótt skugg- arnir séu talsvert farnir að lengjast. Einhvern tíma hefði þótt skráningarvert að hægt væri að halda garðveislu í Bol- ungarvík skjólfatalaus undir lok september í sólskini og þrettán stiga hita.“ Það er óhætt að taka undir þessi orð. íbúar höfuð- borgarsvæðisins hafa einnig haft orð á hlýju veðri undan- farna daga og margir lagt vetr- arúlpunum sem komnar voru Samfýlkingin Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar Flokksstjórn Samfylkingarinnar kemur saman til fundar laugardaginn 29. september kl. 13.00 á Hótel Loftleiðum Dagskrá: 1. Flokkur til framtíðar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur framsögu og kynnir nýjan stjórnmálabækling flokksins. 2. Sveitarstjórnarkosningar í vor Jóhann Geirdal, formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, flytur framsögu og fjallar um undirbúning kosninganna í vor. Að loknum framsögum er umræða. 3. Landsfundur í nóvember Ása Richardsdóttir, formaður undirbúningsnefndar lands- fundar, kynnir fyrirkomulag fyrsta landsfundar Samfylking- arinnar 16.-18. nóvember n.k. 4. Önnur mál Fundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki. Veruleiki í lit Gunnar Svanberg Skúlason ljósmyndari býr í Flórens og tekur myndir fyrir tímaritið Colors, sem Benetton gefur út. ljósmyndun Gunnar Svanberg Skúlason Ijósmyndari og Sigríð- ur Heimisdóttir iðnhönnuður hafa undanfarið ár tekið myndir og skrifað greinar fyrir tímarit- ið Colors, sem er gefið út af ítal- ska fyrirtækinu Benetton. Gunnar tekur myndir fyrir blaðið en Sigríður skrifar grein- ar til að fylgja þeim. Þetta kallar á mikil ferðalög þar sem Gunnar á heima í Flórens en tekur flest- ar myndir hér á íslandi. Sigríður á heima í Svíþjóð þar sem hún vinnur fyrir IKEA. „Hún bjó í Mílanó í nokkur ár og fylgdist með Colors. Hana langaði til að vinna fyrir blaðið og hafði samband við mig. Við undirbjuggum umsókn og send- um fullt af efni inn. Þeir létu okkur vinna eitt prufuefni og svo vorum við ráðin,“ segir Gunnar. Hann lærði ljósmyndun í Barcelona en er nú í grafísku hönnunarnámi í Flórens þar sem kærasta hans, Ingunn Dögg Sindradóttir, lærir forvörslu. „Þetta er frábært tækifæri og það sem ég stefndi að. Loksins fær maður að takast á við verð- ugt verkefni. Blaðið er ekki hefðbundið að því leyti að í hver- ju tölublaði er eitt þema, t.d. fá- tækt, ríkidæmi, sígunar, fólk í hjálparstarfsemi o.s.frv. í síð- asta blaði var það hugmyndir fólks um alheiminn. Fyrri helm- ingur blaðsins var allur tekinn í Star City, sem er rétt fyrir utan Moskvu. Þar geyma Rússarnir öll sín geimtól, flaugar og annað. Það er ótrúlegt að sjá þetta, ég myndi ekki treysta þessum mönnum til að hella upp á kaffi, hvað þá að senda mig út í geim. Nú í sumar hef ég hinsvegar myndað geðsjúka." Stofnandi Colors var Oliverio Toscany, maðurinn á bakvið mannúðlega ímynd Benetton. Hann stofnaði það fyrir 10 árum, ásamt Luciano Benetton. „Þeir vildu gefa út tímarit, sem LÍTIÐ UM TfSKU OG GLANS „Hugmyndin á bakvið blaðið er að gefa út tímarit, sem væri ekki aðeins fullt af fína og fræga fólkinu heldur tekur á raunveruleikanum," segir Gunnar Svan- berg Skúlason Ijósmyndari. byggðist ekki upp á tísku og glans heldur raunveruleikanum sjálfum. Þeir vildu ekki bara hafa fína og fræga fólkið í blað- inu, heldur raunverulegt fólk. Ritstjórnin eru í litlum bæ, sem heitir Treviso og er rétt hjá Fen- eyjum. Næstum því allur bær- inn er í eigu Benetton, það vinn- ur fólk úr öllum fjölskyldum hjá fyrirtækinu.“ Blaðið er til sölu í öllum Benetton verslunum heimsins, auk þess að vera frammi hjá blaðasölum. Stefnan er að gefa út tíu tölublöð á ári. „Þau eru oft- ast færri. ítalirnir standa sjald- an við það sem þeir ákveða. Þeir geta ekki skipulagt neitt, það verður allt svo flókið, flækt í skriffinsku. Ég tek sem betur fer lítið eftir því hversu hægt hlutirnir ganga hjá þeim. Það er svo mikið að gera. Maður vill vera á íslenska hraðanum, með hnút í maganum." halldor@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.