Fréttablaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Hafnasambandið: Vilja hækkanir líkt og aðrir samcöngur Á nýafstöðnum ársfundi Hafnasambands sveitarfélaga var samþykkt að leggja það til við sam- gönguráðherra að gjald- skrá hafna hækki um 8% og að aflagjöld hækki úr 1,03% í 1,1% af aflaverð- mæti. Gunnlaugur Júlíus- son hagfræðingur Sam- bands íslenskra sveitarfé- laga segir að gert sé ráð fyrir að þess hækkun afla- gjalds muni gefa höfnum HAFNARFJARÐARHÖFN Mikil uppsveifla hefur verið f uppbyggingu hafnarinnar, enda er hún orðin ein af stærstu höfnum landsins landsins um 40 milljónir í auknar tekjur og gjaldskrárhækkunin um 140-150 milljónir króna á árs- grundvelli. Hann segir að þótt fallist verði á þessar hækkanir þá muni þær ekki einar og sér duga til að rétta við fjár- hag þeirra hafna sem glíma við taprekstur eða til að fara í einhverjar veru- legar fjárfestingar. Heilar- tekjur hafna á síðasta ári námu tæplega 2,5 milljörð- um króna. í rökstuðningi Hafna- sambandsins með þessum hækkunarbeiðnum er m.a. bent á að afkoma hafna hefur farið versnandi ár eftir ár. Það sé því mikil- vægt að hafnirnar fái hækkun á gjaldskrám sínum til að kostnað- arauka líkt og aðrir. ■ LANDSFUNDURINN 1999 Um þúsund manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefur stundum verið lýst sem stærstu stefnumótandi samkomu Islenskra stjórnmála. Sumu hreyft, öðru ekki Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er stundum sagður stærsta stefnumót- andi samkoma íslenskra stjórnmála. Fréttablaðið fór yfir ályktanir síð- asta landsfundar í nokkrum málaflokkum og afdrif þeirra. stjórnmál Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins er fjölmennasta samkoman í íslenskum stjórnmál- um og lætur sér fátt óviðkomandi þegar kemur að því ♦ að álykta. Ályktan- Ályktun um ir síðasta lands- að hvalveiðar fundar, sem hald- hæfust hér við inn var vorið 1999, land eigi síðar báru titilinn Ár- en árið 2000 angur fyrir alla og hefur hins var þar kveðið á vegarekki um ýmsar breyt- gengið eftir. ingar. . Landsfundurinn lagði til miklar breytingar í skattamálum. Lækka átti tekjuskattshlutfall, semja við útgerðir um yfirtöku eða sérstaka fjármögnun sjómannaafsláttar, afnema stimpilgjöld, einfalda álagningu og framkvæmd fjár- magnstekjuskatts auk þess sem lækka ætti efra þrep virðisauka- skattsins úr 24,5% í 14-16% í áföngum. Að auki ætti að afnema lagaákvæði um lágmarksútsvar. Á þeim tveimur árum sem síðan eru liðin hefur verið ákveðin lækkun tekjuskattshlutfalls ein- staklinga um eitt prósent en sveitarfélögum veitt heimild til hækkunar útsvars sem því nem- ur. Frítekjumörk hátekjuskatts hækka um 15%. Tekjuskattar fyr- irtækja munu hækka úr 30% í 18% frá og með næstu áramótum samkvæmt frumvarpi stjórn- valda. Stimpilgjald verður lækk- að 2003. í ályktun fundarins um sjávar- útvegsmál kom fram að seint næðist algjör sátt um sjávarút- vegsmál en áherslu bæri að legg- ja á að áfram yrði byggt á kvóta- kerfinu. Hefur það gengið eftir í tillögum meirihluta endurskoðun- arnefndar. Ályktun um að hval- veiðar hæfust hér við land eigi síðar en árið 2000 hefur hins veg- ar ekki gengið eftir en endurinn- gangan í Alþjóða hvalveiðiráðið er hugsuð sem skref í þá átt að hefja hvalveiðar á ný. Ekki hefur mikið gengið í breytingu á rekstri ýmissa ríkis- stofnana sem hvatt var til breyt- inga á. í samþykktum var þess krafist að rekstrarformi Ríkisút- varpsins yrði breytt auk þess sem skylduáskrift yrði afnumin þegar í stað. Þess var einnig krafist að ÁTVR yrði lögð niður og eignir hennar seldar þegar í stað, það hefur ekki gengið eftir. Þá var því lýst yfir að leggja ætti niður Kvikmyndaeftirlit ríkisins en frumvarp menntamálaráðherra þess efnis náði ekki fram að ganga í fyrra. Það verður lagt fram aftur nú. binni@frettabladid.is £ZS A. OPPNU l\/l A SKIBUM, ií: SKÍÐAVÖRUM SKÍÐAFATNAÐI GQNGUSKÍÐUM OG SNJÓ BRETTABÚNAÐI Takmarkað magn! áður 7.99 (\ 1.495- /nts/\r3 Skíði og skíðaskór Eingöngu carve skíði Skíðaskórog blndingar Skíðafatnaður Bretti, skór og bindingar i)fð»rf|i<M»M i i MAOSHUS Gönguskíði li-fullorðins: bindingum frá: r tóppUrÍYUV i Útbviit n Bindingar Fagleg ráðgjöf Skeifunni 6 • 108 Reykjavík • Sími 533 4450 Viltu hætta að reykja? Vikunámskeið Heilsustofnun NLFÍ, sími 483 0300 Straumur Kirkjusandi 2,155 Reykjavík, s. 560 8900 Mánudaginn 15. október 2001 verða hlutabréf í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. f samræmi við ákvörðun stjórn- ar Fjárfestingarfélagsins Straums hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrir- tækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf f Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar. Þau eru gefin út á nafn hluthafa og útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í félaginu sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti- lega fært í hlutaskrá Fjárfestingarfélagsins Straums hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Fjár- festingarfélagsins Straums hf., Kirkjusandi 2,155 Reykjavfk eða f síma 560 8900. Komi í Ijós við slíka könnun að eig- endaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönn- ur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð rétt- indi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir skrán- ingardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli raf- rænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikn- ingsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sina svo sem vegna sölu eða skipta. Reikn- ingsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni við- komandi hluthafa. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.