Fréttablaðið - 09.10.2001, Side 6

Fréttablaðið - 09.10.2001, Side 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING PAGSINTJ Ertu hrædd við að fljúga? „Nei. Mér finnst ekkert mál að fljúga til Evrópu eða Bandaríkjanna. Ég myndi að vísu ekki vilja fljúga til Mið- Austurlanda." ■ Elsa Gísladóttir myndlistakona PÁTTTÖKUSEÐILL Skotveiðimenn geta komið á bensinstöðv- ar Olís sem staðsettar eru um allt land. Þar fá þeir afhentan poka undir hylkin. Þeir þurfa síðan að skila inn pokanum. Ataki beint að skotveiði- mönnum: Vilja skothylkin í burtu lanpvernd „Það er argasti ósið- ur,“ sagði Thomas Möller, mark- aðsstjóri Olís, „þegar skotveiði- menn láta liggja eftir sig skot- hylki á víðavangi". Olís og Skot- veiðifélag íslands munu í sam- starfi við umhverfisráðuneytið fara af stað með átak þar sem skotveiðimenn eru hvattir til að týna upp notuð skothylki. Að sögn Thomasar eru samkvæmt áætlun Skotvís þrjár til fjórar milljónir skothylkja notaðar á ís- landi á ári hverju og hálf milljón hylkja látin liggja eftir víða um landið. Thomas sagði sömu aðila hafa verið með svipað átak í fyrra. Þá hafi safnast í kringum hundrað þúsund hylkja en takmarkið í ár sé að hækka töluna í þrjú hund- ruð þúsund. Sagði hann átakið hefjast formlega 15. október nk. þegar rjúpnaveiðitímabilið hæf- ist. Bætti hann því við að gæsa- veiðimenn hefðu þegar skilað inn þúsunda hylkja. ■ —♦— Bandaríkjamenn sam- þykkja getnaðarvörn: Mun veita 99% öryggi washincton.ap Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur samþykkt nýja getnaðarvörn fyrir konur sem mun veita allt að 99% öryggi. Gentaðarvörnin virkar þannig að plasthring sem sendir frá sér hormónin estrógen og progestin er komið fyrir í leggöngum kven- na. Þetta eru sömu efni og fyrir- finnast í getnaðarvarnarpillum, en munurinn er sá að aðeins þarf að nota hina nýju getnaðarvörn einu sinni í mánuði. ■ INNLENT I Björgvin G. Sigurðsson og Ör- lygur Hnefill Jónsson vara- þingmenn fyrir Samfylkinguna hafa sest á Alþingi sem varaþing- menn. Björgvin í fjarveru Lúð- víks Bergvinssonar og Örlygur í stað Svanfríðar Jónasdóttur. Áhrif hryðjuverkanna á íslenska hagkerfið: Niðursveiflan hraðari vegna hryðjuverkanna efnahacsmál Á heildina lit- ið, virðist sem að hryðju- verkin í Bandaríkjunum muni valda því að hraðar hægi á hjólum íslenska hagkerfisins en ráð var gert fyrir. „Ástæða þess liggur að mestu leiti í áhrifum hryðjuverkanna á tiltrú neytenda og einka- neyslu," segir Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá Greiningu íslandsbanka. Væntingavísitala Gallup, INGÓLFUR BENDER, Lækkun vaxta myndu teljast til jákvæðra áhrifa. næstu sex mánuði, lækkaði talsvert á milli ágúst og september. Hann segir nei- kvæðra áhrifa á hagkerfið, gæti einnig frá ferða- mannaiðnaðinum. Dregið hafi úr tekjum þeirrar greinar vegna hryðjuverk- anna. „Áætlað er, að niður- skurður í ferðamannaiðn- aðinum muni nema um fjórum milljörðum króna í tapaðar gjaldeyristekjur, fyrir greinina í heild,“ seg- sem mælir væntingar neytenda ir Ingólfur. Vegna þessa muni at- vinnuleysi, að öllum líkindum, vaxa hraðar á næstu mánuðum en það hefði ella gert. Ingólfur telur að töluverðra áhrifa muni gæta vegna þessa, þótt ekki verði um langtímaáhrif að ræða. ■ FERÐAÞJÓMUSTA Svo er að sjá að af öllum greínum íslensks efnahagslifs virðast hryðjuverkin ætla að hafa mest og víðtækust áhrif í ferða- þjónustunni. Úrskurðum fer fækk- andi og er misskipt 11 barnaverndarnefndir af 62 á bak við alla úrskurði Barnaverndarráðs á fimm ára tímabili. Mik- ið áhyggjuefni sem við kunnum engar skýringar á, segir framkvæmdastjóri ráðsins. Urskurðum barnaverndarnefnda fækkaði um 75% á meðan oíbeldismálum gagnvart börnum fjölgaði. BARNAVERNDARSTOFA Bamaverndarnefndir víða um land heyra undir Barnaverndarstofu í Reykjavík. Eftirfarandi hugleiðingu er varpað fram á bls. 88 f nýrri skýrslu Umboðsmanns barna: „Það vekur eftirtekt að aðeins 11 barnaverndarnefndir komu að málum hjá barnaverndarráði á árunum 1995-1999. Þá má nefna að fjöldi íbúa f umdæmum þaðan sem úrskurðir bárust var árinu 1999 151 þúsund, en f um- dæmum þaðan sem enginn úrskurður barst á tímabilinu voru íbúar 128 þúsund." barnavernp Engin mál komu frá barnaverndarnefndum sem eiga að þjóna 128.000 íslendingum til Barnaverndarráðs íslands á fimm ára tímabili, frá 1995 til 1999. Flestar þeirra nefnda sem ekkert heyrðist frá starfa á strjálbýlari svæðum landsins. Þessi staðreynd er dregin sér- staklega fram í nýrri skýrslu Umboðsmanns barna. „Þetta er stóralvarlegt og ít- rekað verið bent á þessa mis- skiptingu í ársskýrslum okkar. Við höfum engar haldbærar skýr- ingar, enda ekki með aðstöðu til þess,“ segir Guðrún Erna Hreið- arsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs. Barnavernd- arnefndirnar, sem eru 62 talsins, heyra undir Barnaverndarstofu í Reykjavík. Auk þess að vera misskipt hef- ur úrskurðum einnig fækkað gríðarlega. Á meðal þeirra úr- ræða sem nefndirnar hafa í mál- um sem varða ofbeldi gagnvart börnum má nefna forsjársvipt- ingu og eftirlit með heimilum. Fjöldi úrskurða af þessum toga var 157 árið 1996, en aðeins 39 árið 1999 sem jafngildir 75% fækkun. Á sama tíma sést af töl- um úr ársskýrslu Barnaverndar- stofu að tilkynntum og skráðum ofbeldismálum fjölgaði. Heildar- fjöldi tilkynninga var 978 árið 1996 og 2.683 árið 1999. í árs- skýrslunni segir eftirfarandi: „Sé tekið tillit til aukins málafjölda hjá barnaverndarnefndum vekur það athygli að svo er að sjá að fjöldi úrskurða vaxi ekki að sama skapi og málum fjölgar." Þess er einnig getið að vafasamt sé að draga víðtækar ályktanir af þess- um tölum. Breytt verklag í skráningu mála og aukning á stuðningsað- gerðum víða um land hafa verið nefndar sem skýringar á ofan- greindu misræmi. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að vaxandi óánægju gæti meðal sér- fræðinga í málefnum barna, ekki síst þeirra sem starfa utan Reykjavíkur, með útskýringarn- ar. Bent er á börnin beri hallann af því að málum sé í auknum mæli ekki vísað lögformlega leið, heldur „leyst heima fyrir," eins og einn viðmælandi blaðsins orð- aði það. matti@frettabladid.is Hópur breskra vísindamanna: Segist hafa fundið tungumálagen SAN francisco, ap Hópur breskra vísindamanna segist hafa fundið fyrsta erfðavísinn, sem vitað er að eigi þátt í tungumálaörðug- leikum. Þeir segjast jafnvel halda að þessi uppgötvun geti hjálpað okkur til að finna líf- fræðilegar rætur mannlegrar hugsunar. Erfðavísirinn, sem þeir nefna FOXP2, gefur okkur þó ekki hæfileikann til að tala. Hins vegar segjast vísindamenn- irnir hafa fundið stökkbreytt af- brigði af erfðavísi sem stjórnar myndun prótíns, sem gerir tungumálsstöðvar heilans starf- hæfar. Erfðavísinn fundu þeir með rannsóknum á þremur kynslóð- um stórrar fjölskyldu á Englandi, en um það bil helmingurinn af meðlimum þeirrar fjölskyldu á við ákveðna talörðugleika að stríða. Niðurstöður rannsókn- anna voru birtar í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature. Margir vísindamenn telja þó hæpið að tengja hæfileika mannsins til að nota tungumál við einn erfðavísi. „Þetta er ekki TUNGUMÁLAKENNSLA Þessi kennarí er að kenna arabísku, enda hefur áhugi á því tungumáli vaxið mjög í kjölfar síðustu atburða f heimsmálunum. svo einfalt," sagði Bruce Tomplin, prófessor við háskóla í Iowa í Bandaríkjunum. ■ Þing íhaldsflokksins: Iskugga hryðjuverka bretlanp Iain Duncan Smith, ný- bakaður leiðtogi breska íhalds- flokksins, leggur línurnar fyrir stjórnarandstöðuna á ársfundi flokksins í dag. Ekki er búist við miklum áhuga almennings þar sem hryðjuverk liðins mánaðar í Bandaríkjunum eru í fersku minni. Undanfarinn tæpan mánuð hafa íhaldsmenn látið af venju- bundinni gagnrýni á ríkisstjórn- ina og heils hugar stutt yfirlýsing- ar Tony Blair varðandi heimsmál- in. Stjórnmálaskýrendur eru ekki á einu máli um hvernig íhalds- menn hyggjast fylla þriggja daga fund þegar svo getur farið að al- menningur hafi litla lyst á póli- tísku argaþrasi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.