Fréttablaðið - 09.10.2001, Page 8
3
FRÉTTABLAÐIÐ
9. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR
Borgarstjóri Nagasaki:
Ekki kjam-
orkuvopn
ÁRÁS Á AFGANISTAN Itcho ItO, borg-
arstjóri Nagasaki í Japan, varaði í
gær við notkun kjarnorkuvopna í
árásum á Afganistan. „Það yrði
ófyrirgefanlegt ef stór árás yrði
gerð þar sem óbreyttir borgarar
myndu bíða skaða,“ sagði Ito í yf-
irlýsingu skömmu eftir að árás-
irnar hófust. „Mér þykir leitt að
ákveðið var að grípa til hernaðar-
aðgerða því ég hafði vonast eftir
friðsamlegri úrlausn málsins. Það
er samt nauðsynlegt að bregðast
við hryðjuverkum,“ sagði Ito, en
Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn-
orkusprengju á Nagasaki undir
lok síðari heimstyrjaldarinnar. ■
Matarskömmtum varpað á Afganistan:
Saddam Hussein:
Hnetusmjör og jarðarberjasulta
RAMSTEIN. ÞÝSKALANDI. AP Tvær
flutningaflugvélar lentu í gær
heilu og höldnu á herflugvellinum í
Ramstein í Þýskalandi, eftir að
hafa varpað matvælum niður yfir
Afganistan í fyrrinótt meðan loft-
árásir voru gerðar á landið. Sam-
tals var 37.500 matarpökkum varp-
að úr flugvélunum, en í þeim voru
dagskammtar af rauðum baunum,
hrísgrjónum, sælgæti, hnetu-
smjöri og jarðaberjarsultu.
Flugið með matarpakkana var
liður í aðgerðum Bandaríkjanna og
Breta gegn talibanastjórninni og
hryðjuverkamönnum í Afganistan.
Auk matarpakka verður lyfjum og
öðrum nauðsynjavörum varpað til
íbúa í Afganistan. íbúar landsins
eru margir hverjir á hungurmörk-
unum vegna þeirra hörmunga sem
gengið hafa yfir landið undanfarin
ár.
Með því að varpa mat og nauð-
synjum til þeirra strax á fyrsta
degi árásanna var meiningin að
undirstrika að árásunum er beint
gegn hryðjuverkamönnum, en
ekki almennum íbúum landsins, að
því er Donald H. Rumsfeld, land-
varnaráðherra Bandaríkjanna
sagði. ■
MATARSKAMMTARNIR
Svona líta matarskammtarnir út, sem varp-
að var á Afganistan með sprengjunum í
fyrrinótt.
Réðust á eina
af fátækustu
þjóðunum
TÓKÝÓ.AP írakar fordæmdu árás-
ina Bandaríkamanna og Breta á
Afganistan harðlega í gær.
Saddam Hussein, forseti landsins,
lýsti yfir andúð sinni á árásum og
sagði þær „ganga þvert á móti al-
þjóðlegum Iögum.“ í sjónvarps-
ávarpi sínu hafði Saddam þetta að
segja: „í dag réðust Bandaríkin á
eina af fátækustu þjóðum heims.
Við teljum að þeir sem eru sannir
guðstrúarmenn geti ekki komist
hjá því að fordæma árásina.“ ■
BLAIR
Tony Blair í sjónvarpsávarpi sínu frá Down-
ing stræti 10 í Lundúnum á sunnudaginn.
Hann sagðist í gær vera afar ánægður með
þann stuðning sem hernaðaraðgerðirnar
hafa fengið út um allan heim.
Tony Blair,:
„Upprætum
samtök bin
Laden“
FLAKIÐ
Flag SAS-vélarinnar dregið burt frá Linate-flugvelli. Eftir áreksturinn rakst vélin á farangursgeymslu og voru starfsmenn þar einnig meðal
hinna látnu.
STUÐNINGI LÝST YFIR
Hópur Suður-Kóreubúa fylgist með ávarpi
Kim Dae-jung, forseta landsins, sem sjón-
varpað var í beinni útsendingu í gær. Kim
lýsti yfir fullum stuðningi við hernaðarárás-
irnar á Afgansistan.
IHðtogar flestra ríkja
heimsins:
Jákvæð við-
brögð við
ÁRÁS Á AFGANISTAN Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, kallaði
þing landsins saman í gær vegna
árásanna á Afganistan og var það
þriðji neyðarfundur þingsins síð-
an hryðjuverkaárásin á Bandarík-
in átti sér stað þann 11. septem-
ber. „Við höfum sett okkur það
markmið að uppræta starfsemi
hryðjuverkasamtaka Osama bin
Laden og grípa í leiðinni til að-
gerða gegn stjórn talinbana sem
haldið hefur hlífiskildi yfir hon-
um,“ sagði Blair skömmu eftir að
loftárásirnar hófust. ■
Fyrir viðkvæma húð
CÖ a ASKO
cd > Þvottavélar
03 *o O) 9| -J* ^
W c
GaiðJ í þekking - þjónusta
C/) /FOniX
Hátúni 6a S 552 4420
118 fórust í eldi eftir
árekstur í flugtaki
SAS-vél í flugtaki frá Mílanó til Kaupmannahafnar rakst á Cessnu með
fjórum mönnum. A.m.k. 12-15 hinna látnu eru Danir.
flugslys Að minnsta kosti 118 fór-
ust þegar farþegavél frá SAS á
leið til Kaupmannahafnar rakst á
einkaflugvél í flugtaki frá Linate-
—+— flugvelli í Mílanó í
gærmorgun. 64
hinna látnu eru
ítalir, a.m.k. 12-15
eru danskir.
Nokkrir Norð-
menn og Svíar eru
einnig meðal hinna
látnu.
Aðalskrifstofa
SAS vissi ekki
til þess í gær
að Islendingar
hefðu verið í
vélinni
—$—
SAS vélin, sem er af gerðinni
MD 87, var í flugtaki þegar
Cessna-vél með fjóra innanborðs
ók þvert í veg fyrir hana. SAS vél-
in beygði af leið og rakst á bygg-
ingu við flugvöllinn. Mikill eldur
braust út. Talið var að allir farþeg-
ar og áhöfn beggja hefðu farist
strax og einnig að minnsta kosti
fjórir flugvallarstarfsmenn á
jörðu niðri. í SAS-vélinni voru 104
farþegar og sex manna áhöfn. í
Cesnunni voru tveir ítalskir flug:
menn og tveir þýskir farþegar. í
fyrstu var velt vöngum yfir hvort
um hryðjuverk gæti verið að ræða
en fljótlega var því vísað á bug að
nokkur möguleiki væri á slíku.
Cessnan hafði millilent í Mílanó á
leið frá Köln til Parísar. Danska
blaðið B.T. fullyrti í netútgáfu
sinni að skyggni hefði verið lélegt
í kjölfar þoku og væru þau skil-
yrði talin hafa valdið mestu um
slysið.
Unnið var að slökkvistarfi fram
eftir degi en aðgengi að flaki SAS-
vélarinnar var erfitt i rústum byg-
ingarinnar. Nokkrir slasaðir úr
byggingunni höfðu einnig verið
fluttir á sjúkrahús og fjórir þeirra
voru taldir í bráðri lífshættu.
„Því miður virðist óhjákvæmi-
legt að fleiri bætist í hóp hinna
látnu,“ sagði talsmaður yfirvalda í
Mílanó.
Miklar aðgerðir fóru í gang á
Kastrup-flugvelli í Kaupmanna-
höfn þar sem ættingjum farþega
bauðst áfallahjálp. Sú þjónusta
var einnig í boði á Linate-flugvelli,
sem er næststærsti flugvöllur við
Mílanó.
Aðalskrifstofa SAS vissi ekki
til þess í gær að íslendingar hefðu
verið í vélinni, en þar var neitað að
gefa upplýsingar úr farþegaskrá
að svo stöddu. íslenska sendiráðið
í Kaupmannahöfn hafði engar
fréttir haft af slysinu. ■
árásunum
TÓKÝÓ.AP Viðbrögð flestra ríkja
heimsins við árásunum á
Afganistan hafa verið jákvæð.
Skömmu eftir að árásirnar hófust
hringdu George W. Bush, Banda-
ríkjaforseti, og Colin Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, í
leiðtoga heimsins til að útskýra
árásirnar nánar. Mörg ríki voru
fljót til að lýsa yfir stuðningi sín-
um, þ.á.m. Japan, Rússland,
Þýskaland, Pakistan, ísrael og
Ástralía og að sögn Romano Prodi,
framkvæmdastjóra Evrópusam-
bandsins, stendur öll Evrópa á
bak við Bandaríkin og Bretland í
aðgerðum þeirra. Kínverjar stud-
du árásirnar með varfærnislegum
hætti og sögðust vonast eftir því
að hægt verði að koma á friði eins
fljótt og hægt er. Talsmaður utan-
ríkisráðuneytisins í landinu sagði
að hernaðaraðgerðirnar yrðu að
vera í samræmi við samþykktir
öryggisráðs og allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkjastjórn segist ætla
að fylgast náið með alþjóðlegum
viðbrögðum við árásunum, sér-
staklega á meðal arabískra ríkja
og þjóða eins og Indónesíu og
Pakistan þar sem múslimar eru í
meirihluta. ■
Ryðfrí sérsmíði
FYRIR HEIMILI OG FYRIRTÆKI
Stigar og stigahandrið, fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir, stálskilrúm
fyrir skrifstofur. Nýsmíði og viðhald fyrir sjávarútveginn og iðnaðinn.
Einnig sérsmíði allt eftir þínum óskum
e<um
Vönduð vinna.
Gerum verðtiiboð í stærri sem smærri verk!
Vesturvör 22 - 220 Kópavogi - Sími: 588-2314 - Fax: 588-2311 -micro@islandia.is
>S<
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Kennarar
Vegna forfalla vantar kennara sem fyrst við
Víðistaðaskóla. Um er að ræða almenna
kennslu í 3. bekk en frekari upplýsingar um
starfið gefur skólastjóri Sigurður Björgvinsson
í síma 555 2912 og 899 8530.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á
Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31
en einnig er hægt að sækja um rafrænt á
hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til 10. október.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði