Fréttablaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. október 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Italskir fjölmiðlar:
Vieira
til Juve?
knattspyrna Patrick Vieira, leik-
maður Arsenal, lýsir því yfir í við-
tali við ítalska blaðið Tuttosport í
Torínó að hann hafi áhuga á að
ganga til liðs við Juventus. Þessi yf-
irlýsing hans ýtir enn frekar undir
þann orðróm að hann kunni hugsan-
lega að vera á leið frá Arsenal inn-
an skamms. í viðtalinu sagði Vieira,
sem er 25 ára, að auk Juventus
hefðu Man. Utd. og Real Madrid
sýnt honum áhuga.
„Ég neita því ekki að mér finnst
Juventus vera spennandi kostur,"
sagði Vieira. „Þeir vildu fá mig í
sumar, en Arsenal sagði nei.“
PATRiCK VIEIRA
„Ég neita þvi ekki að mér finnst Juventus
vera spennandi kostur," sagði Vieira. „Þeir
vildu fá mig ( sumar, en Arsenal sagði nei."
Eftir að hafa lent í útistöðum við
Sinisa Mihajlovic, leikmann Lazio, í
Meistaradeild Evrópu á síðasta
tímabili, sagði Vieira að hann
myndi aldrei aftur leika í ítölsku
deildinni. í Tuttosport sagði hann
hins vegar að það þetta hefði verið
sagt í hita leiksins og að hann væri
nú tilbúinn að snúa aftur til Ítalíu. ■
Holyfield og Ruiz:
Bardaginn verður ekki í Kína
Á BLAÐAMANNAFUNDI
Don King og John Ruiz sitja fyrir svörum.
hnefaleikar Hætt hefur verið
við fyrirhugaðan bardaga
Evander Holyfield og John
Ruiz um heimsmeistaratitil-
inn í þungavigt sem fara átti
fram í Kína. Hnefaleikafröm-
uðurinn Don King og HBO
sjónvarpsstöðin ákváðu að
hætta við bardagann eftir ráð-
leggingu utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna í kjölfar
hryðjuverkanna í New York
og Washington.
„Ég myndi ekki fórna einu
einasta amerísku lífi fyrir hagnað-
inn af bardaganum," sagði Don
King í samtalið við USA Today og
bætti við.
„Ég styð ákvarðanir HBO og ut-
anríkisráðuneytisins og fer eftir
því sem þeir segja, í einu og öllu.“
Ross Greenburg, yfirmaður
íþróttadeildar HBO, hefur far-
ið þess á leit við aðra skipu-
leggjendur að bardaginn fari
fram í Bandaríkjunum á sama
tíma og áætlað var en sjón-
varpsstöðin borgaði á sínum
tíma fimm milljónir dollara
fyrir útsendingaréttinn.
„Með tilliti til óvissunnar
sem ríkir og samkvæmt ráð-
um utanríkisráðuneytisins um
ferðir erlendis fannst okkur
skynsamlegast að hætta við
bardagann."
„Við höfum rætt það við Don að
sjónvarpa bardaganum þann 24.
nóvember n.k. og þá á bandarískri
grundu." ■
Napolí er í 15. sæti B-deildarinnar:
Stuðningsmenn
mótmæla
knattspyrna Áhangendur ítalska
knattspyrnuliðsins Napolí eru æfir
útaf gengi liðsins það sem af er
keppnistímabilsins. Liðið féll úr A-
deildinni í vor og situr nú í 15. sæti
B-deildarinnar. Til þess að bæta
gráu ofan á svart hefur liðinu nú
verið bannað að leika á San Paolo
leikvanginum af öryggisástæðum,
en miklar rigningar og flóð hafa
skapað hættu við leikvanginn.
Napolí liðið lék hins vegar á
hinum 80 þúsund manna leikvangi
fyrstu vikur tímabilsins en að
meðaltali mættu aðeins um 6 til 7
þúsund áhorfendur á leikina.
Óhætt er því að tala um hrun hjá
þessu fyrrum stórveldi ítalskrar
knattspyrnu, en þegar Diego
Maradona lék með því frá 1984 til
1991 varð það tvisvar ítalskur
meistari, tvisvar ítalskur bikar-
meistari og sigraði í Evrópukeppni
félagsliða.
Auk þess að vera á hraðri niður-
leið í ítalska boltanum á Napolí-lið-
ið á í miklum fjárhagsvandræðum
og samkvæmt ítölskum fjölmiðl-
um eru þeir Giorgio Corbelli, for-
seti félagsins og Corrado Ferlaino,
framkvæmdastjóri þess, hættir að
ræða saman. Stuðningsmenn liðs-
ins mótmæltu slælegu gengi liðs-
ins og lélegri stjórn félagsins í vik-
unni með því að setjast við torg í
borginni með vín og bjóða vegfar-
endum sopa. Á skilti sem þeir voru
með stóð: „Það er betra að sitja við
borð með gott vín en með Corbelli
og Ferlaino.“ ■
SAN PAOLO
Um 80 þúsund áhorfendur maettu á leiki Napolí þegar best gekk en nú mæta um aðeins
6 til 7 þúsund á leiki.
Opna þýska:
Langer á
22 undir pari
golf Bernhard Langer sigraði á
Opna þýska meistaramótinu í
golfi, sem lauk í Gurt Larcenhof í
Köln um helgina, en
hann lék hringina
fjóra á 266 höggum
eða 22 höggum und-
ir pari. Þetta í
fjórða skiptið sem
Þjóðverjinn sigrar
á mótinu, en Svíinn
Fredrik Jacobson
og Bandaríkjamað-
urinn John Daly
höfnuðu í öðru til
þriðja sæti einu
höggi á eftir
Langer.
Daly virðist vera
kominn í góða æfingu því hann lék
síðustu tvo hringina hreint frá-
bærlega eða á 64 og 65 höggum.
Hann lék fyrsta hringinn hins
vegar á 71 höggi. ■
LANGER
„Það er alltaf
gaman að
vinna. Ég lét
forystuna aldrei
af hendi og það
var mikilvægt"
Andrea Frumsýning í nóvember
Fáðu meira út úr sjónvarpinu þínu
Pantaðu áskrift núna í síma 515 6100
Langar þig að gera eitthvað
skemmtilegt, sjá eitthvað fallegt,
hlusta á eitthvað gott...
eða borða það?
Vnk
Góða skemmtun!